Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Saga Akureyrar, þriðja bindi komið út Fæðing nú- tímamannsms ÞRIÐJA bindi Sögu Akureyrar er komið út, en í því er fjallað um tíma- bilið frá 1906 til 1918 og ber það heitið Fæðing nútímamannsins. Höfundur bókarinnar er Jón Hjalta- son, en hann skrifaði einnig fyrri bækurnar tvær um Sögu Akureyrar. Fyrsta bókin, í landi Eyrarlands og Nausta, fjallar um tímabilið 809 til 1862 og kom hún út árið 1990, en annað bindið, Kaupstaðurinn við Pollinn, greinir frá atburðum ár- anna 1863 til 1905. Sú bók kom út ár- ið 1994. í ritnefnd þessa þriðja bindis voru þeir Bernharð Haraldsson, formað- ur, Guðmundur Gunnarsson og dr. Kristján Kristjánsson. Saga Akureyrar, þriðja bindi, er mikið verk, um 400 blaðsíður að lengd og prýtt fjölda ljósmjmda, mörgum sem aldrei hafa áður birst á prenti. Til fróðleiks og skemmtunar, ekki af skyldurækni Markmið söguritarans, Jóns Hjaltasonar, er sem fyrr að Sögu Akureyrar eigi menn að lesa sér til skemmtunar og fróðleiks en ekki af skyldurækni. Sá háttur hefur verið hafður á af hans hálfu og Akureyrar- bæjar að semja aðeins um eitt bindi í senn. Samningaviðræður um þriðja bindið drógust og því hófst ritun þess ekki fyrr en í ársbyrjun 1998, en hafði þá legið niðri frá árinu 1994. I þriðja bindi Sögu Akureyrar er dregin upp mynd af þeim miklu breytingum sem urðu á akureyrsku samfélagi í upphafi 20. aldar og ekki síst hvernig hugsunarháttur Akur- eyringa og raunar íslendinga allra varð allur annar en verið hafði frá landnámi. Meðal þess sem um er fjallað í bókinni er konungskoman árið 1907, ýmis mál er varða bæjarstjórn og samfélagið, eins og fátækrahjálp og jafnaðarstefnu, samgöngumál og komu símans norður. Þá er í bókinni fjallað um ásýnd Akureyrar á þess- um tíma og hvernig hún kom útlend- um ferðamönnum fyrir sjónir. Tíð- um stórbrunum í upphafi aldarinnar eru gerð skil sem og tilurð slökkvi- liðs í bænum og lagningu vatnsveitu kjölfar þeirra. Helstu atriðum er Morgunblaðið/Kristján Kristján Þór Júh'usson bæjarstjóri tekur við fyrsta eintaki þriðja bindis af Sögu Akureyrar úr hendi formanns ritnefndar, Bernharðs Haraldssonar, en söguritarinn, Jón Hjaltason, fylgist með á milli þeirra. varða heilsu og samtryggingu þessa tíma eru gerð skil, sem og mennta- málum, verslun og iðnaði, sjávarút- vegsmálum og íþróttum. I síðustu köflum bókarinnar er fjallað um Ak- ureyri stríðsáranna. A kápu bókarinnar er mynd af málverki eftir Kristínu Jónsdóttur sem fæddist í Arnarnesi í Arnarnes- hreppi við Eyjafjörð árið 1888, en hún lést árið 1959. Talið er að mynd- in sé máluð sumarið 1914 eða 1916. Jón Hjaltason, höfundur bókar- innar, er Akureyringur, hann er með cand.mag. próf í sagnfræði frá Háskóla Islands og hefur skrifað all- nokkur rit, flest tengd Akureyri með einum eða öðrum hætti. Þar má nefna Sögu Knattspyrnufélags Ak- ureyrar, Hernámsárin á Akureyri og Eyjafirði, Nonni og Nonnahús, Sögu Útgerðarfélags Akureyringa og Sögu Skautafélags Akureyrar svo nokkur þeirra séu nefnd. y Morgunblaðið/fgígja A röltinu Helgi Jakobsson á rölti í veðurblíðunni á Dalvík sem hefur einkennt nágrenni Veðurklúbbsins á Dalvík. Neytendasamtökin gera verðkönnun á grænmeti Ríflega 50% munur reyndist á verði hvítkáls VERÐMUNUR á hvítkáli er 54,7%, frá lægsta verði í Hagkaup og hæsta verði í Strax og 10-11 í Kaupangi að því er fram kemur í verðkönnun á grænmeti sem skrifstofa Neytenda- samtakanna á Akureyri gekkst fyrir nú í vikunni, eða á miðvikudag. Kannað var kílóverð á tíu algengum grænmetistegundum í nokkrum verslunum, Nettó, Hagkaup, 10-11 Kaupangi, Úrval, Hrísalundi og Strax-verslunum við Eyjafjörð. Fram kom í könnuninni að græn- metiskarfan (10 kíló af grænmeti) var ódýrust í Nettó, kostaði þar 3.326 krónur, þá í Hagkaup þar sem hún kostaði 3.346 krónur, sama verð reyndist í öllum Strax-verslunum við fjörðinni, 3.513 krónur. í Úrval var verðið 3.561 króna og í 10-11 Kaup- angi kostaði grænmetiskarfan 3.616 krónur. Munurinn á hæsta og lægsta verði körfunnar var því 8,79%. Mesti verðmunurinn á einstökum tegundum var á hvítkáli, 54,7%. Hag- kaup bauð lægsta verðið, 128 krónur kflóið, en hæsta verðið var í Strax og 10-11 Kaupangi, 198 krónur kflóið. Þá var 50,5% verðmunur á hæsta og lægsta verði á kínakáli, en 10-11 bauð lægsta verðið, 198 krónur kflóið en hæsta verðið var í Úrval, 298 krónur. Minnsti verðmunur milli verslana var á sveppum, 8,5%, lægsta kfló- verðið var í Nettó en hæst var það í Úrval. Þá reyndist 9,9% verðmunur vera á hæsta og lægsta verði á tóm- ötum og agúrkum, lægst var verðið í Nettó og hæst í Úrval. Ekki var í könnuninni lagt mat á ferskleika og gæði grænmetisins, en það getur verið mismunandi og einn- ig er þess getið í frétt frá Neytenda- samtökunum að verslanimar bjóða mismunandi mikið úrval af græn- meti. Stóð til sðlu Verður til sýnis í Stóradal frá 23. september, (síðdegis) til 23. október. Nánari upplýsingar í síma 463 1297. Akurey rarkirkj a Fyrsta æðruleys- ismessa haustsins FYRSTA æðruleysismessa haustsins verður í Akureyrarkirkju næstkom- andi sunnudagskvöld, 24. september kl. 20.30. Æðruleysismessumar hafa skipað fastan sess í helgihaldi Akur- eyrarkirkju og í vetur verða þær einu sinni í mánuði, síðasta sunnudag hvers mánaðar kl. 20.30. Krossbandið, sem skipað er Ingu Eydal, Snorra Guðvarðssyni og Við- ari Garðarssyni sér um tónlistina og boðið er upp á kaffi í Safnaðarheimil- inu eftir messuna. Þá verður einnig kynnt námskeiðið Tólf sporin og trúin sem haldið verður í kirkjunni 4. október næstkomandi og sagt frá 12- spora hópavinnunni sem hefst brátt aftur eftir sumarhlé. Prestur er séra Jóna Lísa Þor- steinsdóttir og henni til aðstoðar eru félagar sem kynnst hafa og tileinkað sér bataleið 12 sporanna, en sjónum er beint að þeim í æðruleysismessun- um og það er gert með predikun, reynslusögum, fyrirbæn og smurn- ingu en ekki síst í almennum söng. Morgunblaðið/Kristj án Björgunarsveitin Súlur Kynning' fyrir nýliða KYNNING verður fyrir nýliða á starfi björgunarsveitarinnar Súlna næstkomandi mánudags- kvöld, 25. september kl. 20. Kynningin fer fram í Lundi við Viðjulund, húsakynnum Súlna. Súlur er ein öflugasta björg- unarsveit landsins með mikinn mannskap og góðan tækjakost. Þeir sem eru orðnir 17 ára gamlir og hafa áhuga á útivist og starfi björgunarsveita eru hvattir til að mæta og kynna sér starfsemina. Tregtá línuna hjátrillu- körlum „ÞAÐ er frekar tregt á línuna núna,“ sagði Kristján Sigurðsson trillukarl á Akureyri aðspurður, er hann kom úr rúðri á trillu sinni í gær. Hann tók jafnframt sérstak- lega fram að lítið sæist af ýsu. Kristján lagði lfnuna út undir Dagverðareyri en hann sagði að trúlega þyrfti að fara út fyrir Hjalteyri en það væri orðið ansi langt. Veðrið lék við trillukarla á Akureyri sem og aðra bæjarbúa í gær, sól og spegilsléttur fjörður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.