Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 64
34 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sumarskóli SAA í fimmta skipti „Ráðgjafinn/Starfsliðið" „Vímuefn- in og vandamálin" „Sjúklingarnir og meðferðin“ þau þrjú umfjöllun- arefni eða meginþemu sem brotin verða til mergjar í Sumarskóla SÁÁ sem að þessu sinni verður haldinn dagana 5. til 7. október. Petta er fimmta árið í röð sem sumarskóli SÁA starfar. Starfið er skipulagt eins og áður, með þarfir áfengisráðgjafa í huga en aðrar stéttir hafa sótt skólann undanfar- in ár og haft gagn af, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Margar stéttir vinna með alkóhól- istum og í sumarskólanum hafa verið læknar, hjúkrunarfólk, sál- fræðingar, félagsráðgjafar, félags- ráðgjafar, prestar og lögreglu- menn og nokkrir stjórnmálamenn, sem hafa haft sérstakan áhuga á efninu. Skólastjóri Sumarskóla SÁÁ er Guðbjörn Björnsson læknir á Sjúkrahúsinu Vogi sem hefur tekið þátt í margvíslegum aiþjóðaráð- stefnum um vímuefni og á meðal annars sæti í stjórn alþjóðasamtak- anna ISAM. Um 15 erlendir gestir hafa kynnt þátttöku sína í sumarskólanum og er búist við að heildaraðsóknin verði jafnvel enn meiri en í fyrra. Prír erlendir gestir flytja erindi í Sumarskólanum, Bandaríkjamenn- irnir Jake Epperly, dr. James Costabilo og dr. Thomas Fuglsang yfirlæknir frá Danmörku. Sigurður Guðmundsson land- læknir mun einnig taka þátt í starfí Sumarskóla SÁA og Einar Axels- son, Guðbjörn Björnsson, Sverrir Jónsson, Vaigerður Baldursdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir og Þórar- inn Tyrfingsspn sem eru starfandi læknar hjá SÁÁ og Margrét Hall- dórsdóttir sálfræðingur hjá SÁÁ munu flytja erindi í skólanum og taka þátt í umræðum. Margir af ráðgjöfum SÁÁ munu miðla af reynslu sinni og þekkingu og má nefna Hjalta Börnsson dag- skrárstjóra á Sjúkrahúsinu Vogi og Ólaf Sveinsson staðarhaldara á Staðarfelli. Sumarskóli SÁÁ verður að Hótel Loftleiðum í þingsal nr. 8 frá fimmtudegi til laugardags. Vegna hinna erlendu gesta og fyrirlesara munu fyrirlestrar fara fram á ensku. Skólagjald verður kr. 6. 000 fyrir einn dag, og er innifalið kaffi og léttur hádegisverður. Fyrir alia dagana er verðið 16.500 og er inn- ifalið í því kaffi, hádegisverður og kvöldverður saman á föstudeginum á völdum stað. Sumarskóli SAA er viðurkenndur af samtökum banda- rískra áfengisráðgjafa (NAADAC) og SÁÁ hefur umboð þessara sam- taka til að gefa punkta í endur- menntunarkerfi þeirra, segir í fréttatilkynningunni. Rætt um vetni, umhverfí og líftækni í Reykholti EFNAFRÆÐIFÉLAG íslands heldur ráðstefnu í Reykholti, Borg- arfirði, helgina 23. og 24. sept. Á ráð- stefnunni verða raðir fyrirlestra um þrjú valin j)emu. Bragi Ámason, Porsteinn Hann- esson og Teitur Gunnarsson munu fjalla um framleiðslu og nýtingu vetnis á íslandi. Fyrirlesarar um umhverfismál verða Stefán Einars- son, Kristín Ólafsdóttir og Guðjón Atli Auðunsson. Þá munu Kári Stef- ánsson, Þorlákur Jónsson, Timothy Hemesath, Jón Bragi Bjarnason og Jakob K. Kristjánsson fjalla um ís- .. i lenska erfðagreiningu og líftækni. Enn fremur verða pallborðsumræð- ur um háskólamenntun efnafræð- inga, hlutverk háskóla og þarfir at- vinnulífsins. Frummælendur á palli verða Ágúst Kvaran, Guðjón Jóns- son, Guðmundur G. Haraldsson, Jón Ásgeirsson og Baldur Hjaltason. Fjölmörg rannsóknaverkefni verða að auki kynnt með veggspjöldum, segir í fréttatilkynningu. Ráðstefnan verður sett á laugar- dagsmorgni kl 9.30 af Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á veffangi: www.raunvis,- hi.is/~agust/efnfrradst.htm VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Um Tíbet ÞAÐ er oft búið að segja frá Tíbet og Tíbetbúum í fréttum undanfarinna ára- tuga hér heima og erlendis og því get ég sagt með mjög döprum hug: Hvar endar harðstjórn kínverska al- þýðulýðveldisins? Endar hún þannig að Tíbetbúum verður útrýmt eða þeim fá- mennu hópum sem enn fá að lifa í Tíbet verði svo gjörsamiega tortímt að eft- ir svona hundrað ár verði enginn Tíbetbúi eftir í Tíbet. Þó að undirritaður hafi stofnað Island - Tíbetvina- félagið fyrir réttum 10 ár- um er því ekki þannig farið að hann hafi haft einhveija sérþekkingu á Tíbet eða málefnum Tíbets. Sú undir- skriftaherferð var aðeins að hvetja þá íslendinga sem höfðu áhuga á að skrifa nafn, símanúmer og kenni- tölu á einhverjar 17 A-4 blaðsíður til að mótmæla meðferð Kinverja á hendur saklausum nunnum og munkum. Eitthvað um 500 manns skrifuðu sig á list- ana þar á meðal Ævar heit- inn Kvaran sá mikli mann- vinur. Nú, undirritaður fór með undirskriftalistana í húsa- kynni Amnesty Internat- ional í Hafnarstræti en þar var beiðni um að Samein- uðu þjóðunum væru af- hentir listamir hafnað á þeim forsendum að um ein- staklingsframtak væri að ræða. Þar með lognaðist ís- lands - Tíbetsvinafélagið út af. Kínverjar sýndu með eft- irminnilegum hætti hinn 4. júní 1989 á Torgi hins himneska friðar hve mjög þeim gremst lýðræði og frjáls hugsun. En það er með ólíkindum hve málefni Tíbet á sviði raunverulegra mannrétt- inda era fótum troðin á þeim tímum sem við fáum fréttir næstum því í beinni útsendingtu frá öllum heimshornum. Hróp í eyðimörk, kæft með byssustingjum, morð á morð ofan, þjóðarmorð. Dalai Lama er í útlegð og er honum ekki leyft að tala á þingi Sameinuðu þjóð- anna sökum neitunarvalds Kínverja. Tíbet er átta sinnum stærra heldur en Stóra- Bretland. Við getum öll haft samband við hin frá- bæru SOS barnaþorp á Indlandi en þar dvelst fjöldi tíbeskra barna og fullorðinna í útlegð. Hægt er að hafa samband við skrifstofuna í Hamraborg 1 i Kópavogi og leggja fram stuðning sinn þar í formi mánaðargreiðslna með tíb- esku barni á Indlandi. Undirritaður hefur styrkt einn dreng frá því í mars á þessu ári og renna 1.400 krónur til umönnunar hans. Hér skal ekki felldur neinn stóridómur um Kín- verja, kínverska herinn eða ráðamenn í Peking. Undir- ritaður er kristinn og hefur því ekki leyfi frá sínum drottni til að dæma. Allt ogt sumt sem Island - Tíbets- vinafélagið fer fram á er að Tíbetbúum verði kleift að lifa i samræmi við sína trú og að mannúð og miskunn- semi verði virt. „Faðir fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gera.“ „Sá sem fellir með sverði verður felldur með sverði." Ég bið alla þá sem unna mannréttindum að gera sitt besta til þess að tíbeska þjóðin megi lifa áfram rétt eins og vér Islendingar. Smári Jón Guðlaugsson, Gunnarsholti, Heilu. Elliheimilismál á Akureyri ÞAÐ er alveg undarlegt hvernig staðið er að elli- heimilismálum á Akureyri. Gamalt fólk, sem hefur búið í bænum alla sína tíð og greitt sína skatta og skyld- ur, virðist engan rétt hafa þegar heilsan brestur. Þeg- ar fólk er metið inn á elli- heimili, virðist engu máli skipta hveraig fólk er líkamlega á sig komið, ef þú ert klár í kollinum skaltu búa áfram heima. Það virð- ist heldur engu máli skipta hvernig heimilisaðstæður eru, hvort fólk býr eitt eða ekki. Það eina sem virðist hafa forgang í þessum mál- um er það, að ef þú átt pen- ing þá getur fólk keypt sig inn, annars ekki. Það er skrýtið að þegar þú ert orðinn gamall, þá vill samfélagið ekki bera ábyrgð á þér lengur, burt séð frá þvi hvað þú hefur lagt til samfélagsins. Þegar haft er samband við for- ráðamenn elliheimilinna, vísar hver á annan og eng- inn tekur ábyrgð. Er það þetta sem við viljum fyrir foreldra okkar, ömmur okkar og afa, nú eða okkur sjálf þegar þar að kemur? Áð enginn vilji okkur ieng- ur og við getum bara dáið drottni okkar, ein og hjálp- arlaus. 140158-4109. Nemendur Laugar- vatnsskóla 1945-1947 ÞAÐ er fyrirhuguð hóp- ferð á Njáluslóðir 4. októ- ber nk. ef næg þátttaka fæst. Farið verður með rútu frá Umferðarmiðstöð- inni kl.13. Væntanlegir þátttakendur skrái sig hjá Steingerði í síma 567-3930, hjá Gunnari í síma 553- 3299, hjá Þórólfi í síma 565-2068 eða hjá Ólöfu í síma 553-6173. Tapad/fundid Gullhringur fannst GULLHRINGUR fannst í versluninni Drangey, Laugavegi 58. Upplýsingar ísíma 551-3311. Dýrahald Fallegur kettlingur fæst gefins FALLEGUR tíu vikna bröndóttur kettiingur fæst gefins á gott heimili. Upp- lýsingar í síma 555-3143. SKÁK Umsjón llelgi Áss Grétarsson FIDE, alþjóðasamtök skáksambanda, hélt sitt fyrsta heimsbikarmót sem hald- ið var með útsláttarfyrirkomulagi í Shen- yang í Kína fyrir skömmu. Margir af stigahæstu skákmönnum heims tóku þátt og sigraði Indverjinn Vishy Anand á mótinu. Staðan kom upp í einvígi þeirra Evgeny Bareev (2702), hvítt, og Zurab Azmaiparazhvili (2673) 32...f5! 33.exf5 Fórnar skiptamun en aðrir möguleikar hefðu einnig gefið svörtum betri færi. 33...Rf7 34.Bh5 Rxd8 35.Bg6+ Kh8 36.Hxd8+ Bg8 37.Bh5?! He5 38.Hf8 g6! 39.Bxg6 Kg7 og svörtum tókst að innbyrða vinninginn nokkru síðar. Skákþing Kópavogs hefst í kvöld kl. 19.30 í Félagsheimili T.K. Hamra- borg 5, þriðju hæð. Mótið er liður í bikarkeppninni í skák 2000. Allir vel- komnir. Taflfélagið Hellir - Skákfélag Ak- ureyrar. Nokkinr sprækir Hellisbúar leggja land undir fót og halda í keppn- isferð norður til Akureyrar í dag og tefla kappskákir og atskákir gegn heimamönnum um helgina. jjjj || Ifi ■ ® s i á fl Wrn mm á ÍffK ijfj A A Svartur á leik. Aðstandendur samkyn- hneigðra halda fræðslufund Víkverji skrifar... LAUGARDAGINN 23. september < nk. verður fræðslufundur á vegum * foreldra- og aðstandendahópsins • sem starfar á vettvangi Samtakanna ’78. Fundurinn verður haldinn í f húsnæði félagsins, Laugavegi 3, og hefst kl. 16:00. Þar mun Þóra Björk Smith flytja erindi um Frjálslyndi og fordóma aðstandenda. Erindið er byggt á viðhorfskönnun sem þau -- V Guðni Kristinsson gerðu meðal aðstandenda lesbía og homma sumarið 1999 og var styrkt af ; Réttað við Þórkötlu- staðarétt ' f RÉTTAÐ verður í Þórkötlustaða- rétt í Grindavík laugardaginn 23. september næstkomandi. Gangna- i menn reka um eitt þúsund fjár til I réttar um klukkan 14:30. Harmon- ikkuieikari mun haida mönnum við söng og skemmtan. Undanfarin ár hefur verið mikið fjölmenni og __ stemmning við Þórkötlustaðarétt, jH-segir í fréttatilkynningu. Nýsköpunarsjóði námsmanna. Fundurinn er öllum opinn. Á vettvangi foreldra- og aðstand- endahópsins starfa foreldrar, systk- ini, börn, vinir og frændfólk samkyn- hneigðra. Hópurinn hittist á miðvikudagskvöldum í húsnæði Samtakanna ’78 og fastur fundartími er frá kl. 20:30-21:30, en fulltrúar hans eru á staðnum frá kl. 19:30 ef einhver hefur þörf fyrir spjall og ró- lega stund í næði, segir í fréttatil- kynningu. Húsgagna- sýning í Hafnarfírði -HÚSGAGNASÝNING verður í sýn- ingarsal Galleri Tútú við Lækjar- götu 34b í Hafnarfirði, laugardaginn 23. og sunnudaginn 24. september, kl. 14-18 báða dagana. Til sýnis og sölu eru sérvalin hús- gögn frá Suður-Afríku, sem smíðuð eru úr jarravið. Meðal sýningargripa eru stofuborð í ýmsum stærðum, borðstofu-, eldhús- og fundarborð, stólar, sófar, rammar og margt fleira, segir í fréttatilkynningu. VÍKVERJI dagsins er ánægður með að sjá að vel gengur að reisa hús íyrir þá sem misstu heimili sín í jarðskjálftunum í sumar. Enda væri það furðulegt ef samfélag sem á við stanslaus góðærisvandamál að etja gæti ekki tryggt fólki húsaskjól þegar það hefur íyrir tilviljun orðið fyrir slíkum skakkaföllum. Enginn kallar yfir sig jarðskjálfta með hegð- un sinni, svo mikið getum við fullyrt. Líklega er sama hvað þrefað er um í stjórnmálum, allir eru einhuga um að lágmarks-samhjálp sé sjálfsögð. Við viljum flest lægri skatta en jafn- framt að hlaupið sé undir bagga þeg- ar óvænt áföll og hörmungar ríða yf- ir. Þegar búið að er að sinna nauðþurftum fólks er svo hægt að fara að skeggræða og reyna að leita leiða til að draga úr áhættunni, til dæmis með því að taka tillit til jarð- skjálftahættu, flóðahættu og annarra áhættuþátta þegar gerðar eru byggðaáætlanir og úthlutað lóðum. En afleiðingar jarðskjálfta eru af ýmsum toga. Hverir ýmist deyja eða vakna til lífsins og talið að áhrifin af hræringunum á hitaveitur verði sums staðar til góðs, alltént í bili. Víkverji lítur öðru hverju í Bænda- blaðið og sá að kartöflubændur velta því nú fyrir sér hvort skjálftarnir hafi dregið úr sprettunni! Hún sé minni en hún ætti að vera sé tíðarfarið haft í huga. Einn þeirra telur að rætur plöntunnar hafi ef til vill skemmst við átökin í jarðveginum. XXX VÍKVERJI er einn af mörgum höfuðborgarbúum sem búa í fjölbýlishúsi. Hann veit eins og aðrir að í þenslunni er oft erfitt að ná í iðn- aðarmenn og þá getur verið freist- andi að stytta sé leið. Þrautalending- in er að kaupa svarta vinnu, semja við einhvem um að taka að sér verkið gegn því að það sé ekki gefið upp til skatts. Svarta hagkerfið tekur á sig hinar ótrúlegustu myndir, allir vita um heimaslátrunina og síðustu tíð- indin eru af útflytjendum hrossa, sem hafa margir gleymt skattmanni. Nýlega heyrði Víkverji að bóndi hefði samið við gæsaskyttu í höfuðborginni um eins konar vöruskipti: Skyttan myndi útvega talsvert magn af sáð- korni en í staðinn fá að nota land bónda tii að veiða fiðurfénað sem hann rækist á! En Víkverji veltir því fyrir sér hvort allir íbúðareigendur sem sameinast öðrum í stigahúsi um að kaupa svarta vinnu viti hvað þeir geta þurft að sætta sig við. Hvergi er til reikningur fyrir starfinu, ef eitt- hvað reynist rangt gert eða beinlínis fúsk er erfitt um vik. Sum verk, eins og glugga- og múrviðgerðir, eru þess eðlis að svikin komast ekki upp fyrr en löngu síðar. Þá fara gluggar að leka og steypan að springa. Hvað á þá að gera ef fúskarinn vís- ar öllum kröfum á bug? Fara í mál og viðurkenna um leið að vísvitandi hafi verið farið á svig við skattalög? Fólk gleymir því stundum að það er ekki eingöngu iðnaðarmaðurinn sem hef- ur brotið lög heldur líka viðskiptavin- ir hans. XXX VINKONA Víkverja fór fyrir skömmu á stúfana og ætlaði að kaupa sér vandaða þvottavél og þurrkara. Hún hefur gefist upp í bili vegna dæmalaust lélegrar þjónustu í fjórum fyrirtækjum sem hún heim- sótti. Hún hélt að þegar neytandinn kæmi og ætlaði að kaupa tæki fyrir samanlagt 100 þúsund krónur væri reynt að segja eitthvað frá því sem í boði væri, hvaða eiginleikum þau væru búin og svo framvegis. „Það var nú öðru nær. Mér var sagt að þetta væri þvottavél og þarna væri þurrk- ari. Punktur. Ekld er ég sjálf sér- fræðingur í svona tækjum. Hvers vegna í ósköpunum leggur verslunin sig ekki fram um að veita einhverja þjónustu, aðra en þá að taka við greiðslunni?" sagði vinkonan og er reynslusögunni hér með komið á framfæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.