Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 65 I DAG Arnað heilla GULLBRÚÐKAUP. Hjónin Kristveig Björnsddttir og Hall- dór Sigurðsson á Valþjófsstöðum áttu 50 ára hjúskapar- afmæli 20. september síðastliðinn. Af því tilefni ætlar fjöl- skyldan að hafa opið hús í íþróttasalnum á Kópaskeri laugardagskvöldið 23. september frá kl. 20. Léttar veitingar í boði, með söng- og tónlistarívafl. BRIDS IJnisjón riuðmiindur Páll Arnarson KÍNVERJARNIR Zhuang og Wang fundu glæsilega vörn gegn Matthíasi Þor- valdssyni í þessu bútaspili frá sýningarleik þjóðanna á OL í Maastricht. Vestur gefur; allir á hættu. Norður * 94 »852 ♦ D643 * 10975 Vestur Austur * D7 * G653 » 109743 » KG6 * K92 ♦ Á85 * ÁK3 * G82 Suður A ÁK1082 » ÁD ♦ G107 + D64 Vcstur Norður Austur Suður Zhuang Þoriákur Wang Matthías llyarta Pass 2 hjörtu 2spaðar Pass Pass Pass Utspil: Laufás. Frá bæjardyrum suðurs er samningurinn harla von- h'tUl þegar blindur kemur upp en legan er á bandi sagnhafa - hjartakóngur réttur, tígullinn 3-3, laufgos- inn á sínum stað þriðji og að- eins einn tapslagur á tromp. Vörnina þarf því að vanda til að gefa ekki átta slagi. Til að byrja með kom Zhuang út með laufás, fékk frávísun og skipti þá yfir í tígultvist. Þetta er mjög góð vörn því það virðist eðilegt að spila hjartatíunni. Matthías lét lítinn tígul úr borði og Wang var með á nótunum þegar hann lét tíguláttuna duga - hann ætlaði ekki að gefa Matthíasi innkomu á tígul- drottningu. Nú er engin vinningur til en Matthías tók ÁK í spaða og spilaði þriðja spaðanum á gosa austurs. Wang hélt uppteknum hætti að halda blindum úti: Hann spilaði smáum tígli undan ásnum á kóng makkers, fékk tígul til baka á ásinn og sendi Matt- hías svo inn á spaða. Engin miskunn! Matthías spilaði lauf- drottningu og það var ekki fyrr en í lokastöðunni að vörnin varð að hreyfa hjart- að svo Matthías gat svínað. En niður fór spilið og Kín- verjar unnu 5 IMPa. 207 Já, hann hefur setið þarna og beðið síðan ég lenti í óhappinu með eyrað hans van Goghs. Q pf ÁRA afmæli. í dag, O U fóstudaginn 22. sept- ember, er 85 ára Gunnar K. Proppé, Hrafnistu, Hafnar- fírði. Eiginkona hans var Áslaug Árnadóttir sem lést 1991. Hann verður að heim- an í dag. Q pf ÁRA afmæli. í dag, O O fóstudaginn 22. sept- ember, verður 85 ára Sigur- þór Halldórsson, Guilsmára 5, Kópavogi, fyrrverandi skólastjóri í Borgarnesi. Eiginkona hans er Kristín Guðmundsdóttir. Hann verður að heiman á afmælis- daginn. Q A ÁRA afmæli. í dag, OU fóstudaginn 22. sept- ember, verður áttræður Jón Þórisson, fyrrverandi bóndi og kennari í Reykholti, Borgarfirði. Eiginkona hans er Halldóra Þorvalds- dóttir, fyrrverandi stöðvar- stjóri Pósts og síma í Reyk- holti. Þau verða að heiman. Q A ÁRA afmæli. Mánu- ö\/ daginn 25. septem- ber verður áttræð Sigur- laug Gísladóttir, Kirkjuvegi 11, Keflavík. í tilefni afmæl- isins mun hún taka á móti gestum í safnaðar- og fé- lagsheimiliríu Innri-Njarð- vík, laugardaginn 23. sept- ember frá kl. 15-18. A A ÁRA afmæli. í dag, ÖV/ fóstudaginn 22. sept- ember, verður sextug Guð- ríður Karen Bergkvists- dóttir, Hlíðargötu 16, Fáskrúðsfirði. Hún og eig- inmaður hennar, Jón Guðmundsson, taka á móti gestum á milli kl. 16 og 19 á afmælisdaginn í Kringlunni 87, Reykjavík. Af\ ÁRA afmæli. 19. september sl. varð fertugur Sigurður Einars- son, forsljóri Kaupþings. Af því tilefni efna þau hjónin Sigurður og Arndís Björns- dóttir til afmælisveislu í sal Veisluþjónustu viðskipta- h'fsins í Félagsheimili Sel- . tjarnarness við Suður- strönd, í dag, fóstudaginn 22. september, frá kl. 17-20. LJOÐABROT DAÐI NIELSSON Sá, þótt væri’ hann sjálfmenntaður, sögu var hann dyggur þegn, sannkallaður sagnamaður, sannleikanum trúr og gegn. Eigi fyrir hefð né hrósi hann að sínu starfi vann. Hann að sannleiks leitaði ljósi, leitaði vel, og margt hann fann. Grímur Thomsen. STJÖRNUSPA eftir Frances llrake MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þér fellur betur að vinna bak við tjöldin heldur en að öll athyglin beinist að þér. Öryggi er þér mikilvægt. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þér hættir til að bregðast of harkalega við svo nú skaltu sitja á strák þínum þótt þú verðir fyrir smávegis gagn- rýni. Naut (20. apríl - 20. maí) Matur er mannsins megin en það er með hann eins og ann- að að allt er best í hófi og þú skalt hafa gætur á mataræði þínu heilsunnar vegna. Tvíburar (21.maí-20.júní) Það er eitthvað sem ekki kemur heim og saman svo þú þarft að eyða tíma í frekari rannsóknir til þess að koma málum á hreint. Krabbi (21. júm' - 22. júlí) Þú átt inni að geta ieitað til vina þinna um hjálp í tilfinn- ingalegu vandamáli. Mundu bara að þinn er vandinn og að þeir eru bara hjálparmenn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Það er mjög stuttur í þér kveikjuþráðurinn þessa dag- ana svo þú þarft sérstaklega að varast að láta gremju þína bitna á vinum þínum sem að- eins vilja þér allt hið besta. Meyja j* (23. ágúst - 22. sept.) (DnL Náinn vinur þarfnast samúð- ar þinnar svo þú skalt búa þig undir að hiusta á vandkvæði hans en mundu bara að gera þau ekki að þínum. Vog xríK' (23.sept.-22.okt.) Það er ekki víst að allir séu jafn ánægðir með framtak þitt og þú sjálfur svo þú skalt leggja öll spilin á borðið til að menn sjái hvað fyrir þér vak- ir. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Nú verður þú að láta þína nánustu ganga fyrir því þeir hafa of lengi setið á hakanum fyrir öðrum hlutum sem raunverulega skipta minna máli. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) cfaO Farðu eftir hugboði þínu í fjármálum en forðastu þó að taka óþarfa áhættu. Mundu að endurgjalda þá greiða sem þér eru gerðir. Steingeit ^ (22. des. -19. janúar) ÆaF Mikiil atburður mun hafa djúp áhrif á þig og gera þér ókieift um skeið að sjá hlutina í réttu ijósi. Bíttu þetta af þér. Vatnsberi (20.jan.-18. febr.) Það er allt í lagi að láta sig dreyma um framtíðina ef þú bara gleymir því ekki að það eru handtökin sem skipta máli en ekki hugarflugið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Kæti þín er smitandi svo þú ert hrókur alls fagnaðar hvar sem þú kemur. En mundu að aðgát skal höfð í nærveru sái- ar, líka þegar um gamanmál er að ræða. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki bygeðar á traustum grunni vísincwegra staðreynda. FRETTIR Leiðbeinir um fæðuval í Nettó INGIBJÖRG Gunnarsdóttir mat- væla- og næringarfræðingur ræð- ir við viðskiptavini í verslun Nettó í Mjódd um hlutverk næringar- efnanna frá 14-19 föstudaginn 22. september. Þá mun hún jafnframt spjalla um vægi og hlutverk ým- issa fæðuefna og áhrif þeirra á heilsuna. Viðskiptavinum Nettó gefst jafnframt kostur á því að fá gagn- rýni á samsetninguna í innkaupa- körfu sinni, leiðbeiningar um fæðuval og jafnvel dóm um nær- ingargildi uppáhaldsvörutegunda sinna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Til stuðnings stækk- un Sunnuhlíðar NÆSTKOMANDI laugardag 23. september kl. 14-18 standa Sunnu- hh'ðarsamtökin fyrir samkomu undir heitinu Húllum hæ í Hamraborg á veitingahúsinu Catalínu, Hamra- borg 11. Götuleikhópurinn „HeiTa Tóbías Bliki“, Skólahljómsveit Kópavogs og ef til vill einn barnakór koma fram. Einnig munu Skapti Ól- afsson og Gunnar Ingólfsson láta sjá sig. Haldinn verður flóamarkaður og tombóla þar sem fleiri hundruð vinn- ingar verða í boði, að því er segir í fréttatilkynningu. Aðalvinningurinn er kvöldverður fyrh- tvo á veitingahúsinu Nausti í Reykjavík. Sparifatnaður tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 Opið laugardag kl. 10-14 EIGMMIÐIIMN Storfynerm: Svenir Krístinsson löog. fœteignasali, sökistjóri, Þorleifur St.Guimundsson,B.Sc., sölum.,Guirmmdur Sigurjónsson lögfr. og lögg.fosteianosoli, skjologerí. Stefón Hrofn Stefonsson lögfr., sölum., öskor R. HorSorson, sölumoÖur, Krárton Hallgeirsson, sölumaúur, Jóhonna Voldimarsdóttir, ouglýsingor, gjaÖkcri, Ingo Honnesdóttir, simovorski og ritori, Olöf { Steinorsdóttir, simavorslo og öflun skjola, Rokel Dögg Sigurgeirsdóttir, simovorsla og öflun skjolo. Sími 5»H 9090 • Fax 5»8 9095 • Síðuniúla 21 Vantar eignir Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur flestar stærðir og gerðir eigna, bæði íbúðar- og atvinnu- húsnæði, á söluskrá. Um þessar mundir er verð fasteigna hátt og sterkar greiðslur í boði. Sýnishorn úr kaupendaskrá: Nokkur einbýlishús óskast til kaups. Flest einbýlishús á söluskrá okkar hafa selst á síðustu vikum. Enn eru þó allmargir kaupendur á kaupendaskrá. f mörgum tilvikum erum staðgreiðslu að ræða. Sérhæð óskast. Traustur kaupandi óskar eftir 120-160 fm sérhæð í vesturborginni eða Þingholtunum. Sterkar greiðslur ( boði. Sérhæð í Rvík. óskast - eða hæð og ris. Höfum kaupanda að 120-160 fm sérhæð í Rvík. Hæð og ris kemur einnig vel til greina. Traustur greiöslur í boði. íbúð í vesturborginni óskast. Traustur kaupandi óskar eftir 4ra herb., 100-120 fm fbúð í vesturborginni. Fleiri stærðir koma til greina. Stað- greiösla í boði. fbúð við Skúlagötu. Kirkjusand eða Neðstaleiti óskast. Traustur kaup- andi óskar eftir 3ja-4ra herb. 80-120 fm ibúð á ofangreindum svæðum. Staðgreiðsla í boði. íbúð í Mosfellsbæ óskast. Traustur kaupandi hefur beðið okkur að út- vega 3ja herb. íbúð í Mosfellsbæ til kaups. ibúð í vesturborginni óskast. Traustur kaupandi óskar eftir 3ja herb. íbúð í vesturborginni. Staðgreiðsla í boði. 2ja-3ja herb. íbúðir óskast. Höfum trausta kaupendur að 2ja og 3ja herb. íbúðum í Reykjavík og nágrenni. ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST Skrifstofuhæð og verslunarpláss óskast. Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 500 fm skrifstofuhæð til kaups. Æskilegt er að 60-100 fm verslunarpláss á jarðhæð i sama húsi fylgi. Nánari uppl. veita Óskar og Sverrir. 1500-2000 fm skrifstofupláss óskast. Traust fyrirtæki óskar eftir 1500-2000 fm skrifstofuplássi, gjaman á tveimur hæðum. Góð bíla- stæði æskileg. Plássið má vera fullbúið eða tilb. u. tréverk. Atvinnuhúsnæði óskast. Traustur fjárfestir óskar eftir atvinnuhúsnæði sem er í útleigu. Eignin má kosta allt að kr. 500.000.000,-. V 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.