Morgunblaðið - 22.10.2000, Page 18

Morgunblaðið - 22.10.2000, Page 18
18 B SUNNUDAGUK 22. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ I afskekktum dalverpum á öræfum er víða fjölbreytt gróðurlendi. Myndin er tekin í Fagradal á Brúaröræfum. Ljósmynd/Guðmundur Páll Ólafsson Morgunblaðið/RAX Dætur Guðmundar og eiginkona fletta Hálendinu í fyrsta sinn. F.v.: Blær, Halla Bryn- hildur, Ingibjörg Snædal og Ingunn Kristín iakobsdóttir. ar / náttúru íslands, 312 bls., árið 1990 komu Perlur í náttúru íslands, 420 bls., árið 1995 kom Ströndin í náttúru íslands, 462 bls. og nú nýver- ið Hálendið, 440 bls. Samtals eru þetta meira en 1.600 blaðsíður þar ' sem fléttað er saman margvíslegum fróðleik úr heimi náttúruvísinda, þjóðfræði, sögu og bókmenntum. Fal- legar Ijósmyndir, kort og teikningar, bera vitni smekk og listfengi höfund- arins og gera bækurnar mjög glæsi- legar. Guðmundur fékk tvö ár til að skrifa Fugla ínáttúru íslands og segist hafa verið blankur eins og venjulega. Átti hvorki tölvu né almennilegar mynda- vélar. „Eftir dvölina í Ohio fluttum við frá Flatey og til Stokkseyrar. Við fengum ágætan kennarabústað, en lítinn. Ég fann svo húsnæði sem ég ætlaði að leigja fyrir vinnustofu, en . þegar við fluttum var búið að selja vinnuaðstöðuna. Ég var húsnæðis- laus í miðju kafi við að teikna kápu á íslenzka sjávarhætti og í vændum var að skrifa Fuglana. Þá brugðust Stokkseyringar mjög drengilega við og útveguðu mér herbergi í frystihús- inu. Þar fékk ég að vera leigulaust í fimm ár - og geri aðrir betur! Ég man ekki eftir að hafa mætt jafnmiklum skilningi neins staðar annars staðar frá hinu opinbera og hjá hreppsnefnd og stjóm frystihússins á Stokkseyri. Hingað til hef ég talið þetta með mestu menningarstofnunum." Hvers vegna byrjaði Guðmundur ritröðina á að skrifa um fugla? „Ég gerði hugmyndaramma að því hvað mætti taka fyrir í svona bókum. Reyndar var ég ekki að hugsa um al- veg svona stórar hlussur, en ég gerði drög að bókaflokki. Mér sýndist að fuglamir kæmu allstaðar við sögu og væra sennilega erfiðastir. Þess vegna væri best að byija á þeim og svo yrði hitt auðvelt.“ Tilgagns - ekkigráðu Perlur í náttúru Islands komu út þremur áram eftir Fuglunum. Guð- mundur segir að hugmyndina að Perlunum hafi Ami Kr. Einarsson framkvæmdastjóri átt. Bókin átti að íjalla um fallega staði, margar Ijós- myndir og lítill texti. Henni átti að * ljúka á einu ári. Guðmundur segir að efnið hafi allt bólgnað í meðförum. Er Ströndin í náttúru íslands að einhverju leyti doktorsritgerðin sem átti að skrifa um Flateyjarfjörar? „Hún er alla vega ávöxtur þess náms en það verður að viðurkennast líka, að þegar ég kvaddi hugmyndina um dýralækninn, þá ákvað ég að læra ' framvegis mér til gagns en ekki gráðu,“ segir Guðmundur. „Ég hef aldrei hugsað um neitt embætti tengt gráðu. Þegar ég var í þessu svokall- aða doktorsnámi spurðu félagar mín- ir oft hvað ég ætlaði að gera að þvi loknu. Ég gat ekki svarað því, ætlaði bara að nota þetta í einhverjum til- gangi sem ég vissi ekki fyrir víst hver yrði. Þetta var ekki mjög sænsk af- staða. Þegar upp er staðið er ég með nokkuð heillegan menntunarbak- grann til að vinna þá vinnu sem ég vinn. Ég get ekki skilgreint hvað und- irmeðvitundin, eða meðvitundin, hef- ur verið mikið með á nótunum. Mér hefur samt alltaf fundist ég vera að vinna að ákveðnu settu marki.“ Guðmundur tekur undir það að í ritröðinni sé stígandi og hver bókin styðji aðra. „Ég held það megi segja að Ströndin sé bókin sem ég ætlaði að skrifa í upphafi. Um tíma var ég þeirrar trúar að ég myndi ekki skrifa aðra bók eftir hana; mér myndi ekki auðnast tími til þess - ekki lifa það.“ Hugleiðingar á hálendi Líkt og í fyrri bókum í ritröðinni er spannað vítt svið í bókinni um hálend- ið. Guðmundur Páll íjallar um svo ólík efni sem jarðfræði og myndun há- lendisins, jökla og fallvötn, lífríkið, gróður og dýralíf, dulheima fjallanna, útilegumenn, fomar þjóðleiðir, um- gengni okkar við hálendið og framtið þess. Verlrið er ríkulega mynd- skreytt, kortum, teikningum og ljós- myndum, sem koma flestar úr smiðju Guðmundar. Hann kryddar textann með ljóðum margra skálda, þjóð- fræði, þjóðsögum, hugleiðingum og dagbókarbrotum. Það leynir sér ekki að höfundurinn er gagntekinn af við- fangsefninu, hann elskar það og ótt- ast um framtíð þessa þjóðararfs og fjöreggs íslands. Við lestur bókarinnar vekur at- hygli að höfundurinn er óragur við að birta eigin hugleiðingar, jafnvel sendibréf til konu sinnar. „Það er rétt að ég leyfi mér þetta, og í því felst bæði ögran og einlægni. Mörg þessi skrif ijalla um tilfinningar sem era í raun og vera dýpstu rök mannsins við landið sitt. Það era eng- indýprirök. Einkabréfið er aftur á móti stíl- bragð og það hentaði þama að ávarpa konuna mína. Þetta er einfaldlega minning og hugleiðing sem heitir Bréf til Ingu. Ég birti hins vegar úr- drátt úr mörgum bréfum félaga minna í fræðunum vegna þess að þau era upplýsandi. Það geri ég auðvitað með leyfi þeirra." Verkið er búið að eiga huga Guð- mundar allan í á fimmta ár og fæðing- in var strembin. „Ég gaf mér þann tima sem ég þurfti. Vann 16 tíma á dag í sumar, alla daga við að brjóta um verkið. Þetta var í lagi, ef ég gætti þess að of- keyra mig ekki. Maður mátti hvorki missa svefn né drekka vín. Ég fylgdi veririnu eftir á öllum stig- um í Odda og þegar kom að prentun bókarinnar var fyrst unnið á tveimur átta tíma vöktum. Svo tók við hálfur mánuður þegar prentað var allan sól- arhringinn." Guðmundur á pallbíl með svefn- húsi. Hann lagði bílnum utan við prentsmiðjuna og reisti húsið. Þar lagði hann sig með farsíma á milli þess að byijað var á nýjum prent- formum. Þá var hringt og hann ræst- ur í prentsalinn. Svefnlotumar vora oft ekki nema rúmur klukkutími, nema þegar eitthvað fór úrskeiðis. Þá gat svefninn orðið allt að fimm tímar. „Það tók mig heila viku að ná mér eft- ir að þessu lauk,“ segir Guðmundur. „Ég var alltaf úrvinda af þreytu og svaf 9-10 tíma í senn, sem ég hef ekki gert frá því ég var unglingur í fom- öld.“ Latur og hæggengur Af afköstunum að dæma hefur Guðmundur ekki slegið slöku við und- anfarin ár. Samt hefur hann lýst sér sem lötum og hæggengum? „Ég fékk þetta sem veganesti þeg- ar ég var krakki. Var öragglega lat- astur systkina minna. Mér finnst ég allavega vera hæggengur,“ segir Guðmundur. „Ég held að ég sé af- skaplega rólegur í eðli mínu. Get dundað mér alveg ótrúlega og hef alltaf verið sjálfum mér nógur. Það var alltaf verið að reka á eftir mér þegar ég var bam og unglingur. Ég vildi ekki láta trafla mig í sífellu tU að fara einhveijar sendiferðir. Var stað- ur og alltaf svo seinn! Alltaf síðastur og ávallt þrælupptekinn!“ Guðmundur segir að það hafi verið fastmótað í félaga hans á Húsavík að hann væri alltaf síðastur í hlaupi og skíðagöngu. „Ég var alltaf á stóram svigskíðum þegar ég keppti í skíða- göngu þar tU einu sinni að ég fékk lánuð gönguskíði. Þá brá svo við að ég var fyrstur og uppskar ómælda reiði vina minna og félaga. Þeir vora lengi að fyrirgefa mér!“ Stríð gegn hálendinu Guðmundur segir að af bókunum í ritröðinni hafi hálendisbókin Uklega verið erfiðust, þótt glíman við fuglana hafi verið strembin. Hann segist ekki hafa óttast að veririð um hálendið myndi falla um sjálft sig, eins og hann óttaðist með fuglana á sínum tíma. Áhyggjuefnið var annað og meira. „Það var hálendið sjálft sem kom inn í myndina. Stjómvöld sögðu því stríð á hendur og um leið vistkerfi landsins og öllum sem hafa atvinnu af hálendinu á einhvem máta. Þetta varð til þess að ég hafði óskaplegar áhyggjur á meðan ég skrifaði þetta verk. Áhyggjur af því að ég væri of seinn, áhyggjur af því að það væri verið að eyðileggja mjög stóran hluta þess þjóðararfs sem við eigum að eiga saman og gæta í sameiningu." Guðmundur hellti sér út í baráttu fyrir vemdun hálendisins og segir hafa verið erfitt að festa hugann við skriftir um leið. „Mér létti feikilega mikið þegar Eyjabökkunum var þyrmt. Þá gat ég loksins á heilum mér tekið og unnið alveg miskunnarlaust. Mér fannst ég fá smátíma og notaði hann eins og ég gat. Ég kem fullfrísk- ur frá Hálendinu sem verkefni, samt er naflastrengurinn ef til vill ekki slit- inn að fullu. Ég kem betur undan þeim vetri en öllum öðram bókum, af einhveijum ástæðum sem ég hvorki veit né skil. Líklega er það vegna þess að ég gaf mér tíma og fékk tima til að þroska verlrið textalega og mynd- rænt. Þetta tók fjögur og hálft ár.“ Mikilvægur þjóðararfur Þegar Guðmundur fór að kynna sér hálendið og fyrirhugaðar frarn- kvæmdir þar segist hann fyrst hafa orðið ákaflega vonsvikinn og síðan óttasleginn um að í uppsiglingu væri hreinlega umhverfisglæpur. „Öll mín nálgun held ég hafi breyst þegar ég áttaði mig á því að hálendið allt var í hættu. Ég varð að búa til um- gjörð sem sýndi á trúverðugan hátt hvað hálendið er merkilegt. Hvað það er gífurlega mikilvægt bakland fyrir okkur sem þjóð og að þetta væri sam- eiginlegur þjóðararfur sem enginn mætti skerða, hvorki stjómmála- menn, ifidsstjómir eða erlend fyrir- tæki. Að hálendið skipti okkur sem þjóð öllu máli, rétt eins og tungumál- ið. Það er í kringum þetta viðhorf sem ég pijóna þetta verk og ég gef því allt sem ég á, bæði tilfinningalega og vits- munalega.“ Þrjár meginspumingar Fæstir velkjast í vafa um að fleiri raforkuver verði reist hér á landi. Eins er víst að svo lengi sem menn byggja þetta land þá setja þeir sitt mark á landið. Guðmundur skrifar á einum stað í Hálendinu að fræðileg ábyrgð framkvæmdaraðila á hálend- inu sé mikil. Hvað á hann við? „í öllum framkvæmdum þarf að svara þremur meginspurningum, um aðferð, tilgang og afleiðingar. Við höf- um eiginlega aldrei lagt okkur fram um að svara neinni þessara spuminga til hlítar. Þær snúast allar um viðhorf okkar til móður náttúra og um sið- ferði. Verklag stjómvalda og stefna bendir til alvarlegra bresta gagnvart náttúra landsins. Spuming þín varðar einkum síð- asta þáttinn, afleiðingarnar. Við eram ekki komin svo langt í fræðilegri út- tekt á hálendinu að við höfum þar vistfræðilega yfirsýn. Þar af leiðandi vitum við ekki hvað við eram að gera. Úttektir sem hafa verið gerðar era

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.