Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ 20 B SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 Guðmundur Páll stóð fyrir mótmælaaðgerðum þegar Fögruhverum var sökkt í Hágöngulón í júlí 1998. Morgunbiaðið/RAX þótt gengið falli eða ál verði gamal- dags framleiðsla og hætti að seljast. Að búa til þjóðgarð er aðferðafræði sem hentar mjög vel í heimi þar sem náttúruauðæfum fer hnignandi. Þama erum við með einstakt land og , ótrúlegt ríkidæmi ef við spOlum því ekki frekar.“ Risastíflur varasamar Guðmundur segir reynslu annarra þjóða sýna að það geti verið varasamt að hrófla við frumkröftum náttúrunn- ar með risastíflum og breytingum á farvegum fljóta. Þetta hafi margsinn- is verið gert, t.d. í Bandaríkjunum, Evrópu, Sovétríkjunum, Indlandi, Kína, Egyptalandi, írak og víðar með skelfilegum afleiðingum. „Nú eru stórvirkjanir álitnar vist- fræðOeg nátttröll. Þetta er ekki eitt- hvað sem virkjanaandstæðingar á Is- landi eru að finna upp. Verkin tala. Stórvirkjanir hafa eyðilagt vistkerfi margra landa og eru taldar með mestu náttúruspjöllum sem maður- inn hefur unnið. Hugmyndir um stór- virkjanir voru lifandi í upphafi 20. ald- ar og allir féllu fyrir þeim, kristnir menn, músh'mar, búddistar, komm- únistar og kapítaUstar. Sumir halda þessu áfram. Aðrir, eins og Banda- ríkjamenn, eru famir að sprengja stíflur en hafa niglað svo vistkerfi landsins að það verður mjög erfitt að snúa við. Kannski ekki hægt.“ Guðmundur segir að ameríski skógfræðingurinn Aldo Leopold, sem nefndur hefur verið faðir vistíræði vOltrar náttúru, hafi sett fram reglu sem sé í hávegum höfð hjá þeim sem sé annt um umhverfið: Það sem stuðl- ar að fjölbreytni, fegurð og stöðug- leika er góð framkvæmd. Það sem rýrir þetta er vond framkvæmd. „Ef við höfum þetta sem leikreglu skulum við líta á stórvirkjanir og til- færslu vatnsfalla. Menn leyfa sér yfir- leitt ekki lengur að haga sér þannig í vistkerfum að færa vatnsföll. Evrópu- búar eru tO dæmis búnir að breyta rennsli fljóta, stytta rennslisleiðir, byggja flóðgarða og eru nú víða að súpa seyðið af því með öllum þessum flóðum og Rússland brauðfæðir ekki bömin sín lengur.“ Stóriðjulandið ísland • Guðmundur telur að það sé löngu tímabært að íslendingar svari grund- vallarspumingum um nýtingu nátt- úruaflanna til raforkuframleiðslu. Hann segir að þjóðin hafi aldrei mót- að svör við því hvar eigi að virkja, hve mikið og hvernig við viljum hafa þetta land tfl frambúðar. ■r „Þaðeralvegljóstaðviðþurfumað framleiða meira rafmagn þegar fram í sækir. Spumingin er hvemig við geram það,“ segir Guðmundur. „VOj- um við fóma vistkerfi, auðlindum vatnsfaUanna, trufla sjávarlíf, eyði- leggja öræfadýrðina, ferðaþjónust- una, bakland íslendinga, listamanna, Ijósmyndara, málara og skálda? Hvað vOjum við ganga langt? Stjómmálamenn hafa ekki einu sinni gefið færi á að ræða þessa spumingu til hhtar. Þar virðist koma fram það siðleysi sem boðað er í stjómmálum nú; að halda áfram hvað sem tautar og raular. Hlusta ekki á fólkið sem býr í landinu." Guðmundur telur að mönnum verði að vera ljóst tfl hvers verið er að virkja. „Ef við ætlum að gera þetta að stóriðjulandi þá munum við fljótlega klára vatnsfóllin. Er það sýnin sem við vOjum hafa til frambúðar? Stór- iðjulandið ísland? Ég held að það sé komið meira en nóg af stóriðju og tel að meiri stóriðja muni stórskaða framtíð landsmanna og sjálfstæði. Að ég tali ekki um svona einsleita málm- bræðslustóriðju, sem við erum sér- fræðingar í núna. Það kemur eflaust að vetnisfram- leiðslu á Islandi. Það er hægt að gera án þess að byggja óhugnanlegar risa- stíflur eins og við Kárahnjúka. Við höfum ekki nýtt okkur vindorku neitt sem heitið getur og ekki rennslis- virkjanir. Báðir kostir era afar fýsi- legir fyrir vetnisframleiðslu því þar þarf ekki alltaf að vera stöðugt raf- magn. Það framleiðist meira ef er mikið rennsh og vindur eða öfugt.“ Guðmundur segist telja að snjall- asta póhtíska leiðin nú væri að staldra við í virkjanamálum. Koma á sátt, ekki um hvar á að virkja næst, heldur hvemig samfélag við viljum. „Það er betra að staldra aðeins við heldur en að gera vitleysu eins og verið er að efna til á Austurlandi ogNorðaustur- landi. í raun er verið að stofna til alls- heijarstríðs gegn náttúi-u íslands.“ Framkvæmdir og framfarir Nú er óspillt náttúra víðar á íslandi en fyrir austan. Hvað gerir þetta landsvæði svona mikilvægt? „Þetta er fyrsta stórvirkjunin á Norðausturlandi og meiri náttúra- spjöU af henni en dæmi era um í ís- landssögunni. Það era möguleikar á atvinnustarfsemi sem fela í sér miklu minni áhættu og fjárfestingu, sem felst í stóram þjóðgarði án virkjana. Við megum ekki líta svo á að fram- kvæmdir séu framfarir. Það hefur komið fram hjá talsmönnum eins stjómmálaflokks að það sé eðlflegt að fóma landi fyrir framkvæmdir og framfarir. Slíkur málflutningur er eitthvað meira og alvarlegra en hugs- anaskekkja. Það geta ekki verið framfarir að eyðfleggja land.“ Guðmundur telur verðmæti há- lendis Austurlands og Norðaustur- lands felast í því að hér um bO aUt í kringum Vatnajökul sé ómanngert land, þegar Hágöngulón er frátalið. „Þetta gefur okkur sem þjóð alveg gífurlega möguleika. Við eram að uppgötva þennan arf og við eigum að gefa okkur tíma til að skoða hvað við eigum að gera við hann, áður en við sólundum honum.“ Varnariína hálendisins Guðmundur telur að Kárahnjúka- virkjun sé bara forsmekkur að því sem koma skal, ef af virkjuninni verð- ur. Þá takist ríkisvaldinu sennilega að brjóta á bak aftur alla andstöðu við virkjanir og við munum sjá mannvirki á hveiju strái á öræfum. Deilan um Eyjabakka og Kárahnjúka snúist því um óheftan aðgang stjómvalda að ör- æfanáttúranni. „Það hefur ekki enn tekist að fá stjómvöld tfl þess að ræða virkjanir og stóriðju af neinni skyn- semi. Þetta er einsleit umræða í stjómarflokkum og þar er ákveðið hvað gera skuli. Fólkið á ekki að fá að segja neitt um þjóðararfinn. Það er búið þannig um hnútana að andmæh faUa eiginlega dauð.“ - Hvað um andmælarétt við mat á umhverfisáhrifum? „Mat á umhverfisáhrifum er af- skaplega léttvægur þröskuldur fyrir stjómvöld. Það er sama þótt menn komi með þung rök gegn ákveðnum niðurstöðum matskannanna, þá eru oft á tíðum búnar tfl nýjar leikreglur um að þetta og hitt vegi meira en þessi og hinn skaðinn. Ráðherrar hafa jafnvel veitt leyfi fyrir stóriðju og brotið með því lög. í raun er hægt að keyra eiginlega hvaða mat sem er í gegn. Það er jafnvel búið að taka stofnanir, sem eiga að vakta náttúr- una, að sumu leyti úr sambandi eða rýra getu þeirra. Náttúraverndarlög era gloppóttur fagurgaU. Þau verða að vera náttúranni í hag, vegna þess að hún er undirstaða framtíðarbúsetu á íslandi. En nú era náttúraverndar- lögin sérstaklega hagstæð fram- kvæmdum.“ Guðmundur á sæti í Náttúravemd- arráði. Hann segir að ráðið sé ekki lengur tfl mikilla afreka, máttur þess og vigt lítfl vegna þess að það hafi hvorki mannafla né fjármagn. ísland sé sennflega eina landið í Evrópu þar sem svo flla sé staðið að þessum mál- um. „Ráðið á að vera ríkisstjóm og umhverfisráðherra til ráðgjafar en rfkisstjómin hefur ekki vfljað hlusta á ráðgjöfina og taUð hana trafla störf sín,“ segir Guðmundur. Hann segir ennfremur að Náttúravemd ríkisins, sem er faglegur framkvæmdaaðOi fyrir náttúravemd á landinu, sé hlægflega undirmönnuð og í fjár- svelti. Því hafi stofnunin takmarkaða getu til að gegna lögskipuðu hlut- verki. „Enn hóta sumir ráðherrar að veikja þessa yfirumsjón og ráðgjöf enn meir og kalla hana því fáránlega nafni „miðstýringu“. Nú virðist stefna stjórnvalda sú að hrúga fram ótal verkefnum, sem ekki er hægt að anna vegna manneklu. Þetta eru alvarlegar veflur og gerðar að því er virðist af ráðnum hug til þess að taka þessar mikflvægu stofn- anir úr sambandi. Umhverfisráðu- neytið er máttvana og manni kemur helst tfl hugar að stjómvöld vflji ekki fara varlega í þessum efnum.“ Að bjarga dreifbýlinu Guðmundur bjó í Flatey þegar byggð lagðist þar næstum af og býr nú í Stykkishólmi. Hann þekkir af eigin raun hvaða áhrif flóttinn af landsbyggðinni hefur. Er ekki ein- hveiju fómandi tfl að spoma við þess- um fólksflótta? „Ég held að það sé ekki hægt að bjarga dreifbýli landsins með svona ofboðslegum framkvæmdum," segir Guðmundur. „Ég er sannfærður um að þetta era síðustu patent-lausnir sem stjómmálamenn hafa tO að bjarga sér úr ógöngum. Stóriðja get- ur sjálfsagt kveikt í atvinnumálum einstakra staða meðan á framkvæmd- um stendur. En með henni erum við að gjörbreyta félagslegu og samfé- lagslegu munstri landsins og vitum ekkert hvaða afleiðingar það hefur. Við vitum ekkert hvort dreifbýlingar vilja þessa vinnu eða ekki. Ég minnist þess að eina leiðinlega vinnan sem ég hef imnið á ævinni var verksmiðju- vinna, hún var andlegt fangelsi. Þá er nú ólflct skemmtilegra að þvo diska eða gólfl En hvað ætlumst við fyrir í dreifbýlinu? Ætlum við að flytja inn þúsundir verkamanna, eins og Evrópuþjóðir gerðu fyrripart 20. ald- ar, til að vinna í álbransanum? Sitja svo uppi með alls konar vandamál sem stafa af því að við sinnum ekki skyldum okkar við útlendingana? Ég óttast að það sé verið að gera dreifbýlið að blóraböggli fyrir þessari framkvæmdagleði stjómvalda, sem byggist fyrst og fremst á því að moka erlendu fjármagni í efnahagslífið og halda því þannig gangandi." - En hvað um unga fólkið utan af landi sem fer til að mennta sig og hef- ur ekki að neinu að hverfa í heima- byggð að loknu námi? „Menntun er aðferðafræði til að þjálfa fólk tfl þess að vinna, vera frjótt og nýta hæfileika sína betur en efla. Ef dreifbýlið væri með opinn faðminn fyrir ýmsum nýjungum, hversu smá- vægflegar sem þær kunna að sýnast, ef menntunin snerist um að kenna fólki að skapa eigin starfsgrundvöll, væri margt öðra vísi en nú er. Það virðist vera einhver sjálfskipuð aðferð stjómmálamanna að skapa fólki at- vinnu í stað þess að skapa grundvöll til þess að fólk geti stundað atvinnu. Á þessu er gríðarlegur munur. Það er þessi forræðishyggja sem m.a. felst í stóriðjustefnunni. Þú skalt vinna í stóriðju þegar þú verður stór!“ Guðmundur segir að dreifbýlið hafi upp á ákaflega margt að bjóða. „Við eram tíl dæmis rétt að byrja að læra á landið, nýta gróður og dýralíf. Ferða- mennskan er rétt að mótast. Við eig- um eftir að sjá gríðarlegar breytingar í því hvemig við förum með landið og ferðumst um það. Ég get nefnt að ísland er drauma- land ljósmyndara. Hér ætti að vera mjög öflug starfsemi tengd fagljós- myndun. Þetta er atvinnustarfsemi á heimsmælflcvarða sem menn sækjast eftir í öllum löndum. Það er ekki til betra ævintýraland í þetta en Island. Þannig á að virkja landið. Annað væri jarðfræðigeiri, eða jarðfræðisögugeiri. Möguleikamir eru í raun ótæmandi ef menn fá frið tO að þroska þetta og þróa. En með því að standa í stríði við yfirvöld um náttúragæðin þá verður miklu minna úr verki. Ef tO vill verða þessi auðæfi horfin þegar við verðum loksins búin að átta okkur. Það er óþolandi." Hálendisperlur í hættu Guðmundur segir að því miður séu flestar hálendisgersemar okkar í hættu vegna framkvæmdagleði stjómvalda. „Þar er fyrst að taka Þjórsárver, Langasjó og Skaftár- svæðið, en ég hef einnig heyrt nefnda Öskju og Kverkfjöll. Ég held að þetta séu þau svæði sem ef til vOl era í mestri hættu núna auk norð- austurhomsins með öllu bramboltinu sem þar er fyrirhugað. Landsvirkjun er með eins konar hálstak á Þjórsárveram. Annars veg- ar er fyrirhuguð stífla fyrir neðan Þjórsárver, sem mun sökkva stóram hluta þeirra. Hins vegar vOl Lands- virkjun taka vatn úr efstu kvíslum Þjórsárvera. Hvor aðferðin sem væri myndi eyðOeggja Þjórsárver, sem alltaf hefur verið á stefnuskrá Landsvirkjunar. Þau vora upphaf- lega hugsuð sem dæld fyrir risastíflu. Ef hægt er að tala um einstök dýr- mæt svæði á hálendinu þá era það Þjórsárver, vegna gróðurfars, dýra- lífs, vatnafars, fegurðar og alls. Hins vegar ef við horfum tfl þjóðgarðs elds og íss með Vatnajökli og stórri um- gjörð þá er sú heild öllum öðram hagsmunum dýrmætari. Hún er með fágætustu auðæfum á jörðunni." Ástfanginn aflandinu Guðmundur segist vera ástfanginn af landinu. „Þetta ástarsamband hef- ur varað alveg frá bemsku. Þegar ég var lengst í útlöndum saknaði ég einkum tvenns: Fjallanna og sjávar- ins. Ég fann tO þessa saknaðar dag- lega, ekki síst eftir fjöllunum. Ég hef átt yndislega fjölskyldu og saknaði hennar einnig. En landið, fjöllin og sjórinn viku aldrei frá mér.“ Guðmundur viðurkennir að hann hverfi stundum tfl landsins í di-aum- um. „Það era yfirleitt sæludraumar þar sem ég er einn á gangi um óbyggðir og sé eitt og annað sem gleður hug og hjarta. Það er eins og landið haldi utan um mig, ég sé í eins konar móðurfaðmi - alltaf öruggur.“ Guðmundur segist upplifa landið sem eins konar lifandi eind, en þó ekki lífvera. Hann segist ekki vera neitt sérstaklega gefinn fyrir að hugsa um huldar vættir, miklu frekar finnst honum að í landinu búi sérstök andagift. „Hún veitir manni unað, gefur nýjar forsendur, skapar vitund og ftjósemi hugans. Ég er frekar hlynntur því að líta á jörðina sem lif- andi fyrirbæri. Á þann hátt skilur maður mikilvægi þess að æðakerfi hennar fái að valsa um að vild og frumkraftamir að falla óhamdir. Að- eins þannig verður maður hluti af hefld, í stað þess að vera hinn drottn- unargjami sem vfll gína yfir öllu og sést ekki fyrir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.