Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 52
FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ íi MARGRET AGUSTA - KRISTJÁNSDÓTTIR + Margrét Ágústa Kristjánsdóttir fæddist í Hafnarfírði 3. mars 1934. Hún lést á gjörgæsludeild Landspitalans við Hringbraut 14. sept- ember síðastliðinn. Hún var ddttir hjón- anna Sigrúnar Giss- urardóttur frá Gljúf- urholti Ölfushr., f. 28. mars 1908, d. 28. apríl 1991, og Krist- jáns Steingrímsson- ar, bifreiðastjóra í Hafnarfirði, f. 25. september 1906, d. 15. október 1991. Bræður Margrétar eru Steingrímur Kristjánsson, f. 1926, lyfjafræðingur, apótekari í Reykjavík, og Gissur V. Kristjáns- son, f. 1944, Iögfræðingur, hér- aðsdómslögmaður í Reykjavík. Eiginmaður Margrétar er Júl- íus Hinriksson, múrari, f. 10. júlí 1934 í Hafnarfirði. Margrét og Júlíus giftu sig 24. desember 1954. Dætur þeirra eru þrjár. 1) Sigrún, f. 5. ágúst 1953, tækniteiknari. Maki Guðmundur Kort Guð- mundsson, f. 1950, húsasmíða- meistari, dætur þeirra eru Guð- björg, f. 1971, Margrét, f. 1974, Sólveig, f. 1982, og Valgerður, f. 1984. 2) Katrín Gerður, f. 25. maí 1955. Maki Gylfi Norðdahl, f. 1952, fiskverkandi, þau slitu sam- vistir, börn þeirra eru Sigrún Kristjana, f. 1974, Júh'us, f. 1976, og Katrfn Hill, f. 1988. 3) Valgerður, f. 28. apríl 1960, grunn- skólakennari og nemandi í iðn- rekstrarfræði við Tækniskóla íslands. Maki Jens Guð- björnsson, f. 1953, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli, börn þeirra eru Viktoría, f. 1981, og Guðbjörn, f. 1988. Bamabamabörn Margrétar em sex talsins. Margrét starfaði sem bókari í vélsmiðjunni Kletti og á skrifstofu Bátalóns frá þvi hún útskrifaðist sem gagnfræðingur þar til hún missti heilsuna 47 ára gömul. Á sfnum yngri ámm var hún mjög virk í öllu félagsstarfi og starfaði m.a. sem gjaldkeri í kvenfélaginu Sunnu og mæðrastyrksnefnd. Einnig starfaði hún mikið fyrir kvenfélag Alþýðufiokksins og Al- þýðuflokkinn í Hafnarfirði. Mar- grét hafði mikinn áhuga fyrir handbolta og spilaði með Haukum á sínum ungdómsámm og var ein af frumkvöðlum þess að endur- vekja handknattleiksdeild kvenna í Haukum. Útför Margrétar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku mamma mín, ÓþánáðaðeigaJesú einkavin í hverri þraut Ó,þáheillaðhallamega höfði sínú í Drottins skaut Ó, það slys því hnossíað hafna, hvflíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut Eigirþúviðbölaðbúa, bíðir freistni sorg og þraut, óttast ekki, bænin ber oss beina leið í Drottins skaut. Hver á betri hjálp í nauðum? Hver á slíkan vin á braut, þjartans vin, sem þjartað þekkir? Höllum oss í Drottins skaut Ef vér berum harm í hjarta, hryggilega dauðans þraut, þáhvaðhelsterherrannJesús þjartans fró og líknar skaut Vilji bregðast vinir þínir, verðirðúeinn á kaldri braut, flýt þér þá að hallá og hneigja höfuð þreytt í Drottins skaut (Pýð. M. Joch.) Mig langar til að kveðja þig með þessum sálmi, mamma mín, því þú varst svo trúuð og kenndir mér að þekkja Jesúm Krist og góðan Guð þegar ég var lítið bam sem hefur ver- ið mér ómetanlegt veganesti og ijós í gegnum líf mitt. Mig langar tÚ að þakka fyrir að hafa verið samferða- manneskja þín þar sem þú hefur miðl- að mér með viti þínu og visku og verið mér rryög lærdómsrík. Ég veit að þú %erð góða heimkomu á nýjum stað þar sem þú ert núna og Guð hefur tekið þig í sinn náðarfaðm og losað þig úr viðjum sjúkdómsins sem þú varst haldin. Megi góður Guð styrkja pabba sem hefur misst svo mikið, okkur systumar og fjölskyldur okkar, bræð- ur hennar og alla sem henni unnu og sjá á eftir einstakri konu sem lifir eftir í hjörtum okkar. Farþúíffiði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt GekkstþúmeðGuði, t Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V.Briem.) Þín einlæg dóttir, Sigrún Júhusdóttir. Nú er til hinstu hvílu lögð, ekki að- *ÉJiis tengdamóðir mín fyrrverandi, heldur náin vinur, félagi og mér oft á tíðum móðurstaður. Fyrir um 30 ár- um síðan hófust kynni okkar, er ég tók að gera hosur mínar grænar fyrir dóttur þeirra Gústu og Júlla, Katrínu Gerði. Ekld gat ég talist í hópi eftir- sóttustu manna í hlutverki tengda- sonar. Engu að síður var vel á móti mér tekið. Eins og Gústa tók alla sína tíð á móti sínu samferðarfólki. Án vandlætinga og fordóma og lét sína eigin reynslu og sín eigin kynni af mönnum og málefhum móta skoðanir sínar á viðkomandi. Hjá Gústu fengu allir notið sannmælis. Og þótt ein- hverjum skrikaði fótur á víðsjárverð- um lífsins svellum var hún fyrst allra þess albúin að hvetja og styðja þann sama til að standa upp á ný og halda óhikað áfram för sinni. Þá reyndist Gústa bömum mínum og bamaböm- um sínum afburða vel og var ætíð reiðubúin að veita þeim ómetanlegt skjól og handleiðslu á erfiðum stund- um í lífi þeirra. Þá er vert að geta þess að ekki var þáttur Júlíusar, eigin- manns Gústu, minni í þeim efnum. Erfið veikindi hrjáðu Gústu um 20 ára skeið og settu á hana sitt mark. En í gegnum allan þann sársauka og alla þá þjáningu og alla þá erfiðleika sem sjúkdómnum fylgdu, lýstu ávallt í gegn þeir miklu mannkostir og ólýs- anlegi styrkur sem innra með henni bjuggu. Það er kannski undarlegt til þess að hugsa, að þegar ég heyri dill- andi fjömga tóna og raddir Gipsy Kings minnist ég elskulegrar glað- legrar konu sem gat sig varla hrært sökum liðagigtar og annarra kvilla henni meðfylgjandi. Slík var lífsorka hennar og gleði og ást á lífinu öllu. í dag kveð ég með söknuði góða manneskju og þakklæti þroskaða sál sem ávallt gat af sér gefið og gerði okkur öllum svo gott. Guð geymi þig, Gústa mín og styðji Júlíus og aðra aðstandendur í sorg sinni. Gylfi Norðdahl. Elsku Gústa mín. Nú er þinni löngu baráttu loldð og þú komin á betra tO- verustig. Með þessum fátæklegu orð- um langar mig til að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Með okk- ur tókst djúp vinátta sem hélst í þau tuttugu ár sem ég þekkti þig. Alltaf gat ég leitað með vandamál mín tíl þín og ávaUt hlustaðir þú með fullri at- hygli á það sem ég hafði fram að færa og gafst mér góð ráð. Anægjulegt var að við skyldum öO fara saman tU Spánar í sumar. Það var mikOvægt fyrir okkur að fá að eyða þessum vikum með þér síðustu mánuðina sem þú lifðir. Eins og ævin- lega naust þú þín tO hins ýtrasta, þar sem þú sast úti á svölum og horfðir út á Miðjarðarhafið. Júlli hjúkraði þér af kostgæfni eins og alltaf. Þú lést ekki aftra þér frá því að fara niður á strönd og vera með þínu fóUd, þótt þú værir þjökuð af gigtinni og ættir erfitt með hreyfingar. Þið JúUi voruð einstaklega sam- hent hjón og þið nutuð þess að vera heima. HeimiU ykkar ber vott um smekkvísi ykkar beggja. Fjölskyldan var alltaf í fyrirrúmi hjá ykkur báðum og oft var íjörið mikið þegar fjölskyld- an var samankomin heima á Mosa- barðinu. Einatt varst þú hrókur alls fagnaðar og ekkert virtist koma þér úr jafnvægi. Þið nutuð þess að eiga fallega garðinn ykkar og mikiU tími fór í að fliuga hvemig væri hægt að betrumbæta hann. Þú hafðir gaman af að vasast í útgerðarbröltinu með okkur Júlla og ráðkænska þín og áræði komu þar oft að góðum notum. Oft var tekist á um landsmáUn og þau rædd og ekki voru aUtaf allir sam- mála, en aldrei kom það þó niður á vináttu okkar. AUtaf sást þú spaugi- legu hhðina á hlutunum og aldrei var hláturinn og brosið langt undan og breyttist það ekki þótt þú kæmist varla fram úr rúmi fyrir veOdndum. í veOdndunum notaðir þú símann til að hafa samband við okkur og eftirtekt- arvert var hversu vel þú fylgdist með öUum ættingjum þínum, og mínum líka, og reyndar öUu fólki sem tengd- ist þér á einn eða annan hátt. Þér stóð ekki á sama um fólk. Núna, þegar þú ert horfin frá okk- ur, getum við yljað okkur við minn- ingamar um þig. Það má segja, að við sem eftir stöndum ættum að láta lífs- gleði þína og góðmennsku verða okk- ur að leiðarljósi um ókomin ár. Guð blessi minningu þína Gústa mín. Þinn tengdasonur, Jens Guðbjömsson. Elsku besta amma mín, ég vonaði alltaf að þessi stund kæmi ekki þótt ég vissi að sjúkdómurinn sem búinn er að hrjá þig svo lengi myndi á end- anum leiða þig þessa leið. Það var svo mikið ósagt, elsku amma. Mig langaði ailtaf tO að þakka þér fyrir að hafa farið með mig þegar ég var lítil og láta biðja fyrir mér þegar ég var svo veik. AUtaf hugsaðir þú um aðra og að allir í fjölskyldunni væru við hestaheUsu. Ég gerði mér ekki gein fyrir hvað þú værir veik því þú varst alltaf bros- andi. Elsku amma mín ég vfl þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman þótt þær hefðu mátt vera fleiri. Elsku afi, þú hefur misst svo mikið, eiginkonu og besta vin. Megi Guð styrkja þig og aUa fjölskylduna í þess- ari miklu sorg. Kalliðerkomið, kominernústundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinimirkveðja, vininnsinnlátna, er sefur hér hinn síðasta blund. (V. Briem.) Valgerður Guðmundsdóttir. Elsku amma mín, ég trúi ekki að þú sért farin og það sé komið að kveðju- stund. Það er svo erfitt að kveðja, sér- staklega konu sem allir elska og er mér svo nákomin. Ég veit hvað þú ert búin að þjást tO að vera hjá okkur, halda utan um okkur, hugga okkur og passa upp á að okkur líði vel. Þú kvartaðir aldrei, þú brostir alltaf þínu • breiðasta brosi. Þegar ég sá þig eða heyrði röddina þína leið mér alltaf vel, ég gat ekki annað en verið í góðu skapi þegar þú talaðir við mig þrátt fyrir að þú værir að leggja mér lífs- reglumar. Það átti enginn von á að höfuð fjölskyldunnar myndi þurfa að hverfa svona fljótt þrátt fyrir að við vissum hvað þú þjáðist. Þú lifir alltaf og ert alltaf eöíf í hjörtum okkar og ég hef alltaf bænina sem þú kenndir mér. Þú varst heittrúaðasta mann- eskja sem ég hef kynnst, ég þakka þér fyrir að hafa kennt mér að tala við Guð og leita tO hans ef mér leið flla. Amma mín, þú lifðir fyrir að gefa af þér og hugsa um aðra. Þú gafst frá þér kraft og umhyggju alveg fram á síðustu mínútu. Lff þitt einkenndist af góðverkum og kærleika. Þér fannst mitólvægasta að allir væru ánægðir, en oftast gleymdirðu sjálfri þér. Veganestið sem þú hefur gefið okkur öUum er dýrmætara heldur en guU. Ég kveð þig með söknuð í hjarta og tár í augum. Ég bið þig góði Guð að styrkja og hjálpa honum afa sem hef- ur misst svo mikið og fjölskyldunni allri sem á um sárt að binda á þessari sorgarstundu. Elsku amma mín, mig langar að kveðja þig með þessari bæn sem þú kenndir mér og er mér svo mikUvæg. Núleggégaugunaftur ó, Guð þinn náðarkraftur mínverivömínótt Æ, virst mig að þér taka méryfirláttuvaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S.E.) Sólveig Júlfana Guðmundsdóttir. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvflast leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hannhressirsálmína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafhvel þó ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafiir hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir féndum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku amma. Ég hef kviðið þessum degi lengi. Þrátt fyrir mikil veikmdi gafst þú aldrei upp og þú varst afltaf hrókur alls fagnaðar. Ég veit að þjáningar þínar voru ekki tö einskis og ég veit að frelsarinn hefur sérstakan stað fyrir þig, elskan mín. Með brosið þitt fallega og hönd þína mjúka hjálpaðir þú öflum, hve lítið sem vandamálið var varst þú til staðar. Ég þakka drottni fyrir hverja sek- úndu, hvert orð, hvert faðmlag og alla ástina sem þú gafst mér. Ég þakka fyrir ráðgjöfina, kennsluna og vinátt- una. Ég þakka fyrir að hafa verið út- valin tíl að fá að kynnast jafnstórkost- legum persónuleika sem þú varst. Þú varst ekki aðeins amma mín heldur varst þú einnig sálufélagi og minn besti vinur. Elsku amma, þú varst mjög trúuð og baðst oft drottin um hjálp. Þú kenndir mér fyrstu bænina mína og sagðir að ég gæti alltaf leitað til drottins. En það er sama hvað ég bið og reyni að réttlæta dauða þinn þá get ég ekki sætt mig við hann þrátt fyrir að ég viti að þér líði betur. Én ég er svo eigingjöm að ég hefði gefið hvað sem er bara fyrir annað faðmlag, annan koss og bara að geta heyrt þig segja „gullið mitt“. En ég bið fyrir þig: „Drottinn Kristur, þú sem leiðst þjáning krossins, kvöl og neyð, þú þekkir meinin manna. Þú axlaðir byrðar þjáninganna fyrir mig og mannheim allan. Fyrir þínar benjar verðum við heilbrigð, fyrir þinn dauða lifum við. Lát mig aldrei gleyma því, kenn mér að reiða mig á návist þína, líkn og huggun. Vertu ijós mitt og líf, Drottinn minn og frelsari. Amen“. (KS.) Það voru forréttindi að fá að vera bamabamið þitt og hafa fengið að vera með þér og ég veit ekki hvemig tíminn og dagamir eiga eftir að líða en ég veit að ég sakna þín strax. Það verður erfitt að lifa án þín, þú varst veröld mín, hjarta mitt og sál mín. Þú kenndir mér margt um lífið og tflver- una einnig að elska og fyrirgefa. Þú gerðir okkur að fjölskyldu, þú varst alltaf tö taks, sama hve veik þú varst. Þakka þér fyrir að segja aldrei: „Þetta sagði ég þér,“ að minnsta kosti ekki oft. Þakka þér fyrir að vera alltaf tfl staðar, fús til að hugga, gefa ráð eða hlusta. Þakka þér fyrir að hafa verið óþijótandi uppspretta ástar, þú gast þerrað tár í gegnum sflna, ég gat alltaf leitað til þin. Þakka þér fyrir að hafa aldrei gefist upp á mér þegar ég hafði verið ferlega óþekk, þú varst ein um það. Þakka þér fyrir að umbera aJlt það sem var óþolandi, fyrir að gera allt úr engu, fyrir að gefa þegar þú áttir ekki neitt, fyrir að elska mig þegar ég lét sem verst. Þakka þér fyr- ir að hafa gert það ómöglega bros- andi. Þakka þér fyrir að hlusta á allt sem ég hafði að segja og hjálpa mér við allt hvort sem það var um nótur eða stráka. Þú varst leiðarljós fjölskyldunnar og lést öllum finnast þeir vera ein- stakir. Mér þótti svo vænt um þegar þú varst spennt og ánægð fyrir mína hönd þegar ég stóð mig vel og það gladdi mig enn meira að ég var enn gullið þitt þegar ég hafði orðið mér tö skammar. Það eru ótrúlegar töfinningar að bærast um hjá mér núna. Ég vil ekki sleppa þér, ég þori ekki að sleppa þér. Ég veit að ég er sjálfselsk því ég veit að þér leið öla og þú varst búin að þola nóg en ég eiska þig meira heldur en ég elska sjálfa mig og oft spyr ég af hverju ekki ég í staðinn fyrir hana. Leyfið henni að vera áfram hér tö að gefa heiminum ást og visku. Hvemig er hægt að lifa með sárs- auka eins og þessum? Að sjá aldrei aftur þitt faöega bros og lífsglöðu augun. Ég hef aldrei misst neinn sem er nákominn mér, hvemig á maður að haga sér, ég sakna þín strax. Af hveiju elskar maður svona heitt aðeins tö að syrgja þegar einhver deyr. Það huggar ekkert að vita að aðrir eru líka að syrgja, ég vö fá þig aftur eins og þú varst. I stólnum þín- um rauða, brosandi, með gullnöglina og rauða hárið. Já þú varst engri lík, þú varst sannkölluð Spánardrottning. Ég veit að þú munt alltaf vera hjá mér í minningunni og ég mun reyna að lifa mínu lífi eins og þú hafðir kennt mér, það öggur mildð eftir af þér í mér og mun ég reyna að rækta það. Að feta í fótspor þín varðandi hug- rekki og visku er erfitt. Að vera alltaf góð, alltaf brosandi, alltaf töbúin tö að vera með og aUtaf töbúin til að fyrir- gefa sama hvað maður gerði. Það er erfitt og ég veit ekki hvemig þú fórst að þessu en ég er tilbúin tö að reyna. Þú varst ekki aðeins einstök í mín- um augum. Þú varst einstök. Og þar með búið. Það besta sem þú gafst mér var vinátta þín og ótakmörkuð ást. Fyrir mér muntu aUtaf vera öfandi og ég mun geyma allar minngamar um þig eins og fjársjóð. Takk fyrir að hafa gefið mér heim- inn! Þar til við hittumst aftur, Hér hvflast þeir, sem þreyttir göngu luku, íþagnarbrag. Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfinn dag. Ó, guðir, þér sem okkur örlög vefið svoundarleg. Það misstu allir allt sem þeim var gefið, Ogeinnigég. Og ég, sem diykklangt drúpi höfði yfir dauðansró, hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, eðahinn,semdó? (SteinnSteinarr.) Ég bið góðan guð að gefa afa sem misst hefur mikið og allri fjölskyld- unni styrk á þessum erfiða tíma. Ég vil þakka öllu starfsfólki á gjör- gæsludeöd Landspítalans við Hring- braut fyrir frábæra umönnun og ein- staklega hlýlegt viðmót. Þín drottning, Viktoría Jensdóttir. Vertu Guð faðir, faðir minn ífrelsaransJesúnafni, hönd þín leiði mig út og inn, svoallrisyndéghafni. (H.Pét) Það er komið að kveðjustund því hún elskuleg Gústa amma okkar er farin tö Guðs. Okkur langar að minn- ast hennar því hún var svo einstak- lega ljúf og gjöful kona. Amma var fórnfús og vfldi allt fyrir okkur gera. Hennar öfshlaup var að gefa og gleðja. Umhyggja ömmu var mikfl og alltaf passaði hún upp á að við færum með bænir og miðlaði trú sinni sterkt tö okkar, sem hefur hjálpað okkur ómetanlega á lífsleiðinni. Guð var henni styrkur I þessum mödu veOdnd- um og leitaði hún í trúna hvort sem það var fyrir sjálfan sig eða aðra því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.