Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Búkonan Þúra sýslar við heimilisstörf í Leifsbúðum. Langeldur sést á miðju gúlfi og vefstúll í bakgranni. Sunnan við skálann er smiður að gera við bát en á vellinum standa súlarmælar. Vínlands leitað Sennilega ber Vínlandsnafnið aðeins vott um sölumennskueðli Leifs heppna, skrifar Sturla Friðriksson, en þeir feðgar Leifur og Eiríkur rauði áttu það sameiginlegt að gefa nýfundnum löndum sínum nöfn, sem gerðu þau eftirsóknarverð til búsetu. HÓPUR áhugafólks um landafundi norrænna manna, sem hlýtt hafði á fyrirlestra Jóns Böðvarssonar síðastliðinn vetur, fór í Vínlandsleið- angur fyrri hluta ágúst mánaðar á nýliðnu sumri. Leiðangursstjórar voru þeir Jón Böðvarsson og Magnús Jónsson, en einnig voru fornleifa- fræðingamir, þau hjónin Birgitta Wallace og Robert Ferguson, með í förinni, til að fræða hópinn um forn- minjafundi á svæðinu. Hefur Birgitta meðal annars stjórnað uppgreftri í L’Anse aux Meadows. Hópurinn fékk því einstaklega góða leiðsögn um söguslóðimar, og má segja að vitnað hafi verið í og farið yfir allar helstu heimildir um landnámsferðimar og þær brotnar til mergjar. Mætti segja að öll Vínlandsfundarfræðin væri endursögð og yfirfarin í þessum fimmtán daga leiðangri okkar.16 og 71 Haldið var frá íslandi 3. ágúst og farið svipaða slóð og Leifur forðum um Grænland og síðan nokkuð fyrir sunnan Helluland og Markland, þar til lent var á Vínlandi hinu mikla. Að þessu sinni að vísu siglandi um loftin blá á silfurvængjum en ekki á knerri. Á sjötta degi (dægri) fararinnar var loks komið að norðurodda Nýfundna- lands, sem ekki virðist nafngreint í sögunum, nema ef vera skyldi sjálft Vínland. Þar á nyrsta nesi þessa mikla lands er L’Anse aux Meadows, sem eru vafalaust hinar fomu Leifs- búðir. Á því svæði var stofnaður þjóð- garður 1977, sem nær yfir 8.000 hekt- ara, og þar era friðaðar minjar, sem hafa vakið heimsathygli. Hefur þar verið byggt fræðasetur, þar sem gefnar era ágætar upplýsingar um komu nomænna manna til Vestur- heims og dvöl þeirra þar á nesinu fyr- ir 1000 áram. Við gengum inn í sýningarsal set- ursins og sáum fræðslumynd um fund rústa Leifsbúða og uppgröft þeirra, sem hjónin Helge og Anne- Stine Ingstad stóðu fyrir á árunum 1960 og síðar. Þama í ágætu minja- safni má einnig sjá þá muni, sem fundist höfðu í rústunum og bera órækan vott um, að þar vora nomæn- ir menn á ferð. Fannst þar til dæmis nál úr bronsi, er notuð var til að næla saman fatnað, snældusnúður úr tálgusteini og ýmsir fleiri smáhlutir. Einnig rákust menn þarna á jaspis- steina, sem hægt var að sýna fram á, að ættaðir væru úr Borgarfirði. Hafa því einhverjir Borgfirðingar senni- lega verið með í fyrsta Vínlandsleið- angrinum.14 Eftirtektarverður er einnig fundur tveggja smjörhnota, en tré, sem bera þær hnotur, vaxa ekki norðar en við St. Lawrence-flóa. Sýn- ir þessi fundur, að íbúar búðanna hafa verið á ferð á mun suðlægari slóðum en þessum. Leiðarlýsingar, kort og eftirlíkingar annama nor- rænna muna era þama einnig til sýn- is. Undir ágætri leiðsögn safnvarðar var síðan haldið að rústasvæðinu og hlýtt á lýsingu af uppgreftrinum, en vörðurinn er þama heimamaður og tók þátt í rannsóknum rústanna á sín- um tíma. Þama höfðu við landnám verið byggð átta hús, þrír skálar hver með sínu útihúsi og sennilega einhver óskilgreind birgðageymsla. Ekki fannst þar fjós eða fjárhús, og er lík- ast því, að byggðin hafi fremur verið sem viðkomustöð en hefðbundið bú- rekstrarsvæði. Byggingarlag þessara húsa hefur verið eins og þá tíðkaðist á Islandi og í Grænlandi. Vestan skála- byggðanna og nær sjónum stóð smiðja við bæjarlækinn, og var þar grafið upp mikið af gjalli og jámsora. Hafði Kristján Eldjám einmitt fund- ið þama á svæðinu mýrarrauða not- hæfan til rauðablásturs, sem gaf til kynna að þama gátu norrænir menn unnið að jámgerð af sinni þekkingu. Allar aldursgreiningar á munum og byggingarefni sýna með venjulegum frávikum, að þarna hefur verið byggð um árið þúsund. Um eitt útihúsanna segir Birgitta Wallace, að það hafi verið notað „til allskonar frágangs matvæla, til geymslu, til braggunar og þvotta".13 Ekki fundust samt nein- ir vínberjakjamar í úrgangi utan við húsið. Aftur á móti var þar mikið af höggspæni og öðram leifum eftir trésmíðar, en einnig jámnaglar. Er því ljóst að meiri áhersla hefur verið lögð á skipaviðgerðir á þessu svæði Vínlands en vínbruggun. Til að skýra þessa byggðarmynd betur, hafa Kanadamenn reist eftir- líkingu af einum skálanum og tveim- ur útihúsum. Leikarar klæddir vík- ingaaldar fatnaði sinna þar bú- verkum að fommanna hætti. Úti fyrir dyram var smiður að telgja tré og gera við amboð. Hjá honum stóð sól- mælir í vatnsbyttu, sem nota mátti til staðarákvarðana í siglingum, en önn- ur sólskífa lá þar uppi á torfvegg, tæki sem Páll Bergþórsson telur vera húsasnotra. Eldur brann í hlóðum á hlaðinu og hékk pottur yfir festur í trönum. Griðkona ein af hjúum vík- inga, sem kallaði sig Þóru, bakaði flatbrauð yfir eldinum og gaf okkur að smakka glóðarsteikta köku krydd- aða bláberjum. Annar húskarl stóð þar utan dyra með mikla exi í hendi og hjó öðra hvoru við í eldinn. Skammt frá honum lá á bæjarveggn- um mikið sverð í slíðram, sem unnt var að seilast til ef hættu bar að hönd- um. Þar sem við stóðum þama á hlað- inu í Leifsbúðum í nærvera þessara víkingslegu manna, var auðvelt að láta hugann reika þúsund ár aftur í tímann og tylla sér um stund í fótspor feðranna. Leifur heppni Eiríksson lét senni- lega reisa þessa skála í landaleiðangri þeim, sem hann fór í, eftir að hafa frétt hjá Bjama Herjólfssyni um ókunn lönd í vestri. Era þetta þau hús, sem Leifur vildi síðar ljá en ekki gefa síðari landkönnuðum, sem voru margir skyldir honum eða tengdir. Leifsbúðir era þannig staðsettar, að framhjá þeim verður vart farið, ef menn koma sjóleiðina frá Grænlandi og fylgja ströndum. Þar er eðlilegur viðkomustaður, hvort heldur siglt er austur með Nýfundnalandi eða farið vestur um Fagureyjarsund (Strait of Belle Isle) inn í St. Lawrence flóa. Eins og Birgitta Wallace bendir á, var þessi staður tilvalin bækistöð fyr- ir allar frekari kannanir á Vínlandi, sem gat verið heildarnafn gefið öllu svæðinu, sem lá þar fyrir sunnan. Sennilega hafa þau Guðríður Þor- bjarnardóttir og Þorfinnur karlsefni haft viðkomu á þessum stað og sett búfé sitt þar á land. „Þeir höfðu með sér alls konar fénað, því þeir ætluðu að byggja landið, ef þeir mættu það“. Ekki era hins vegar fundin nein um- merki um veru búpenings þama á staðnum. Frjókornarannsóknir gerðar á svæðinu virðast ekki sýna breytingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.