Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Hvert er hlutverk vísindamanna í mati á umhverfisáhrifum? í GREIN sem birtist 19. júlí sl. í Morgun- blaðinu og bar heitið Hvers vii’ði eru rann- sóknir, þekking og reynsla? benti ég á ým- islegt athugavert við yf- irferð Skipulagsstofn- unar á mati á um- hveríísáhrifum. Bar þar hæst að Skipulags- stofnun gerði ekki greinarmun á niður- stöðum úr áratuga rannsóknum, sem birt- ar höfðu verið í virtum alþjóðlegum vísindarit- um, og bréfum skrifuð- um af reynslulitlum skrifstofumanni Olíudreiíingar ehf. þegar hún kvað upp úrskurð um áhrif kísilgúmáms á nýju svæði í Mývatni. Par var allt lagt að jöfnu og ekki met- in gæði gagnanna. I framhaldi af íyrri grein minni finnst mér nauðsynlegt að benda á úrbætur og skoða hvaða hlutverki vísindamenn ættu að gegna við undir- búning, gerð og yfirferð á mati á um- hverfisáhrifum. Petta er gert í þeirri von að Skipulagsstofnun taki upp ný og betri vinnubrögð, svo að ekki leiki vafi á trúverðugleika stofnunarinnar í úrskurðum sínum. Skipulagsstofnun á í matsáætlun- um að gera grein íyrir því hvaða gögn þurfa að liggja fyrir og hvaða spum- ingum á að svara. Stofnunin getur og á að leita til annarra aðila til að móta kröfur til matsins vegna þess að matsáætlun markar í raun upphaf máls og mótar að miklu leyti þann farveg sem það fer í. Petta á alveg sérstaklega við ef framkvæmdir eru umfangsmiklar, umdeildar eða á friðlýstum svæðum. Jafnframt þarf að tryggja að framkvæmdaraðilinn gæti hlutleysis við framsetningu á matinu og að öll gögn sem snerta málið verði notuð og að öllum spum- ingum sem nauðsynlegt er að svara verði svarað. Einnig þarf að vera tryggt að allar fullyrðingar og niður- stöður í matsskýrslum séu studdar gögnum og heimildum. Hlutverk mats á umhverfisáhrif- um er ekki og á aldrei að vera að finna „vin- sælustu" niðurstöðuna sem er þægilegust frá sjónarhóli stjórnmála- manna, Mat á umhverf- isáhrifum á og verður að sýna á hlutlausan hátt fram á áhrif fram- kvæmda, hvort sem áhrifin eru ömgg, lík- leg, ólíkleg, langtíma, Gísli Már skammtíma, óaftur- Gíslason kræf o.s.frv. Ef þetta er ekki gert hefur matið engan tfigang. Ákvarðanataka í sam- ræmi við sjálfbæra þróun er ein leið af nokkrum til að gæta hagsmuna komandi kynslóða. Umhverfisáhrif Finnst mér nauðsyn- legt að benda á úrbæt- ur, segir Gísli Már Gíslason, og skoða hvaða hlutverki vísinda- menn ættu að gegna við undirbúning, gerð og yfirferð á mati á umhverfisáhrifum. Við skoðun á mati framkvæmda- raðilans á umhverfisáhrifum fram- kvæmdar þarf að leita sérfræðiáhta um matið en þá þarf jafnframt að vera tryggt að viðkomandi sérfræð- ingar séu þekktir vísindamenn sem njóta trausts á alþjóðlegum vett- vangi. Algerlega óverjandi er að reynslulitlir sérfræðingar séu kvadd- ir til að gefa álit þannig að finna megi vinsæla lausn sem kann að vera tekin úr samhengi við fyrirliggjandi gögn en gengið sé fram hjá viðurkenndum séi-fræðingum á viðkomandi sviðum. Það er hins vegar Ijóst að fámenn stofnun eins og Skipulagsstofnun getur ekki haft sérfræðingum á að skipa sem ná til allra íræðasviða. Því er mikilvægt að stofnunin kalli að jafnaði til 3-5 vísindamenn sem ekki tengjast framkvæmdaaðilum eða öðr- um hagsmunaaðilum sem hafa fjár- hagslegan ávinning af væntanlegri framkvæmd. Best væri að þessir starfsmenn væru starfsmenn fræða- setra þar sem miklar kröfur eru gerð- ar til þeirra við ráðningu, t.d. vel skil- greint hæfnismat. Þessir vísindamenn eiga síðan að vera starfsmönnum Skipulagsstofnunar til ráðgjafar. Peir ættu að rökræða með starfsmönnum stofnunarinnar inni- hald matsins, benda á vankanta á því og fjalla gagnrýnið um umsagnir, at- hugasemdir og álitsgerðir. Þeir verða jafnframt að leggja mat á gæði gagn- anna og styrk röksemdafærslna í matskýrsium, áhtsgerðum og um- sögnum. Álit þeirra á að ráða þegar úrskurður er felldur. Ef sú staða kemur upp að vísindamenn ná ekki samstöðu er að sjálfsögðu réttast að fallast ekki á viðkomandi framkvæmd vegna óvissu um afleiðingarnar. Með þessum hætti ætti að vera tryggt að Skipulagsstofnun byggi mat sitt eingöngu á fræðilegum greinargerðum og að gerður sé grein- armunur á visindalegri vinnu og fúski. Starfsmenn Skipulagsstofnunar ættu að gera sér grein fyrir því að ór- ökstuddur úrskurður, eða úrskurður sem byggður er á litlum eða lélegum áhtsgerðum, grefur undan trúverð- ugleika stofnunarinnar og leiðir til þess að hún verður leiksoppur hagsj munaaðila og stjómmálamanna. I framtíðinni má ekki minnsti grunur um slíkt koma upp. Höfundur er prófessor i vatnalíffræði við Háskóla íslands. Hvenær er komið nóg? ÞEGAR ég leit dagsins ljós var áfengisbölið, sem tröll- reið íslenskri þjóð á 19. öldinni, að fjara út. Aldamótakynslóðin þá reis upp gegn þeirri eymd sem áfengis- neyslan olli, tók málin föstum tökum og tókst sem næst að útrýma áfengisbölinu. Þessi stefna í áfengismálun- um hafði m.a. þau áhrif að eina fangelsið í Reykjavík stóð autt og var lánað húsnæðis- lausu fólki. Sú einbeitni sem þjóðin sýndi í þessum málum mun m.a.hafa átt drjúgan þátt í því að fullveldissamningurinn 1918 náðist. Áfengisauðvaldið í gang En áfengisauðvaldið þoldi þetta ekki. Það gat orðið hættulegt for- Áfengi Stórverslunin, segir Páll Y. Daníelsson, krefst frjálsræðis í markaðssetningu áfengis. dæmi á heimsmælikvarða ef einni smáþjóð tækist að losna úr viðjum áfengisneyslunnar. Læknabrenni- vínið 1917 ruddi brautina svo og Spánarvínin 1922. í skjóli þessa hófst svo hið umtalaða heimabrugg, sem mikið hefur verið gert úr en er meira sögusagnir sem þótti gott að magna upp til að brjóta niður þær varnir sem byggðar höfðu verið upp í áfengismálum. Blekkingum beitt Áfengisbölið hélt innreið sína að nýju. Alltaf var verið að leysa vax- andi drykkjuvanda og þá óáran sem af honum leiddi með undanhaldi frá öllum raunhæfum vörnum. Allar til- Slöpp löggiöf - aukið böl ENN sígur á ógæfuhliðina. Áfengis- sala hefur aldrei verið meiri en nú enda bjór- æði runnið á marga og varla verður lengur þverfótað fyrir drykkjukrám og meira að segja hafa Alþingishúsið og dómkirkjan verið um- kringd þessum óþverra. Raunar þurfti ekki nema ósköp venjulega skyn- semi til að segja sér að svona færi. Flestir vita að því víðar sem vara er á boðstólum Árni Helgason þeim mun meira selst af henni að öðru jöfnu. þó hafa ekki allir skilið þetta. Lúðvík nokkur, sem slysað- ist inn á Alþingi sem fylgihnöttur Margrétar Frímannsdóttur, vill láta „rannsaka“ hvort það myndi ekki bæta ástandið að dreifa áfengi víðar en nú er gert, til dæmis í matvörubúðum. Reynsla síðasta áratugar bendir okkur á hvert stefnir ef áfengisdreifingarstöðum er fjölgað. Slíkt þarf engrar rann- sóknar við. Og skýrslur Evrópu- ráðsins sýna okkur að dönsk börn drekka ekki einungis meira en börn annars staðar á Norðurlönd- um heldur eiga þau Evrópumet í drykkju. Þarf að rannsaka eitthvað á íslandi til að skilja þau einföldu sannindi? Eða langar fleiri en sjoppugreifa og áfeng- isinnflytjendur til að skjóta Dönum ref fyr- ir rass á þessu sviði? Kannski væri ekki úr vegi að „rannsaka" fyrir áfengisgróðalýð- inn hvort ekki myndi rétt að koma upp áfengissölubúðum í tengslum við grunn- skólana? Og ef fjölgun dreifingarstaða þessa vímuefnis stuðlar ekki að aukinni neyslu heldur þvert á móti þá Áfengi Þegar bindindisfólki fækkar verður lög- gjöfin slappari, segir Árni Helgason, áhrif gróðapunga meiri og bölið eykst. hlýtur snjallasta bragðið í barátt- unni við ólögleg eiturefni að vera að hafa þau sem víðast á boðstól- um. Þeir hugsa sem sé rökrétt sumir á Alþingi eða hitt þó heldur. Eða eins og segir í þjóðvísunni: „Braskaralýðurinn lifir á bjánum sem lúta honum síð og ár. Með stuttbuxnaliðinu liggja á hnjánum Lúðvík og kerlingar þrjár.“ (Lech Walesa.) Auðvitað varðar þetta lið ekkert um að Lekk Valesa, pólski verka- lýðsleiðtoginn, sagði í ræðu: „Minnumst þess að það þýðir lítið að berjast fyrir bættum kjörum ef við látum áfengi og önnur eiturefni eyðileggja fyrir okkur árangur- inn.“ Og var það ekki höfuðsnillingur- inn Edison sem sagði að áfengi í heila manns væri eins og sandur í kúlulegu? Ýmsir hneyksluðust á kostnaði við kristnihátíð. Hvað skyldi þurfa margar helgar og margar „menn- ingar“-nætur til að kostnaður al- mennings við þær nemi svo sem einni kristnihátíð? Borga sjoppu- greifarnir kostnað við löggæslu og hreinsun borgarinnar og allt það tjón, sem söluvarningur þeirra veldur, á mannfólki og öðrum verð- mætum? Hvar er gagnrýni vand- lætaranna á þessa sóun á almanna- fé? þegar ég vann hjá sýslumanni fyrir 40-60 árum voru engir lög- regluþjónar hér í sýslunni. Nú eru þeir 9 eða 10 og hafa ekki undan og talað er um að fjölga þeim. Ekki leikur á tveim tungum að þörfin fyrir aukna löggæslu stafar af auk- inni áfengisneyslu. Albert Schweitzer sagði að for- dæmið væri besta kennsluaðferðin, kannski eina kennsluaðferðin. Hvernig væri að þeir sem vilja koma í veg fyrir drykkju barna og unglinga gættu að hvert fordæmi þeir gefa? Áfengi er viðhafnardrykkur hjá stjórnendum ríkis og margra sveit- arfélaga. Börnin fá þau skilaboð að þetta vímuefni sé ómissandi í góð- um mannfagnaði. Og þegar ÁTVR byrjar áfengissölu á Netinu tekur sjálfur fjármálaráðherrann við fyrstu sendingunni á heimili sínu. Fjölmiðlar birta myndir af þeim merka atburði og engum dettur í hug að gera athugasemd. Hvað er til ráða? Eins og ég hef oft áður bent á var áfengisneysla í lágmarki meðan bindindishreyfing- in var sterk og á Alþingi sátu menn sem höfðu siðferðisþrek til að setja skynsamleg áfengislög. Þegar bindindisfólki fækkar verður lög- gjöfin slappari, áhrif gróðapunga meiri og bölið eykst. Það er stað- reynd. Höfundur er búsettur f Stykkishóimi. lögur sem náð hafa fram að ganga í 70-80 ár hafa verið í þá átt að slaka á. Allar hafa þær orðið til að auka áfengisneysluna og auka vandann. Allar aðvaranir hafa verið lítils metnar. Ég efast um að í nokkrum málaflokki hafi verið beitt eins miklum ósannindum og blekk- ingum til að koma mál- um fram. Þar var sannarlega beitt að- Páll V. ferðum alkóhólistans Danfelsson sem þekktur er fyrir það að skrökva bæði að sjálfum sér og öðrum. Hver borgar? Ein lygin er sú að áfengi sé svo dýrt að ríkið græði á því. Sannleik- urinn er sá að kostnaðurinn er svo mikill í þjóðfélaginu að það er eins og að stjórnvöld þori ekki að láta reikna hann út. Þessi kostnaður kemur fram í flestum greinum þjóð- lífsins. Hann dregur stóriega úr þjóðarframleiðslu, framleiðni og arðsemi. En hörmulegust eru dauðsföllin, örorkan, sjúkdómarnir, afbrotin, ofbeldið, og önnur vímu- efni sem fylgja í kjölfarið. Það er lítill vafi á því að viðskiptin með áf- engi kosta þjóðfélagið það mikið umfram það sem þau gefa af sér að þau eru langstærsti ómagi þjóðar- innar. Þeir sem eru að tala um styrki til annarra greina atvinnu- lífsins, beina eða óbeina, ættu að hafa manndóm til að kanna efna- legt, líkamlegt og andlegt tjón sem áfengisneyslan veldur. Lítill vafi er á því að koma bjórsins hefur aukið mjög kostnað í heilbrigðiskerfinu og 7,8% aukning hreins vínanda á hvern mann 15 ára og eldri árið 1999 veldur, auk annars tjóns, millj- arða króna kostnaðaraukningu í heilbrigðismálum. Helstefnan Helstefnan á að halda áfram. Mér skilst að stjórnmálaflokkur hafi boðað það að lækka skuli aldurs- mörk til áfengiskaupa um tvö ár frá því sem nú er. Þar með er sam- keppnisaðilum í markaðssetningu áfengis gefinn enn lausari taumur en áður og þá til að ráðast að enn yngra fólki. Mörg fylki Bandaríkj- anna lækkuðu áfengiskaupaaldur- inn fyrir nokkrum árum úr 21 ári í 18 ára aldur og slysum á ungu fólki fjölgaði þá gífurlega. Mæðurnar sem misstu börnin sín í stórum stíl risu upp og kröfðust lagfæringar. Alríkisstjórnin hlustaði og tók mark á fólki og knúði fylkin til að ganga til baka með því að veita ekki vega- fé úr alríkissjóði nema áfengis- kaaupaaldurinn væri færður aftur upp í 21 ár. En helstefnan okkar virðist reiðubúin til að taka þá áhættu að bæta við slysafjöldann. Það virðist ekki komið nóg. Stórverslunin krefst frjálsræðis í markaðssetningu áfengis. Þar á einnig að keyra helstefnufákinn hraðar og hraðar. Peningar, peningar þeir eru jafn- góðir þótt þeir séu týndir upp á slóð slysa, sjúkdóma, ofbeldis og afbrota sem áfengisneyslan veldur. Okkar stefna í áfengismálum hefur í stöð- ugt vaxandi mæli í 80 ár aukið áfengisvandann og nú skal beina helreiðinni að síðustu vörnunum og brjóta þær niður til grunna þrátt fyrir aðvaranir Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar og gegn blóðugri reynslu þjóðar okkar. Ætlar núver- andi aldamótakynslóð að drekka út sjálfstæði þjóðarinnar og leiða yfir hana eymd og volæði? Höfum það hugfast að frelsi og mannréttindi sækja ekki kraft sinn og dáð í áf- engisdrykkju. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.