Morgunblaðið - 22.10.2000, Síða 19

Morgunblaðið - 22.10.2000, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 B 19 yfirleitt mjög vandlega unnar, en samt sem áður aðeins byrjun á stóru ferli. Dýralífs- og gróðurfarsathugunum á hálendinu, ef til vill að undanskild- um rannsóknum í Þjórsárverum, má líkja við eins konar vörutalningu. Við erum að reyna að komast að því hvaða vörur séu í hillunum og hvað lagerinn er stór. Þegar á að spyrja flóknari spuminga, eins og um það hvemig þetta virkar allt saman, þá kunnum við ekki svörin. Þessum spumingum eigum við að svara áður en við fömm að breyta náttúranni. Það er gífurlega miidð í húfi að við vöndum okkur við það, vegna þess að villt náttúra er auðlind í sjálfri sér.“ Guðmundur segir að vemdun lands sé nýting á sinn hátt. Þess konar nýt- ing skdli sér á ótal mörgum sviðum, meðal annars í heilbrigðu vistkerfi, sjálfri undirstöðu auðlindanna. Voð- inn sé vís þegar við föram að gramsa í vistkerfum. „Það er óþarfi fyrir okkur að endurtaka sömu mistök og aðrir hafa gert í sambandi við stórvirkjanir og stóriðju. Við eigum að geta lært af öðram þjóðum, en við skellum skolla- eyram. Því miður virðast stjómmála- menn okkar, margir hverjir, mjög illa að sér í þessum fræðum. Þeir fleyta sér áfram á froðu og þykjast yfir allt slíkt hafnir. Fræðileg úttekt á hálendinu snýst um vistfræði og vistfræðilegar afleið- ingar; samhengið í náttúranni. Við höfum sterk rök sem hníga að því að stíflur muni hafa áhrif á frjósemi strandsjávar við landið. Þetta getur haft stórtækar efnahagslegar afleið- ingar til framtíðar og er svo alvarlegt mál að við megum ekki víkjast undan því eitt augnablik að hafa þetta í huga. Við verðum að gefa okkur þann tíma sem þarf til þess að rannsaka hver áhrifin* verða, en slíkt verður ekki gert í einum hvelli." Guðmundur telur að ekki sé hægt að gera marktækar þjóðhagslegar spár um arðsemi virkjanafram- kvæmda, nema reiknað sé með vist- fræðilega þættinum. „Hann er miklu mikilvægari en nokkur „byggðaredd- ing“ vegna þess að hann snýst um grandvöll íslenskrar þjóðar. Huglægi þátturinn er líka grundvallaratriði. Það hefur bein áhrif á þjóðarbúskap- inn ef framkvæmdir rýra sjávai-fang og ýmsa atvinnustarfsemi í landinu. Hver hefur tekið þá þætti inn í dæmið hjá Þjóðhagsstofnun? Gróðaútreikn- ingamir era grautur að mínu áliti. Mig langar að vitna í vin minn Skúla Skúlason, rektor á Hólum og dýra- fræðing, sem segir á einum stað „að náttúraspjöll í skjóli vanþekkingar séu hreinn glæpur“. Við eigum þekk- ingu og mannskap og höfum alla burði til þess að rannsaka fyrirfram hvaða afleiðingar svona geigvænlegar virkjanir hafa fyrir náttúruna. Það er ekki hægt að afsaka það að sleppa slíkum rannsóknum og það dugar ekki lengur að segja eftir á: „Guð fyr- irgefi okkur við vissum ekki hvað við voram að gera.“ Það er ekki einu sinni hægt að nota það skálkaskjól um gróðabrallið mikla, minkinn.“ Blint í sjóinn Guðmundur ritaði Skipulags- stofnun bréf í tilefni af matsáætlun vegna Kárahnjúkavirkjunar og fór m.a. fram á að könnuð yrðu langtíma- áhrif fyrirhugaðra vatnaflutninga og beislunar fallvatna á sjávarlíf á grannsævi í Héraðsflóa. Hann segir að slíkar rannsóknir hafi hvorki verið gerðar, né séu á rannsóknaráætlun. Það sé ekki einu sinni búið að rann- saka hvaða lífverur era þama, um- fram það sem er almennt er vitað um lífiíki hafsins í kringum landið. Ef verði breytingar þar á þá viti enginn hverjar þær hafi orðið. Þetta telur Guðmundur að lýsi afar hrokafullri afstöðu til náttúrunnar. „Það er bara eyðing strandarinnar og þess háttar sem á að fylgjast með í örskamman tíma,“ segir Guðmundur. „Það er engin vitneskja um botndýra- líf fyrir utan Héraðsflóa sem heitið getur. Aivöru rannsóknfr taka nokk- ur ár. Þess vegna verður rennt blint í sjóinn með hvað gerist í og við Hér- aðsflóa ef af Kárahnjúkavirkjun verð- ur. Það er óþolandi að menn fara af stað með svona ofboðslega röskun á náttúranni, án þess að gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar hún hefur. Það er eitt af framskilyrðum við hveija framkvæmd að okkur sé ljós tilgangur hennar og afleiðingar." - Þjórsá er margstífluð og rennur til sjávar við suðurströndina, þar sem era gjöful fiskimið. Er eitthvað sem bendir til þess að virkjun Þjórsár hafi haft áhrif á lífríki sjávar? „Það eru engar slíkar rannsóknir til sem hægt er að reiða sig á, hvorki fyrir eða eftir virkjanir í Þjórsá. Við suðurströndina era fleiri ár sem seint verða stíflaðar, eins og Skeiðará, og Skaftá sem enn er blessunarlega óhamin líkt og Hvítá. Ef flestöll meg- invatnsföll á hálendi Islands verða virkjuð, eins og margir forsvarsmenn orkumála gefa í skyn að eigi að gera, þá eram við búin að skrúfa fyrir vor- flóð og sumarflóð sem mynda lagskipt yfirborð ferskvatns og sjávar þar sem þörungalífið blómgast mest á vorin. Það mun líklega draga veralega úr Morgunblaðió/RAX Guðmundur við gamla verslunarpúltið í húsi hans í Flatey. Við þetta púlt vann hann m.a. myndskreytingar í Htverkið íslenzkir sjávarhættir l-V, eftir Lúðvík Kristjánsson. ÆVIOG STORF Guðmundur Páll Ólafsson er fæddur á Húsavík 2. júní 1941. Hann stundaði nám viö MR 1958-59 og háskólanám í Banda- ríkjunum 1960-66. Lauk B.Sc.-prófi í dýrafræöi og búvísindum viö Ohio State University og læröi kðfun vestra, nam Ijósmyndun viö Stockholms Fotografiska Skola 1970-72 og haflíffræöi viö Stokkhólmsháskóla 1971-74. Myndlistarnám viö Columbus College of Art and Design í Ohio 1984-85. Skólastjóri og kennari á Blönduósi 1966-68, kennari viö MA 1968-70, skólastjóri Barnaskóla Flateyjar 1972-76. Höfundurfræöirita og námsefnis af ýmsu tagi, hefur myndskreytt bækur meö Ijósmyndum og teikningum, m.a. íslenzka sjávarhætti l-V. Er höfundur kvik- mynda og hefur auk þess stundað sjómennsku, trésmíði, viögerð gamalla húsa. Guðmundur hefur veriö ötull baráttumaður fyrir náttúruvernd og umhverfisvernd. Hann hefur setið í Náttúruverndarráði um ára- bil. Hann er giftur Ingunni Kristínu Jakobsdóttur kennara og eiga þau tvær dætur, Ingibjörgu Snædal og Höllu Brynhildi. Fyrir hjónaband eignaðist Guðmundur dótturina Blæ. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, m.a. Páls- orðu Ferðafélags íslands fyrir Ijósmyndun, viöurkenningu Hag- þenkis 1995 og umhverfisverðlaun frjálsra félagasamtaka 1999. Bækur hans voru tilnefndar til bókmenntaverðlauna 1990 og 1995. framleiðslugetu sjávar. Þetta er era ekki ýkja flókin vísindi, þótt það sé ör- ugglega flókið mál að rannsaka þetta. En það eru mjög alvarlegir gaílar á stórvúrkjunum að þær gjörspilla bæði landi og sjó.“ Verðmæti þjóðgarðs í bréfinu til Skipulagsstofnunar skrifar Guðmundur að krefjast verði þess af stjómvöldum og Landsvirkj- un að þau „meti varðveislu óspilltra náttúruauðæfa að fullum verðleikum" ella verði heildardæmið bjagað. Er hægt að meta óspillta náttúra til fjár? „Það er til aðferðafræði sem gerir okkur kleift að leggja mat á verðmæti ósnortinnar eða villtrar náttúra. Hún er eflaust ekki fullkomin, en nálgun engu að síður. Þegar metinn er kost- ur þess að hafa þjóðgarð þá verðum við að gera okkur grein fyrir því hvað þessi náttúra gefur okkur í daglegu lífi og hveiju hún gæti hætt að skila yrði henni breytt. Þegar þjóðgarður er metinn þarf að meta gildi þess að eiga ómanngerð viðemi og náttúra sem leikur lausum hala, mótar þá náttúra sem við lifum á og hræramst í alla daga.“ Guðmundur segir að í reiknings- dæmi um arðsemi þjóðgarðs verði að meta til fjár hvað það sparar að virkja ekki. Með því sparist t.d. margs kon- ar aðgerðir sem grípa verði til vegna þess að rennsli fallvatna sé breytt. Slíkar aðgerðir hafi víða reynst ákaf- lega kostnaðarsamar. „Þjóðgarður vemdar umhverfið og framgang nátt- úrunnar eftir eigin lögmálum. Við þurfum að semja okkur að því að nátt- úra íslands fái að leika nokkuð mikið lausum hala til þess að halda áfram að skapa þetta undraland sem við þekkj- um og viljum eiga sem fóstutjörð. í Morgunblaðinu var staðhæft ný- lega að flöskuháls væri í ferðaþjón- ustunni, sem er mikilvæg atvinnu- grein. Sá að við gætum ekki tekið við fleiri ferðamönnum. Líklega er það rétt að við höfum ekki undirbúið jarð- veginn nógu vel á því sviði. Þjóðgarð- ur, ekki aðeins norðan Vatnajökuls, heldur allt um kring; þjóðgarður elds og íss sem varðveitir allt svæðið norð- an Vatnajökuls, Lónsöræfi, Fjalla- bak, Friðland að Fjallabaki og Langasjó yrði mikið aðdráttarafl % heimsvísu. Hann byði upp á stórkost- lega möguleika og miklu meiri að- gang fyrir ferðamenn á landsvísu. Ef til vill er þama mesta hagsmunamál íslendinga í bráð og lengd, en stóriðjuóhamingjan tröllríður öllum skynsamlegum hugmyndum. Þjóðgarður er líka mjög öragg fjár- festing sem ekki mun skaða okku$

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.