Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn Að loknum skóladegi. Lorna heldur á Benedikt og Gunnar á Kára. ÚR BÚSTÖRFUM í DOKTORINN Fyrir rúmlega 20 árum var Gunnar Valdimarsson vinnumaður hjá Gunnari Sæmundssyni, bónda á Breiðabliki, rétt við Arborg í Manitoba-fylki í Kanada. Síðan hefur Gunnar nánast búið í Kanada og undanfarin tvö ár hefur hann verið aðstoð- arprófessor í dýrafræðideild Manitoba- háskóla í Winnipeg. Hann er eini prófessor- inn frá Islandi við skólann um þessar mundir. Steinþór Guðbjartsson ræddi við Gunnar, sem ætlaði upphaflega aðeins að kynna sér bústörfín vestra sumarlangt. VORIÐ 1977 lauk Gunnar eins árs búfræðinámi við Bændaskólann á Hvanneyri og hafði hug á að sjá hvernig bændur stæðu að verkum í Kanada. Áslaug Helgadóttir, frænka Gunnars, hafði verið í bú- fræðideild Manitoba-háskóla og hún útvegaði honum pláss hjá Gunnari Sæmundssyni á Breiða- bliki. „Ég var þar við venjuleg bú- störf um sumarið en fór svo heim um haustið og ætlaði í framhalds- nám í búfræði á Hvanneyri. Þar sem ég var ekki með stúdentspróf fór ég í Tækniskólann og var þar í tvo vetur en kom aftur hingað til Manitoba vorið 1979. Mér þótti svo gaman fyrsta sumarið og vildi endilega koma aftur. Þá var ég fram að jólum en fór svo heim. Var fyrst í byggingarvinnu og eina ver- tíð á sjó en vorið 1980 kom ég hingað í þriðja sinn og hef verið hér síðan. Ætlaði aldrei í háskóla Hann var hjá nafna sínum nefnd sumur en haustið 1980 hóf hann nám við Manitoba-háskóla og út- skrifaðist frá dýrafræðideildinni .'' .\i ■ ■ r i>.* ■ ' ■ .i'. Gunnar Valdimarsson leiðbeinir nemanda sínum, Elizabeth McLachlan, á rannsóknarstofu Manitoba-háskóla. 1984 en í skólanum kynntist hann Lornu Jakobson, dóttur Bjarka læknis og Borga Jakobson. Þau gengu í hjónaband 1985, Gunnar var í framhaldsnámi við sömu deild 1984 til 1987 og útskrifaðist með mastersgráðu. Þá fluttu þau til London í Ontario-fylki þar sem Lorna tók masters- og doktorspróf í sálfræði en Gunnar doktorspróf í sinni grein árið 1993. „Námsferillinn er með ólíkind- um þegar haft er í huga að ég ætl- aði mér aldrei í háskóla," segir Gunnar. „Þegar ég sótti fyrst um inngöngu í háskólann var langt lið- ið á sumarið og umsóknarfrestur löngu útrunninn en ég slapp fyrir horn. Aðalatriðið var að ég vildi vera hérna áfram og þetta var besta leiðin til þess. Reyndar var ég ákveðinn í að halda ekki áfram í þessu búfræðinámi heldur hafði ég gælt við að fara í dýralæknisnám í Noregi, sótti um en fylgdi því ekki eftir. Þegar ég byrjaði hérna leit ég til dýralæknisfræði en gerði ekkert frekar í því. Eftir eitt ár í háskólanum komst ég að því að dýralæknisfræðiskólinn í Saskat- oon, sem er fyrir nemendur í Vest- ur-Kanada, tók ekki erlenda stúd- enta og aðeins tólf frá Manitoba á ári en tveir aðrir slíkir skólar eru í landinu. Enn einu sinni þurfti ég því að taka ákvörðun um fram- haldið og dýrafræðin varð fyrir valinu.“ Lorna fékk stöðu í Kings- ton og því fluttu þau þangað en Gunnar var þar í rannsóknaþjálfun til að byrja með en 1995 fékk hann prófessorsstöðu í frumu- og líf- færafræðideild til þriggja ára en að þeim tíma loknum bauðst hon- um fyrrnefnd staða við Manitoba- háskóla. Skömmu áður hafði Lorna fengið fastráðningu en gaf stöðuna frá sér. Hins vegar komst sálfræðideildin við Manitoba-há- skóla að því að hún væri á lausu og farið var að vinna í því að fá stöðu fyrir hana sem tókst í júlí í fyrra.“ Ahrif frá Gunnari Sæmundssyni Gunnar Sæmundsson á Breiða- bliki í Nýja-íslandi var merkilegur maður, rammíslenskur eins og Margrét kona hans og fleiri í Is- lendingabyggðum. Hann átti mikið bókasafn og hefur oft verið sagt að hann kynni nánast allt eftir Stephan G. Stephansson utanbók- ar. Haraldur Bessason, fyrrver- andi deildarforseti íslenskudeildar við Manitoba-háskóla og rektor Háskólans á Akureyri, segir skemmtilega frá fyrstu kynnum sínum af Gunnari í bók sinni Bréf til Brands og líkir þeim við munn- legt próf í heimsbókmenntum og einkum og sér í lagi í Stephani G. í frásögninni segir hann að sér hafi verið fyrirmunað að fara rétt með kveðskapinn. „Mér fór að verða kalt til Stephans G. Steph- anssonar sem mér fannst í svip að hefði átt að yrkja minna og þá þannig að auðvelt væri að leggja ljóð hans á minnið,“ skrifar Har- aldur og bætir svo við að minning- in um nefndar yfirheyrslur hafi vikið fyrir vináttu við Breiðabliks- fólkið. Gunnar tekur í sama streng varðandi vináttuna og segir að fólkið _ á Breiðabliki og fólkið í Nýja-íslandi hafí reynst sér mjög vel. „Gunnar hafði talsvert mikil áhrif á mig enda merkilegur karl. Hann var stöðugt að spyrja mig um kveðskap en kom ávallt að tómum kofunum því ég kann engin kvæði. En hann lét sér það í léttu rúmi liggja. Gunnar var mjög gáf- aður, vel að sér í bókmenntunum og rökfastur en svo var hann lík- amlega mjög sterkur. Ég var til dæmis með honum úti í skógi þeg- ar hann var sjötugur og hann fór létt með að kasta stórum trjám sem ég átti í mestu erfiðleikum með. Gunnar talaði mikið um bók- menntir en lét mig aldrei finna al- varlega fyrir því þótt ég stæði á gati.“ Saknar íslendingaáranna en líður vel íslendingar hafa ekki verið fjöl- mennir við Manitoba-háskóla und- anfarin ár og segist Gunnar sakna gömlu Islendingaáranna. „Þegar ég byrjaði í háskólanum spilaði ég fótbolta með landafræðideildinni eins og allir íslendingar við há- skólann en á tímabili var liðið nán- ast aðeins skipað íslendingum og aðeins fyrirliðinn, Larry Stene prófessor, var úr deildinni. Larry er sextugur og enn að, gerði meira að segja þrjú mörk í innanskóla- keppninni í haust, en þegar ég kom aftur var ég eini íslendingur- inn í liðinu. Reyndar bættist Krist- ín Jóhannsdóttir í hópinn en það er af sem áður var. Hins vegar hefur ísland verið í sviðsljósinu og áhugi Islendinga á skólanum virð- ist vera að aukast á ný en nú eru fjórir íslenskir nemendur hérna. Aður fyrr voru íslendingar hérna mjög samhentur hópur og ég sakna svolítið þess anda sem þá ríkti en kannski breytist þetta á ný.“ Hann er samt mjög ánægður með sitt í Kanada. „Þegar ég kom hingað fyrst var þetta ævintýra- þrá, eitthvað nýtt og spennandi, og þannig hefur lífið reyndar verið hérna vestra. Það hefur verið gam- an að flytja á milli staða því ég hef alltaf uppgötvað eitthvað nýtt á hverjum stað auk þess sem ég hef alls staðar kunnað vel við mig. Þegar svona námsferli hefst er til- hneiging til að halda áfram. Ég hef viljað ljúka því sem ég hef byrjað á og mig hefur alltaf langað í eitt- hvað meira. Eftir að ég var byrj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.