Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ Trillukarlar ánægðir með veðurvefinn „ÞESSI vefur gagnast okkur trillu- körlunum mjög vel,“ segir Ragnar Gunnarsson á Þingeyri um veðurvef- inn „theyr.is", sem Rannsókna- og hugbúnaðarfyrirtækið Halo ehf. opn- aði síðsumars en vefurinn var hann- aður til að veita upplýsingar um veð- urhorfui' næstu þrjá sólarhringa á Norður-AtlantshaJÍi. A „theyr.is" vefsetrinu fást fram upplýsingar um veðurhorfur í meira en 20 þjóðlöndum með skýringum á 39 tungumálum og að sögn Bjöms Erlingssonar, stjómarformanns Halo, er þetta. í íyrsta sinn sem gefn- ar em út upplýsingar um veðurhorf- ur á svo mörgum tungumálum og þjóðlöndum á einum stað. Spá fyrir miðin „Spáin er glettilega góð,“ segir Ragnar. „Hún er með gömlu vind- stigunum, litaskipt eftir vindstyrk og það sem hún hefiir framyfir aðrar er að hún spáir sérstaklega fyrir miðin. Þetta er mjög skilmerkilegt og þar sem þetta er spá tökum við hliðsjón af henni en förum ekki blint eftir henni. Þetta er það allra skemmtilegasta sem ég hef séð £ þessu.“ Bjöm segir að framtakinu hafi ver- ið mjög vel tekið og ekki síst í Fær- eyjum, en um 20 þúsund síður séu lesnar á dag. „Tölvu- og netþjónustan Snerpa á Isafirði hefur líka gert okk- ur mjög hátt undir höfði og á stóran þátt í útbreiðslunni, til dæmis með því að setja upp smell á okkur.“ Halo hefur um árabil staðið að þró- un sjálfvirks veðurupplýsingakerfis sem saftiar saman nýjustu veðurupp- Veðurvefur Halo, www.theyr.is, með veðurhorfur á 39 tungumálum lýsingum og reiknar endumýjaða veð- urspá jafnóðum og nýjum upplýsing- um hefur verið safnað saman. Jafnhliða því sem veðurspámar em reiknaðar er framleitt myndefni sem notað er fyrir fjölmiðlun á veraldar- vefnum. Vefmiðlunin er markaðsfærð undir vörumerkinu „theyr intemet weather“. Nýnæmi er að veðurspálík- ön séu samhæfð og beintengd við framleiðslu á fjölmiðlunarefni, en Halo hefur í rúmt ár staðið fyrir veð- urapplýsingarás á EuroSeek-leitar- vélinni. Ný leið Við vefmiðlun á „theyr.is“ hefur verið farin ný leið miðað við hefð- bundna framsetningu veðurapplýs- inga. Horfið hefur verið frá notkun sérstakra tákna eða „veður“-merkja sem í mörgum tilfellum takmarka af- lestur veðurapplýsinganna. Hannaðar hafa verið sérstakar myndir þar sem lögð er áhersla á að sýna þróun veðurs yfir sólarhringinn. I fyrstu hefur verið lögð áhersla á hita, vindhraða, úr- komu og skýjafar yfir hvem sólar- hring, klukkustund fyrir klukkustund í þijá daga. Benda má á tiltekinn tíma á mynd- unum sem sýna veðurþróunina og velja gildistíma fyrir veðurkort og hreyfimyndir fyrir mismunandi svæðL Velja má myndir frá allt að 240 stöðum í Evrópu. I 3 til 4 þrepum er notanda fært að finna þær upplýsing- ar um vind, úrkomu, hita eða ský á stund og þeim stað eða veðurspá- svæði sem óskað er eftir. Framsetningin gerir engar kröfur til lesanda um sérþekkingu og miðast fyrst og fremst við að koma til móts við sívaxandi þarfir almennings fyrir hratt og örraggt aðgengi að inni- haldsríkum upplýsingum á mynd- rænu formi. Hönnun kerfisins hefur verið þver- faglegt verkefni og að því hefur staðið hópur jarðeðlis-, reikni- og tölvunar- fræðinga. Notaðar era bestu fáan- legu veðurapplýsingar hveiju sinni og vísindalega viðurkenndum aðferð- um beitt eftir bestu föngum. Rétt tímasetning Gunnar segir að spáin sé gjarnan hengd upp í beitningarskúrum fyr- ir vestan. „Það eru ekki allir með tölvur en með þessu móti geta allir séð hvernig spáin er. Jafnvel gömlu mennirnir, sem hafa róið í áratugi og trúa mest á nefið á sjálf- um sér, eru farnir að taka tillit til þessa. Spyrja mann hvað Halo seg- ir. Hérna á Vestfjörðum hefur mér oft fundist erfitt hjá veðurspá- mönnum að segja til um suðaustan- áttina, sem er þá annaðhvort 12 tímum á undan eða eftir, en strák- arnir á Halo hafa verið sérstaklega duglegir að hitta á þetta, tímasetja það rétt. Við horfum fyrst og fremst á vindstyrkinn en þetta er miklu fjölþættari spá.“ MEÐAL EFIMIS: • Gagnagrunnstækni og rekstrarkerfi: Fjallað um nýjustu strauma í gagnagrunnstækni og rekstrarkerfum fyrirtækja • Netið: Farið í saumana á því hvernig Netið hefur breytt aðstæðum íslenskra fyrirtækja, fjölgað sóknarfærum og dregið úr kostnaði • Farsimatækni: Sagt frá nýjum hugmyndum í farsímatækni, væntanlegum GPRS-kerfum og staðsetningar- möguleikum sem þau gefa • Kerfisueitur • Stórtöhfur: Fjallað um aukna stórtölvuvæðingu • Þróun í örgjörvatækni og skammtatölvur • Linux: Þróun Linux innan fyrirtækja • O.ffl. Pantið fyrir kl. 12 föstudaginn 22. september! Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111. AUGLYSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl#mbl.is BLAÐAUKIIUN TÖLVUR OG TÆKIMI í MORGUNBLAÐIIUU LAUGARDAGINIM 30. SEPTEMBER Morgunblaðið/Hafþór Kalli í Höfða í Húsavíkurhöfn. Nýr bátur til Húsavíkur NÝR bátur bættist í flota Húsvík- inga fyrir skömmu þegar Aðal- steinn P. Karlsson, útgerðarmað- ur og skipstjóri, kom með Kalla f Höfða ÞH 234 til heimahafnar í fyrsta sinn. Báturinn, sem er 6 brúttótonn af gerðinni Cleopatra 28 og smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði, verður gerður út á línu í aflahámarkskerfinu. Skráning hjá Hagstofu fslands Byggjast á upplýsingum rflíistollstjóra EIRÍKUR Hilmarsson, staðgengill Hagstofustjóra, segir ekki alls kost- ar rétt að segja að misfærslur hafi átt sér stað hjá Hagstofunni varð- andi útflutning á óunnum fiski í júlí sl. vegna þess að Hagstofan byggi skráningu á upplýsingum frá ríkis- tollstjóra. Að sögn Eiríks ganga málin þannig fyrir sig að Hagstofan fær upplýsingar um innflutning og út- flutning frá ríkistollstjóra þar sem skráning er tiltekin. I umræddu til- felli hafi verið fluttur út kolmunni til Færeyja og hann hafi verið sett- ur í tollflokk sem nefnist annar ferskur heill fiskur. Allar líkur séu á því að umræddur útflutningur á kolmunna í júlí sé í bræðslu en hann sé ekki þannig skráður hjá tollinum. Tollurinn setur þennan kolmunna í flokk með nýjum, kældum eða ís- vörðum heilum fiski, þó miklar líkur séu á að hann eigi að vera í öðrum flokki. Ef vitað er að fiskurinn á að fara í bræðsiu skal skrá hann í toll- flokkinn fiskur til bræðslu. „Ef ekki er nein vitneskja um það hvernig eigi að ráðstafa fiskinum, hvort sem hann fer í bræðslu eða ekki, er um að ræða ferskfiskútflutning," segir Eiríkur. „Því þarf að vita, áður en fiskurinn er fluttur út, hvað eigi að gera við fiskinn, en ekki er víst að seljandinn spyrji um það. Þetta hef- ur orðið til þess að svona fiskur hef- ur verið skráður í ferskfiskflokkinn. Þegar við höfum haft einhverja vitnesku um að þetta hafi verið ranglega skráð reynum við að leið- rétta það en í þessu tilfelli leiðrétt- um við ekki vegna þess að í raun höfum við enga vitneskju í höndun- um um það að þetta sé ranglega skráð. Ut frá gögnunum getum við eingöngu getið okkur til um það. Því er ekki alls kostar rétt að þetta hafi verið mistök eða misfærsla í gögnum Hagstofunnar. Það eina sem hægt er að segja er að við höf- um ekki aðra vitneskju en að þetta sé allt saman hárrétt eins og það er í gögnunum og því höfum við ekki leiðrétt færsluna.“ Markaðsfundur SH haldinn í dag SOLUMIÐSTOÐ hraðfrystihús- anna heldur árlegan markaðsfund sinn hér á landi í dag. Fundurinn er vettvangur samskipta milli dóttur- fyrirtækja SH og framleiðenda sjáv- arafurða á íslandi. Fundir með svip- uðu sniði hafa verið haldnir í áratugi til að stuðla að góðum samskiptum milli dótturfyrirtækja SH sem starfa á erlendum markaði og framleiðenda íslensks sjávarfangs víðs vegar af landinu. Fundurinn hefst klukkan 9.00 með ávarpi Gunnars Svavars- sonar, forstjóra SH, og Kristjáns Hjaltasonar, framkvæmdastjóra SH þjónustu. Síðan taka við framkvæmdastjór- ar dótturfyrirtækjanna erlendis, Magni Þór Geirsson. Sturlaugur Daðason, Magnús Sch. Thorsteins- son og Hjörleifur Ásgeirsson. Að loknu kaffihléi halda framkvæmda- stjóramir áfram, þeir Jón Garðar Helgason, Jón Magnús Kristjáns- son, Agnar Friðriksson og Magnús Gústafsson. Loks fjallar Mike Sehuster, heildsali í Bandaríkjunum, um viðskiptin, hvernig sölustarfið gangifyrir fyrir sig og samskiptin við dreifendur. Fundinum lýkur svo með ávarpi Róberts Guðfinnssonar, formanns stjórnar SH. Að loknum fundinum verður hádegisverður - hlaðborð af fiskréttum frá dótturfyr- irtækjum SH. Fundurinn er lokaður almenningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.