Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 22
J22 B SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐ'ÍÐ Blýeitrun - spillti heilsu Beethovens Naperville, Argonne í Illinois. Reutcrs, AP. NIÐURSTÖÐUR rannsókna á hári af höfði þýzka tónskáldsins Lud- wigs van Beethovens, sem lézt ár- ið 1827, benda til að hann hafi þjáðst af alvarlegri blýeitrun og að hún sé líkleg orsök þrálátra veikinda hans og kunni að hafa leitt hann til dauða. Vísindamenn við heilsurann- sóknastofnunina í Naperville í III- inoisríki ■ Bandaríkjunum hafa eftir fjögurra ára rannsóknir á hári sem varðveitzt hefur af höfði Beethovens komizt meðal annars að því, að í því er 100 sinnum meira af blýi en finnst í heil- brigðu mannshári. „I hverju einasta sýni sem við skoðuðum var Iangtum meira (af blýi) en eðlilegt getur talizt," sagði William Walsh, sem fer fyrir vísindamönnum stofnunarinnar, á blaðamannafundi. Fjöldinn allur af læknum reyndi að finna lækningu við veikindum Beethovens, sem dó á 57. ald- ursári árið 1827. Allt frá því snemma á þrítugsaldri þjáðist hann af hinum ýmsu kvillum, sem lýstu sér meðal annars með mikl- um kviðarverkjum, þunglyndi og uppstökku skapi, en allt eru þetta dæmigerð einkenni blýeitrunar, að sögn Walsh. Hvað olli blýeitrun Beethovens er hins vegar ráðgáta. „Við erum engu nær um hvað olli blýeitrun Beethovens," sagði Walsh. „Við vitum að hún var miklu meiri en algengt var að samtíðarmenn urðu fyrir, þar sem einkennin hjá honum voru svo afgerandi. Víst er að ekki margir aðrir íbúar Vínar- borgar þjáðust af þessum eink- ennum; hefði svo verið væru vafa- laust til frekari heimildir um það.“ í sjaldgæfum tilvikum veldur AP Ludwig van Beethoven blýeitrun heyrnarleysi, en vísinda- menn telja sig þó ekki geta sagt til um hvort hún hafi verið orsök heyrnartaps tónskáldsins. Ekki með sýfílis Þegar rannsóknin á gráu og skolleitu hári Beehovens hófst, voru vísindamennirnir fyrst að leita að ummerkjum um kvikasilf- ur, þar sem sýfilissjúklingar á dögum Beethovens voru gjarnan látnir neyta þess í lækningaskyni. Við efnagreiningu hárs hans fund- ust hins vegar engin ummerki um kvikasilfur, og þykir það gefa sterka vísbendingu um að sögu- sagnir um að tónskáldið hefði þjáðst af sýfilis væru rangar. Hárlokkarnir, sem nú voru rannsakaðir, voru klipptir af höfði Beethovens daginn eftir andlátið. William Meredith, forstjóri Beethoven-rannsóknastofn- unarinnar Center for Beethoven Studies við ríkisháskólann í San Jose segist vonast til að frekari rannsóknir á hári sem klippt var af Beethoven nokkrum árum fyrir lát hans og varðveitt er í Beet- hoven-safninu í fæðingarhúsi hans i Bonn i Þýzkalandi muni geta svarað frekari spurningum um krankleika og líf tónskáldsins. Að sögn Walsh varð Beethoven fyrir blýeitruninni eftir að hann var orðinn fullorðinn. Einn mögu- leikinn á uppsprettu eitrunarinnar er heilsulindarvatnið sem hann synti í og drakk er hann dvaldi á heilsubótarstöðum eins og í Karls- bad i Bæheimi, sem hann gerði oft. Árið 1802 skrifaði Beethoven bræðrum sínum bréf, þar sem segir: „Strax og ég er látinn, ef Schmidt læknir verður þá enn á lífi, biðjið hann þá i minu nafni að finna sjúkdóm minn, og festið þetta bréf við skýrslu hans um veikindi mín svo að heimurinn geti að svo miklu leyti sem mögu- legt er komizt í sátt við mig eftir andlát mitt.“ Walsh sagði þessi skrif Beet- hovens hafa verið meðal þess sem hefði drifið sig áfram í þessum rannsóknuin. „Mér finnst á vissan hátt að Beethoven hafi sjálfur beðið mig um að gera þetta,“ sagði Walsh. „Hann velti því oft fyrir sér hví sér hefði liðið svo illa megnið af ævinni, hvers vegna veikindin höfðu eyðilagt félagslíf hans og þá ánægju sem hann hefði átt að geta haft af eigin stórkostlegu tónsmíðum. Svo að við erum að verða við nokkrum af óskum hans, þótt langt sé um lið- ið.“ Keypt á uppboði 1994 Það var ungur tónlistarmaður, Ferdinand Hiller, sem klippti hár- lokkana sem rannsakaðir voru af höfði Beethovens daginn eftir að hann lézt. Hárið gekk siðan sem erfðagripur mann fram af manni og endaði síðan í höndum dansks læknis, Kay Framming, sem beitti sér mjög við að hjálpa gyðingum að komast undan ofsóknum nazista á dögum síðari heims- styrjaldar. Er talið að honum hafi verið gefið hársýnið í þakklætis- skyni fyrir starf hans í þágu gyð- inga. Eftir lát Fremmings, árið 1994, seldi dóttir hans hárið á uppboði hjá Sotheby’s í Lundúnum. Kaup- endur voru Brilliant og Alfredo (kallaður Che) Guevara, skurð- læknir frá Arizona. Hann var síð- an aðalhvatamaðurinn að rann- sóknunum á hárinu. Lundúnabréf Betlisög’ur úr stór- borginni Stórborgarlífíð afhjúpar margar hliðar mannlífsins eins og Sigrún Daviðsddttir hefur komist að á randi um London. EINHVERN tímann heyrði ég þá kenningu að íslendingar væru auðþekkjanalegir í stórborgum. Engir aðrir en þeir horfðu framan í fólk, auðvitað af því þeir væru ómeðvitað alltaf að leita eftir and- litum, sem þeir þekktu. Hvort sem þetta er rétt eða rangt þá er þetta engu að síður góð kenning og minnir á að í mannmergð stór- borganna gilda önnur umgengnis- lögmál en í fámenni. Eitt lögmálanna er að andlit og einkum þó augun eru yfirleitt ut- an sjónmáls. Það er nánast of nærgöngult að horfast í augu við fólk á förnum vegi. En það þýðir þó ekki að það sé ekki hægt að glápa á fólk þegar þannig ber und- ir, en það gerist helst við sérstak- ar aðstæður. En við aðrar sér- stakar aðstæður gerist það að fólk stígur yfir línu afskiptaleysisins, en það er ekki alltaf jafnánægju- leg lífsreynsla. Skipulagt gláp Fyrir skömmu var ég á leiðinni á hjólinu mínu frá Knightsbridge, hverfinu í kringum Harodds-vöru- húsið, niður þá fornfrægu götu bítlatímans, King’s Road. Fyrir utan búð nokkra stóð hópur af fólki í hálfhring, nokkrir ljós- myndarar þar á meðal og firna glæsilegur svartur bíll af einherri eðaltegund. Allir gláptu á búðina, sem heitir Voyage og er þekkt fyrir að selja frægu fólki rándýr fataplögg. Ég stoppaði og spurði einn gláparanna hvað væri um að vera. Hann vissi það ekki gjörla, bara að inni í búðinni væri einhver rosa frægur, annaðhvort leikararnir A1 Pacino eða Roberto de Niro eða þá söngkonan Cher. Ekki mjög nákvæmar fréttir, en ég ákvað sumsé að gerast líka glápari og sjá hvað þarna yrði að sjá. Eftir dágóða stund opnuðust djrnar og út vatt sér kona, sem var greinilega hvorugur leikar- anna, en sumsé Cher. Hún var í útsaumaðri, aðskorinni svartri flauelskápu með skinnkraga í átt- unda áratugs stíl og í þessari flík stillti hún sér upp með alvönum töktum fyrir framan ljósmjmdar- ana, sem smelltu af í ákafa, áður en hún sveiflaði sér inn aftur. Að vörmu spori kom hún út aft- ur en nú í slitinni, svartri leður- kápu. Ekki virtist hún hafa keypt neitt því engir voru innkaupapok- arnir í kjölfari hennar. Aftur tók við ljósmyndun og svo voru ýmsir sem vildu fá áritun og mjmdir af sér með stjörnunni. Hún var ekk- ert að flýta sér, tók sér góðan tíma í þetta, áður en hún settist upp í bílinn, sem renndi úr hlaði. Fjölmiðladaður Þarna hefði sögunni vísast lokið nema af því ég var á hjóli. Sem ég hjólaði áfram leið mína niður King’s Road hjólaði ég nokkrum mínútum síðar fram á svarta bíl- inn aftur, sem í þetta skiptið stóð fyrir framan skartgripabúð, sem selur glingur af öllu tagi og í öllum regnbogans litum. Það góða við að vera á hjóli er að það eru aldrei nein vandræði að leggja, svo af hjólinu vatt ég mér og inn í búðina. Þar var Cher á rölti milli útstillingarborða og valdi sér hitt og þetta, sem hún lagði í haug á búðarborðið og það álitlegan haug. Enginn glápti á hana, enginn virti hana viðlits, engir ljósmyndarar. Einhver hugsar kannski með sér að mikið megi nú vorkenna fólki að geta ekki farið óáreitt í búðir, en málið er ekki alveg svo einfalt. Það er til fólk, sem af ein- hverjum ástæðum þrífst á athygl- inni, eða telur sig þurfa á henni að halda. Að öllum líkindum hefur auglýsingamaskína Cher einfald- lega látið valda ljósmyndara vita af ferðum hennar. Búðin sér sér líka hag í því að hún sé mynduð í fötum þaðan. Það er ekki eins og frægt fólk geti ekki um frjálst höfuð strokið fjrir ljósmyndurum, heldur er það þetta daður þess við þá, sem skap- ar eftirsóknina í myndir af því. Þeir, sem vilja, fá að vera í friði. Þeir sem ekki vilja vera í friði fá heldur engan frið. Eymd og lygar En það eru fleiri, sem leita at- hygli í stórborginni, þótt það sé ekki athygli ljósmyndaranna sem er leitað eftir. Einn daginn var ég í búðum á Tottenham Court Road, alveg við Oxford Street, verslun- argötuna miklu, með ungri vin- konu minni. Hún hafði orðið eftir fyrir utan búðina, en kom skömmu síðar inn og sagði að tángings- stúlka hefði beðið sig um pening. Þegar hún sagðist ekki hafa neinn, en væri á leið inn að hitta fólk, spurði stúlkan hvort hún gæti ekki beðið fólkið um pening, en því neitaði hún og fór með það inn í þúðina. Og viti menn! Þegar við höfðum lokið búðarerindinu góðri stúnd seinna stóð stúlkan þarna enn og var ekki sein að renná á okkur um leið og við birtumst. Kringlótt andlit hennar var.fölt og tekið og hún var eins og hvekkt dýr. Hún sagðist ekki vera að biðja um pen- ing, aðeins hvort ég gæti ekki keypt mat handa níu mánaða dótt- ur hennar. Sjálf sagðist hún að- spurð vera 17 ára. Ég kaupi alltaf blað heimilis- lausra, en læt annars ekki oft fé af hendi rakna við betlara. En þess- ari bón gat ég ekki neitað. Var samt hálförg yfir að vera tekin fyrir á þennan hátt og vafalaust heyrðist niðurbælt ergelsið í rödd minni þegar ég sagði stúlkunni að koma með mér í kjörbúð þarna og sagði henni að taka það sem hún þyrfti. Hún tók strax þurrmjólk. Ég spurði, vísast ekki tiltakanlega mjúkri röddu, hvort hún þyrfti eitthvað meira. Hún tók þá bleiu- pakka og þvottaservíettur. Á leiðinni að kassanum fór hún að segja mér að hún ætti ekki fyr- ir leigunni, hvort ég gæti ekki lát- ið sig hafa pening fjrir leigunni. Ég þvertók fjrir það og sagði að félagskerfið breska tæki á málum táningamæðra. Hún sagði þá að málið væri ekki svo einfalt. Hún gæti ekki fengið neinar bætur því foreldrar hennar hefðu rekið hana af heimilinu þegar hún átti barnið, en haldið eftir fæðingarvottorði barnsins og skilríkjum hennar. Ég margendurtók að hún gæti víst fengið hjálp, en hún þráaðist við og nuddaði í mér um leigupeninga. Eftir að ég hafði borgað um tvö þúsund íslenskar krónur fyrir vör- ur hennar gerði hún enn eina til- raun til að fá hjá mér fé fyrir leig- unni. Þegar ég neitaði stökk hún í burtu án þess hvorki að kveðja né þakka fjrir sig. Þegar ég bar söguna upp við vinkonu mína, sem vinnur í breska félagsmálakerfinu, sagði hún að sagan gæti vel verið sönn, ekki síst fjrst hún keypti í raun barna- vörur, en var ekki bara að biðja um pening. Hins vegar væri það alveg Ijóst að hvort sem hún hefði skilríki eða ekki gæti hún fengið hjálp. Sjálf hafði þessi vinkona mín lent í því að gefa konu á götu tíu pund, því hún sagði að dóttir sín hefði látist þá um morguninn og sig skorti fé til að komast til Brist- ol, þar sem dóttirin væri. Konan var ekki illa til fara og kom ekki illa fyrir, vildi endilega fá heimilis- fang vinkonu minnar til að endur- greiða peningana. Nokkrum vik- um síðar bankaði hún upp á hjá henni, en þó ekki til að endur- greiða lánið, heldur til að spjrja hvort hún gæti lánað sér tíu pund. Dóttir hennar hefði slasast alvar- lega. Þegar vinkona mín sagði henni að síðast þegar þær hefðu hittst hefði dóttirin verið dáin fór konan undan í flæmingi. Það hefði verið misskilningur. Síðan hefur vinkona mín ekki fengið fleiri heimsóknir. En svona er þetta í stórborg- inni. Sumir hringja á undan sér þegar þeir fara í verslunarleiðang- ur til að betla athygli. Aðrir betla eftir brýnustu nauðsynjum, án þess að ljóst sé hversu brýnar þær séu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.