Morgunblaðið - 08.10.2000, Qupperneq 20
20 B SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Blaðamannaför
til Bretlands
Á miðju árí 1941
buðu bresk stjórn-
völd íslenskum
blaðamönnum til
Bretlands. Pétur
Fangarnir í Bretlandi, f.v.: Sigurður Guðmundsson, Sigfiís Sigurhjart- Hilmar Foss, dómtúlkur og aðstoðarmaður Péturs Benediktssonar.
arson og Einar Olgeirsson. Pétur var fulltrúi íslensku viðskiptanefndarinnar í Lundúnum.
" ' ' ' Mx, Cjril JxcVxoo
Slx John Daahwood Mx. Williara Rtdsdak
Q Mr. A. Lcigh Ashtoo Sir Stephcn Gasclee
Sir Ormc Sargem Mr. Ivar Gudmunduon
Captain Ouurks Watcrhoutc GcnctaJ Sir Jnhn Dill
Mr. Johannc* * Hclgason Thc lcclandic Chargc d’AfTairca
Thc Rt. Hon. Sir Malcolm Robcrwon Thc Rt. Ilon. R. A. Butler
Mr. OUÍur Fridrtksson Mr. Ami Jonsson
Group Captain the Lord Willoughby dc Brokc Vicc-Admiral T. S. V. Philtips
Mr. Thoradf Smith Mr. Dinglc Foot
Mr. Chmtopher Wamcr Mr. A. J. S. Whitc
Mr. E. D. O'Brien Mr. Rowland Kcnncy
Mr. K. T. Gurncy Coltmc) Sir Eric Crankshaw
1 ENTRANCB |
Sstaskipan í veislu.sem haldin var til heiðurs íslensku blaðamönnunum.
Sætaskipan í veislu sem haldin var blaðamönnunum.
Pétursson fjallar
um kynnisförina
og fangavist rit-
stjóra Þjóðviljans
í Bretlandi.
IÁRSBYRJUN 1941 boðaði
Verkamannafélagið Dags-
brún verkfall í Reykjavík,
auglýsti nýjan kauptaxta
sem Bretar vildu ekki sætta
sig við. Ut af því spunnust langvar-
andi deilur og réttarhöld. Urðu þau
eftirmál að nokkrir Dagsbrúnar-
menn voru dæmdir til fangelsisvist-
ar vegna dreifibréfs þar sem skorað
var á breska hermenn að ganga ekki
í störf Dagsbrúnarmanna. Þrír rit-
stjórar Þjóðviljans voru fluttir til
Bretlands og hafðir þar í fangelsi
um margra mánaða skeið.
A miðju þessu ári var íslenskum
blaðamönnum boðið til Bretlands í
' kynnisför. Það voru bresk stjóm-
völd, British Council, sem gengust
fyrir boðinu. Hér verður fjallað um
heimsókn blaðamannanna til Bret-
lands en síðar sagt frá dreifibréfs-
máli og fangavist ritstjóra Þjóðvilj-
ans í Bretlandi.
Jóhannes G. Helgason rekstrar-
hagfræðingur var fulltrúi Tímans.
Hann var tekinn tali:
Jóhannes: Það er nú ýmislegt sem
kemur upp í hugann. Fyrst gætu
menn brotið heilann um það hvers
vegna þetta boð barst og til hverra í
rauninni. Það voru náttúrlega stofn-
anirnar sem fengu þetta boð en þeir
réðu hverjir yrðu þeirra fulltrúar.
Það fór ekki á milli mála og maður
r heyrði um það talað að Bretar væru
viðkvæmir yfir þeirri staðreynd að
þeir hefðu komið og hernumið landið
óbeðnir og óboðnir og lögðu mikið af
mörkum til þess að halda sem bestu
sambandi við íslendinga. Ég hygg
að það hafi átt þátt í þessu.
Þeir sem tóku þátt í þessu voru
Árni írá Múla, sem er þjóðkunnur
sæmdarmaður, fyrir Vísi, Ólafur
Friðriksson, verkalýðsleiðtoginn
kunni, fyrir Alþýðublaðið, ívar Guð-
mundsson fyrir Morgunblaðið og
Thorolf Smith fyrir útvarpið á þeim
tíma.
British Council, sem hafði fulltrúa
hér á íslandi, átti að sjá um fram-
kvæmdina á boðinu og þeirra fúll-
* trúi var Cyril Jackson.
Við lögðum af stað frá Reykjavík
júníkvöld með herflutningaskipi sem
flutti herlið Breta frá Islandi. Ég
minnist þess að kvittur kom upp um
að kafbáta hefði orðið vart og mikil
spenna myndaðist um borð. Og
herskipin sem fylgdu skipinu eftir
sveimuðu umhverfis skipin. En að
nokkrum tíma liðnum var talið að
hættan væri liðin hjá.
Ólafur bað um hafragraut -
Porridge or nothing
Okkur bar að landi á Bretlands-
“ eyjura í Glasgow nokkrum dögum
seinna síðla dags og þar voru þá
staddir fulltrúar frá London til að
taka á móti íslensku gestunum. Okk-
ur var boðið á fínt hótel til kvöld-
verðar. Þar kom fyrir lítið atvik sem
hafði talsverð áhrif. Stór matseðill
var til staðar með kræsingum að
velja úr. Ólafur Friðriksson, félagi
■ minn sem sat við hlið mér, fann ekki
það sem hann leitaði að.
Pétur. Að hverju leitaði hann nú
blessaður?
Jóhannes: Hann leitaði að „porr-
idge“ sem á íslensku er hafragraut-
ur, sem hann vildi fá. Þjónn var kall-
aður til, þar næst yfirþjónn, síðan
komu fulltrúar og farið var að leita á
hótelinu og það fyrirfannst hvergi
hafragrautur á hótelinu. Ólafur seg-
ir þá: Porridge or nothing - hafra-
graut eða ekkert.
Pétur. Setti þeim bara úrslita-
kosti?
Jóhannes: Einmitt. Hér var
alvörumál á ferðinni að ekki væri
hægt að verða við óskum gesta ríkis-
stjómar hennar hátignar. Það var
alvarlegt í Bretlandi.
En hópur blaðamanna var við-
staddur þetta atvik, breskra blaða-
manna. Næstu daga mátti lesa í
blöðum landsins um hina góðu gesti
frá íslandi sem sýndu svo mikinn
skilning á þrengingum Breta vegna
hins nauma matarskammts sem þar
í landi var, vegna þess að kafbáta-
floti Þjóðverja var á góðri leið með
að svelta þá Breta í hel.
Pétur. Þeir voru mjög aðþrengdir.
Jóhannes: Aðþrengdir m.a. með
matföng.
íslensku gestimir biðja bara um
porridge, sögðu blaðamennimir og
dáðust að þessum skilningi í garð
Breta og mátti búast við að lengi
væri til hafragrautur án þess að
gengi á aðrir birgðir. Síðar kom það
þó nokkrum sinnum fyrir þegar
maður hitti menn í veislum eða á
mannamótum að spurt var: Are you
the „Porridge-man“? Ert þú hafra-
grautsmaðurinn?
Pétur. Ólafur hefur verið vanur
hafragrautnum frá Hressingarskál-
anum hérna heima líklega.
Jóhannes: Vafalítið. Þannig að
þetta snerist til góðs, þetta litla at-
vik, og hafði veruleg áhrif. Viðhorfin
- þó í gamansömum tón eins og þú
þekkir, Pétur - breski húmorinn er
þekktur.
Fylgst með heræfingum
Þegar til London kom var okkur
vísað á Hyde Park Hotel og úthlutað
nokkrnm fóstum fylgdarmönnum.
Fyrsta sem maður vatt sér að var að
skoða miðsvæði Lundúnaborgar og
sjá hinar geysilegu rústir Blitzkrieg
sem geisaði þar veturinn ’40-’41 og
er erfitt með orðum að lýsa þeim
áhrifum. Og persónulega sá ég
mikla breytingu frá því ég dvaldi
þarna til náms ’37-’38. En maður
dáðist þó að því að nokkrar merkar
byggingar sem manni þóttu fagrar
urðu lítið sem ekkert skemmdar,
eins og t.d. Parliamentið og St.
Paul...
Pétur. En var ykkur boðið að sjá
eitthvað - kynntust þið hemaðar-
framkvæmdum eða mannvirkjum,
var ekki mikil leynd yfir þeim hlið-
um mála, eða hvemig var það?
Jóhannes: Jú, ég get sagt þér
héma reynslu af því. A. Suður-Eng-
landi á þessum tíma áttu sér stað
miklar heræfingar bryndrekasveita.
Okkur var boðið þangað og okkur
var boðið upp í bryndrekana að taka
raunveralegan þátt í undirbúningi
þar. Ég minnist þess þegar þeir fóra
yfir ójöfnur, holt og hæðir og skurði
o.s.frv. að mér þóttu þetta einhver
óþægilegustu farartæki sem ég
hafði nokkurn tíma stigið upp í.
Annað sem ég minnist frá þessari
ferð var hin mikla bjartsýni þessara
ungu manna. Þeir vora svo öraggir
um það að þeir gætu farið yfir sund-
ið og ráðist inn á meginlandið þegar
þar að kæmi og mundu sigra.
Pétur. Vora þessar æfingar þá í
sambandi við væntanlega innrás?
Jóhannes: Já, sem átti sér stað
þremur áram síðar eingöngu.
Öðru tilviki get ég sagt þér frá
líka, að við voram í eitt skipti nætur-
gestir á flugstöð við flugvöll
sprengjuflugvéla. Þennan dag var
undirbúið að um 100 Lancaster-
sprengjuflugvélar mundu fljúga það
kvöld næturflug yfir Þýskaland til
að henda sprengjum á tiltekna staði.
Og við fengum að verða vitni að
lokaundirbúningi þeirrar herferðar.
í stóram sal í flugstöðinni vora
flugsveitirnar kallaðar fyrir og þeim
gefin fyrirmæli um það á hvaða borg
ætti að senda sprengjurnar, hvaða
leiðir þær ættu að fara, sýnt á stór-
um kortum á veggjunum. Eins var
þeim gerð grein fyrir veðurfari og
hvaða andspyrnu þeir mættu vænta
frá loftvamarbyssum og flugvélum
o.s.frv. og ýmis holl ráð gefin.
Pétur. Og fylgdust þið með öllum
þessum fyrirmælum?
Jóhannes: Öllum saman, nákvæm-
lega eins og flugmennirnir fengu til
að framkvæma sín verk.
Svo var okkur sagt að okkur væri
boðið að sofa í flugstöðinni yfir nótt-
ina til þess að mega svo morguninn
eftir taka þátt í að taka á móti þess-
um mönnum. Og það var mikil
spenna í loftinu um hverjir kæmu til
baka og hverjir kæmu ekki.
Þeir skiluðu sér nokkuð reglulega
inn en ég minnist þess að ein flug-
vélin var talin af, hún var það langt á
eftir. En kom svo um klukkutíma
síðar, hafði þá farið upp undir Nor-
eg, flúið undan þýskri árásarflugvél
en bjargaðist þannig að allar skiluðu
þær sér heilar á húfi til baka. Og það
var mikil gleði og fögnuður sem
ríkti.
Pétur. Þetta hafa verið góðar
heimtur hjá þeim, eins og þessar
árásir vora þó áhættusamar vegna
þess að Þjóðverjar vora náttúrlega
hvarvetna á sveimi.
Jóhannes: Einmitt.
Ég minnist þess hvað mikill fögn-
uður var í Bretlandi þegar Banda-
ríkin tóku við hervernd á Islandi.
Pétur. Já, þá vorað þið staddir í
Lundúnum.
Jóhannes: Já, mig minnir að það
hafi verið 7. júlí. Og þá fylltist hótel-
ið af blaðamönnum þarna á efstu
hæðinni og ég minnist þess að Árni
frá Múla sat við símann og hafði
stöðugt samband við Reykjavík til
að fá fréttir. Og spennan var mikil í
Bretlandi því að þetta var einn mik-
ilvægasti atburður í þeirra styrjald-
arsögu hvort Bandaríkin kæmu með
eða ekki. Og þó að þau formlega
væru ekki þarna komin í styrjöldina
þótti þetta það mikilvægt skref að
það yrði ekki langt í að þeir kæmu.
Pétur. Já þeir vora að fikra sig
svona smám saman, færa út varnar-
línu Vesturheims.
Svo að þið hafið verið í sviðsljós-
inu einmitt þessa daga í sambandi
við yfirtöku?
Jóhannes: Alveg sérstaklega. Og
upplifðum þá spennu meðal Breta
sjálfra varðandi samskiptin við
Bandaríkin, en miklu máli skipti að
þeir kæmu til stuðnings í baráttunni
við Hitler.
Pétur. Þeir hafa eygt þarna von-
arglætu ef svo má segja.
Jóhannes: Einmitt. Við áttum
fund með Anthony Eden, sem var þá
utanríkisráðherra, og þar bar nokk-
ur atriði á góma. Hann hóf samræð-
ur við okkur um laxveiði og vissi að
það væri talsverð laxveiði á íslandi
og sagði að konan sín væri mikil lax-
veiðikona. Einnig hafði hann mikinn
áhuga á því að fræðast um það
hvemig breskir hermenn hegðuðu
sér á Islandi. Og við bárum þeim
góða sögu því að við gátum ekki
annað, það var sannleikur málsins.
Ég minnist þess hvemig hann
orðaði sín viðbrögð. Hann sagði að
reynsla þeiira væri sú að hinn
óbreytti hermaður ,4s our best
ambassador".
Pétur. Já, að óbreytti hermaður-
inn væri þeirra besti sendiherra.
Jóhannes: Einmitt.
Fram kom þarna í þessum við-
ræðum að Eden væri vel þekktur á
íslandi og oft birtar myndir af hon-
um. Þá mun það einkum hafa verið í
sambandi við fréttir af Þjóðabanda-
laginu en hann var einn af aðalfor-
ystumönnum þess árin fyrir stríð.
Pétur. Þjóðabandalagsins sem
hafði aðsetur í Sviss þá?
Jóhannes: Já einmitt. Það kom
einnig fram hjá okkur að almennt
væru vonbrigði yfir því að Þjóða-
bandalaginu hefði ekki tekist að
koma í veg fyrir styrjöldina og hvers
mætti vænta um framtíð Þjóða-
bandalagsins, verður það endurreist
eða hvers má vænta?
Eden hugleiddi aðeins svar sitt en
kom svo með það að hann byggist
ekki við því að það yrði endurreist.
Sagðist frekar búast við því að reynt
yrði að koma á stofn annarri, nýrri
alþjóðlegri stofnun til að gegna þvi
friðarhlutverki í heiminum og öðr-
um.
Pétur: Fannst þér koma nokkurt
hik á hann þegar þú barst þessa
spumingu fram?
Jóhannes: Já, eins og hann væri
ekki alveg viðbúinn, enda ekki að
vænta, þetta var það mikil óvissa um
þá hluti.
Að lokum minnist ég þess að það
bar á góma nýlega árás Þjóðverja á
Rússland. Og þetta vissi ég að var
honum mikið mál, hann hafði manna
mest reynt fyrir stríðið að fá Rússa
til samstarfs í baráttunni við Hitler
en það fór á annan veg þá eins og þú
manst, Pétur, með griðasamningi
Stalíns og Hitlers.
En auðvitað kom í Ijós að hann
talaði um þetta frekar fagnandi, að
andstaðan hefði styrkst - nú yrði
bandalagi komið á milli þessara að-
ila í stríðinu við Hitler.
Pétur. Ég sé hér sætaskipan í
veislu mikilli sem ykkur er haldin.
Hver var gestgjafi þar og á hvers
vegum var veislan?
Jóhannes: Gestgjafinn var R.
Butler, mjög virtur í stjórnmálalífi
Breta og hafði um tíma, að mér er
sagt, stefnt á að verða forsætisráð-
herra þegar McMillan sigraði í
þeirri baráttu. Af öðram sem þama
vora viðstaddir minnist ég sérstak-
lega sir Johns Dills sem var æðsti
forseti herráðs heimsveldisins, á
ensku heitir það „Chief of Imperial
General Staff". Hann var staddur
þarna og ef þú hefur kannski ekki
fylgst með þessum Sir John Dill þá
mun hann hafa verið einn nánasti
samstarfsmaður Churchills í styrj-
aldarrekstri fyrstu styrjaldarárin.