Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 B 15 ■ Wg$M i:-1 Húskarl reiðir exi utan við skáiadymar. Nokkrir íslenskir jaspissteinar, sem reyndust ættaðir úr Borgarfirði, fundust í rústum Leifsbúða. Benda þeir til veru íslenskra manna þar um árið 1000. á gróðurfari við þessi tímamörk fyrir þúsund árum. Enda búðimar um skamma hríð í notkun. Pegar menn bera upp búfjárfóður úr skipum, fer ekki hjá því, að eitthvað slæðist á land af fræi aðkomuplantna. Þegar ég gekk þama um búðasvæðið í L’Anse aux Meadows, skoðaði ég gróðurinn og lét mér detta í hug, að einhverjar þær slæðingsplöntur, sem nú vaxa þar á svæðinu og eru fylgjendur manna, hefðu borist þangað með frændum okkar fyrir þúsund ámm. Af þeim tæpum 80 tegundum, sem greina mátti þarna í fljótu bragði, var hugsanlegt að þeir Leifur og karls- efni hefðu slætt með sér fræjum af haugarfa, hjartarfa, njóla og hunda- súra, brennisóley og túnfífli eða jafn- vel hefði Guðríður Þorbjamardóttir haft með sér fræ af kúmeni og vall- humli, til þess að sá í beð fyrir utan nýja bæinn sinn þar vestra. Hefði hún þá geta haft svolítið kúmenkrydd í matinn og fengið sér vallhum- alsseyði til hressingai-. Þessar teg- undir era nú áberandi þama á staðn- um og að vísu einnig víðar á Nýfundnalandi og sunnar í Nýja Skotlandi. Gætu þær allt eins hafa borist með fyrstu Vínlandsföranum eins og með seinni tíma mönnum, og væra þessar plöntur þá vottur um varanleg áhrif norrænna landnáms- manna þar vestra. Þarna finnast átta berjategundir, en vínviður vex ekki svo norðarlega. Ekki verður sagt að búsældarlegt sé úti á þessu nesi og kaldranalegt mun vera þar á vetram. Hins vegar var þar góður áningastaður í upphafi landaleita og hentugt að eiga þama athvarf, þegar illfært var orðið að hausti að komast til Grænlands vegna ísa. Og einnig hentugt að vori að geta strax hafið landkönnun frá þessum stað en ekki frá Grænlandi. Til bóta var, að þama mun ekki hafa verið byggð skrælingja á þessum tíma Að svo stöddu era Leifsbúðir eini staðurinn í Vesturheimi, þar sem ör- ugglega hefur verið dvalarstaður norrænna manna. Um legu annarra staða og könnunarleiðir, sem getið er um í skráðum heimildum: Grænlend- inga sögu og Eiríks sögu rauða, hafa komið fram ýmsar getgátur, og kunna sumar að vera sennilegri en aðrar.3 Áhugamannahópminn ferð- aðist með rútu og á feijum um hálfs mánaðar skeið, til þess að kynna sér staðhætti og sannreyna kosti og galla í hugmyndum ýmissa fræðimanna um einstök ömefni, leiðir og vera; staði víkinga, sem lýst er í sögunum. í Vínlandsgátu Páls Bergþórssonar er þessu viðfangsefni gerð góð skil9 og einnig í The Viking Settlement of North America eftir Frederick J. Pohl en margir forverar í fræðun- um hafa áður reynt að leysa gátuna um Vínlandsferðir. Ef til vill má með nútíma tækni gefa tölvu allar tiltækar upplýsingar og láta hana finna líkleg- ustu leiðir víkinganna og dvalarstaði þeirra. Það væri þarft viðfangsefni og gæti orðið góður tölvuleikur. Við ferðafélagar höfðum farið um Nýja Skotland, til þess að skoða framhald af leið þeirra Þorvaldar Eiríkssonar, bróður Leifs, og síðar leið karlsefnis. Menn Þorvaldar sigldu í eftirbáti frá Leifsbúðum, til að kanna landið í vestri og „sýndist landið fagurt og skógótt... og hvítir sandar“ líkt og víða má sjá á norður- strönd Játvarðareyjar. Þeir fundu þar „kornhjálm úr tré“, en til var hjálmlaga ílát úr leir, er indíánar vora famir að gera fyrir um 2000 áram. Sumarið eftir sigldi Þorvaldur hins vegar kaupskipi sínu fyrir austan land. A Kjalamesi braut hann kjöl á skipi sínu og gerði við skemmdina þar á staðnum. Þetta Kjalarnes vilja sumir láta vera Cape North á Breton- eyju12, en aðrir nefna Cape Cod11. Hins vegar telur Matthías Þórðarson nesið vera Gaspé-skaga sunnan við St. Lawrence-flóa.8 Mörg nes með höfða líta út sem bátur væri á hvolfi og mætti kalla þau Kjalames, en Cape North á Bretoneyju er vissu- lega vænlegur staður, einkum hefði Þorvaldur farið fyrir austan Nýfundnaland á leið sinni suður. Á Játvarðareyju er að vísu annar Cape North, sem eins mætti kalla Kjalar- nes, en þaðan má sigla í suður og austur og hafa Furðustrandir á stjómborða, eins og þeir karlsefni höfðu, því þat- era „öræfi og strandir langar og sandar". Er þar víða „vog- skorið landið“ og kjörið skipaíægi. Þar era nú þjóðgarðar og eftirsókn- arverð útivistarsvæði. Suður af Kjal- amesi var Krossanes, sem við félagar Micmaq-indíánar gerðu hjálm- laga krukkur úr leir. vildum víða hafa, því á svo mörgum slóðum þótti okkur „fagurt" land og vildum við þar bæ vom reisa, eins og Þorvaldur hafði kosið sér að gera. Hins vegar urðu örlög hans önnur, því þar var hann grafinn eftir að hafa fallið fyrir örvarskoti skrælingja. Við héldum hins vegar áfram í kjölfar karlsefnis í leit að Straum- firði. Gat hann sem best verið Mir- amichi-flói, en við héldum nokkra sunnar til Saint John við Fundy-flóa, því þar era fallstraumar hinir mestu. Nutum við þess að sjá beljandi strauminn ryðjast þar ýmist út eða inn um sundið í fossafollum. Sigldum við síðan út á Fundy-flóann að eynni Grand Manan, sem sumir áh'ta Straumsey.2 Þar átti Þorvaldur karls- efni og fólk hans að hafa haft vetur- setu, og gekk fé þeirra vel í eynni. Flúðu þau þangað, því uppi á landi „gerðist illt til matar og tókust af veiðamar". Manan er stór, skógivax- in eyja svo óhentugt væri að sleppa þar búfé, því litlar líkur væra á að það fyndist aftur. Sagan segir, að í Straumsey hafi varla mátt drepa nið- ur fæti fyrir eggjum, því svo mikil hefði fuglsmergðin verið, en slíkt má telja nær óhugsandi í svo stórri og skógiþakinni ey sem Manan er. Þó sáum við þar eina æðarkollu með unga. Þar vora einnig breiður af húsapunti innan um dúnmel, sem með góðu móti gat minnt á sjálfsána hveitiakra, þótt lítið væri gildi þeirra til komgjafar. Vel kann samt að vera, að þessir víkingar hafi ekki áður séð húsapunt í þess konar breiðum. Þá uxu þama í skóginum hlynir, sem flestir tejja, að verið hafi þau tré er mösur hétu og Leifur fann í leiðangri sínum (hlynur hét maser á fom- ensku), en sumir ætla að um pappfrs- björk hafi verið að ræða.1 Ur sykm-- hlyni fæst góður smíðaviður, og auk þess má á vorin tappa undan berki hans Ijúffengu sírópi (maple syrap). í Straumsey rak forðum torkennilegan hval á land fyrir áheit Þórhalls veiði- manns á Þór, hinn rauðskeggjaða guð. Ekki þótti öðram í hópnum þetta hoUur fengur og þekkti enginn þessa skepnu. Hér gæti styrju hafa skolað á land, en sá furðufiskur gekk í nær- liggjandi ár og var nýttur af indíán- um. Margar smærri eyjar koma til greina sem Straumsey vesturfara. Sé Utan um skálann er reist gerði og við það er bátur á hvolfi sem verið er að dytta að. I hlaðvarpanum vex illgresi, svo sem njóli og sigurskúfur. Á hlaðinu milli skála og skemmu er soðið og bakað yfir eldi. ◄ Smjörhnot, sem einnig fannst í Leifsbúðum, er af tré sem ekki vex norðar en við St. Lawrence- flóa og sýnir það að norrænir menn hafa farið þangað suður frá búðunum og komið aftur. leitað örlítið sunnar, væri unnt að finna ægifagran Straumfjörð og ýms- ar Straumseyjar við Penobscot-flóa og við Acadia-þjóðgarðinn, en þar höfum við Sigrún, kona mín, áður verið og notið þar gæða Vínlands. Svo viH til, að einmitt á því svæði hefur fundist í fornum byggðum inth'ána norskur peningur frá dögum Ólafs kyrra (1065-1080). Getur því vel ver- ið, að norrænir menn hafi leitað þang- að suður oftar en á dögum karlsefnis. Ekki komumst við að Hópi í þess- ari ferð. Er karlsefni var þar um vet- ur féll þar enginn snjór, og gat fénað- ur gengið þar úti sjálfala. Menn hafa látið sér til hugar koma, að Hóp hafi verið við Hudson-ána hjá New York, en þar fellur að vísu snjór á vetrum. 6 Aðrir hafa þá leitað allt suður til Jam- es-ár, sem rennur í Chesapeake-flóa við Washington-borg, en þai- era menn lausir við snjó á vetrum 10. Við Hóp og víðar komust Vínlandsfarar i kast við skrælingja, sem sigldu að þeim á húðkeipum eða öllu heldur á barkarbátum (kanú). í strandhérað- um Kanada voru á þessum tíma indíánar af svo nefndum Mikmaq- þjóðflokki. Rauðskinnar höfðu raun- verulega hafið búsetu á þessu svæði fyrir 11.000 áram og höfðu verið þar í friði fyrir ásælni Evrópubúa allan þennan tíma. Viðskiptin við norrænu innflytjenduma gengu ekki snurðu- laust fyrir sig, enda höfðu þeir nor- rænu ekki nógu góðan söluvaming tíl að skipta á fyrir skinnfeldi þeirra inn- fæddu. Við ferðalangar fengum svolítið að kynnast indíánum í þessari ferð. Komum við á svæði þeirra allnokkra sunnan við Miramichi, en það er einn sá staður, sem menn geta sér til að sé Hóp þeirra karlsefnismanna. Við þáðum að skoða ýmsar forminjar þeirra og síðan snæða nýveiddan lax og bláberjabökur við Árbugðu (Oxbow). Að lokum var haldið með hópinn að fljótinu og öllum boðið að sigla í barkarbátum að indíanasið nið- ur eftir straumnum. Hver bátur tók tvo ræðara, svo hér fór vígalegur flotí af stað í róður niður flúðir og lygnur. Á leiðinni voram við frædd um stað, þar sem uppgröftur hefur farið fram, tíl að varpa ljósi á tilvist og menningu indíána á svæðinu í þijú þúsund ár.4 Við skyggndumst eftir vínviði á þess- ari leið, en okkur varð ekki ágengt með að finna neinar árbakkaþrúgur, sem eiga samt að vera tegund villi- vínviðar þessa svæðis. í leit okkar að hinu eiginlega Vín- landi, þótti leiðsögumönnum samt rétt að sýna fram á, að vínviður og þroskuð vinber gætu vaxið á þessum slóðum. Þess vegna var sóttur heim víngarður, þar sem aðfluttar vínvið- artegundir era ræktaðar. í Josh Win- yard í Malagash skammt frá Am- herst era þessir víngarðar og þar framleiddar ýmsar víntegundir. Villt- ur vínviður reyndist okkur hins vegar vandfundinn. Var því líkt farið fyrir okkur og ÞórhalH veiðimanni. Okkur þóttí h'tið koma til vínbeijagnægðar- innar á Vínlandi, en Þórhallur fyllti skipkúta sína með vatni og fór háðug- legum orðum um víngnótt landsins áður en hann kvaddi félaga sína, sigldi til hafs og hvarf. Sennilega ber Vínlandsnafnið aðeins vott um sölu- mennskueðli Leifs heppna, en þeir feðgar Leifur og Eiríkur rauði áttu það sameiginlegt að gefa nýftmdnum löndum sínum nöfn, sem gerðu þau eftirsóknarverð til búsetu. Heimildir 1. Áskell Löve 1951.The Plants of Wineland the Good. The lcelandic Canadian 10.2 2. William H. Babcock 1913. Early Norse Visit to North America. Smithsonian Institution. Washington D. C. 3. Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga. 4. Robert Ferguson. Munnleg heimild. 5. G. M. Gathome-Hardy 1921. The Norse Discovers of America. The Wineland Sagas. Clarendon. Oxford. 6. Jón Böðvarsson. Munníeg heimild. 7. Magnús Jónsson. Munnleg hcimild og Vín- land hið góða, Leiðarvísir. Utg: Vesturvíking- ar 2000. 8. Matthías Þórðarson 1929. Vínlandsferðirn- ar. Safn til sögu íslands og íslenskra bók- mennta VI, Rvík. 9. Páll Bergþórsson 1997. Vfnlandsgátan. Mál og menning, Rvík. 10. Frederick J. Pohl 1972. The Viking Settle- ment of North America. Clarkson N. Potter, Inc. New York. 11. C.C. Rafn 1837. Antiquitates Americanae. Khöfn. 12. Gustav Storm 1887. Studier over Vinlands- reiserae, Vinlands geografi og etnografí. Aar- böger for nordisk Oldkyndighct og Historic, 2.2 Khöfn. 13. Birgitta Wallace 1989. Norrænar fora- minjar í L’ Anse aux Meadows. Árbók hins ís- lenska foraleifafólags. Rvík. Og munnlegar heimildir. 14. Birgitta Wallace 2000. The Viking Settle- ment at Í/Ase aux Meadows 208-224. í bók- inni Vikings. The Horth Atlantic Saga. Smith- soniav Institution Press.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.