Morgunblaðið - 22.10.2000, Side 16
16 B SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
4
GUÐMUNDUR Páll tók á
móti okkur á bryggjunni í
Flatey á Breiðafírði með
hjólbörur fyrir farangur-
inn. Það var vetur í lofti
og kul af landi, fjallahringur Breiða-
fjarðar hulinn vetrarföli. Á veginum
upp í þorpið voru kindaspörð og gæsa-
drit og skæni á öllum pollum. Leiðin lá
í hús Guðmundar Páls, Vorsali. Hlýtt
nafn í haustnepjunni.
Guðmundur sagði að þorpið í Flatey
væri heildstæðasta byggð gamalla
timburhúsa sem enn væri til hér á
landi. Hann telur að vemda þyrfti
þorpið í heild sinni, en það væri örðugt
því ekki væri gert ráð fyrir öðru í lög-
um en að hús væru friðuð eitt og eitt.
Pað þyrfti því nokkra tugi húsfriðunar-
skýrslna vegna þorpsins.
Guðmundi svíður hvemig gömul hús
hafa verið skemmd í stómm stíl víða
um land, sama er að segja um förgun
gömlu trébátanna. Hann talar með eft-
irsjá um hvemig gamlar búsetuminjar,
sjálf menningarsagan, hafa verið jafn-
aðar við jörðu með jarðýtum. Gamlir
garðar, gömul hús, hólar og hæðir sem
settu svip á landslagið, allt sléttað út í
flatneskju nútímans.
Sólbakkalá oggrafínn þorskur
Við tylltum okkur í borðstofunni og
Guðmundur fór að stússa við eldavél-
ina. Hann segist hafa gaman af elda-
mennsku en yfirleitt ekki gefa sér tíma
til hennar. „Meðan við bjuggum hér í
Flatey var matarstússið stór hluti af
tilvemnni. Á þeim tíma var enginn
fiskur á gmnnslóð í Breiðafirði sem
heitið gat og þá fór ég norður í Sól-
bakka í Eyjafirði, reri til fiskjar og
saltaði þorsk. Svo háfaði ég lunda,
veiddi skarf og stundum gæs. Maður
var líka með lambakjöt og keypti part
úr nauti, svíni eða tryppi. Þetta var
þáttur í því að komast af, því tekjumar
vora afskaplega litlar. Þetta var líka
ákveðinn lífsstíll.“
Það leynir sér ekki að hann kann
ýmislegt fyrir sér í matargerð og rétt
sú sjálfslýsing að hann sé fremur ævin-
týramaður en fagmaður á því sviði.
Meðal þess sem hann bar á borð var
Sólbakkalá, hrár nætursaltaður þorsk-
ur með hrárri eggjarauðu og söxuðum
Það er óþarfi fyrir okkur að endurtaka sömu mistök og aðrir hafa gert í sambandi við stórvirkjanir og stóriðju, segir Guðmundur Páll.
rauðlauk, einnig grafinn þorskur og
heimatilbúin fiskkæfa.
Fræðlmaður eða llstamaður
Guðmundur Páll á óvenju fjölbreytt-
an náms- og starfsferil að baki. Áuk
háskólanáms í búvísindum og sjávar-
líffræði, nam hann köfun, Ijósmyndun
og myndlist. Guðmundur hefur starfað
við kennslu, námsgagnagerð, fræði-
störf, myndskreytingar, gerð kvik-
mynda og unnið margvísleg störf til
sjós og lands t.d. við endurbyggingu
gamalla húsa. í þósi fjölfræðilegs bak-
gmnns lá beint við að spyrja hvort
hann hefði átt erfitt með að ákveða
hvað hann ætlaði að verða þegar hann
yrðistór?
„Eg átti í miklu basli með það,“ segir
Guðmundur og hlær. „Aðallega togað-
ist tvennt á, einhvers konar fræði-
mennska og svo löngun til að vera lista-
maður, án þess að ég gerði mér grein
fyrir því hvort ég hefði eitthvað til