Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 B 29 Hér erum við Deilt um lækkaðan refsi- aldur í kjölfar nauðgunar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANSKI dómsmálaráðherrann, Frank Jensen, kveðst munu leggja fram tillögu í næstu viku um hvernig taka eigi á vaxandi glæpa- tíðni á meðal barna og unglinga. Talsverður stuðningur virðist vera á meðal stjórnmálaflokkanna við að herða viðurlög við afbrotum barna og unglinga en þeir eru hins vegar ekki sammála um hvort lækka beri refsialdurinn. Umræðan er tilkom- in vegna nauðgunar sem fjórir pilt- ar á aldrinum 13-15 ára eru sakaðir um. Aðeins sá elsti á yfir höfði sér betrunarvist, hinir þrír ganga laus- ir, þrátt fyrir hversu alvarlegt brotið er og þá staðreynd að þeir hafa margoft komist í kast við lög- in fyrir smáþjófnaði og áreiti. Fjölmargar tillögur hafa komið fram í vikunni um hvernig takast eigi á við vandann, bæði þá stað- reynd að sífellt yngri börn og ungl- ingar fremja alvarleg afbrot og það að um 72% unglinga á aldrinum 15-18, sem staðnir eru að afbrotum og settir í gæsluvarðhald, eru af erlendu bergi brotin þrátt fyrir að þau séu aðeins 25% unglinga á þessum aldri. Hefur hlutfallið auk- ist hratt. Árið 1995 voru innflytj- endur eða afkomendur innflytj- enda um 40% ungra afbrotamanna. Lögreglan segir vandamálið al- varlegt og þvertekur fyrir það að um kynþáttafordóma sé að ræða en áðurnefndar tölur hafa verið dregnar í efa, m.a. af afbrotafræð- ingum við Kaupmannahafnarhá- skóla sem segja að athygli lög- reglunnar beinist frekar að innflytjendum en Dönum og þeir síðarnefndu sleppi oftar við refs- Hanne Bech Hansen, lögreglu- stjóri í Kaupmannahöfn, hefur lagt til að unglingar sem brjóti af sér verði settir í nokkurs konar nætur - og helgarfangelsi. Þá hefur for- maður dómsmálanefndar þingsins, Lissa Mathiasen, sagt að íhuga bæri möguleikann á því að koma á laggirnar unglingadómstól þar sem tekið yrði á málum þeirra sem refsilöggjöfin nær ekki til. Hægri- flokkarnir styðja tillöguna en hvor- ugur stjórnarflokkanna. Telja þeir að fyrst beri að kanna hver reynsl- an af slíkum dómstólum sé. t.d. í Bandaríkjunum og Bretlandi. Vinstriflokkarnir eru því andvígir að börn verði sett á bak við lás og slá og telja að leggja eigi áherslu á að koma í veg fyrir afbrot barna og unglinga. Hins vegar er meirihluti þing- manna fylgjandi því að börnum allt niður í 10-12 ára aldur verði refsaív fyrir afbrot með nauðungarvinnu, t.d. við að hreinsa veggjakrot, hreinsa rusl osfrv., auk þess sem ræða verði málið við félagsfræð- inga og fjölskyldu. Mjög skiptar skoðanir eru á því hvort lækka eigi refsialdurinn, sem er 15 ár. Eru hægriflokkarnir á því að hann beri að lækka, íhaldsmenn og Venstre leggja til að hann verði 13 ár, Danski þjóðarflokkurinn að 12 ára börn séu ábyrg gerða sinna gagnvart réttarkerfinu. Mið- og vinstriflokkarnir eru því hins vegar andvígir að hreyft verði við brotá-" aldrinum. mgu M iJB-WÆiJKma mgÆ ««aii tKr-.vk ■**■''■*** jga* s* Hvaleytubraut 18-20 220 HafnatllötSut. Síml: 863-8088/1!«: 888-8038 SYNING ilARNSMIÐAVELARj BL.IKKSMÍÐAVÉLAR, CNC VÉLAR, O.FL. O.FL. rRÆSARAR> RENNIBEKKIR, Sagir, SN m mksx, □ PIÐ hus. Miðvikud.- Föstud. Kl. 10-19. Laugard. Kl. 1Ö-1B. SUNNUD. KL. 10-17. r*. . . t* '44Sk ■ : ■ •••.•,.Vi. ^ Villibráðahlaðborð í Perlunni Frá 13. okt. til 15. nóv Leyfðu villtustu draumum bragðlaukanna að rætast Gestum Perlunnar gefst kostur á aö smakka eöaldrykki frá Rosemount í Ástralíu, Villa M T Edeu í Californíu og M.Chapoutier. 4.990 an. - miö. ***26 ára traust samstarf vlð íslenskan iðnað.*** Borðapantanir i sima 562 0200 <* * JSDN SIMSTOÐVAR ^ LG Stafrænt síma- og samskiptakerfi sva LG GDK ISDN simstöðvarnar herrta flestum holmilum. fyrirtœkjum ocj stofminum. Góðir oigínloíkar eins og þráðlausir símar. innbyggð simsvörun og tölvutengingar. BsajBrliint 14-16 200 Kótinviíyui Sirnl 510 6000 f iJV 610 0001 Kaohústorgl 5 600 Akiicnyii Siinl 460 fiOIiO l llK 460 5»5Ö -Sv.’ir iit i?r s.’inioiniið fyrírtinki isli>l lit ag Slmvlrkjiins ohf. Þlóiuistudelld Sv.irs ininasl þjótuistu á rtllutn nirlií simstöðvum b<njy)n tyrlrtmkla Létu hand- skrifa bréf til SAS Kaupmannahofn. Morgunblaðið. DANSKA íyrirtækið Skand- inavisk Tobakskompagni beitti vafasömum aðferðum til að reyna að koma í veg fyrir að reykingabanni yrði komið á í flugvélum á Norðurlöndum. Þetta kemur fram í Jyllands- Posten, sem hefur undir hönd- um gögn frá British American Tobacco en danska fyrirtækið hefur hingað til þvertekið fyrir að hafa beitt sér í málinu. Er tóbaksframleiðendur höfðu af því veður snemma árs 1989 að til stæði að banna reyk- ingar í flugi á Norðurlöndum, var boðað til fundar í Kaup- mannahöfn til að leggja á ráðin um hvemig hægt væri að koma í veg fyrir bannið. Akveðið var að þrýsta á ráðherra og þingmenn, handskrifa bréf svo að svo virt- ist sem mikil almenn andstaða væri við bannið og fá lækna til að lýsa því yfir að tóbaksreykur í flugvélum væri ekki hættuleg- ur heilsunni. Var sú niðurstaða byggð á könnun sem Philip Morris vindlingaframleiðand- inn hafði kostað. Yfirmaður upplýsingamála hjá SAS sagði í samtali við danska sjónvarpið að holskefla mótmælabréfa hefði borist er bannið var fyrst kynnt og að langflest hafi þau verið frá Dan- mörku. I skjölunum sem Jyllands- Posten fann kemur fram að ekki mátti fréttast að Skandinavisk Tobakskompagni stæði á bak við tilraunimar til að koma í veg fyrir bannið. Claus Bagger, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, viðurkennir það nú en segir ekkert óeðlilegt við að reyna að hafa áhrif á ákvörðunina, slíkt sé viðtekin venja víðs vegar um heim, svokallaður lobbýismi. Er danska sjónvarpið gekk á Bagg- er vegna handskrifuðu bréf- anna viðurkenndi þó að slíkt teldist líklega alveg á mörkum þess aðteljastrétt. Tóbaksframleiðendur höfðu hins vegar ekki erindi sem erfiði því banninu var komið á skömmu síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.