Morgunblaðið - 22.10.2000, Page 30

Morgunblaðið - 22.10.2000, Page 30
30 B SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 DÆGURTONLIST MORGUNBLAÐIÐ * fyrstu skífu, Three Dollar BiU Y’All, sem kom út 1997. Limp Bizkit-félagar lögð- ust í grimmt tónleikahald til að fylgja skífunni eftir og þar sem sveitin þykir með bestu tónleikasveitum ýtti það verulega undir sölu á skífunni sem sigldi nokkuð létt í tvær milljónir eintaka. Næsta skífa þar á eftir, Significant Other, seldist enn betur, en á þeirri plötu bar meðal annars til tíðinda að lesa mátti opinskáa frá- sögn af beiskum skilnaði Durst í textum flestra laga. Significant Other, sem kom út fyrir tæpu ári, byrj- aði á toppnum vestan hafs og austan og hefur selst í á sjöttu milljón einstaka um heim allan. Það varð ekki síst til að halda nafni sveitar- innai' á lofti að allt fór í bál ogbrand á Woodstock-hátíð- inni, en þegar þeir Bizldt-fé- lagar fluttu lagið Break Stuff varð allt vitlaust. í sumar nutu þeir Bizkit- menn mikilla vinsælda fyrir titillag kvikmyndarinnai' Mission Impossible 2 og varð til að hita vei upp fyrir plötuna nýju sem kemur út á morgun eins og getið er í upphafi. Skífan nýja minnir um margt á frumraun þeirra fé- laga, því hún er þyngri og kraftmeiri en Significant Other. Þrátt fyrir það segir gítarleikarinn Wes Borland að þeir félagar séu rólegri en forðum daga þegar þeir voni að tryllast af bræði og spennu. Hann segist reynd- ar orðinn nettþreyttur á fönkrokkinu, ekki vegna þess að þeim finnist ekki gaman að spila það, heldur vegna óteljandi eftirhermu- sveita. „Þegar við vorum að fara af stað vorum við að gera eitthvað nýtt að okkur fannst, enda einu sveitimar sem voru að spila svipaða tónlist Rage Against the Machine, Kom og Deftones. Síðan kom eftirhermuskrið- an og kannski mál að fara að gera eitthvað annað, en við höfum alltaf verið iðnh- við að blanda ólíkum hugmynd- um saman við rokkið og eig- um eflaust eftir auka það til muna.“ SÚ VAR TÍÐIN að Metallica var eina rokksveitin sem eitt- hvað kvað að. Svo hlaut þó að fara að þeir Metallicu-menn þynntust út með aldrinum og misstu sjónar á því hvað aðdá- endur þeirra væru að pæla, eins og sannast á kjánalegum málaferlum þeirra vegna Napster. Maður kemur þó í manns stað og vill svo til reyndar að meðal þeirra sveita sem héldu uppi vömum íyrir Napster var ein, Limp Bizkit, sem er á góðri leið að verða helsta rokksveit heims. Á morgun kemur út ný breiðskífa sveitarinnar, Chocolate Staifish and the Hot Dog Flavored Water. Söngvarinn Fred Durst er fremstur meðal jafn- ingja í Limp Bizkit, en hann stofnaði sveitina með félaga sín- um, bassa- leikaranum Sam Rívers fyrir sex ár- um. Frændi eftir Árna Rivers, John Matlhíasson Otto, slóst í hópinn sem trymbill og síðan græddist þeim félögum gítarleikari, Wes Borland. Fimmta hjól undir vagninn var svo plötu- skrámarinn DJ Lethal. Um þetta leyti var Kom að ryðja nýrri gerð rokktón- listar braut og þeir Limp Bizkit félagar voru ekki langt undan í sinni tónlist, þó lög þeirra væru öllu aðgengi- legri er örhljómkviður Korn- manna. Þegar Korn kom einu sinni sem oftar til Jack- sonville í Flórída 1995 fór bassaleikarinn til Durst að fá sér húðflúr, en Durst rak þá tattoo-stofu. Hann fékk snældu með prufupptökum og Kom-liðum leist svo vel á að þeir bentu upptökustjóra sínum á sveitina. Þetta varð svo til þess að Limp Bizkit bauðst að hita upp fyrir House of Pain og Deftones og síðan að taka upp sína BRASILÍSKA rokksveitin Sepultura var með fremstu hljómsveitum á sínu sviði í upphafi áratugarins og ekki annað framundan en leggja heiminn að fótum sér þegar missætti varð til þess að eihn stofnenda sveitarinnar sagði skilið við hana með látum. Sá var ekki á því að leggja upp laupana, stofnaði nýja hljómsveit sem notið hefur talsvert meiri vin- sælda en gömlu félagarnir. Max Cavalera stofnaði Sepultura með bróður sínum og tveimur til fyrir rúmum fimmtán árum og meðal annars fyrir hans til- stilli náði sveitin heimsvin- íwðdum og milljónasölu sem er harla óvenjulegt sé litið til þess hve harða tónlist þeir fé- lagar léku. Þegar Max tók saman við umboðsmann sveitarinnar, giftist henni og eignaðist með henni bam, kom þó upp missætti í sveit- inni því félögum hans fannst þiSÍr og hljómsveitin verða út- undan. Þeir félagar settu hon- um því úrslitakosti sem hann gekk ekki að, hætti og stofnaði eigin hljómsveit, Soulfly. Vinslitin urðu 1995 og upp frá því hefur Sepultura nánast horfið en Soulfly gengið flest í haginn. Fyrsta skífa sveitar- innar, samnefnd henni og kom út 1998, seldist bráðvel, en á henni var grúi gesta, þar á meðal Chino Moreno úr Def- tones, Fred Durst og D.J. Lethal úr Limp Bizkit og Eric Bobo úr Cypress Hill, auk þess sem grimmilegt rokkið var skreytt með dýpri pæling- um og öðruvísi tónlist. Meðal annars mátti það heyra eins- konar dubreggí, enda dáir Max Cavalera Bob Marley meira en aðra tónlistarmenn að eigin sögn. Þess sér reynd- ar einnig stað á nýrri plötu Soulfly, Primitive, sem kom út fyrir stuttu, því umslagið er úr smiðju sama listamanns og hannaði umslög fyrir Marley. Max Cavalera, sem er allt í öllu í Soulfly, er ekki af baki dottinn í tilraunamennskunni á nýju skífunni, því meðal gesta eru þeir Sean Lennon, Tom Araya úr Slayer, Cor- ey/#8 úr Slipknot og enn kem- ur Deftones-söngvarinn Chino Moreno við sögu. Þrátt fyrir það heldur hann sig við rokkið að mestu, skreytir með tölvu- hljóðum og hljómborði/píanói, en annars er keyrsla í fimmta gír að segja alla skífuna. Endurnýjaður Lenny Kravitz ÞÓTT ENGINN frýi Lenny Kravitz hæfileika stóð hann lengi vel í skugganum af eiginkonu sinni, leikkonunni Lisu Bonet. Þegar við bættist að gagnrýnendur úthrópuðu hann fyrir að vera síðhippi undir áhrifúm af sýrðu rokki áttunda áratugarins var ekki nema von að hann ætti á brattann að sækja. Smám saman rak Kravitz þó af sér slyðruorðið og sannar á safnskífu sem kom út í liðinni viku að hann kann sitthvað fyrir sér. Kravitz er fæddur inn í skemmtanaheiminn vestan hafs því faðir hans er framleiðandi sjónvarpsþátta og móðirin leikkona. Fyrstu kynni hans af tónlist voru er hann söng í drengjakór, en eftir að hann komst á bragðið héldu honum engin bönd og áður en langt um leið var hann búinn að kenna sjálfum sér á gítar, bassa, píanó og tromm- ur. Fyrsta breiðskífa Lenny Kravitz, Let Love Rule, kom út árið 1989 og þótti og þykir afskaplega vel heppnuð. Hún seldist bærilega og næsta breiðskífa, Mama Said, enn betur. Enn bætti Kravitz sig með þriðju breiðskífunni, Are You Gonna Go My Way, en fjórða skífan, Circus, þótti heldur síðri og gekk ekki eins vel. Fram að því að fimmta breiðskífan, sem hét þvi frum- lega nafni 5, kom út hafði Kravitz haldið sig við raf- magnað gítarrokk. Á 5 kvað aftur á móti við nýjan tón og ýmisleg rafeindahljóð og tölvutaktar komu við sögu í nokkrum lögum. Það var eins og við manninn mælt, platan seldist bráðvel og Kravitz kominn á beinu brautina. Á safnplötunni sem nefnd var í upphafi er að finna fjórtán lög af breiðskífunum fimm, en einnig flýtur með eitt nýtt til skrauts. BRESKA reggísveitin UB40 hefur verið lengur að en elstu menn muna, en ævinlega tekst sveitinni að raða inn nokkrum lögum af hverri skífu á vinsældalista. Um þessar mundir kemur út safnskífa með vinsælustu lögum UB40 hingað til og af nógu að taka því sveitin hefur gefið út á þriðja tug breiðskífna. UB40 dregur nafn sitt af eyðublaði sem fylla þarf út til þess að fá atvinnu- leysisbætur í Bretlandi og sagan hermir að sveitin hafi einnig orðið til í bótabiðröð fyrir 22 árum. Bræðurnir Robin og AIi Campbell, sem leika á gítara, en Áli syngur, eru kjarni UB40, en utan um þann kjarna eru á sveimi fjölmargir tónlistarmenn, bassaleikari, hljómborðsleik- ari, saxófónleikari, toaster og svo má áfram telja. Þegar þeir félagar stofnuðu sveitina var þeim efst í huga að leika ska og reggítónlist og skipti þá ekki máli að enginn þeirra kunni á hljóðfæri. Smám saman náðu þeir þó tökum á græjunum og fyrsta smáskífan, Food for Thought, komst hátt á lista. Fyrsta breiðskífan, Signing Off, sem var meðal annars skreytt með mynd af títtnefndu eyðublaði sem sveitin dregur nafn sitt af, seldist einnig bráðvel, komst í annað sæti breska breiðskífulistans og upp frá því má segja að sveitin hafi haldið vinsældum sínum að mestu þótt minna hafi borið á henni síðustu árin. Eins og getið var í upphafi er nýlega komin út skífa með safni bestu laga UB40 á 21 ári, frá 1980 til 2000. Reyndar hafa áður komið út safnskíf- ur, en þessi nýja er ekki bara safn „bestu“ laga heldur „langbestu" ef marka má umslagið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.