Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 B 3 Morgunblaðið/Kristinn hvítvínum Toskana. Flottur ilmur, brjóstsykur, vottur af eik en uppi- staðan þurr ávöxtur. Mjúkt og feitt í munni, þykkt og glæsilegt matar- vín. Einstaklega gott ítalskt hvítvín. Það á einnig við um annað Tosk- anavín á seðlinum, Isole e Olena Chardonnay 1998. Sítrus og sæt vanilla gjósa upp úr glasinu, ávöxt- urinn er þykkur, eikin sömuleiðis en aldrei fer þetta vín yfir strikið heldur nær að halda fullkomnu jafnvægi út í gegn. Suður af Tosk- ana er svo að finna héraðið Úmbríu og vínsvæðið Orvieto. Á listanum er Orvieto Campogrande 1999 frá Antinori, létt, ferskt og þægilegt hvítvín frá þessum pottþétta fram- leiðanda, sem klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Loks eitt hvítvín frá suðurhluta Italíu, Boromagno Gravina 1999 frá Púglíu. Ferskt og þægilegt og fyrst og fremst er það Ijúf blómaangan sem einkennir ilm þess. Minnir á sumar og heita daga. Rauðvínin á vínlistanum eru aðal- lega frá þremur héruðum, Veneto, Toskana og Piedmont, enda eru þetta þrjú virtustu rauðvínshéruð Italíu. Piedmont-vínin eru frá tveimur af bestu framleiðendum héraðsins, Vajra og Gaja, en sá síðarnefndi er jafnframt einn þekktast framleið- andi Ítalíu. Dolcetto d’Alba 1997 frá Vajra hefur mikinn sætan blóma- og kirsuberjaailm, bragðið þétt og mikið. Barbera d’Alba er orðið nokkruð þyngra, með dekkri ávexti, ekki eins björtum, vínið orðið flókn- ara og meira en svolítið hart. Bar- olo 1995 loks heillandi vín sem gríp- ur mann um leið, ungt en samt aðgengilegt og mjúkt, þroskuð ber og krydd í nefi og ekki laust við að manni detti í hug rabarbarasulta. Langt og þykkt í munni, hreinlega ljúffengt. Gaja Sito Moresco 1996 er vín sem fyrst og fremst byggist á Nebbiolo-þrúgunni (þeirri sömu og notuð er í Barolo-vín) en með örlít- illi viðbót af Merlot. Þetta er mjög öflugt vín, hart og óárennilegt í fyrstu en opnar sig ef maður gefur því tíma í karöflu. Haustlauf og lakkrís og jafnvel sætur ilmur af karamelliseruðum eplum er meðal þess sem svifur um í glasinu þegar Sito Moresco er hellt í það. Ætti rétt eins og Barolo-vínið frá Vajra að henta vel með íslenskri villibráð. Gaja-vínin þurfa (og Sito Moresco er þar engin undantekning) alllanga geymslu til að blómstra til fulls. Því ætti að skylda menn til að umhella því þetta ungu. Stíll rauðu Veneto-vínanna er allt annar en Piedmont-vínanna. í boði er til dæmis afbragð Valpolicella- vín, Rafael frá Tommasi. Ekki síður ber að mæla með Amarone-vínum Veneto en þau vín eru úr þrúgum er þurrkaðar hafa verið í nokkra mánuði fyrir pressun. Þau eru áfeng (yfirleitt í kringum 15%) en alveg þurr. Le Ragose 1994 og Am- arone Tommasi. Þau eru bæði dæmigerð Amarone-vín þar sem hið beiska bragð, sem er svo ein- kennandi fyrir þess vín og þroskuð kirsuber koma greinilega fram. Þá má ekki gleyma hinu magnaða Brolo di Campofiorin frá Masi, sem er stóribróðir Campofiorin, vín sem er framleitt með ripasso-aðferðinni, eins konar blöndu af hefðbundinni víngerð og Amarone-víngerð. Töluvert léttara Veneto-vín er Cabernet Sauvignon-vínið Morago 1996 frá Pasqua. Einfalt í allri upp- byggingu, en vel gert og aðlaðandi. Rauður berjamassi uppistaðan með snert af sólberjum og vott af eik. Ekki stórt en þokkalega snoturt og ber aldurinn vel. Á listanum er svo einnig rauðvín frá Lombardy-framleiðandanum Ca’ del Bosco og heitir það Terre di Franciacorta 1996. Þetta er vín úr Bordeaux-þrúgunum, litur farinn að sýna þroska, ilmur grænn, krydd- jurtakenndur með svörtum ávöxt- um og blýantsyddi. Það er þykkt og mikið í munni, sýrumikið, alltann- ískt og ágengt með langa endingu. Mjög langt og milt eftirbragð, sem situr eftir aftast í gómnum. Bord- eaux-legt í alla staði og ekki síst verður maður hressilega var við þátt Cabernet Franc. í hugum margra er hægt að setja samnefnara á milli ítalskra rauð- vína og rauðvína frá Toskana. Það er því kannski engin furða að hlut- ur þeiira skuli vera veglegur á vín- lista Primavera. Fyrst má nefna Rosso di Montalcino 1997 frá Banfi. Þokka- lega sýrumikið, feitt og þykkt vín. Mokkakaffi í nefi í bland við þrosk- aðan, dökkan ávöxt. Vel uppbyggt matarvín. Brunello di Montalcino 1994 frá Banfi hefur enn ungt yfirbragð, dökkt, kryddað með miklu súkku- laði. Sýra og tannín í munni. Rosso og Brunello eru tvær greinar af sama meiði en gæðamunurinn er þó nokkur. Kannski eins og munurinn á M-klassa og C-klassa frá Mercedes. Þekktasta ræktunarsvæði Tosk- ana er Chianti og þau eru þrjú Toskana-vínin á listanum. Titolato Gabbiano Chianti Classico 1997 má nefna fyrst. Þykkur dökkur ávöxt; ur, krydd og blaut lauf í nefi. í munni þokkalega sýrumikið, þurrt og þykkt. Sígilt Chianti-vín, ágæt- lega gert. Castello di Ama Chianti Classico, einföld uppbygging, sýrumikið og með miklum, ferskum ávexti. Stíl- hreinn Sangiovese, með hinu ein- kennandi skarpa bragði þess. Flott, ekki síst fyrir hvað það gefur hreina og fína mynd af vel gerðu Sangiovese-víni. Isole e Olena Chianti Classico 1998 hefur töluvert yngra yfir- bragð. Sólbakaður, heitur ávöxtur, plómur og dökk ber, vottur af kryddi og mikil dýpt og lengd í þykku bragðinu. Dúndur Chianti. Hreinlega. Þekktasta vín Isole e Olena er hins vegar Súper-Toskana-vínið Cepparello, sem er hreint Sangiov- ese-vín og gæti því formlega flokk- ast sem Chianti. Þetta vín er frá hinum stórkostlega árgangi 1997 og er þvílíkur risi. Vínið er fremur lok- að sem stendur, dökkt og feitt með sviðinni eik og miklum, krydduðum dökkum ávexti og mjúkum tannín- um. Ein af stjörnunum á seðlinum, en þarf allmörg ár áður en það fer að sýna sínar bestu hliðar. Isole e Olena Syrah Collecione di Marchi, er hreint Syrah-vín, rauður ávöxtur, milliþungur, nokkuð sýru- mikill og tannískur. Ekki þessi heitu leður og „svita“-einkenni sem stundum vilja einkenna þessa þrúgu utan Frakklands heldur meira sömu þurrkuðu ávextirnir, ekki síst rúsínur og svo gjaman einkenna vínin frá norðurhluta Rónardalsins. Allt í lagi vín en föln- ar í samanburði við hin vínin frá sama framleiðanda og stenst góðum Syrah-vínum frá t.d. Frakklandi eða Ástralíu alls ekki snúning. Annað Súper-Toskana-vín er Pol- iziano Le Stanze 1997. Cabernet Sauvignon er hér ríkjandi í fyrstu en Sangiovese áhrifin greinileg. Eik, kaffi og súkkulaði, mjög mjúk og þægileg tannín. Verulega stórt vín. Dökkt sem syndin, þróast mjög vel í glasi og opnar sig hægt og fara þá ferskar kryddjurtir að koma í ljós. Enn einn risinn er L’Apparita 1995 frá Castello di Ama. Þykk, sæt eik gýs upp úr glasinu og þar má finna súkkulaði og fjólur. Það er feitt í munni og eikin gefur ögn brennt bragð og vanillu. Vínið byggir á Merlot-þrúgunni og er einn þykkur bragðmassi út í gegn- um, ætti að renna saman við rétti þar sem olía eða kryddjurtir spila stóra rullu. Það sem helst er hægt að setja út á þetta vín er að það getur stundum verið of mikið, nán- ast yfirþyrmandi. Það á þó ekki við um Falchini Campora 1995. Einn eitt ofurvínið, sem býr kannski ekki yfir sama afli og hin en nær mjög langt á fágun- inni og fínleikanum. Mildur, sætur allt að því soðinn ávöxtur. Vín fyrir lífsnautnamenn. Það sem helst er hægt að setja út á seðilinn er að þar skortir vin frá syðstu svæðum Ítalíu, sem hafa verið töluvert „í tísku“ síðustu misserin, ekki síst nýbylgjuvínin frá Púglíu og Sikiley frá framleiðend- um á borð við Planeta. Vín úr þrúg- um á borð við Primitivo og Aglian- ico sem ítalski víniðnaðurinn er óðum að enduruppgötva. Eitt vín frá Púglíu er þó á listanum, Botr- omagno Pier delle Vigne 1994. Rús- ínur, sveskjur, þurrkaðir ávextir og áfengi einkenna ilminn, það er þurrt og stíft í munni, nokkuð brennt. Gott matarvín ekki síst fyr- ir sveitalega rétti, sem nóg er nú til af í ítalska eldhúsinu. <$g> TOYOTA brjóta Yaris saman I——wmammrn^mm ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.