Morgunblaðið - 22.09.2000, Side 18

Morgunblaðið - 22.09.2000, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Atli Tryggvi Finnsson frá Atvinnu- þróunarfélagi Þingeyinga og Sigurður Smári Oskarsson verkstjóri hjá Fiskverkun SBG athuguðu rakastigið í korn- inu sem verið var að þurrka við jarðhita. Korn þurrkað við jarðhita Laxamýri - Tilraunir með þurrkun korns við jarðhita hafa verið gerðar undanfarið á vegum Atvinnuþróun- arfélags Þingeyinga og kombænda í sýslunni. Síðustu ár hefur kornrækt aukist mikið á svæðinu og áhugi er mikill fyrir því að auka framleiðsluna frá því sem nú er. Flestir bændur hafa fram að þessu súrsað kornið í sekki, en í haust var fenginn þurrkari sem brennir olíu og getur hann þurrkað allt að 20 tonn á dag. Alls hafa verið þurrkuð yfir 160 tonn af komi. Þar sem olían er dýr, hafa menn farið að huga að fleiri þurrkunarað- ferðum og varð það úr að gera til- raun með kornþurrkun í Eiskverkun GPG í Reykjahverfi sem nýtir jarð- hita í starfsemi sinni. Þangað var farið með 7 tonn og þau þurrkuð við mismunandi hitastig. Þurrkun sem þessi má ekki taka of langan tíma til þess að ekki verði skemmdir í kominu og er talið að hitastigið þurfi að vera töluvert hátt og J>rýstingur mikill. I framhaldi af þessum tilraunum munu kornbændur og forsvarsmenn Atvinnuþróunarfélagsins ræða um hvort það sé raunhæfur möguleiki að hefja þurrkun koms í miklu magni á komandi ári, en lokaniðurstöður liggja enn ekki fyrir. Blönduósi - Hjónin Alda Theó- dórsdóttir og Björn Eiríksson, Urðarbraut 11 á Blönduósi, fengu fyrir skömmu viðurkenningu fegranarnefndar Blönduósbæjar fyrir snyrtilegan, vel hirtan og gróskumikinn garð. Jafnframt fékk bæjarstjórn Blönduóss við- urkenningu fyrir vel heppnaða viðgerð á Hillebrandtshúsi. Garður þeirra Öldu og Björns er eins og kemur fram í umsögn fegranarnefndar gróskumikill og kennir þar margra grasa. Meðal margra fallegra trjáa í garðinum má sjá beinvaxið og fallegt sitka- greni, sem fyrir tíu áram var jóla- tré í stofu þeirra hjóna. Tré þetta fengu þau á Hofi í Vatnsdal og höfðu í potti innandyra fyrsta vet- urinn og var því síðan plantað út vorið eftir. Uppskera jarðar- og rifsberja var mikil hjá þeim hjón- um í sumar, bæði mönnum og fuglum til ómældrar ánægju. Hillebrandtshús, sem er eitt elsta hús landsins, setur orðið mjög sterkan svip á gamla bæjar- hlutann eftir vel heppnaða viðgerð og í sumar var húsið nýtt til sýn- ingarhalds. Það er álit fegrunar- nefndar að þetta framtak Blöndu- ósbæjar sé góður grunnur að frekari uppbyggingu og endur- nýjun húsa í gamla bæjarhlutan- um fyrir innan á. ~i . Morgunblaðið/Líney Forsvarsmenn kvenfélaganna við afhendingu tæiganna ásamt Sigurði Halldórssyni yfirlækni og Jdni Aðal- steinssyni heilsugæslulækni. Nýja augnsmásjáin er fremst. Rækta kartöflur / • • X i eigið mötuneyti Þórshöfn -1 Svalbarðsskóla í Þistilfirði er mikil at- hafnasemi og alltaf eitthvað að gerast þótt skólinn sé fámennur. Þar er einsetinn skóli með sautján nemendum frá öðram og upp í sjöunda bekk en þetta árið er ekkert barn í sveitinni í 1. bekk. I fyrra gerðu nemendur tilraun með að vera sjálfir með mötuneytið í skólanum og það kom svo vel út að ákveðið var í samráði við börnin að það fyrirkomulag héldi áfram í vetur en hjá þeim var eindreginn viiji til þess. Nemendum er skipt í fjóra hópa og hver hópur sér um mötuneytið einn dag í viku en fimmta viku- daginn koma þau með nesti að heiman. Kennaram- ir sjá um matarinnkaup og skipulagningu. Þessi vinna nemenda kemur í stað formlegra heimilisfræðitíma en einnig baka þau stundum og þá er bakkelsið nesti þeirra í íþróttatímum. Börnin þurfa einnig að ganga frá og þrífa í eld- húsi og borðsal að máltíð lokinni og er það ekki síð- ur góður skóli fyrir þau, auk þess sem það kemur þeim til góða þegar þau fara að heiman í fram- haldsskóla og þurfa að sjá um sig sjálf að mestu leyti, þá flest 16 ára gömul. Síðastliðið vor settu nemendumir niður kartöfl- ur, þó nokkra eftir að skólanum lauk, en þau höfðu áður greitt atkvæði um það hvort þau skyldu eyða einum degi af sumarfríi sínu til að setja niður kartöflur. Aðra vikuna í september var hugað að uppskeranni og afraksturinn varð um 100 kíló af kartöflum, sem verða að sjálfsögðu borðaðar í skólamötuneytinu í vetur af bestu lyst. Skólaferðalag nemendanna í Svalbarðsskóla hófst um miðjan mánuð og var farið suður á land í fimm daga. Söguslóðir Njálu vora ofarlega á listan- um en lestur Njálu er ákveðinn í vetur í skólanum. Mikil og vel skipulögð dagskrá er fyrir höndum hjá ferðalöngunum víðs vegar um Suðurland og ættu þau að koma reynslunni ríkari heim. Skólastjóri í Svalbarðsskóla er Sigursveinn Ósk- ar Grétarsson og samkennarar hans era Fanney Asgeirsdóttir og Arni Davíð Haraldsson. Oskar hefur leitast við að gefa nemendum inn- sýn í tómstundastörf sem síðar gætu vakið áhuga Morgunblaðið/Líney þeirra þegar þau eru farin að heiman í framhalds- skóla eða í vinnu. í Svalbarðsskóla hefur hann komið upp visi að Ijósmyndaklúbbi og þar fá börnin að framkalla filmur sínar í svart/hvítu og læra und- irstöðuatriði í Ijósmyndun og framköllun. Björgun- arsveitarstarfið hefur hann einnig kynnt fyiir nemendunum en í skólaferðalagi í fyira heimsótti skólinn Björgunarsveitina Súlur á Akureyri og fengu nemendur þar að spreyta sig í salnum og skoða tæki og búnað. I þessum litla skóla er mannlegi þátturinn í há- vegum hafður og hver einstaklingur hefur tæki- færi til að þroska með sér sín sérkenni en læra jafnframt að taka tillit til annarra nemenda og þeirra þarfa, því samkennsla verður alltaf nokkur í fámennum skólum. Kvenfélögin gefa augnsmásjá Þórshöfn - Heilsugæslustöðvarnar þijár í Norður-Þingeyjarsýslu, á Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópa- skeri fengu fyrir skömmu veglega gjöf frá kvenfélögunum í sýslunni. Það var Rodenstock augnsmásjá, augnþrýstimælir og þrjú skoðunar- borð og var verðmæti tækjanna tæp ein milljón króna. Það voru sex kvenfélög í N- Þingeyjarsýslu sem stóðu að fjár- söfnun fyrir þessum búnaði á síð- asta ári; kvenfélagið á Þórshöfn, Þistilfirði, Raufarhöfn, Kópaskeri, Öxarfírði og í Kelduhverfi en það tók um eitt ár að safna upphæðinni. Þessi augnskoðunarbúnaður er flytjanlegur á milli heilsugæslu- stöðva og var haft samráð við augn- lækna um hvers konar tæki best væri að kaupa en sams konar tæki eru á augndeild Landspítalans. Sigurður Ilalldórsson, yfir- læknir, veitti gjöfinni viðtöku og færði kvenfélögunum alúðarþakkir fyrir góða gjöf. Hann sagði þessi tæki vera nauðsynleg á heiisu- gæslustöðvamar og forsenda þess að augnlæknar kæmu á þessa staði úti á landi því tækjalausir gætu þeir ekki veitt fulla þjónustu. Augnsmásjáin nýtist einnig heilsugæsiulæknunum í þeirra daglega starfí en hún nýtist vel t.d. þegar þarf að fjarlægja að- skotahluti úr augum en slíkum verkum þurfa læknarnir oft að sinna. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Bæjarstjórn Blönduóss fékk viðurkenningu fyrir vel heppnaða við- gerð á Hillebrandtshúsi. U mh verfis ver ðlaun veitt á Blönduósi BókaSu í síma 570 3030 og 4781250 ffíl II.230 kf. meft flufvallarsköttum FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.