Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 B 11 Mótmæla launahækkun- um stj órnmálamanna Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. MIKIL reiði ríkir á Grænlandi vegna tillögu sem liggur fyrir Landsþinginu um að hækka laun þingmanna um 40%. Gerist þetta á sama tíma og stjórnmálamennirn- ir hvetja almenning til að láta af kröfum um launahækkanir og láta sér 5-7% hækkanir á næstu tveim- ur til þremur árum nægja. Nú standa yfír Iqaraviðræður við kennara og hefur þeim verið boðin 1,5% hækkun nú og um 5% á næstu tveimur árum. Þeir krefjast hins vegar 16% hækkunar og hafa hótað verkfalli 1. nóvember ef ekki semjist. Tillagan um launahækkun til þingmanna hefur ekki verið sam- þykkt enn en hún hefur vakið mikla hneykslan og eru græn- lensku blöðin full af lesendabréf- um þar sem framferði stjórnmála- mannanna er líkt við kalt borð sem menn taki sér af að vild. í tillög- unni er lagt til að laun þingmanna sem búa utan höfuðstaðarins Nuuk hækki úr 290.000 dkr., um 2,9 milljónir ísl. á ári, upp í 456.000 dkr., um 4,5 miHjónir ísl. Þeir sem eru búsettir í Nuuk fái 426.000 dkr., um 4,5 milljónir ísl. kr. Þing- hald er um fjórir mánuðir á ári en verði af hækkuninni eru launin hin sömu og danskir þingmenn fá fyr- ir tvöfalt lengra þinghald. Þá er lagí til að laun ráðherra hækki úr tæpum 600.000 dkr. á ári upp f 720.000 dkr., um 7,2 milljónir. Röksemdin fyrir hækkuninni er sú að hæfara fólk fáist á þing ef launin séu sómasamleg en fjöldi þingmanna stundar önnur störf samhliða þingstörfum vegna þess að launin hrökkva ekki til. Tillag- an hefur hins vegar vakið svo sterk viðbrögð að stjórnarflokk- arnir hafa klofnað í afstöðu sinni til hennar þótt þeir hafi stutt hana í fyrstu umræðu á þinginu. Jafnaðarmenn (Siumut) í Ilul- issat og Sisimiut hafa hvatt til þess að almenningur Ieggi niður störf 31. október þegar tillagan verður tekin fyrir á Landsþinginu öðru sinni. Þá hafa vinstrimenn (Inuit Ataqatigiit) nú kúvent í afstöðu sinni og segja að ef launahækkun- in gangi í gegn muni þingmenn flokksins afsala sér henni og Ieggja í sjóð fyrir starfsemi stjóm- málaflokka. Fjórar nýjar Thimbleberries bækur Uppfullar af jólagjafahugmyndum VIRKA Mörkin 3 - Sími 568 7477 www.virka.is Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. - Gœðavara Gjafavara — malar- og kaffistell. Allir verðflokkar. Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versate. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Dísa í World Class segir: „Loksins sýnilegur árangur!" „Loksins kom krem þar sem virknin finnst þegar það er borið á húðina og jafnframt sjáanlegur munur! Ég mæli eindregið með Silhouette fyrir konur á öllum aldri og eftir barnsburð er það al- veg nauðsynlegt. Nýja Body Scrubið er kærkomin viðbót og tvöfaldar virkni Silhouette- kremsins á húðina." Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland Yfir 1 7 milljónir afgreiðslustaða um allan heim Tískulitir!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.