Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 B 31 Níu nauð- lendingar flugvéla SAS síðustu tíu mánuði Þrándheimi. Morgunblaðid. UNDANFARNA tíu mánuði hefur níu sinnum þurft að nauðlenda flugvélum frá skand- inavíska flugfélaginu SAS og í nokkur skipti hefur þurft að biðja farþega að fara frá borði. Þrátt fyrir þessar tölur segir talsmaður flugfélagsins að MD-80 vélar SAS hafi ekki fleiri vandamál en aðrar tegundir flugvéla en flest óhöppin verða í vélum félagsins af þeirri gerð. í vikunni varð að nauðlenda flugvél frá SAS af gerðinni MD-80 á Gardermoen-flugvell- inum við Ósló eftir að öryggis- kerfi gerði viðvart um eld í hreyfli vélarinnar. Um borð voru 99 farþegar auk sex manna áhafnar og var ferðinni heitið til Kaupmannahafnar. „Það eru ekki fleiri vandamál með MD-80 vélar okkar en aðr- ar vélar,“ segir Siv Meising- seth, blaðafulltrúi SAS. „MD- 80 vélar eru mikið notaðar um allan heim. Daglega flýgur SAS 1100 flugferðir og eru MD-80 vélar notaðar í um helming þeirra.“ í þeim níu nauðlend- ingum sem orðið hafa undan- farna mánuði hefur stundum engin raunveruleg hætta verið á ferðum samkvæmt heimildum norska dagblaðsins Aftenpost- en heldur hefur viðvörunarkerfi vélarinnar gefið rangar upplýs- ingar. Kerfið hefur gert viðvart um eld í hreyflum vélanna þeg- ar aðeins heitt loft hefur verið á ferðinni líkt og gerðist í vikunni. Mánudaginn 22. janúar 2001 veröa hlutabréf í Baugi hf tekin til rafrœnnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf í samrœmi við ákvörðun stjórnar Baugs hf þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtœkinu í samrœmi við ákvœði laga og reglugerðar um rafrœna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Baugi hf tekin til rafrœnnar skráningar en þau eru öll í einum flokki. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fœrt í hluthafaskrá Baugs hf að staðreyna skráninguna með fyrirspurn fil hlutaskrá Baugs hf, Skútuvogi 7,104 Reykjavík eða í síma 530 5500. Komi í Ijós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að fœra sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfœri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyrirtœki eða sparisjóð sem gert hefur aðlldarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf, fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á ferli rafrœnnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum skráningardeginum. Að lokinni rafrœnni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Hluthafar munu fá sendar tilkynningar og reikningsyfirlit í samrœmi við ákvœði reglugerðar nr. 397/2000. Hluthöfum félagsins verða nánar kynnt þetta bréfleiðis. Stjórn Baugs hf _______________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________■ Getum nú boðið aðra helgarferð til St. John’s, helgina 23. - 26. nóvember n.k. Þessa helgi er sérstaklega mikið um að vera ( borginni. Þá er haldin árleg jólaskrúðganga, sem er sú stærsta austan Montreal, með um 40 þús. þátttakendum. Lúðrasveitir og jólasveinar ganga fylktu liði um miðbæinn í fylgd skreyttra vagna og sama dag er haldinn handverksmarkaður með jólavarning. Sannkölluð hátíðarstemning! Þessa helgi er einnig haldin á St. John's Memorial sjávarútvegssýningin MARINE 2000 þar sem um 100 kanadísk fyrirtæki kynna vörur sína og þjónustu. Munið hópafsláttinn og bókið ttmanlega því fyrri helgarferðin seldist upp. Flogið verður með Atlanta og tekur flugið um 3 klst Gisting á Holiday Inn (★★★) og Hotel Newfoundland (★★★★). [slensk farastjórn og skoðunarferðir um sögufræga staði. Helgarferð: Flogið frá Keflaví - gist í 3 nætur 000 sunnudagskvöldi Jólas&mjk/i&o Helgarferð: Flogið frá Keflavík snemnna á fimmtudagsmorgni - gist í 3 nætur og komið heim á sunnudagskvöldi Verð frá: 33.900 Miðað við gistingu í tveggja manna herbergi á Holiday Inn *Ef næg þáttaka fæst! VESTFJARÐALEID FtRÐflí KRIFSTOFfl ‘Upplýsingar og bókanir í síma: 562-9950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.