Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Heimurinn er heima Við þurfum ekki lengur að fara til útlanda til að hitta útlendinga eða tala útlensku, skrifar Ellert B. Schram. Gamla góða þ.jóðfélagið okkar er að breytast í alþjóðlegt samfélag. ÉG KOM inn á veitingahús um daginn í miðborg Reykjavíkur. Pjónninn sem tók pöntunina var af asískum uppruna. Sennilega kínverskur. Iþróttakennarinn í skólanum hjá stráknum mínum er egypskur. I líkamsræktarstöðinni tekur á móti mér króatísk stúlka í afgreiðslunni. Bamapían er hálfdönsk og ef þú leggur leið þína á nektar- dansstaðina, hvað er þá sem tekur á móti þér nema lokkandi fatafellur frá Lettlandi og Litháen! I Garðinum er fjórði hver íbúi frá Póllandi. A Isafírði eru fjörutíu þjóðarbrot. Sjö pró- sent bama í grunnskólum höfuðborgarinnar eiga ýmist föður eða móður sem em útlend- ingar. A sumum heimilum er alls ekki töluð íslenska. Ég kom inn í íþróttahús um daginn, þar sem þeir höfðu, til hagræðingar, leið- beiningar fyrir ungviðið þar sem gall við: „One, two, three!“ Já, heimurinn er heima. Við þurfum ekki lengur að fara til útlanda til að hitta útlend- inga. Eða tala útlensku. Gamla góða þjóðfé- lagið okkar er að breytast í alþjóðlegt samfé- lag. Meira að segja í íslenska ólympíuliðinu okkar í síðasta mánuði var einn keppend- anna rússneskur Eisti. Svo tölum við saman á tölvunni samkvæmt enskum forskriftum, insert, delete, save, ent- er og shut down og maður fer að kallast góð- ur að geta gert sig skiljanlegan á íslensku. Það er af sem áður var og hann fer bráðum að verða raritet, bóndinn í Ölfusinu sem sagði frá því að jörðin hans hefði verið byggð af sömu fjölskyldunni, mann fí-am af manni, í þqu hundruð ár! Og það er af sem áður var, þegar útlærðir ættfræðingar gátu, á tyllidög- um, rakið ættarskrár fyrir þjóðholla Islend- inga, þar sem menn gátu státað sig af beinum karllegg aftur til landnámsmanna. Hreinræktaðir innanbúðarmenn. Ósvikinn stofn. Já, sú var tíðin að útlendingar eða fólk af útlensku bergi brotið var litið homauga, ókunnugt fólk í sínu heimalandi. Jafnvel óvelkomið ef því var að skipta. í fróð- legri grein í Lesbók Morgunblaðsins um síð- ustu helgi segir Ami Amarson frá því þegar spánskir skipbrotsmenn vom teknir til fanga vestur á fjörðum og dæmdir til dauða á Alþingi, „gjört til landhreinsunar og þetta illþýði réttilega straffað“. Illþýði skyldu þeir heita, þessir ógæfusömu sjómenn á sautjándu öldinni, sem varð það á að abbast upp á þessa þjóð og ræna sér til matar, þegar þeim vom allar aðrar bjargir bannaðar. Það eimdi eftir af þessum hugsunarhætti allt til okkar daga. Maður var alinn upp í því andrúmslofti að leggja fæð á útlendinga (og homma) og hvernig var talað um þær ís- lensku blómarósir sem stigu í vænginn við setuliðið? Þær vom sagðar „kanamellur í ástandinu", sem þýddi að íslendingar áttu að umgangst þær eins og pestarsjúklinga, út- skúfaðar og rægðar af frómum löndum sín- um. Og svo var híað á þá sem vora þeldökkir eða bjagaðir í málinu og em ekki ennþá lög í landinu, sem gera útlendingum skylt að ís- lenska skímamöfn sín, áður en þeir komast á þjóðskrá? Ég man eftir því þegar ítalskt herskip lagðist fyrir akkeri hér á ytri höfninni, um 1960, og ítölsku sjóliðamir lögðu undir sig skemmtanalífíð eitt laugardagskvöldið á Gili og sagan sagði að þrettán börn hefðu komið undir þá nótt. Italskt illþýði hafði lagt undir sig reyk- HUGSAÐ UPPHÁTT Morgunblaðið/Jón Svavarsson Dansatriði á Qölmenningarhátíðinni fyrir röskri viku. víska meyjafansinn og þá sá á íslenska hrein- ræktarstofninum. Það vom afbrýðisamir þjóðernissinnar sem gengu einir heim þetta vorkvöld og hugsuðu fómarlömbunum þegj- andi þörfina. Aldrei skyldi maður leggjast með svona billegu kvenstóði framar. Ætt- jörðin hafði beðið hnekki, þjóðemið var í hættu. Nú era þessi þrettán afkvæmi orðin að fullorðnu fólki, innan um okkur hin, án þess þó að nokkur maður hafi merkt umtalsverða hnignun meðal þjóðarinnar og hvaða vörnum er í rauninni hægt að koma við, þegar illþýð- ið reynist hin besta viðbót og ekki má á milli sjá, hveijir plumma sig betur í þessu litla samfélagi okkar? Eða hvað gera bændur vestur á fjörðum, þegar gamlir Vestfírðingar era fluttir á mölina og fjöratíu þjóðarbrot halda uppi mannlífinu, þar sem eitt sinn vora þeir drepnir sem illþýði, sem hröktust þar á land? Ekki bara nóg með það að vestfirskar kjamafjölskyldur og „fast þeir sóttu sjóinn, Suðumesjamenn" séu horfnir á braut, held- ur hefur Islendingurinn í stóram stíl lagt land undir fót, út fyrir landsteinana, út í hinn stóra heim. Ég taldi það saman um daginn, að af tuttugu og tveim bamabörnum foreldra minna er helmingurinn búsettur erlendis! Heimurinn er heima. ísland er ekki lengur eyland, sem betur fer. Við liggjum í þjóðbraut miðri og ekki er- um við verri íslendingar, enda þótt útþráin og ævintýraleitin togi okkur til framandi landa og satt að segja sé ég alltaf eftir því sjálfur að hafa ekki hleypt heimdraganum, ungur maður, og gengið á vit hins ókunnuga. Maður verður heimóttarlegur og stundum þröngsýnn, með því að sitja ævilangt á sama bæjarhólnum. I Bandaríkjunum sækist mað- ur eftir forsetastólnum þar í landi, sem hefur ferðast þrisvar sinnum um ævi sína til ann- arra landa. Ekki er það gæfulegt fyrir okkur hin sem eigum allt undir því að forseti Bandaríkjanna hafi viðsýni yfir veröldina. Með sama hætti era þeir ekki verri íslend- ingar, útlendingamir sem hingað koma og setjast að. Meðan þeir eru ekki ofsóttir með aðkasti og fordómum. Meðan þeir hafa vilja til að aðlagast og tileinka sér íslenska siði og aðstæður og erfa það ekki við okkur, þótt stundum séum við hornóttir og hranalegir og étum hákarl og skötu svo stybban stendur út úr okkur í mílufjarlægð. Heimurinn er heima, þar sem við eram, þar sem við búum, þar sem hver og einn vill taka sér bólfestu. Án tillits til þess hvort hann rekur ættir sínar til landnámsmanna. Gerðu þér glaðan dag í miðri viku... ...og nýttu þér frábær kjör hjá Radisson SAS Radisson SAS Hótel ísland Gisting í miðri viku allan nóvember og desemben Gisting, morgunverður og kvöldverður Tveggja manna herbergi kr. 4.700 á gest. Eins manns herbergi kr.6.100 á gest. Cildir sunnudaga til fimmtudaga I n óvember og desember og að auki helgarnar 8,-10. og /5.-/7. desember. Radisson SAS Hótel Saga Gisting í miðri viku allan nóvember og desember Gisting, morgunverður og hlaðborð í Skrúði. Tveggja manna herbergi kr. 5.350 á gest. Eins manns herbergi kr. 7.150 á gest. Gldir sunnudaga til fimmtudaga I nóvember og desember. Jól alla daga á Café ísland Við tökum jólin snemma og bjáðum upp á Ijúffengan jólaplatta á kr. 1.450 frá og með I. nóvember. Opið kl. 10 - 22 alla daga. Radisson SAS Hótel Saga s: 525 9900 Radisson SAS Hótel ísland s: 595 7000 adÍA*í>i\\ HOTELS & RESORTS Aðeins í örfáa daga útsala á skíðavöru Rýmumfyrir2001 módelunum. • Skíðabúnaður • Snjóbrettabúnaður • Skíðafatnaður Bindingaásetningar unnar af fagmönnum á fullkomnasta skíðaverkstæði landsins. Munið eftirfríkortinu! UTILIF GLÆSIBÆ Sími 545 1500 • www.utilif.is íþróttir á Netinu & mbl.is AL.LTAf= eiTTHVAÐ /VK77

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.