Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Að leikunum loknum Fáni frumbyggjanna - mold móður jarðar, sól og blóð Samsuða á hollenska vinnu- markaðnum skapar störf Fyrir sex árum eða árið 1994 í Van- couver þegar Cathy hljóp með fána frumbyggjanna eftir glæsilegan sig- ur sinn í Commonwealth-leikunum þá voru viðbrögðin hneykslan og fyrirlitning. Alda fordæmingar reið yfir. Lítill sem enginn skilningur virtist vera fyrir hendi á því að Cathy var einfaldlega að sýna stolt sitt yfir uppruna sínum. Hún hafði unnið íþróttaafrek á heimsmæli- kvarða og hún var frumbyggi. Aðeins einstaka óánægjurödd heyrðist nú er Cathy hljóp með frumbyggjafánann ásamt ástralska fánanum eftir sigur sinn í 400m hlaupinu. Pessi fallegi frumbyggja- fáni sem táknar svarta mold móður jarðar, gula sól og rautt blóð er sameiningartákn hinna fjölmörgu frumbyggjaættbálka. En afkom- endur Breta og aðdáendur ensku drottningarinnar mega ekki til þess hugsa að fánanum verði breytt eða annar tekinn upp í staðinn. Tillögur eins og að skipta á „Union Jack“ í Áströlum - líkt og íslendingum - er mikið í mun að sýna og sanna gildi sitt í augum heimsins. Tími Ólymp- íuleikanna sýndi viss þroskamerki áströlsku þjóðarinnar. Þeir öxluðu þetta gríðarlega verkefni og leystu það með sóma. Sjálfstraust Ástral- anna fór nánast dagvaxandi. Cathy Freeman sagði í viðtali sl. sumar við London Telegraph að hún vildi ýta undir sjálfstraust unga fólksins og. fá fólk almennt til að skilja og viðurkenna sögulegar stað- reyndir í lífi hinna hvítu og hinna svörtu í Ástralíu. Fjölskyldusaga Cathy Freeman er saga frumbyggjanna í hnotskum eftir að hvíti maðurinn kom til Ástralíu. Sú saga er sögð í ævisögu Cathy Freeman; „A Joumey Just Begun“ (eða „Ferð sem rétt er haf- in“) rituð af Ádrian MeGregor. Á Pálmaeyju (Palm Island) úti fyrir strönd Drottningarlands (ná- lægt Townsville) þangað sem í eina tíð vom sendir vandræðafmmbyggj- ar, ólst Alice Sibley, móðuramma Cathy, upp. Henni hafði verið stolið átta ára gamalli frá foreldmm sín- um. Þar var seinni maður Alice, Sonny Sibley, einn af sjö forystu- mönnum í verkfalli árið 1957 til að mótmæla lágum launum (tveimur pundum á viku) verkamanna á Pálmaeyju. Allir sjö vom handteknir og leiddir í jámum, jafnt á höndum sem fótum, að lögreglubáti sem fór með þá til Townsviile. Síðan vom þeir fluttir suður til Woorabinda, í sex hundmð kílómetra fjarlægð. AI- horni ástralska fánans og frum- byggjafánanum en halda stjörnum „The Southern Cross“ eiga enn langt í land. Daginn þegar Cathy hljóp mátti sjá fjölmarga áhorfendur með slík- an fána þó fólk veifaði þeim ekki. Með tíð og tíma er Ástralía verður lýðveldi er þó rökrétt að álykta að tímabært sé að taka upp nýjan fána. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, hefur verið sjálfskipaður hvatningarliðstjóri Ástrala á Ól- ympíuleikunum ásamt konu sinni, Janette. Sáust þau gjarnan fyrstu dagana í sjónvarpinu við misjafna hrifningu sjónvarpsáhorfenda. Kim Beazley, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar, hefur hins vegar að- eins verið viðstaddur opnunarhátíð- ina en annars fylgst með leikunum frá kjördæmi sínu í Perth í WA. Jafnvægislist stjórnmálamanna í þessu sem öðm er vandasöm. Sem betur fer sást ekki andlit for- sætisráðherra á skerminum meðan Hvers vegna voru þessir 400 m mikil- vægari en öll önnur hlaup og stökk? ice og börn hennar, þar á meðal Cecelia, móðir Cathy, sem fæddist á Pálmaeyju árið 1939, fylgdu föðumum eftir nokkmm dögum seinna. Þá sýnir saga föðurafa Gathyar greinilega þær brostnu vonir sem fylgja kynþáttafordómum í íþrótta- lífinu sem enn loðir við á vissum stöðum. Frank Fisher, afi Cathy, var afburða spretthlaupari og lék mgby. Honum var boðið að koma og leika í Stóra-Bretlandi. Hann þurfti skriflegt leyfi yfirvalda til að fá að sækja um vegabréf. Leyfinu var neitað. Faðir Cathy var Norman Free- man, frábær íþróttamaður, sem lést úr sykursýki árið 1993. Sá sjúkdóm- ur hefur á síðustu áratugum farið ört vaxandi meðal frumbyggjanna. Þegar ráðherra í málum fmm- byggjanna, John Herron, neitaði því að til væri kynslóð stolinna barna fyrr á árinu 2000, mótmælti Cathy af miklum þunga í viðtali. Á meðan á Ólympíuleikunum stóð var í fyrsta sinni efnt til þriggja daga menningarhátíðar meðal barn- anna á Pálmaeyju. Þar flutti ræðu m.a. ráðherrann John Herron! Cathy hljóp eða á eftir þó hann væri vissulega viðstaddur. Svo mikla sómatilfinningu hafði þó PRIME auglýsinga-sjónvarpsstöðin. Eftir á var forsætisráðherra spurður álits og m.a.s. hann gat ekki sagt annað en: „...að gott hefði verið að sjá Cathy hlaupa með báða fánana". Almenningsálitið skiptir miklu máli ekki síst er líður að kosningum. Ummæli Kim Beazleys voru þau að: „Cathy Freeman hefði hlaupið 400 metra af leiðinni til fullra sátta.“ Nýleg skoðanakönnun Herald- ACNielsen helgina 23. og 24. sept. sýnir að ástralskir kjósendur gera skarpan greinarmun á íþróttum og stjórnmálum. Úrslitin gefa til kynna að hækk- andi verð á benzíni og fall ástralska dollarans hafi meiri áhrif en það að vera viðstaddur Ólympíuleikana. Stjórnarandstaðan hefði unnið ef kosningar hefðu farið fram um síð- ustu helgi. Hann lýsti því yfir að hátíðin skipti sköpum í dapurlegri sögu eyjarinnar. „Þessi börn eru von framtíðar- innar,“ sagði hann. „Gamlir náung- ar eins og ég ásamt mörgum af minni kynslóð hafa brugðist með þeirri stjómarstefnu sem áður ríkti, um það er engin spurning.“ Þegar Cathy hljóp 400 metrana á skóm í litum frumbyggjafánans, síðan umvafin báðum fánunum fagnandi sigri, þá hafði hún ekki að- eins látið sinn eigin draum rætast um gull, heldur var hún fyrirmynd hinna ungu og ímynd þeirrar fram- tíðar þar sem allir eru jafnir. Ef til vill hafa leikarnir og fram- kvæmd þeirra gefið þjóðinni nægt sjálfstraust svo hún geti auðveld- legar leyst hið viðkvæma mál hvítra og svartra í framtíðinni. Með tíð og tíma munu þeir skilja hinn einstaka menningararf sem álfan hefur hlotið með frumbyggj- unum. Arf sem enn má varðveita og rækta. Viðvörunarorð lögfræðings nokk- urs frá Drottningarlandi um of mikla bjartsýni eru þó allrar athygli verð en hann sagði: „Ég heyri fólk segja að við höfum nú gert frumbyggjana að miðpunkti á Olympíuleikunum. Þeir geti ekki beðið um meira, sérstaklega eftir að við höíúm gefið Cathy gullið!“ Skrifað í septemberlok árið 2000. Höfundur er rithöfundur, búsettur í Ástralíu. eftir Meivyn Krauss og Lee R. Thomas ©The Project Syndicate HOLLENDINGAR h'ta gjaman á sjálfa sig sem leiðandi afl í samfélags- legri stefnumótun. Þegar við fórum til Hollands og Þýskalands nýlega upp- götvuðum við að í raun h'ta önnur Evrópulönd þó einkum upp til Hol- lands í stefnumótun efnahagsmála. Atvinnuleysi í Þýskalandi, Frakk; landi og Ítalíu er í kringum 10%. I Hollandi er það minna en 3% og það er eitthvað sem hin löndin öfunda Holland af. Holland er sjaldgæft dæmi um vel- ferðarríki þar sem efnahagurinn er í blóma („ofhitnun" var orðið sem þrír bankastjórar í Frankfurt notuðu til að lýsa hollenska efnahagskerfinu). Hvemig gerðist þetta? Sumir þakka það hinu svokallaða „flæðilanda- módeli" (Polder Model) sem felst í samvinnu atvinnurekanda, verkalýðs- félaga og ríkisstjómarinnar. En það er ekki skýringin. Þessari samvinnu tókst ekki að hindra Hollendinga í að gera mistök á 7. og 8. áratugnum. Hvemig er hægt að þakka henni efna- hagsbatann á 9. og 10. áratugnum? Satt er það að launakröfur hollenskra verkalýðsfélaga em í lægri kantinum. En þeim er ekki að þakka að at- vinnustigið er svo hátt sem raun ber vitni. Mikla fjölgun starfa ber heldur að þakka formbreytingum á hollenska vinnumarkaðnum. Þar er fyrst að telja að margir starfsmenn em í hlutastarfi eða hafa tímabundna ráðn- ingu. Þegar Hollendingar ákváðu að nýta starfsfólk í hlutastarfi í auknum mæh var það einkum gert til að fjölga konum á vinnumarkaði. En þar sem möguleiki á hlutastörfum eða tíma- bundinni ráðningu jókst fjölgaði báð- um kynjum á vinnumarkaðnum. Nær ómögulegt er að reka starfsmenn með fullt starfshlutfall samkvæmt hol- lenskum lögum en atvinnurekendur geta rekið hlutastarfsmenn og sleppt því að endumýja tímabundna samn- inga þegar þeir renna út. Akveðin „ófrávíkjanleg regla“ er í gildi á vinnumarkaðinum; ef atvinnu- rekendur geta ekki reldð starfsmenn- ina eru þeir ekki heldur ráðnir. Hið mótsagnakennda er að atvinnustigið í Hollandi er svo hátt sem raun ber vitni af því að sífellt stærri hluti vinnuaflsins, hlutastarfsmenn og fólk með tímabundna ráðningu, er vinnu- afl sem hægt er að reka ef þurfa þyk- ir. Holland var fyrst hinna 11 Evrópu- sambandslanda til að átta sig á þessu og nýta sér það. Samt sem áður hafa Hollendingar ekki gengið alla leið. Mjög hátt hlutfall vinnuaflsins, 12%, flokkast undir að vera _„veikt“ eða „fatlað" á einhvem hátt. Ástæðan fyr- ir þessu er að nánast eina leiðin fyrir hollensk fyrirtæki til að losa sig við óæskilega starfsmenn er að koma þeim á sjúkralista. En bótakerí! af þessu tagi er mjög dýrt fyrir efnahag- inn, ríkið og starfsmennina sjálfa. Þrátt fyrir að opinbert atvinnuleysi sé mjög lágt miðað við meginland Evrópu segir það ekki alla söguna því þar er ekki reiknað með hinum „veiku“ og „fötluðu". Ef hollensk lög leyfðu að hægt væri reka starfsmenn í fullri vinnu (ekki líklegt á þessum góðæristímum) myndi hlutfall vinnu- aflsins sem er skilgreint veikt eða fatlað snarlega minnka sem og fjöldi starfsmanna í hlutastörfum eða með tímabundna ráðningu. Þetta leyfi til að reka starfsmenn hefur ekki einungis dregið úr atvinnu- leysinu heldur einnig haft í för með sér sveigjanlegri vinnumarkað. Möguleikanum á að færa starfs- menn til eftir afköstum, milli fyrir- tækja, milli atvinnugreina eða milli héraða er stefnt í hættu ef atvinnu- rekendur geta ekki rekið starfsmenn sína. Þetta snýst ekki um stéttarbar- áttu heldur hagvöxt. Bankastjóri Seðlabanka Banda- ríkjanna, Greenspan, varpaði nýlega fram þessari spumingu: ,Af hverju hafa bandarísk fyrirtæki grætt meira á nýjungum í upplýsingatækni en keppinautar þeirra í Evrópu?" Hann svaraði því sjálfur svo: „Stór hluti skýringarinnar virðist liggja í því að vinnumarkaðurinn í þessum löndum er frekar ósveigjanlegur og allt of dýr í rekstri. Evrópa tók þátt í þeirri bylgju nýjunga og nýbreytni sem reið yfir heimsbyggðina en virðist hafa verið seinni til að færa sér það í nyt.“ Greenspan álitur að munur á sveigj- anleika vinnumarkaðanna í Banda- ríkjunum og Evrópu sé betri mæli- kvarði á efnahagslega getu markað- anna en meintur munur á tækni- sviðinu. Til er rétt leið, röng leið og hollensk leið til að koma hlutunum í fram- kvæmd. Opinber stefna á bandaríska vinnumarkaðnum er rétt leið. Pólitískt séð getur ekkert Evrópuland, né vill, taka upp banda- rísku aðferðina. Á sama tíma heyrast háværar raddir í Evrópu sem krefjast betri afkomu. Meginland Evrópu er ekki á réttri leið að Hollandi undanskildu. Hollendingar eru hvorki á réttri né rangri leið þegar þeir slá af hug- myndafræðilegum kröfum sínum og búa í raun til málamiðlanir sem hafa meirihlutafylgi. En á þessi aðferð alls staðar við í Evrópu af því að hún gengur upp í Hollandi? Því ekki? Pólitískt séð getur ekkert Evrópuland, né vill, taka upp bandarísku aðferðina. Á sama tíma heyrast háværar raddir í Evrópu sem krefjast betri afkomu. Atvinnuleysi í Evrópu er allt of mikið og hið langa tímabil hagvaxtar í Bandaríkjunum hefur sett þrýsting á evrópska stjóm- málamenn að gera betur. Hollenska lausnin á best við hið pólitíska um- hverfi Evrópu um þessar mundir sem hljóðar svo: „Höldum okkur við öll lög og reglur velferðarríkisins en gefum fólki tækifæri á að fara í kringum þau“. Hollendingar halda enn fast í lögin sem draga úr störíúm og hindra að hægt sé að reka mann í fúllu starfi en leyfa atvinnurekendum um leið að reka hlutastarfsmenn og starfsmenn með tímabundna ráðningu. Þessi samsuða er hið eina sanna, árangurs- ríka „hollenska módel“ en ekki félags- leg samvinna. Hollenska lausnin gæti átt við í fleiri löndum Evrópu. Og hún hefur þegar sýnt það. Þegar franskri vinnu- löggjöf var breytt í þá veru að há- markslengd vinnuvikunnar yrði 35 stundir felldu þeir úr gildi ströng skil- yrði íyrir nýtingu vinnuafls í hluta- störíúm eða með tímabundna ráðn- ingu. Þetta er skýringin á nýlegri aukningu þar á störfum í boði. Á yfir- borðinu er eins og Frakkland hafi þroskast sem velferðarríki. I raun tóku Frakkar bara upp sambærileg- an sveigjanleika á vinnumarkaði sem þeir sáu að virkaði vel hjá Hollending- um. Hollenska lausnin er kannski ekki besta lausnin en eina lausnin sem virkar í Evrópu þessa stundina. Melvyn Krauss er heiðursfélagi við Hoover-stofnunina við Stanford-há- skóla. Melvyn Krauss starfar við Hoover- stofmminH i Stanford í Kaliforníu. Lee R. Thomas er stjómandi hjá PIMCO í Newport Bcach i Kalifomiu. Hvers vegna var svo mikilvægt fýrir Ástrala að Cathy Freeman ynni þetta hlaup?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.