Morgunblaðið - 22.09.2000, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 22.09.2000, Qupperneq 46
FOSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ XL ÞÓRÐUR PÉTURSSON + Þórður Pétursson fæddist í Reykja- vík 19. desember 1918. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu 12. september síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Guðrún Þorvarðar- dóttir, f. 27. mars 1898, d. 8. desember 1981, og Pétur Einar jíórðarson, f. 26. des- ember 1893, d. 25. desember 1971. Systkini Þórðar eru: 1) Guðrún, f. 30. aprfl 1921 og 2) Helga Guðrún Berg- mannía, f. 20. september 1934 d. 8. desember 1997. Fóstursystir Þórð- ar er Hulda Jóhannsdóttir, f. 4. júní 1932. Þórður var fæddur og uppalinn í Oddgeirsbæ við Fram- nesveg. Hinn 22. júlí 1944 kvæntist Þórður Hlín Sigfúsdóttur frá Dal- vík, f. 9. maí 1921 og áttu þau lengst af heimili að Tómasarhaga 51. Synir þeirra eru: 1) Pétur Orri, f. 9. desember 1943. Maki: Kristín Bemhöft. Börn: a) María Fjóla, v Þórður Orri og Kristín Hlín. 2) Sigfús Gauti, f. 25. júlí 1946. Maki: Miyako Þórðarson. Böm: Hlm Lilja og Sigfús Páll 3) Ásgeir, f. 14. júlí 1954. Böm: Ásgerður Þóra, Óskar Öm og Ásgeir Fannar. 4) Fóstursonur: Einar Ingi Einarsson, f. 3. ágúst 1957. Maki: Svanhvít Guðjóns- dóttur. Böm: Einar Aron, Guðjón Geir, Ása Kristín og Þor- leifur Ari sem fædd- ist andvana. Þórður var við nám í bifvélavirkjun hjá Agli Vilhjálms- syni hf. og í Iðnskól- anum og lauk prófi þaðan 1941. Eftir það starfaði hann á verkstæði Egils Vil- hjálmssonar hf. og Hrafns Jóns- sonar um tíu ára skeið. Árið 1951 varð hann bifvélavirkjameistari og stofnaði fljótlega eftir það sitt eig- ið verkstæði sem hann rak til árs- ins 1985. Frá þeim tíma var hann þingvörður á Alþingi til ársins 1990. Jafnhliða bifvélavirkjuninni var hann í varaliði slökkviliðs borgarinnar og rak um árabil eig- in bflaleigu. A sínum yngri áram var Þórður virkur félagi í K.R., bæði í knattspymu og handbolta, og sat m.a. í stjóm K.R. í nokkur ár. Enn fremur var hann lengi virkur félagi í Oddfellow-reglunni. Utför Þórðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. í dag er jarðsettur Þórður Pét- ursson fósturfaðir minn og langar mig til að minnast hans í fáeinum orðum. Það var árið 1960 þegar ég var þriggja ára gamall að móðir mín i#st og var ég þá tekinn í fóstur á heimili þeirra Þórðar og Hlínar, sem er móðursystir mín, að Tómas- arhaga. Eg ólst þar upp og hef ávallt litið á þau sem foreldra mína. Fyrir mig hefur það verið mikils virði að fá að alast upp á heimili þeirra með þremur eldri bræðrum undir handleiðslu góðra foreldra. Þar fékk ég það aðhald, öryggi og fyrirmyndir sem ég þurfti og hefur gert mig að því sem ég er í dag. Faðir minn Einar Einarsson sem lést 24. júlí síðastliðinn starfaði sem vélstjóri á skipum Eimskipafélags- ins og var því langtímum saman í burtu en þegar hann var í landi var hann ætíð velkominn á Tómasar- hagan til að fylgjast með uppvexti mínum og vil ég þakka þeim það nána og góða samband sem við náð- um að mynda með okkur við þessar aðstæður. Þeirra kynni náðu aftur til æskuslóða þar sem faðir minn var fæddur og uppalinn í Félags- húsinu við Vesturgötu 57 og fóstur- faðir minn í Oddgeirsbæ við Fram- nesveg 6, en þó var sjö ára aldursmunur á þeim. Þórður fósturfaðir minn var lærð- ur bifvélavirkjameistari, rak bíla- verkstæði og var með bílaleigufyrir- tæki á mínum uppvaxtarárum. Það var mikil vinna í kring um þetta og oftast var vinnudagurinn langur hjá honum. Hanh var slökkviliðsmaður í varaslökkviliði á þeim tíma þegar Reykjavíkurborg var lítil og það fór ekki framhjá manni ef það geisuðu eldar í borginni. Ég man það hvað ég var heillaður af slökkviliðs- búningnum sem var alltaf til reiðu hjá honum og í mínum augum var hann sannkölluð hetja. Það var sama hvaða verk hann tók sér fyrir hendur, hann vann það af vandvirkni og þolimæði. Það má segja að hann hafi verið þúsund- þjalasmiður á öll verk. Hann var fé- iagi í Oddfellow-reglunni til margra ára og mér er það minnistætt þegar Jáf, var lítill hvað mér fannst hann glæsilegur þegar hann var kominn í kjólfötin á leið á hátíðarfund. Yið lok starfsævinnar fékk hann vinnu sem þingvörður í Alþingi og vann þar í nokkur ár. Þar sem hann hafði alla tíð fylgst vel með stjórnmálum og hafði ákveðnar skoðanir í þeim málum var hann þar kominn í návígi -h'P það áhugamál og hafði sérlega gaman af þeirri vinnu. Að lokum vil ég þakka fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og mína fjölskyldu og Guð gefi fósturmóður minni styrk til að takast á við fráfall hans. Blessuð sé minning hans. Einar Ingi. Með virðingu, þökk og söknuði kveð ég þig, elskulegi tengdafaðir, sem kallaður varst svo snöggt og hljótt í miðju dagsins verki. Svo líkt þér sjálfum sem sast ekki auðum höndum heldur sívinnandi og dund- andi aðallega öðrum til gagns og gamans. Líf þitt var fullt af smáum og stórum verkefnum sem glöddu fólk í kringum þig. Margar litlar hendur leituðu að þínum stóru, þá voru afa- og langafabörn örugg í faðmi þínum og nutu söngvaseríu þinnar. Bæði hin litlu og stóru höf- um verið svo upptekin af að lifa að engum datt í hug að kallið myndi vitja þín svona skyndilega. Þar sem þú ert svo lifandi fyrir mér á ég erf- itt með að hugsa um minningu um þig. Elskulegi tengdafaðir, við sem eftir lifum hugsum af fremsta megni vel um Hlín þína og okkar eins og þú hefur gert til allra síð- ustu ævidaga, þá vitum við að við getum glatt þig. Miyako. Kæri bróðir. Á þessari stundu renna í gegnum hugann minningar frá samverust- undum liðinna ára, þegar við vorum börn í Gróttu, og ekki síður á Tóm- asarhaganum þar sem við bjuggum í sama húsinu í 28 ár. Alltaf varst þú boðinn og búinn að leggja mér lið. Samverustundirnar urðu færri eftir að ég flutti en alltaf héldum við sambandi. Með þessum orðum kveð ég þig, kæri bróðir. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi. Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég og fjölskylda mín sendum okkar bestu samúðarkveðjur. Þín systir, Guðrún og íjölskylda. Elsku afi. Ég vil þakka þér allt sem þú hefur gert fyrir mig, það er ómetanlegt. Það er svo erfitt að hugsa um það að þú sért farinn. Maður skilur ekki hvernig er að missa einhvern fyrr en það skeður. Þú varst sem klettur, vannst fram á síðasta dag og ykkur ömmu skorti aldrei neitt. Ferðiimar upp í sumar- bústað gleymast aldrei svo ekki sé talað um það þegar ég var að vinna með þér á Tangarhöfða. Það má líkja lífi manns við einskonar kerti, það er eitt á mann og svo er það bara spurning um hversu lengi log- ar á því. Ég kveð þig úr þessari veröld, afi minn. Blessuð sé minning þín. Ásgeir Fannar. Elsku afi, ekki vissi ég að ég væri að kyssa þig bless í síðasta sinn þegar þú og amma fóruð heim úr af- mælisveislunni í lok ágúst. Við átt- um góða stund saman þar sem við héldum upp á afmæli þriggja bama minna. Við sungum hvern afmælis- sönginn á fætur öðrum. Sólin skein á okkur þann daginn og við tókum mikið af myndum. I dag, þegar ég er að skrifa þessi orð til þín, fínn ég hvað minningarnar um þig eru ótal margar. Þau eru ofarlega í huga mér skiptin sem þú og amma komuð í heimsókn til okkar þegar við bjuggum í Noregi. Við ferðuðumst mikið saman og áttum margar góð- ar stundir. Jólin á Tómó eru líka ógleymanleg. Það væri hægt að telja lengi upp. Minningamar geymi ég í hjarta mínu. Yngstu börnin eiga erfitt með að skilja að afi Doddi sé dáinn og upp hafa komið ýmsar hugmyndir um hvar hann sé núna, enda hugmynda- flugið ótakmarkað í ungum huga. Þú hafðir alltaf tíma fyrir þau. Sýndir þeim hluti og náðir í bíla- kassann með gömlu bílunum, sem var í miklu uppáhaldi hjá þeim. Áð- ur en við vissum af voru komnar bílabrautir um allan ganginn. Það var auðvelt að sjá stolt og gleði í augum þínum þegar þú talaðir við og um barnabarnabörnin. Elsku afi minn, ég mun hjálpa þeim að varð- veita minningu þína. Við kveðjum afa Dodda með mikl- um söknuði. Elsku amma, við biðjum Guð að gefa þér styrk í sorginni. Ásgerður Þóra, Jan Erik, Mats, Helgi Þór, Daníel Andri og Magnea Kristín. Hugurinn hvarflaði aftur í tímann til ljúfra stunda á Tómasarhaga 51 við að lesa um lát Þórðar Pétursson- ar, bifvélavirkja. Við hjónakornin kynntumst þeim heiðurshjónum Hlín og Þórði fyrir tuttugu árum, þegar við vorum í íbúðarleit, í þann veginn að stofna okkar fyrsta heim- ili. Okkur fannst við einstaklega lán- söm, eftir að hafa leitað sumarlangt að leiguíbúð, með takmörkuð fjár- ráð, þegar Hlín greip okkur úr fjöldanum, illa rakaðan og ósofinn læknanema og menntaskólastelpu, og bauð okkur að búa í björtu og fallegu risíbúðinni fyrir ofan heimili þeirra Þórðar. Leigan var ákveðin fyrirfram, engin yfirboð, og allt á hreinu. Gleðin yfir heppni okkar dvínaði ekki þegar við kynntumst þeim hjónum betur. Við komum í húsið þeirra beint úr foreldrahúsum, og þau reyndust okkur sem aðrir for- eldrar. Við áttum frjálsan aðgang að símanum þeirra á meðan við áttum ekki síma, og Mogginn lá iðulega í stiganum þegar þau voru búin að lesa hann, ef vera skyldi að okkur langaði að líta í hann. Við fengum jafnvel að sitja í hjá Þórði á leiðinni í skólann, þegar hann keyrði á verk- stæðið sitt uppi á Höfða. Okkur langar að þakka Hlín og Þórði fyrir átta yndisleg ár á Tóm- asarhaganum, þar sem alltaf var sól í minningunni, sólarlag í fallega stofuglugganum og trillukarlar að dunda niðri í fjöru. Þaðan eiga líka eldri börnin okkar sínar fyrstu bernskuminningar, í skjóli heiðurs- hjónanna á neðri hæðinni. Elsku Hlín, við biðjum góðan Guð að styrkja þig og þína góðu fjöl- skyldu. Ragnheiður og Arnór. Eitt af því sem árin færa manni, hvert af öðru, er aukinn skilningur á mikilvægi vináttunnar. í dag verður borinn til moldar maður sem ég hef þekkt frá því ég man eftir mér. Sá maður hefur komið mér oftar í hug en nokkur annar þegar minnst er á vináttu. Þetta er Vesturbæingurinn Þórður Pétursson, fæddur og uppa- linn í Oddgeirsbæ við Framnesveg en átti síðan lengst af heimili og til dauðadags á Tómasarhaga 51. Ástæðan fyrir því að ég tengi vin- áttuhugtakið við þennan mann, öðr- um fremur, felst í þeim traustu vin- áttuböndum sem hann og faðir minn bundust þegar þeir voru guttar að sparka bolta á Gammsvellinum fyrir neðan Seljaveginn fyrir u.þ.b. sjötíu úrum. Vinátta þeirra hélst óhögguð og án þess að skugga bæri þar á meðan báðir lifðu. Reyndar var Þórður aldrei kall- aður annað en Doddi á mínu bernskuheimili. Ég minnist hans fyrst sem hvers annars gests í heimboðum foreldra minna nema hvað hann var óvenju sviphreinn maður, brosmildur og stilltur í fasi. Þá er mér hann minnisstæður sem bifvélavirkinn í Þverholtinu sem var alltaf til þjónustu reiðubúinn þegar Plymouthinn hans pabba frá 1947 var kominn til ára sinna. Ég var þá orðinn nógu stálpaður til að láta það hvarfla að mér að nú hlyti Doddi að vera farinn að þreytast á gamla eðalvagninum sem mátti muna sinn fífil fegri. En ef svo var, þá lét hann á engu bera: Brosið var á sínum stað og alltaf gerði hann við Plym- outhinn. Mér er líka minnisstætt nokkurra daga ferðalag með foreldrum mín- um sem farið var í samfloti með þeim hjónum, Dodda og Hlín, og þriðja vininum í þessum hópi, Magnúsi Guðmundssyni, sem lengi verslaði í Öldunni við Öldugötu. Hann lifir nú félaga sína tvo. Eftir því sem aldurinn færðist yf- ir þessa æskuvini úr Vesturbænum og ég stálpaðist, varð mér sífellt hugstæðari þessi trausta vinátta. Síðustu ævivikur föður míns, fyrh- tveimur árurn, sýndi Doddi honum einstaka ræktarsemi, allt þar til yfir lauk. Til þess þurfti sálarstyi’k hjá jafn fullorðnum manni, og mikla tryggð. Eg er forsjóninni þakklátur og honum Pétri Péturssyni útvarpsþul, fyrir að ljá mér erindi til Dodda á Tómasarhagann, aðeins nokki'um dögum áður en Doddi lést. Pétur hafði fundið gamla mynd af KR- strákum af Bráðræðisholtinu og ég fór með myndina til Dodda í því skyni að fá hann til að bera kennsl á piltana. Við skröfuðum saman góða stund og Doddi rifjaði upp gamlar KR-minningar. Til þess hafði hann ærin tilefni. Hann lék knattspyrnu með öllum yngri flokkum KR og var mjög áhugasamur um framgang fé- lagsins. Hann var formaður knatt- spyrnunefndar KR um skeið, for- maður handknattleiksdeildar félagsins og sat í aðalstjórn þess í fimm ár. Það var komið nálægt mið- nætti þegar hann fylgdi mér til dyra og ég kvaddi tryggðartröllið hann Dodda frá Oddgeirsbæ í síðasta sinn. Fyrir hönd móður minnar og fjöl- skyldunnar á Lindargötunni vil ég að leiðarlokum þakka Dodda fyrir vináttu og ræktarsemi við föður minn og fjölskylduna alla. Hans ágætu eiginkonu, Hlín Sigfúsdóttur, sonum þeirra og fóstursyni, sendum við okkar einlægustu samúðarkveðj- ur. Kjartan Gunnar Kjartansson. JÓN ANDRÉSSON + Jón Andrésson fæddist á Akur- eyri 17. aprfl 1971. Hann lést 7. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 18. ágúst. Elsku Nonni! Það eru engin orð þess megnug að lýsa þeim söknuði og trega sem við finnum fyrir er við minnumst þín, kæri bróðir og vinur. Við fráfall þitt hefur myndast stórt skarð í fríðan og samheldinn systkinahóp. Skarð sem aldrei verður fyllt. Enginn er né verður eins og þú. Strax er við fréttum andlát þitt varð stórfellt tómarúm í hjörtum okkar, allt varð svo óraunverulegt. Og þegar við vorum við kistulagningu þína fannst okkur eins og þú svæfir en mundir brátt vakna, rísa upp og ylja viðstöddum með sólskinsbrosi þínu og hjartahlýju. Þú áttir hug og hjörtu allra. Fullur af sindrandi lífsorku og fjöri, ætíð fús til að leggja hönd á plóg ef á þurfti að halda. En nú ertu skyndilega far- inn. Minning þín lifir í hjörtum okkar, ljúf og falleg minning sem ekkert getur grandað. Nonni var næmur á fólk og um- hverfi sitt og mátti hann ekkert aumt sjá án þess að reyna að rétta hjálparhönd. Hann var prúður, fal- legur og heiðarlegur drengur, íþróttamaður góður og reglusamur. Mikill fjölskylduvinur, og faðir sem bar mikla umhyggju fyrir sambýl- iskonu sinni og börnum. Sást það vel er við hittumst í fjölskylduboð- um að börnin hans sóttu mikið í stóran faðm hans þar sem þau fundu umfram allt öryggi og hlýju. Við kveðjum þig nú, elsku Nonni, og biðj- um guð að blessa sálu þína og minninguna um þig. Megi algóður Guð vera ykkar styx-k- ur og sálusorgari, El- ísabet, Aron Franklín, Brynja Sól, Aþena Marey, Tryggvi og Erla. Jón og Valdís mamma og pabbi, systir og bræður, Guð varðveiti ykkur og gefi ykkur frið í sorg- inni og styrk til að komast í gegnum þetta mikla áfall. Minningarnar um þig, leita svo ákaft til mín, enginn getur tekið þær frá mér. Akveðinn stað í hjarta þú býrð, svo glaðvær og fullur af lífssýn. Dýrmæta náðargjöf eignaðist þú þá náð að blessa aðra. Með ljúflyndi þínu og útgeislun augu þín brosandi af kærleik. Vinnandi hönd þín svo listræn og góð eins og öll þín innri fegurð. Yngstur af öllum í systkinasjóð, sindrandi orka eins og segull. Þú áttir þér trú um lífíð í sátt, lífið um vonina og ástina eina. En nú ert þú farinn, já farinn frjáls. Guðs miskunn leysir úr ánauð. í ljóði mínu, sem ég tileinka þér, með hlýhug ég horfi til baka. Foreldrar, systkini og englaher, sem ávallt yfir þér vaka. (Lísa Jónsdóttir.) Lísa, Ólafur og fjölsk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.