Morgunblaðið - 22.10.2000, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.10.2000, Qupperneq 12
12 B SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Landslag eyðimerkurinnar Iætur engan ósnortinn. Hér er horft frá Dune 45-sanddyngjunni sem Magga og Anna Dóra fóru upp á. Með villidýrum og góðu fólki í Afríku Vinkonurnar Anna Dóra Frostadóttir og Margrét Leósdóttir skelltu sér í ævintýra- ferð til Suður-Afríku, Namibíu, Botsvana og Simbabve síðastliðið sumar. Þær kynntust Afríku á marga vegu. Þær sigldu niður eina hættulegustu á í heimi, fulla af krókódílum, fóru niður eyðimerkursanddyngjur á fullri ferð á magabretti og komust í návígi við villidýr. Þær kynntust einnig frumstæðri menningu og fólkinu sem er margt fátækt en býður af sér mikinn þokka. Þær Anna og Margrét segja Ester Andrésdóttur frá hápunktum ferðarinnar. Hópur Önnu Dóru og Möggu svaf á hermannabeddum með moskitónet yfir sér. Hér er Anna Dóra ásamt Hayley, ferðafélagi þeirra. EFTIR að við höfðum komið okkur þægilega fyrir með góðgæti í skál og opnað mynda- albúmin sem geyma minningamar, byrjar blaðamaður á því að spyrja hvað hafi fengið þær til þess að fara alla leið til Afríku. Margrét, kölluð Magga, sem er nýútskrifuð úr læknisfræði í Há- skóla íslands, verður fyrst fyrir svörum: „Mig hafði alltaf dreymt um að fara í svona ferð. Ég ætlaði upphaflega að taka mér frí frá námi og fara til Afríku, en þar sem svo stutt var eftir af skólanum ákvað ég að fara frekar yfir sumartímann.“ Anna, sem er nemi í félagsráðgjöf í HÍ, segir að sig hafi alltaf dreymt um að fara í ævintýraferð til Suður- Ameríku. „En mig langaði til þess að fara í ferðina með Möggu því annars hefði ég líklega aldrei farið á þessar slóðir,“ segir hún. Ferðin var farin á vegum Encounter-ferðaskrifstofunnar sem sérhæfir sig í ævintýraferðum í Afr- íku, Asíu, Suður- og Mið-Ameríku. Ferðin hófst í lok júní á síðasta ári og stóð yfir í fimm vikur. Anna og Magga voru fyrst í Amsterdam í tvo daga. Síðan flugu þær til Höfða- borgar í Suður-Afrílai á vit ævintýr- anna. Þar hittist hópurinn sem átti eftir að ferðast saman, en hann var á vegum Encounter. I honum voru : 20 manns á milli tvítugs og þrítugs ' af báðum kynjum frá Danmörku, i Bretlandi, írlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu, Austurríki, Kanada og | Nýja-Sjálandi. Anna og Magga voru einu Islend- ingamir. Hópurinn var í góðum höndum hjá leiðangursstjóra frá ír- landi og þær eru sammála um að starf hans hafi krafist þekkingar á bókstaflega öllum sviðum. Þær lýsa honum með bros á vör sem hálf- gerðum Krókódfla-Dundee með sól- brúna leðurhúð og þriggja daga skeggbrodda. Hópurinn var mjög samheldinn og myndaðist mikill og góður vinskapur. Kuldi í hættulegri borg Þær segjast ekki hafa séð mikið af Höfðaborg. „Hún er ein af hættu- legustu borgum í heimi og þess vegna vorum við ekki mikið að spóka okkur þar,“ segir Magga. „Þegar við komum á gistiheimilið þar sem hópurinn hittist fengum við plagg sem við urðum að lesa og í því stóð meðal annars að það væri bannað að fara út eftir klukkan sex á daginn og alveg bannað um helgar. Það stóð líka að alltaf ætti að nota leigubíla í stað þess að ferðast með almenningsvögnum." Hún bætir við að meira en mann- hæðarháar girðingar með gaddavír ofan á hafi verið umhverfís nærri öll húsin í borginni að meðtöldu gistiheimilinu. I stað þess að skoða borgina fóru þær upp á Table Mountain eða Borðfjall og í dags- ferð til Góðrarvonarhöfða, en þetta eru þekktir ferðamannastaðir. Þær rifja upp hve kalt var í Suð- ur-Afríku. „Það er vetur á suður- hveli jarðar á þessum árstíma og það var kaldara en við gerðum ráð fyrir,“ segir Magga. „Hitinn á dag- inn var 10-15 gráður og á næturnar var hann nálægt frostmarki. Það var ekkert gler í gluggunum á gisti- heimilinu og því var verulega kalt.“ Anna tekur í sama streng: „Ég svaf í þremur peysum, dúnúlpu og tveim- ur buxum í svefnpoka með teppi.“ Þeim finnst Suður-Afríka líkjast Evrópu að mörgu leyti. Landslagið er til dæmis svipað og í Þýskalandi, allar götur eru malbikaðar, fólk ek- ur um á fínum bílum og á falleg hús. Þær segja að stéttaskipting sé áber- andi en hvítt fólk sé í meirihluta í borgunum og eigi alla peningana en blökkufólkið búi í fátækrahverfum á tilteknum svæðum. „Það ríkir mikil spenna sem kristallast í víggirðing- um, gaddavírum og vörðum sem eru út um allt með byssur,“ segir Magga. Aður en Suður-Afríka var kvödd var farið yfir ferðaáætlunina og allir skiptu með sér verkum í hópnum. „Magga varð strax sjálfskipaður læknir,“ segir Anna. Hún segir að sjálf hafi hún fengið mjög auðvelt starf, en það var að setja upp eldhústjald ef veðrið yrði vont. „Ég þurfti nú aðeins að gera það þrisvar þannig að það starf lagðist eiginlega niður,“ segir hún og brosir. Ferðast var á trukk með yfirbyggðum palli. Sætin voru meðfram báðum hliðum og undir þeim var maturinn geymd- ur. Trukkurinn var vel nýttur. Hann flutti líka eins konar hermanna- bedda sem sofið var á og tjöld, en aðrar nauðsynjar voru geymdar í tengivagni. Anna og Magga gistu yfirleitt á tjaldstæðum í þjóðgörðum, búnum allri hreinlætisaðstöðu. Hópurinn eldaði nær alltaf sjálfur og sáu tveir úr hópnum um það hvern dag. „Ofn- inn var ryðguð olíutunna með kolum undir og yfir,“ segir Anna. „Við lærðum að bjarga okkur við elda- mennskuna, og notuðum til dæmis oftast oþinn eld, en það var lítið mál.“ Magga segir að hún hafi meira að segja bakað súkkulaðiköku við þessar aðstæður. Oftast var sofið í tjöldum, en ef hlýtt var í veðri var sofið undir berum himni. Kveiktur var varðeldur á hverju kvöldi svo hópurinn gæti ornað sér við ylinn af bálinu. „Við vöknuðum alltaf við sól- arupprás klukkan sex og þá var haldið af stað,“ segir Magga. „Síðan fórum við að sofa þegar sólin sett- ist.“ Ef hópurinn var á malaríusvæði sváfu allir með moskítónet, en Anna og Magga fengu 15 sprautur til varnar sjúkdómum áður en þær lögðu af stað til Afríku. Vinsamlegast skilið demöntunum Næst lá leiðin til Namibíu. Landið var áður undir nýlendustjórn Þjóð- verja og þess vegna búa þarna margir af evrópskum uppruna. Það er að mestu leyti eyðimörk en er ríkt vegna mikils demantaiðnaðar. „Við komum í yfirgefið demanta- þorp sem Þjóðverjar byggðu og heitir Kolmanskop, en þar eru keilu- salur, spilavíti og leikhús enn í sín- um upprunalegu myndum. Okkur var sagt að við ættum vinsamlegast að skila yfirvöldunum þeim demönt- um sem við kynnum að finna," segir Anna sposk á svip. Magga heldur áfram: „Meðfram vegum í Namibíu eru alls staðar skilti þar sem stend- ur að ekki megi fara lengra en 20 metra frá veginum. Ástæðan er sú að í jörðinni eru mikil auðæfi. Sér- stakir verðir hafa eftirlit með þessu. Ef þeir sæju einhvern úti í miðri eyðimörkinni yrði sá hinn sami sett- ur umsvifalaust á bak við lás og slá,“ segir hún brosandi. Það var verið að taka upp Holly- wood-kvikmynd í demantaþorpinu og Magga rifjar upp að innfæddi leiðsögumaðurinn sagði við hana

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.