Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 45 MINNINGAR SIGRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR + Sigríður Ágústs- dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 13. október 1910. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 17. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Ólöf Ólafs- dóttir, f. 28.11.1884, d. 21.7. 1963, og Agúst Arnason, f. 18.8. 1871, d. 2.4. 1957. Sigríður átti þrjár systur, Guð- rúnu, f. 21.7. 1907, Margréti, f. 1.6. 1914, d. 20.5. 1998, og Lóu, f. 13.10. 1920. Uppeldissystkinin voru tvö, en foreldrar Sigríðar ólu upp Þuríði Vigfúsdóttur frá átta ára aldri og einnig Óskar, f. 13. febrúar 1926, son hennar og Guðjóns Ulfarssonar. Eiginmaður Sigríðar var Óli V. Metúsalemsson, f. 23. ágúst 1901, d. 25. október 1977. Sigríður og Óli hófu búskap í Reykjavík 1941. Þau áttu tvær dæt- ur, tvíbura. Barna- börnin eru fjögur. 1) Sigrún Fríða, verslunarmaður, Reykjavík, f. 22.2. 1950, gift Ævari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra, og eiga þau tvö börn, Þórunni, f. 22.6. 1982, og Óla Vernharð, f. 2.6. 1987. 2) Ólöf Erla, verslunar- maður, Reykjavík, f. 22.2. 1950, gift Ara Bergmanni Einarssyni, útibússtjóra, og eiga þau tvö börn, Sigríði Sunnu, f. 4.2. 1978, og Einar Baldvin, f. 24.3. 1980. Útför Sigríðar Ágústsdóttur fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú þegar sumarið er að kveðja og náttúran hefur skartað sínu fegursta andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði tengdamóðir mín, Sigríður Agústs- dóttir frá Baldurshaga í Vestmanna- eyjum eins og hún vildi sagt hafa þrátt fyrir að hafa verið búsett í Reykjavík um sextíu og fimm ára skeið. Sigríður, eða Sigga eins og við kölluðum hana, var borin og barn- fædd í Vestmannaeyjum. Hún bar mjög hlýjan hug til Vestmannaey- inga og eyjanna alla tíð og hafði á orði þegar fréttir bárust þaðan af óspektum eða öðru misjöfnu, að þar hlytu að vera aðkomumenn á ferð. Foreldrar hennar voru Ólöf Ólafs- dóttir frá Hlíðarendakoti í Fljótshlíð og Ágúst Ámason frá Miðmörk und- ir Eyjafjöllum sem var fjölhæfur smiður og síðar kennari við barna- skólann í Vestmannaeyjum um þrjá- tíu ára skeið. Ágúst gegndi fjölda trúnaðarstarfa í Vestmannaeyjum auk þess sem aðaláhugamál hans voru bókmenntir. Við þessai- aðstæð- ur ólst hún upp með systrunum þrem og tveimur uppeldissystkinum. Sigga stundaði hefðbundna skóla- göngu en fór síðan til náms í Aber- deen í Skotlandi. Varla hefur slíkt verið algengt árið 1935 en hún minntist þessa tíma ávallt með mikl- um hlýhug. Ekki leikur nokkur vafi á því að Skotlandsdvölin mótaði hana mjög og kom góð enskukunnátta hennar sér vel alla tíð. Sigga giftist Óla V. Metúsalems- syni' stórkaupmanni, ættuðum frá Ákureyri, 23. ágúst 1941 og eignaðist með honum tvíburadæturnar Sig- rúnu Fríðu og Ólöfu Erlu. Óli rak lengst af Heildverslunina Ó.V. Jó- hannsson og Co. í Reykjavík en árið 1967 lauk hann við byggingu versl- unarhúss að Skipholti 17a og hóf þá einnig ásamt Siggu og dætrunum rekstur verslunarinnar Áklæði og gluggatjöld. Sigga tók þátt í áhuga- málum og starfi manns síns af lífi og sál og við verslunarreksturinn hafði hún gott auga fyrir vefnaðarvörunni og hvers konar hannyrðum. Þá var til þess tekið hve hún var glögg í reikningi allt til þess dags að hún hætti störfum hátt á áttræðisaldri en dæturnar héldu rekstri verslunar- innar áfram til ársins 1997. Óla mann sinn missti Sigga árið 1977. Þótt missirinn væri mikill lét hún ekki deigan síga. Sigga bjó fjöl- skyldu sinni fallegt heimili og taldi ekkert eftir sér sem gat stuðlað að velh'ðan hennar. Hún var snillingur í matargerð og allri handavinnu og sérlega skipulögð. Þá hafði hún ánægju af því að safna að sér falleg- ummunum. Ég kom fyrst á heimili tengdafor- eldra minna, Siggu og Óla; að Há- teigsvegi 12 í febrúar 1969. Ég var þá í fylgd með Ólöfu dóttur þeirra sem ég giftist síðar. Mér er það enn í fersku minni hvað mér var tekið af mikilli ljúfmennsku en ég kynntist þeim hjónum betur síðar enda var samgangur mikill og ótaldar eru ferðimar sem við fórum saman í sumarbústaðinn við Þingvallavatn. í hugann koma einnig ferðir erlendis, sem aðallega voru verslunarferðir, en minnisstæðust er mér ferð sem við fórum á skútu um Eyjahafið við Tyrklandsstrendur. Það lýsir vel líkamlegu atgervi og hugrekki tengdamóður minnar að leggja með okkur og börnunum í slíka ferð, sjö- tíu og sex ára gömul, þar sem klöngr- ast þurfti um bátana og siglt var milli skips og lands í léttabáti þegar legið var við akkeri. Ákvörðun hennar um að koma með var enn athyglisverðari fyrir það, að hún vildi heimsækja það land sem alið hafði þá menn sem frömdu Tyrkjaránið forðum. Ekki þarf að taka fram að ferðin var hin ánægjulegast fyrir okkur öll og fór Sigga að hallast að því að illvirkjam- ir hafi komið frá Alsír en ekki Tyrk- landi sem saurguðu eyjarnar hennar. Sigga var meðalkona á hæð, bar sig vel og var frá á fæti lengst af. Hárið gránaði með aldrinum og síð- ustu árin hafði hún einstaklega fal- legt hvítt hár. Hjartagæska hennar og tryggð við ættingja og vini var óþrjótandi. Ávallt var hún sú sem leitað var til í gleði og sorg. Innrætti hún okkur skilvísi og aðhald í fjár- málum en sjálf vildi hún ekki eiga óuppgerða skuld við nokkurn mann. Þá var hún vel gefin og jafnlynd og ekki minnist ég þess að okkur hafi orðið sundurorða þau liðlega þrjátíu ár sem við áttum samleið. Stóru sól- argeislamir í lífi hennar síðustu árin voru án efa barnabörnin fjögur. Hún var alltaf til taks hvort sem var fyrir alla fjölskylduna eða við umönnun barnanna. Sigga hefði orðið níutíu ára gömul í næsta mánuði. Hún var einstaklega heilsuhraust lengst af þai- til hin síð- ustu ár að líkamleg heilsa brast en andlegum kröftum hélt hún uns yfir lauk. I fyrravor flutti hún á Hrafn- istu í Hafnarfirði þar sem hún naut aðhlynningar hjúkrunarfólks enda aldurinn orðinn hár. En alltaf var hún jafnljúf og tókst á undraverðan hátt að halda reisn sinni til hins síð- asta. Ég þakka tengdamóður minni allt sem hún var fjölskyldu sinni, dætr- unum barnabörnunum og systmnum frá Baldurshaga. Við kveðjum hana hinsta sinni með þessum ljóðlínum: Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (V. Briem.) Ari Bergmann Einarsson. Heiðarleiki, hjálpsemi og fómfysi em orð sem koma upp í hugann þeg- ar ég hugsa til tengdamóður minnar Sigríðar Ágústsdóttur sem lést 17. september sl. Á þeim rúmlega 25 ámm sem kynni okkar stóðu man ég ekki til þess að hún hafi neitað nokkurri bón. Kona sem komin var á fullorðinsár og tók þátt í rekstri fyrirtækis síns af fullum krafti hafði alltaf nægan tíma til að sinna fjölskyldu sinni. Sérstak- lega nutu bamabörnin hennar góðs af góðmennsku hennar og vom það ófáir dagar og nætur þar sem hún sinnti þeim af ást og umhyggju. Hún var húsmóðir af gamla skólanum, þar sem matarvenjur vom í heiðri hafðar, skjólgóður matur í hádeginu og á kvöldin, og ófáar vom ferðimar upp á efri hæðina þar sem beið upp- dekkað borð með kræsingum. Eftirminnilegar em máltíðirnar þar sem öll fjölskyldan kom saman um helgar og sárt þótti henni þegar hún vegna heilsubrests gat ekki haldið þeirri iðju áfram. Við Þingvallavatn átti hún sér sinn unaðsreit. Þar höfðu hún og maður hennar Óli V. Metúsalemsson, átt sumarhús í fjölda ára. Þar var þeirra griðastaður og þar nutu þau þess að taka á móti fjölskyldu sinni og öðrum gestum. Yndislegt var að heimsækja þau þangað en því miður urðu kynni okkar Óla alltof stutt, en hann lést eftir erfið veikindi árið 1977. Hafði hann siglt og veitt á vatninu til fjölda ára og vom hann og Sigga óþreyt- andi í því að vara mig við hættum vatnsins. Þótti mér sem fyrrverandi sjómanni of mikið að gert, en komst fljótt að því að þar talaði fólk sem gjörþekkti vatnið og talaði af reynslu. Eins hló Sigga oft að tengdasyninum sem sat úti í bíl á föstudagskvöldum með allan farang- urinn tilbúinn þegar hún og Sigrún dóttir hennar og eiginkona mín komu heim úr vinnunni. Sagði hún að þetta minnti hana á eiginmann sinn í gamla daga og endurtók það sem hún hafði oft sagt við hann. „Þú ert nú ekki að missa af neinni járnbraut- arlest." Fengu mæðgurnar síðan góðfúslega leyfi til að fara í ferðaföt- in og síðan var bmnað af stað í bú- staðinn. Að leiðarlokum vil ég þakka Siggu gott sambýli til fjölda ára og fyrir hinn mikla hlýhug sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni. Blessuð sé minning tengdamóður minnar. Ævar Guðmundsson. Amma bjó á efri hæðinni í sama húsi og við frá því að við munum eftir okkur og var það ósjaldan sem við komum upp til hennar þegar við vor- um læst úti eða þegar okkur langaði í eitthvað gott með kaffinu. Alltaf var eitthvað gott til og í þau fáu skipti sem við vildum ekkert varð amma hálfsár. Þegar við voum veik og kom- umst ekki í skólann fórum við upp til ömmu og fengum að sofa í rúminu hennar sem alltaf var búið hvítum sængurfötum með hekluðu blúndu- verki. Þá stjanaði amma við okkur eins og henni einni var lagið. Amma var alltaf svo ánægð með allt sem við gáfum henni. Hún átti fulla skúffu af myndum, sem við höfðum teiknað handa henni og aldrei henti hún neinni, sama hversu ljótar þær voru. Óli átti það til að hverfa frá matar- borðinu þegar honum líkaði ekki maturinn. Að sjálfsögðu var hann þá uppi hjá ömmu nartandi í kex. Rök- ræddu þau þá yfirleitt um fótbolta og veltu fyrir sér hvort liðið væri betra Valur eða ÍBV. Komust þau oftast að þeirri niðurstöðu að bæði liðin væru jafngóð. Síðan var meira kex borðað og maturinn á neðri hæðinni löngu gleymdur. Við þökkum elsku ömmu okkar fyrir allar góðu stundirnar. Megi hún hvíla í friði. Þórunn og Óli. Þrátt fyrir mikil veikindi Sigríðar ömmu voru fréttimar um lát hennar þungbærai- en minningarnar um yndislega ömmu munu lifa í huga okkar. Þegar við hugsum til baka getum við ekki annað en trúað því að hún sé sú amma sem allir vildu að þeir ættu, svo góðhjörtuð og indæl sem hún var. Reyndar mætti halda að hún væri klippt út úr sögubókun- um sem hún las fyrir okkur krakk- ana Sigríður amma var ekta gamal- dags amma. Hún heklaði, las með okkur bænirnar, bjó til lifrarkæfu og flatkökur auk þess sem hún lagaði besta mat í heimi. í minningunni finnst okkur við alltaf hafa verið að borða þegar við vorum hjá henni, en þannig var amma, alltaf gefandi. Þá gætti hún þess vel að allir fengju jafnt. Ánægjulegast var að sitja með henni yfir fjölskyldusúkkulaðikök- unni og mjólkurglasi þar sem hún sagði okkur sögur frá Vestmanna- eyjum og þá sérstaklega gamla tím- anum þegar snúður kostaði hálfan aur. Hún kenndi okkur mikilvægi hógværðar, gjafmildi og góð- mennsku. Hún hlýjaði á okkur hend- urnar með því að stinga þeim í hand- arkrika sína. Hún þerraði tár okkar með bróderuðu vasaklútunum sín- um. Hún gaf okkur alltaf bók á jólun- um. Þá hafði hún lag á að segja réttu hlutina við mann og fékk okkur til að líða eins og við værum ofurmenni. Hlýtt heimili hennar var ávallt opið fyrir okkur og alltaf gladdi það hana jafnmikið þegar við litum við. Amma var róleg kona sem tók hlutunum með jafnaðargeði en þegar hún var ósátt leyndi það sér ekki og af skörungsskap var tekist á við hlut- ina. í okkar tilfelli þá vakti háralitun og afslappaður klæðaburður litla hrifningu hjá henni og lét hún ófeim- in skoðun sína á því í ljós, allt fram undir það síðasta. Við kveðjum ömmu okkar með hlýhug og söknuði í þeirri einlægu von að okkur auðnist að varðveita all- ar fallegu minningarnar um hana. Erum annars viss um að hún fer ekki langt, hún hefur unnið fyrir vængj- unum sínum og mun sveima með okkur áfram okkar lífsgöngu. Sigríður Sunna og Einar Baldvin. Ég geng í ríkulegan sjóð minn- inga, þegar ég hugsa til bamæsku minnar. Þegar allt lék í lyndi, sólin skein alla daga og heimurinn sam- anstóð að miklu leyti af litlu móður- fjölskyldunni minni sem stóð þétt saman. Mikill samgangur var milli heimila systranna fjögurra, svo og foreldra þeirra meðan þau lifðu. Systurnar héldu svo nánu sambandi alla tíð að einstakt held ég megi telj- ast. Stundirnar sem við vorum svo lán- söm að eiga í sumarbústað þeirra hjónanna Siggu og Óla við Þingvalla- vatn voru dásamlegir dagar. Þar fannst manni paradís á jörðu. Óli Metúsalemsson var einn af þessum vönduðu heiðursmönnum af gamla skólanum sem manni finnst fara v fækkandi í dag. Var mikið jafnræði með þeim hjónum. Sigríður stjórnaði heimili sínu með miklum höfðings- og myndar- brag. Hún var öllum góð, gestrisin með afbrigðum eins og allir af þess- ari ætt. Hún hugsaði fyrst og fremst um að gleðja aðra, ekki einungis sína nánustu. Hún ræktaði sinn garð, ef svo má að orði komast og komst yfir að gera svo ótrúlega margt. Hún var vel skipulögð, ósérhlífin, gestrisin, samviskusöm, heiðarleg, gleymdi aldrei neinum, sérstaklega ef eit^. hver átti bágt. Slíkum dyggðum var hún gædd. Hún elskaði landið sitt og bar hag þess fyrir brjósti. Ef maður átti til að kvarta yfir veðrum, ísköld- um vindum, hríð og sköflum, minnti hún á að við værum íslendingar og ættum að þakka fyrir það. Hún fylgdist með öllu til síðasta dags sem var að gerast í þjóðlífinu, hér á íslandi sem og heiminum öll- um. Hún las mikið, fylgdist alltaf með öllum þeim litsviðburðum sem höfuðborgin bauð upp á, þú komst aldrei að tómum kofunum hjá henni. Ósérhlifni hennar og umhyggja fyrir öðrum varð til þess að eftir að hún veiktist átti maður til að gleyma hennar eigin veikindum. Hún eyddi öllu tali um eigið heilsufar, það var'' ekki til umræðu. Hún var hetja. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka henni allan þann kærleika, tryggð og umhyggju sem hún alla tíð sýndi mér, fjölskyldu minni, systkin- um mínum og þeirra fjölskyldum og síðast en ekki síst þakkar móðir mín fyrir allt og allt. Þei, þeiogró. Þögn breiðist yfir alIL Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Viðhöfumvakaðnóg. Værðar þú njóta skalt. Þei.þeiogró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Ólöf Ágústa Karlsdóttir. ÓLAFUR ÞÓRMUNDSSON + Ólafur Þór- mundsson fædd- ist í Langholti í Bæj- arsveit 20. ágúst 1917. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akra- nesi 10. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bæjarkirkju 16. september. Það er með söknuði, en jafnframt djúpri virðingu fyrir látnum vini, sem ég rita þessi orð. Þá tilfinningu sem bærist í brjósti mér er ekki hægt að færa í orð, það er tóm, einkennilegt tóm. Ótal hugsanir og minningar þjóta um hugann þegar litið er til baka. Mér finnst nánast sem það hafi ver- ið í gær sem ég renndi mér á snjó- þotu niður af hólnum við Gamla-Bæ eins og við krakkarnir kölluðum hann, en reyndar var þetta víst kartöflukofinn ykkar. Það var því ekki nein sérstök gleði í krakka- hópnum í sveitinni þegar hólnum var rutt burt og hús byggt á staðn- um. Þá var enginn staður lengur fannst okkur til að renna sér. Húsið sem byggt var í stað hóls- ins hefur síðan veitt mér og fjöl- skyldu minni marga ánægjustund- ina. Oft höfum við setið saman við eldhúsborðið, skipst á skoðunum, drukkið kaffi og þú sagt mér sögur, ýmist sannar eða hálfsannar. Það eru reyndar ekki sjálfar sög- urnar sem ég man best eftir heldur gleði þín og ánægja við að segja þær. Mér finnst hálfpartinn að það hafi verið forréttindi að fá að upp- lifa liðna tíma með þessum hætti, þó að flestir sem ykkur sóttu heim hafi fengið að njóta álíka stunda. Þá er mér það mjög minnisstætt þegar við r hjónin vorum nýflutt í Laugarteig hve ánægður þú varst að fá okkur sem nágranna, og ekki síður hve leitt þér þótti þegar við fluttum aftur burt. Eins og þér var tamt sagðir þú hug þinn um þetta og var ánægju- legt að vita af hlýjum hugsunum ykkar. Heimili þitt í gömlu góðu Bæjar- sveitinni hefur verið okkur íjöl- skyldunni mikilvægt skjól í umróti undanfarinna ára, þar höfum við alltaf mætt hlýju og kærleik. Ekki átti ég von á því síðast þegar viðf vorum á ferðinni að það yi-ði síðasta stund okkar saman. Ég var nýlega búinn að heilsa upp á þig á sjúkra- húsinu, hressan að mér fannst, og þú sagðist þar ætla að fara að koma þér heim, satt að segja værirðu orð- inn hálfleiður á sjúkrahúsvistinni. Því reiknaði ég með að þú myndir fljótt jafna þig heima eftir ferðalag- ið uppeftir, enda stutt í réttir. En þannig fór það ekki, þú varst kall- aður til þjónustu annarstaðar en fylgist þó væntanlega með okkur úr fjarlægð og bíður eftir að fá að veiL>_ okkur þar af visku þinni og reynslu. Þær stundir verða þó að bíða um sinn. Blessuð sé minning þín. Elsku Auður, Þórir, Gunna, Jói og ijölskyldur. Megi samheldni og góðar minningar hjálpa ykkur við að takast á við sorgina því mikill er ykkar missir. Aðalsteinn Simonarson og f - fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.