Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Fjöldi hestamanna eyðir sumarfríinu sínu á hverju árí í hestaferðir um hálendið og sveitir landsins. Fólk hópar sig gjarnan saman og ferðast saman ár eftir ár. Einn slíkur hópur brá út af vananum í sumar og fór í hestaferð á Ítalíu. Jóhannes Oddsson fararstjóri sagði Ásdísi Haraldsdóttur frá þessari óvenjulegu hestaferð og hvernig ís- lenskir hestar spjara sig í ítölsku Ölpunum. ^ Komið að fjallaskálanum. A íslenskum hestum í ítölsku Olpunum Ánægður hðpur síðasta kvöldið. Frá vinstri Trausti Þór Guðmundsson, Anna Sigríður Markúsdóttir, Þóra Sig- mundsdóttir, Þengill Oddsson, Kristinn Waagfjörð, Steinunn Guðmundsdóttir, Helga Þorleifsdóttir, Louisa Sig- urðardóttir, Hjördís Sigmundsdóttir, Pétur Haukur Ólafsson, Ingvar Ingvarsson og Jóhannes Oddsson. AÐDRAGANDINN að þessari ferð var heimsókn Jóhannesar og konu hans Þóru Sigmundsdóttur til Trausta Þórs Guðmundssonar tamn- ingamanns og Önnu Sigríðar Mark- úsdóttur í fyrra þegar þau bjuggu í Þýskalandi. Trausti hafði stundum farið og haldið námskeið á Wieden- hofer sem tilheyrir þorpinu Terent- en í Pustertal í Suður-Tírol. Honum datt í hug að taka þau Jóhannes og Þóru með sér þangað, enda mikill uppáhaldsstaður hans. 1 Jóhannes segist hafa heillast af staðnum strax og hann kom þangað og í framhaldi af heimsókninni hafi komið upp umræða í ferðahópnum hans hvort ekki væri sniðugt að breyta einu sinni um stíl og fara til Ítalíu í stað þess að fara I hefð- bundna hestaferð á Islandi. Um helmingur hestahópsins sagði strax já við hugmyndinni, en hinn helm- ingurinn vildi frekar fara í langa hestaferð á Islandi. í stað þeirra sem ekki komu með komu aðrir inn í hópinn og farið var að skipuleggja. Haft var samband við þau Josef, Emmu og Edwald Schmid og tengdadótturina Jackie sem reka staðinn og ýmsir möguleik- *> ar kannaðir. Fyrst í stað var hug- myndin sú að fara með tvo til reiðar og lengri vegalendir. Það reyndist erfitt því þá hefði fjölskyldan þurft að útvega fleiri hross annars staðar frá, hnakka og fleira. Því þróuðust málin þannig að ákveðið var að fara í stuttar dagsferðir út frá hótelinu og enda síðan á því að fara í eina tveggja daga ferð. Kokkað á ítölskum veitingastað Hópurinn var samtals í tíu daga í ferðinni. Lagt var af stað á fimmtu- dagskvöldi og flogið með næturflugi til Múnchen. Þangað var komið snemma á föstudagsmorgni. Og ævintýrin létu ekki á sér standa. „Við gátum ekki fengið hótelher- bergin íyrr en um hádegi en við ætl- uðum að gista eina nótt í Múnchen," segir Jóhannes. „Mannskapurinn , var orðinn svangur svo við brugðum okkur á ítalskan veitingastað sem varð á vegi okkar. Ég spurði hvort þeir ættu súpu og hvort hún væri góð. Þeir buðu mér þá að koma bak við og smakka súpuna. Mér leist ekkert á þetta. Þetta var bölvað sull og ég sagði við þá að við mundum bara fara eitthvað annað. Þá stungu þeir upp á að ég eldaði bara sjálfur súpu. Það endaði því með því að ég var kominn með svuntu, eldhúsið undirlagt og kokkarnir hlaupandi í allar áttir eftir hráefni sem ég óskaði eftir. Þeir söxuðu niður fneðlæti og hlýddu mér í einu og öllu. Ekki gæti ég gefið uppskriftina en ég notaði allt sem til var. Súpan var matar- mikil, þykk og góð, og allir ánægðir. Þetta heppnaðist ótrúlega vel miðað við að þeir töluðu bara ítölsku ogjjað geri ég alls ekki. Auk þess tóku Ital- irnir tóku þessu ótrúlega vel og skemmtu sér jafnvel og við að því er virtist, enda stungu þeir upp á þessu.“ Um hádegi næsta dag voru þau Edwald Schmid og Jackie mætt til að taka á mót sínu fólki. Jackie talar svolitla íslensku, enda dvaldi hún um tíma á Stóra-Hofi. Ekki er nema um þriggja tíma akstur frá Múnchen í gegnum Aust- urríki og til ákvörðunarstaðarins. Hótelið heitir Wiedenhofer og er í bænum Terenten í Pustertal i Suð- ur-Tírol. Jóhannes segir að mjög auðvelt sé að rata þarna því allt sé mjög vel merkt. Horft ofan á flugvél „Þegar komið var til Wiedenhofer tók hópurinn það rólega sem eftir var dags. Á hótelinu er hægt að fara í sund, líkamsrækt, sána og sólbað og þaðan er fallegt útsýni yfir þorpið Terenten. Aðstaðan er frábær og meðal þess sem Schmid-fjölskyldan býður upp á eru lengri og styttri reiðtúrar. Nú er nýbúið að gera fín- an hringvöll með skeiðbraut og við enduðum oft reiðtúrana á því að ríða inn á völlinn, enda alveg í leiðinni heim. Þarna er því fyrsta flokks aðstaða til námskeiðahalds." Jackie og Edwald voru með hópn- um í öllum reiðtúrunum, annaðhvort annað þeirra eða bæði. Fyrsta heila daginn í Terenten var lagt af stað í reiðtúr klukkan 10 um morguninn og hádegisverður snæddur í fjallakofa á leiðinni. „Þennan dag riðum við í miklu bratt- lendi og það var stórkostlegt að horfa óralangt niður í dalbotninn fyrir neðan. Þetta var svo hátt að við sáum meira að segja ofan á flugvél sem flaug um dalinn. Einu sinni rið- um við um skóg og heyrðum þungan árnið langt fyrir neðan okkur. Þama var þverhnípt niður, en við sáum ekki ána nema endrum og eins því skógurinn var svo þéttur.“ Skemmtikraftar í skoðunarferð og vínsmökkun Næsta dag, sem var mánudagur, var farið í annan kofa. „Á þessum stöðum var meðal annars boðið upp á spekk, sem er hrá skinka, bjór og osta í hádeginu," sagði Jóhannes. „Við fórum alltaf á nýjan stað og eft- ir hádegi þriðja daginn fórum við í skoðunarferð í kastalann Fonte a. R. Trinkstein. Á heimleiðinni stoppuð- um við í næsta bæ, Brunick, þar sem við versluðum. Venjulega lögðum við okkur fyrir matinn og tókum svo góðan tíma í kvöldmatinn." Þegar verið var að skipuleggja ferðina var ákveðið að taka einn dag í að fara í skoðunarferð. Meðal ann- ars stóð til boða að fara til Feneyja en þar sem flestir í hópnum höfðu komið þangað var ákveðið að fara að Gardavatni. Miðvikudeginum var því varið í þá ferð og ekkert farið á hest- bak. „Þetta var mátulega löng ferð, um 1-2 tímar í rútu, því við ákváðum strax að eyða ekki miklum tíma í ferðalög. En ferðin heppnaðist vel. Við komum við í vínsmökkun á leið- inni til baka. Það var kátt yfir hópn- um þegar komið var á hótelið og eftir matinn var sett tónlist í gang og dansað. Það fréttist greinilega niður í þorpið því fólkið þaðan flykktist að til að sjá þessa hressu íslendinga. Kvöldið eftir var líka fjölmennt en „skemmtikraftarnir" ekki eins hressir þá. Eftir reiðtúrinn þann daginn fórum við í verslunarleiðang- ur og vorum frekai- þreytt." íslenskt stóð í ítölskum fjallasal En nú var komið að tveggja daga ferðinni og leiðin lá í þjóðgarð sem er nokkurs konar friðland þar sem öll umferð bíla er bönnuð. Fyrirhugað var að sofa í fjallaskála um nóttina. „Við lögðum af stað um þrjúleytið. Það var stórkostlegt að fara ríðandi þarna um þjóðgarðinn sem er líklega einhver þúsund hektara að stærð. Eitt það skemmtilegasta sem við lentum í á leiðinni var þegar hópur af íslenskum stóðmerum ásamt folöld- um og trippum kom á harðastökki á móti okkur. Það var svolítið sér- stakt. En þarna fær fólk að hafa hrossastóðin sín í stórum afgirtum hólfum og þessi hross tilheyrðu ein- mitt gestgjöfunum okkar. Nokkru seinna kom einnig hópur hrossa af arabískum ættum út úr skóginum á móti okkur. En mestur var fyrir- gangurinn í hópi nauta, en einhver þeirra voru með bjöllur um hálsinn. Ekki virtust hestamar neitt kippa sér upp við þetta, enda greinilega vanir þessum látum.“ Komið var í fjallaskálann milli klukkan 7 og 8 og segir Jóhannes að gistiaðstaðan þar hafi ekki verið ólík því sem gengur og gerist í mörgum íslenskum fjallakofum, sem sagt allir sváfu í einum sal. Um kvöldið kom ungt austurrískt fólk sem var á göngu um fjöllin og ætlaði að gista þarna líka. Hrotið svo undir tók í Olpunum „Við höfðum tekið með okkur neftóbak og buðum öllum og var var gaman að horfa yfir hópinn því allir voru komnir með alvöru neftóbaks- tauma niður á vör, og barþjónninn langefnilegasti neftóbakskarlinn. Enda þurftum við að skilja tóbakið eftir handa honum. En fleira minnti á íslenska fjallakofa þvi þegar farið var að sofa myndaðist þarna heil- mikill hrotukór svo þeim austunísku varð vart svefnsamt. Þegar á nóttina leið ákváðu ungu mennimir að fara bara út, en stúlkurnar reyndu að halda áfram að sofa og hlógu mikið að þessu daginn eftir. Við vöknuðum snemma daginn eftir. Sólin var að koma upp og skein aðeins á hæstu tindana í Dolomita- fjöllunum og það var ólýsanleg sjón. Það hafði verið kalt um nóttina og einhver hélt jafnvel að hitinn hefði farið niður undir frostmark. Hita- munur dags og nætur er mikill og spáð var miklum hitum seinna um daginn. Við áttum eftir að vera um það bil sex klukkutíma á hestbaki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.