Morgunblaðið - 22.10.2000, Side 23

Morgunblaðið - 22.10.2000, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 B 23 V Þorskurinn flykkist til Kína i'j Villeroy &Boch i í SJÁVARFRÉTTUM Moggans um daginn var grein um það, að Norð- menn óttist nú mjög samkeppni frá Kína á sviði sjávarútvegs. Talað var um möguleika á því, að Kínamenn myndu reisa fleúi stór frystihús þar sem þeir gætu þítt upp heilfrystan flsk, keyptan víðs vegar um heim, og framleitt úr honum afurðir, sem þeir gætu selt á helztu mörkuðum verald- ar. Vinnuaflið væri svo ódýrt, að þeir gætu boðið meira fyrir hráefnið, en samt selt afurðimar á lægra verði en keppinautarnir. I greininni var greint frá því, að það væri hægt að borga 35-40 Kínverjum fyrir þá pen- inga, sem einn norskur fiskvinnslu- maður fengi í árslaun. Var og sagt, að 1999 hefðu Norðmenn selt 3000 tonn af heilfrystum þorski til Kína og mætti búast við, að þessi viðskipti myndu aukast, en fiskurinn er send- ur með járnbrautarlestum frá Murmansk. Þetta ætti ekkert að koma okkur á óvart, því við vitum, að stærstu álfyr- irtæki heims hafa sótzt eftir því að reisa álver á íslandi, þótt þangað þurfi að flytja allt fráefni, stundum alla leið frá Astralíu, og svo að senda tilbúnu vöruna yfir hafið á markað- inn. Allir þessir flutningar borga sig vegna þess, að rafmagnið er svo ódýrt á Fróni. Handfljótur verkalýð- urinn er hið ódýra rafmagn Kína að því er fiskvinnslunni við kemur. Heilfrystur fiskur leitar þangað, ekki aðeins frá Noregi, heldur frá Rússlandi, Alaska, Nýja-Sjálandi, Afríku og íslandi, og er þá ekki allt upp talið. Fyrir nokkru var selt þangað eitthvert magn af heilfryst- um, íslenzkum karfa, er kom síðan á markað í Ameríku sem „íslenzk" karfaflök frá Kína. Nú þegar eru Kínamenn orðnir einn stærsti innflytjandinn á fisk- flökum til Bandaríkjanna. Hræódýr kínversk Alaska-ufsaflök seljast eins og heitar lummur og kosta ekki nema tæpan helming af söluverði ís- lenzkra þorskflaka hér. Eins og þið hafið líklega heyrt, hefir vegur og vandi íslenzka þorsksins, hérna í henni Ameríku, dalað verulega á síð- asta áratug, eða síðan útflutningur- inn var gefinn frjáls á íslandi. Ekki er þorandi að fara mikið út í þá sálma, því það er viðkvæmt mál mjög og gæti framkallað margar svar- greinar í Mogganum. Læt ég nægja að segja, að gæðaímynd og orðstír ís- lenzkra flaka hefir goldið afhroð á Bandaríkjamarkaði. Islandsmenn hafa að nokkru leyti misst markaðs- málin úr hendi sér, og nú hagnast fjöldi amerískra innflytjenda á ís- lenzkum fiski í stað íslenzku fiskfyr- irtækjanna í Ameríku, sem eru veik- ari fyrir vikið. Viðskiptafrelsið lengi lifi! I viðbót við Alaskaufsa eru fluttar hingað inn frá Kína ýmsar aðrar sjávarafurðir, svo sem þorskflök, kolaflök, hörpuskelfiskur, smokk- fiskur, vatnakrabbi og froskalappir, svo eitthvað sé nefnt. Indónesía og Thailand framleiða einnig mikið af fiski fyrir þennan markað og er al- mennt álitið hér, að gæði og hand- bragð allt sé til mikillar fyrirmyndar hjá framleiðendum beggja landanna. Þótt fiskimið hafi verið góð á þessum slóðum, leikur lítill vafi á því, að gengið hefir verið nærri mörgum fiskistofnum. Þess vegna hafa bæði löndin orðið að sækja á fjarlæg mið og líka snapað fryst hráefni út um allan heim. Hér áður fyrr voru það þorskur- inn, ýsan, ufsinn og karfinn, sem réðu ríkjum á Ameríkumarkaðnum. En þegar þær tegundir fóru að veikj- ast vegna aflabrests eða veiðitak- markana, hlupu aðrir í skarðið í þessum stórfiskaleik. Að ofan var nefndur Alaska-ufsinn og þá má ekki gleyma ræktaða laxinum, búrfiski, holinhala, tegundum af vartaraætt (groupers) og rauðfiskum ýmiskon- ar, sem veiðast á hitabeltis-slóðum. Víet-Namar eru líka komnir í slaginn og flytja þeir hingað mikið magn af steinbítstegund/white river cobbler), sem seld er undir ýmsum nöfnum og Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída þykir afbragðs matfiskur. Á síðustu árum hefir svo enn ný fisktegund haslað sér völl hér í Flórída. Það er karfi sá, sem veiddur er í Viktoríuvatni í Afríku, og er hann orðinn mjög mikilvægur fiskur í sól- arríkinu. Hingað eru flutt roðlaus og beinlaus flök og kosta þau rúmlega helming af andvirði íslenzkra þorsk- flaka. Vatnið hennar Viktoríu drottningar, annað eða þriðja stærsta stöðuvatn í heimi, rétt um % af flatarmáli íslands, er nú farið að gefa af sér meira en 185.000 tonn af þessum líka fína karfa, og er það magn um 3A af þorskafla íslendinga 1998. Fyrir um hálfri öld tóku hinir brezku húsbændur Kenya þennan fisk úr ánni Níl og settu í fikti í vatn- ið, og er hann þess vegna oft kallaður Nílarkarfi. Á fáum áratugum marg- faldaðist stofninn og át nýbúinn upp alla þá fiska, sem áður höfðu átt heima í vatninu. Svo gráðugur er karfinn, að han étur sín eigin ungviði ef hann finnur ekkert annað í svang- inn. Þau þrjú lönd, sem að vatninu liggja, Kenya, Uganda og Tanzania, stunda öll þessar veiðar, en það eru ekki nema 10 ár síðan hafist var handa um að reisa frystihús og frysta fiskinn. Mikið magn hefir ver- ið sent ferskt flugleiðis til Evrópu- landa, og um tíma tók íslenzkt fyrir- tæki þátt í dreifingunni þar. Islendingar hafa einnig verið viðriðnir tæknivæðingu frystihúsa og þjálfun starfsfólks á svæðinu, en ekki hefi ég heyrt um það, hvort þeir hafa náð árangri í að dreifa frystu af- urðunum. Það hljóp kengur í útflutninginn til Evrópu í fyrra, þegar Evrópu- sambandið bannaði allan innflutning vegna þess, að einhverjir neytendur höfðu orðið veikir eftir át á Nílar- karfa. Við rannsókn kom í ljós, að sumir af okkar þeldökku bræðrum, sem úr vatninu veiða, voru orðnir leiðir á að draga netin, svo þeir gerðu sér lítið fyrir og dreifðu skordýra- eitri á yfirborðið. Síðan biðu þeir þar til fiskurinn flaut steindauður upp í massavís! Sem betur fer, að karfinn var útlægur gerður frá Evrópu, og er fyrst núna farið að afiétta banninu að nokkru leyti. Þetta hefir ekki orð- ið vandamál hér, enda er hver send- ing grandskoðuð í bak og fyrir og vottorð út gefin. Þrátt fyrir miklar framfarir á mörgum sviðum atvinnulífsins á Fróni, verður sjávarútvegurinn áfram mikilvægastur fyrir afkomu landsmanna um ókominn tíma. Verð- um við að vona, að viðskiptafrelsið sjái um að tryggja hagkvæmustu nýtingu og ráðstöfun afurðanna. En ef það skyldi nú koma upp, að land- inn fari að heilfrysta þorskinn og senda í stórum stíl til Kína, verðum við bara að bíta í það súra epli. Það er kannske skiljanlegt, að sá guli, sem við stundum köllum okkar heitt- elskaða þorsk, vilji leita til þeirra gulu, þ.e. Kínamanna. 1 Wl peii ilæt istæl ki Öðruvísi hreinlætistæki Margar gerðir fyrirliggjandi á lager Sérpantanaþjónusta 0PIÐ 011KVÖLD TIL KL. 21 METRO Skeifan 7 • Simi 525 0800 : m m www.postlistinn.is athuga jölagjafir!!! Islenski Postlistinn sími 557 1960 Hefur þú dregist í launum? Nýttu þér launakönnun VR til að komast að því hvar þú stendur í samanburði við aðra í sambærilegu starfi. Niðurstöður könnunarinnar eru eitt besta tæki sem þú hefur til að bæta kjör þfn. Svar þitt skiptir máli. kilafrestur il 25. október Mundu að spennandi ferðavinningar eru dregnir úr innsendum könnunum. eflir Verzlunarmannafélag Reykjavíkur f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.