Morgunblaðið - 22.10.2000, Side 9

Morgunblaðið - 22.10.2000, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 B 9 Samlandar Cathy Freeman af frumbyggjaættum fagna sigri hennar. loknum Þegar Cathy hljóp 400 m af leiðinni til sátta Dagbókarbrot Hripað á heybagga 25.9.2000 Bolinn beið mín óþreyjufullur við hliðið. Óðinn heitir hann, meira en 400 kg á þyngd. Ætti með réttu sæti á Ólympíu- leikunum. Ég var sein. Hann var svangur. Hitinn var rúmlega 30 gráður og ekki hafði komið svo mikið sem dropi úr lofti í meira en mánuð. Samt hengdi ég þrumuguðinn Þór um háls mér samviskusamlega dag hvern. Vorið rétt barði að dyrum hinn 1. september en var svo stokkið á brott. Gat samt varla kvartað þegai' bændur í Suður-Drottningarlandi hafa mænt til himins í meira en heilt ár í von um regn og búfénaður þar allur á gjöf. Moldrykið þyrlaðist upp er pall- bíllinn nam staðar. Ég opnaði hlið- ið, ók í gegn, sagði Öðni að bíða. Naut þess valds sem ég hafði yfír þessu fallega dýri sem enga hug- mynd hafði um styrkleika sinn. Lokaði hliðinu. Hlóð nokkrum böggum úr hlöðunni á pallinn og ók til baka. Gaf Óðni fyrstum. Þegar ég hafði lokið við að gefa kúnum og spjalla við kálfana, settist ég á heybagga og notaði annan fyiir skrifborð. Ekkert heyrðist nema kvak í Villa trúðagríp og jórtrið í kúnum. Grasið var gráleitt og brúnt. Hvítir kakadúar kepptust við að tína æti. Kornið á landi nágrannans draup dapurlega höfði. Gulleit slikja hafði færst yfir það þessa viku. Skyldi Ólympíugyðjan ekki geta látið rigna á landsbyggðinni? Sydney þurfti ekkert regn en þar rigndi í gær. En þetta var hinn óvægni hvers- dagsleiki Astralíu, þurrustu álfu heimsins. Varð að taka því. í kvöld hlypi Cathy Freeman 400 metrana. Hlaupið sem allir biðu eft- ir. Hinir einstaklega íþróttaáhuga- sömu Astralar dáðu þessa ungu Ein fyrstu gullverðlaun Ástrala voru fyrir „trap shooting" sem Michael Diamond hlaut. Það voru önnur gullverðlaun hans. konu; hún var Cathy „okkar“! Þessi hetja Ástrala sem hefur kennt frumbyggjunum að vera stoltir af uppi-una sínum. Ein glæsilegasta frjálsíþróttakona Astralíu. Sem feimin og hlédræg smástelpa sendi hún eftir bókinni „Hvernig læra má að hlaupa hratt“. Síðan hefur sjálfs- traust hennar og frægð aukist með ári hverju. í hjarta mínu var ég sannfærð um sigur hennar en vissi vel að allt getur gerst á vettvangi íþróttanna. Ög að hlaupa með drauma heillar þjóðar á herðunum var ekki heigl- um hent. Stundin rann upp seinna um kvöldið. Við héldum niðri í okkur andanum en sem betur fer gerði Cathy það ekki. Hún hljóp ekki að- eins fyrir sjálfa sig, heldur fólkið sitt, heila heimsálfu svartra og hvítra sem þráir að láta drauminn rætast um sátt og samlyndi allra kynstofna landsins. A áhorfendapöllunum þar sem mesti fjöldi áhorfenda sem nokki-u sinni hafði sést á Ólympíuleikum var saman kominn, ríkti dauðaþögn þar til skotið reið af. Hvatningar- og sigurhróp breiddist síðan eins og skógar- eldur meðal rúmlega eitt hundrað þúsunda áhorfenda. 49 sekúndum seinna vissum við að sigur Cathy var vís. Draumur hennar um að vinna gull á ÓI- ympíuleikunum hafði ræst. Léttirinn var mikill yfir að vonir okkar allra höfðu ekki vegið of þungt á herðum hennar. Enginn var hissa á því að þjóðin öll hafði staldrað við til þess að fylgjast með þessu hlaupi. ► Cathy Freeman 11 ára.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.