Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Atli Tryggvi Finnsson frá Atvinnu- þróunarfélagi Þingeyinga og Sigurður Smári Oskarsson verkstjóri hjá Fiskverkun SBG athuguðu rakastigið í korn- inu sem verið var að þurrka við jarðhita. Korn þurrkað við jarðhita Laxamýri - Tilraunir með þurrkun korns við jarðhita hafa verið gerðar undanfarið á vegum Atvinnuþróun- arfélags Þingeyinga og kombænda í sýslunni. Síðustu ár hefur kornrækt aukist mikið á svæðinu og áhugi er mikill fyrir því að auka framleiðsluna frá því sem nú er. Flestir bændur hafa fram að þessu súrsað kornið í sekki, en í haust var fenginn þurrkari sem brennir olíu og getur hann þurrkað allt að 20 tonn á dag. Alls hafa verið þurrkuð yfir 160 tonn af komi. Þar sem olían er dýr, hafa menn farið að huga að fleiri þurrkunarað- ferðum og varð það úr að gera til- raun með kornþurrkun í Eiskverkun GPG í Reykjahverfi sem nýtir jarð- hita í starfsemi sinni. Þangað var farið með 7 tonn og þau þurrkuð við mismunandi hitastig. Þurrkun sem þessi má ekki taka of langan tíma til þess að ekki verði skemmdir í kominu og er talið að hitastigið þurfi að vera töluvert hátt og J>rýstingur mikill. I framhaldi af þessum tilraunum munu kornbændur og forsvarsmenn Atvinnuþróunarfélagsins ræða um hvort það sé raunhæfur möguleiki að hefja þurrkun koms í miklu magni á komandi ári, en lokaniðurstöður liggja enn ekki fyrir. Blönduósi - Hjónin Alda Theó- dórsdóttir og Björn Eiríksson, Urðarbraut 11 á Blönduósi, fengu fyrir skömmu viðurkenningu fegranarnefndar Blönduósbæjar fyrir snyrtilegan, vel hirtan og gróskumikinn garð. Jafnframt fékk bæjarstjórn Blönduóss við- urkenningu fyrir vel heppnaða viðgerð á Hillebrandtshúsi. Garður þeirra Öldu og Björns er eins og kemur fram í umsögn fegranarnefndar gróskumikill og kennir þar margra grasa. Meðal margra fallegra trjáa í garðinum má sjá beinvaxið og fallegt sitka- greni, sem fyrir tíu áram var jóla- tré í stofu þeirra hjóna. Tré þetta fengu þau á Hofi í Vatnsdal og höfðu í potti innandyra fyrsta vet- urinn og var því síðan plantað út vorið eftir. Uppskera jarðar- og rifsberja var mikil hjá þeim hjón- um í sumar, bæði mönnum og fuglum til ómældrar ánægju. Hillebrandtshús, sem er eitt elsta hús landsins, setur orðið mjög sterkan svip á gamla bæjar- hlutann eftir vel heppnaða viðgerð og í sumar var húsið nýtt til sýn- ingarhalds. Það er álit fegrunar- nefndar að þetta framtak Blöndu- ósbæjar sé góður grunnur að frekari uppbyggingu og endur- nýjun húsa í gamla bæjarhlutan- um fyrir innan á. ~i . Morgunblaðið/Líney Forsvarsmenn kvenfélaganna við afhendingu tæiganna ásamt Sigurði Halldórssyni yfirlækni og Jdni Aðal- steinssyni heilsugæslulækni. Nýja augnsmásjáin er fremst. Rækta kartöflur / • • X i eigið mötuneyti Þórshöfn -1 Svalbarðsskóla í Þistilfirði er mikil at- hafnasemi og alltaf eitthvað að gerast þótt skólinn sé fámennur. Þar er einsetinn skóli með sautján nemendum frá öðram og upp í sjöunda bekk en þetta árið er ekkert barn í sveitinni í 1. bekk. I fyrra gerðu nemendur tilraun með að vera sjálfir með mötuneytið í skólanum og það kom svo vel út að ákveðið var í samráði við börnin að það fyrirkomulag héldi áfram í vetur en hjá þeim var eindreginn viiji til þess. Nemendum er skipt í fjóra hópa og hver hópur sér um mötuneytið einn dag í viku en fimmta viku- daginn koma þau með nesti að heiman. Kennaram- ir sjá um matarinnkaup og skipulagningu. Þessi vinna nemenda kemur í stað formlegra heimilisfræðitíma en einnig baka þau stundum og þá er bakkelsið nesti þeirra í íþróttatímum. Börnin þurfa einnig að ganga frá og þrífa í eld- húsi og borðsal að máltíð lokinni og er það ekki síð- ur góður skóli fyrir þau, auk þess sem það kemur þeim til góða þegar þau fara að heiman í fram- haldsskóla og þurfa að sjá um sig sjálf að mestu leyti, þá flest 16 ára gömul. Síðastliðið vor settu nemendumir niður kartöfl- ur, þó nokkra eftir að skólanum lauk, en þau höfðu áður greitt atkvæði um það hvort þau skyldu eyða einum degi af sumarfríi sínu til að setja niður kartöflur. Aðra vikuna í september var hugað að uppskeranni og afraksturinn varð um 100 kíló af kartöflum, sem verða að sjálfsögðu borðaðar í skólamötuneytinu í vetur af bestu lyst. Skólaferðalag nemendanna í Svalbarðsskóla hófst um miðjan mánuð og var farið suður á land í fimm daga. Söguslóðir Njálu vora ofarlega á listan- um en lestur Njálu er ákveðinn í vetur í skólanum. Mikil og vel skipulögð dagskrá er fyrir höndum hjá ferðalöngunum víðs vegar um Suðurland og ættu þau að koma reynslunni ríkari heim. Skólastjóri í Svalbarðsskóla er Sigursveinn Ósk- ar Grétarsson og samkennarar hans era Fanney Asgeirsdóttir og Arni Davíð Haraldsson. Oskar hefur leitast við að gefa nemendum inn- sýn í tómstundastörf sem síðar gætu vakið áhuga Morgunblaðið/Líney þeirra þegar þau eru farin að heiman í framhalds- skóla eða í vinnu. í Svalbarðsskóla hefur hann komið upp visi að Ijósmyndaklúbbi og þar fá börnin að framkalla filmur sínar í svart/hvítu og læra und- irstöðuatriði í Ijósmyndun og framköllun. Björgun- arsveitarstarfið hefur hann einnig kynnt fyiir nemendunum en í skólaferðalagi í fyira heimsótti skólinn Björgunarsveitina Súlur á Akureyri og fengu nemendur þar að spreyta sig í salnum og skoða tæki og búnað. I þessum litla skóla er mannlegi þátturinn í há- vegum hafður og hver einstaklingur hefur tæki- færi til að þroska með sér sín sérkenni en læra jafnframt að taka tillit til annarra nemenda og þeirra þarfa, því samkennsla verður alltaf nokkur í fámennum skólum. Kvenfélögin gefa augnsmásjá Þórshöfn - Heilsugæslustöðvarnar þijár í Norður-Þingeyjarsýslu, á Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópa- skeri fengu fyrir skömmu veglega gjöf frá kvenfélögunum í sýslunni. Það var Rodenstock augnsmásjá, augnþrýstimælir og þrjú skoðunar- borð og var verðmæti tækjanna tæp ein milljón króna. Það voru sex kvenfélög í N- Þingeyjarsýslu sem stóðu að fjár- söfnun fyrir þessum búnaði á síð- asta ári; kvenfélagið á Þórshöfn, Þistilfirði, Raufarhöfn, Kópaskeri, Öxarfírði og í Kelduhverfi en það tók um eitt ár að safna upphæðinni. Þessi augnskoðunarbúnaður er flytjanlegur á milli heilsugæslu- stöðva og var haft samráð við augn- lækna um hvers konar tæki best væri að kaupa en sams konar tæki eru á augndeild Landspítalans. Sigurður Ilalldórsson, yfir- læknir, veitti gjöfinni viðtöku og færði kvenfélögunum alúðarþakkir fyrir góða gjöf. Hann sagði þessi tæki vera nauðsynleg á heiisu- gæslustöðvamar og forsenda þess að augnlæknar kæmu á þessa staði úti á landi því tækjalausir gætu þeir ekki veitt fulla þjónustu. Augnsmásjáin nýtist einnig heilsugæsiulæknunum í þeirra daglega starfí en hún nýtist vel t.d. þegar þarf að fjarlægja að- skotahluti úr augum en slíkum verkum þurfa læknarnir oft að sinna. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Bæjarstjórn Blönduóss fékk viðurkenningu fyrir vel heppnaða við- gerð á Hillebrandtshúsi. U mh verfis ver ðlaun veitt á Blönduósi BókaSu í síma 570 3030 og 4781250 ffíl II.230 kf. meft flufvallarsköttum FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.