Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 76
Síðan 1378 Leitið tilboða! Trausti íslenska muruorurl gH il steinp MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Stoðtækiafyrirtæki fékk 39 milljóna króna styrk frá ESB Aform um. skóverk- smiðju í Olafsfírði Hjúkrunarfræðingar við Landspítala Tíunda hver staða ómönnuð UM EITT hundrað og fjörutíu hjúkrunarfræðinga vantar til starfa hjá Landspítala - háskólasjúkra- húsi. Eru 12% af stöðum hjúkrun- arfræðinga ómönnuð en stöðugildi eru alls 960. Áttatíu sjúkraliða vantar einnig til starfa og segir Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri spítalans, þennan skort held- ur meiri en undanfarin ár. Anna segir skortinn mestan á geðdeildum sjúkrahússins. Þar sé ástand víða mjög erfitt vegna þess það vanti faglært fólk til starfa. Sagði hún að yfirstjórn sjúkrahúss- ins hefði fyrir vikið mjög leitt hug- ann að því hvernig best mætti nýta starfsfólkið og verður, að hennar sögn, tekið á þeim málum í tengsl- um við skipulagsbreytingar sem taka gildi um næstu mánaðamót. Aðspurð sagði Anna að skortur á faglærðu starfsfólki kæmi ætíð upp á haustin en þá væru ýmsar deildir opnaðar aftur sem lokaðar hefðu verið yfir sumartímann. Þegar , j^eynt væri að koma starfseminni í sama horf og um vorið kæmi skort- urinn í ljós. Hann væri hins vegar heldur meiri nú en fyrri ár og það hefði vitaskuld áhrif á tilraunir til að koma starfsemi deilda að fullu af stað. --------------- Dræm gæsa- veiði í byrj- un vertíðar GÆSAVEIÐIN, sem hófst fyrir réttum mánuði, hefur farið afar ró- ■**-lega af stað. Hlýindin hafa þar átt mesta sök og gæsin haldið sig til fjalla. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags íslands, sagði við Morgunblaðið að gæsaveiðin hefði ekki byrjað jafn rólega undanfarin tvö ár. Ottaðist Sigmar t.d. að ís- lenska heiðagæsin myndi ekkert koma niður, heldur halda sig áfram á hálendinu og fljúga síðan beint til Skotlands við fyrsta norðanhret, veiðimönnum til sárrar gremju. Til marks um hlýindin sagði Sigmar að hann hefði nýlega verið á hreindýraveiðum í 10 stiga hita í 800 metra hæð yfir sjávarmáli. „Þó hefur harðnað á dalnum á ,-*íumum landsvæðum, einkum fyrir austan, og fuglinn að koma niður í tún. Það er því ekki öll von úti ennþá,“ sagði Sigmar en leyfilegt er að veiða gæs fram í mars á næsta ári. Orn syndir til úrslita í dag ORN Arnarson syndir í úrslitum í 200 metra bak- sundi á Ólympíu- leikunum í Sydn- ey klukkan 8.20 árdegis. Hann er fyrsti íslenski sundmaðurinn sem kemst í úr- slit á Ólympfuleikum. Örn tvíbætti Islands- og Norður- landametið á leið sinni í úrslita- sundið en hann var með fjórða besta tímann í undanúrslitunum í gær. Örn syndir á sjöttu brautinni og verður sundið sýnt í beinni út- sendingu sjónvarpsins. ■ Það verður/B7 STOÐTÆKJAFYRIRTÆKIÐ Stoðtækni-Gísli Ferdinandsson ehf. áformar að setja upp skó- verksmiðju í Ólafsfirði sem til að byrja með gæti skapað þrjú ný störf á staðnum. Að sögn Kolbeins Gíslasonar, stoðtækjafræðings og framkvæmdastjóra Stoðtækni, er ætlunin að smíða bæklunarskó í Ólafsfirði, og er það hluti af þróun- arverkefni sem fyrirtækið fékk 39 milljóna króna styrk út á frá Evrópusambandinu. Kolbeinn sagði við Morgunblað- ið að Stoðtækni væri í samstarfi við stoðtækjafyrirtæki frá Þýska- landi, Hollandi og Skotlandi vegna þessa verkefnis. Áætlanir gera ráð fyrir að verksmiðjan geti hafið starfsemi næsta vor. Búið er að út- vega húsnæði í fiskvinnsluhúsi, sem áður var í eigu Sæunnar Ax- els hf. í Ólafsfirði. Kolbeinn sagði að ef verkefnið gengi upp á næstu tveimur árum gæti verksmiðjan skapað 15-20 störf. Hann sagði reksturinn byggðan á vélum sem fyrirtækið keypti á Skagaströnd þar sem skóverksmiðjan Skref var áður starfrækt. Breyta hefði þurft vél- unum til að sinna þessari tilteknu skóframleiðslu. Hjá Stoðtækni í Reykjavík starfa um 15 manns. Áformunum fagnað Ásgeir Logi Ásgeirsson, bæjar- stjóri í Ólafsfirði, sagðist í samtali við Morgunblaðið fagna þessum áformum Kolbeins og fyrirtækis hans. Skóverksmiðjan renndi stoð- um undir atvinnulífið á staðnum, sem hefði mátt þola áföll á síðustu misserum. Vonandi tækist vel til með þetta verkefni, þannig að það gæti skapað störf til frambúðar í bæjarfélaginu. Danskt sement á leið til landsins FYRIRTÆKIÐ Aalborg Portland á íslandi hf., sem er félag í eigu sementsframleiðandans Aalborg Portland A/S í Danmörku. tekur formlega í notkun nýja starfsstöð í Helguvík á morgun og mun dreifa þaðan sementi til steypustöðva og byggingariðnaðar á íslandi. Fyrsta farminum, u.þ.b. 4.000 tonnum af sementi, verður landað í lok þess- arar viku. Sementið sem aðallega verður boðið upp á hér er markaðs- sett undir nafninu Rapid sement. Þegar umræða um einkavæðingu og sölu Sementsverksmiðjunnar á Akranesi hófst fyrir nokkrum ár- um sýndi Aalborg Portland A/S kaupum á sementsverksmiðjunni áhuga. Ekkert varð af kaupunum, en í framhaldi af því ákváðu forsvarsmenn fyrirtækisins að stofna dótturfyrirtæki á íslandi og hefja innflutning og dreifingu á sementi beint frá Danmörku til byggingariðnaðar á Islandi. ------------------- Skólatösku stolið í innbroti BROTIST var inn í íbúð á Há- vallagötu í fyrrinótt þar sem heimil- ismenn sváfu. Stolið var peningum og áfengi ásamt myndavélum. Einnig hafði þjófurinn á brott með sér skólatösku 12 ára gamallar stúlku. Veisla Finnlandsforseta tók óvænta stefnu Morgunblaðið/Árni Sæberg Lögreglan handtók tvo menn, grunaða um þjófnað, með því að aka bíl sínum í veg fyrir bíl þeirra. V eislugestur handsamaði þjóf TVEIR menn voru handteknir við Norræna húsið í gærkvöld á sama tíma og Tarja Halonen, forseti Finnlands, var með veislu í hús- inu. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar og fyrrverandi ráðherra, gerði sér lítið fyrir og hjálpaði lögreglunni við að góma annan mannanna. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru mennirnir, sem grunaðir eru um þjófnað í bygg- ingum Háskóla íslands, að reyna að stinga lögregluna af og óku bíl sínum norður Sæmundargötu, en vissu ekki að þar voru nokkrir lög- reglubílar staddir við Norræna húsið í tengslum við veisluna. Lögreglan stöðvaði bíl mann- anna með því að aka lögreglubíl í veg fyrir hann. Mennirnir létu ekki þar við sitja heldur reyndu að flýja hlaupandi. Lögreglan náði öðrum þeirra strax, en hinn hljóp í áttina að Odda, þar sem Friðrik Sophusson hafði lagt bíl sínum. Friðrik, sem var á leið í veisluna klæddur síðum frakka og með hatt á höfði, hefti för mannsins með því að hlaupa í veg fyrir hann. Lögreglan handtók síðan mann- inn. Voru báðir mennirnir færðir á lögreglustöðina til yfirheyrslu. BMW vill samstarf við ís- lendinga um nýtingu vetnis Á RÁÐSTEFNU í Múnchen í Þýskalandi um nýtingu vetnis áttu stjórnendur BMW-bílaverksmiðj- anna frumkvæði að viðræðum um hugsanlegt samstarf við íslend- inga um nýtingu vetnis. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, segir að stjórn- endur BMW hafi sýnt því áhuga að starfa með íslendingum, auk þess sem þeir hafi óskað eftir að fá upplýsingar um orkumái-á íslandi. Valgerður segir að ráðuneytið og Orkustofnun ætli að skoða hugsanlegt samstarf betur og ætl- unin sé að leggja fram hugmyndir um hvernig slíkt samstarf gæti lit- ið út af hálfu Islendinga, en sú vinna sé enn öll eftir. Að henni lokinni megi reikna með að menn fundi aftur en málið sé enn á frumstigi og viðræðurnar hafi eng- in áhrif á samstarf íslenskrar nýorku og þýska bílaframleið- andans DaimlerChrysler. Á sýningunni í Múnchen kynnti BMW vetnisbíl sem sprengir vetni og er ljóst að BMW ætlar að fara aðrar leiðir í framleiðslu vetnisbíla en flestir aðrir bílaframleiðendur. ■ BMWóska eftir/12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.