Morgunblaðið - 22.10.2000, Side 8

Morgunblaðið - 22.10.2000, Side 8
8 B SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Frumbyggjar Ástralíu. EFTIR SÓLVEIGU KR. EINARSDÓTTUR Hið mikla, vel geymda leyndarmál hver myndi kveikja ólympíueldinn var efst í huga margra þeirra sem horfðu á viðburðamikla opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Sydney. Aldrei höfðu svo margir safnast saman fyrir framan skjáinn í Ástralíu. Rúmlega tíu milljónir manna störðu á kassann. Þó var kvíði í fólki yfir hvernig til tækist. Gátu þeirframkvæmt þetta skammlaust? Hver yrði hluturfrumbyggjanna íhátíðinni? Fengju þeir að vera með eða yrðu þeir að mótmæla til þess að hljóta verðskuldaða athygli? Eftirvænt- ingin leyndi sér ekki. Dagbókarbrot Loftið var þrungið spennu seint þennan septemberdag á áströlskum bar á Gullströndinni. Barinn bar nafnið Nelly Kelly og írskur bjórinn freyddi. Allra augu mændu á stórt sjónvarpstjald. Hátíðin var að hefj- ast. Undir söng og hljóðfæraslætti vor- um við kynnt fyrir náttúru og sögu þessarar framandi heimsálfu. 011 tækniundur nútímans notuð tfl hins ýtrasta. Draumatími frumbyggjanna - þús- undir frumbyggja málaðar í hefð- bundnum stíl flykktust inn á sviðið. Floti hvíta mannsins sigldi inn í sög- una. Ýmsum sögufrægum persónum sást bregða fyrir, m.a. Ned Kelly, frægasta útlaga Astrala. Nemendur í líki warratha-blóma Nýju-Suður- Wales dönsuðu. Furðufiskar Drottn- ingarlands (The Great Barrier Rief) liðu um. Andstæður náttúrunnar, skógar- eldar - þurrkar - og htskrúðug villi- blómin spruttu upp eftir eldana og regnið. Loksíns birtist Dawn Fraser með kyndilinn. Vinsæl sundkona sem forðum vann þrenn gullverðlaun fyrir Ástralíu. Átti hún þá að kveikja eld- inn? Einhver hafði fengið þá snilldar- hugmynd að þar sem hundrað ár voru liðin síðan konur tóku fyrst þátt í Ól- ympíuleikunum skyldi haldið upp á þau tímamót. Hver íþróttahetjan á fætur ann- arri tók nú við eldinum - allt vel þekktar íþróttakonur í Ástralíu. Eg upptendraðist öll þegar þulur- inn hafði orð á þessu. „Þeir hljóta að velja Cathy Free- man,“ varð mér að orði. „Ætli það, ætli nefndin hafi verið svo klók eða framsýn?“ mælti bóndi minn. „Þeir geta ekki gengið fram hjá henni. Hún hlýtur að verða sú síð- asta!“ „Nei,“ sjálfur Ástralinn trúði því ekki. „Þeir geta ekki annað!“ Það lá við að ég dytti fram af stólnum. „Víst!“ Eins og flestir vita var það hin 27 ára gamla, hvítklædda Cathy Freeman sem tendraði eldinn að lok- um við gífurleg fagnaðarlæti áhorf- enda. Ekkert auga var þurrt á barn- um. Menn voru stoltir og fegnir. Nán- ast allt hafði gengið hnökralaust og hratt fyrir sig. Frábær skipulagning. Næst þegar ég sótti heybagga til „heymannsins míns“ komst hann svo að orði að: „Cathy Freeman hefði verið auðmýkt með því að láta hana kveikja eldinn." Hann smjattaði sér- staklega á orðinu auðmýkt („humbl- ed“). En þetta sló mig ekki út af lag- inu. Það yrðu ætíð einstaklingar meðal allra þjóða sem skildu ekki tímanna tákn og gætu ekki breytt hugsunarhætti sínum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.