Morgunblaðið - 05.11.2000, Side 1
STOFNAÐ 1913
255. TBL. 88. ÁRG.
SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Fulltrúar aðildarríkja Evrópuráðsins á hátíðarfundinum í Róm í gær í tilefni af afmæli Mannréttindasáttmálans.
Fimmtíu ára afmæli Mannréttindasáttmálans fagnað
Viðauki gegn misrétti
Rdm. Morgunblaðið.
RÁÐHERRAR frá rúmlega fjörutíu
Evrópuríkjum fögnuðu því á hátíðar-
fundi í Róm í gær að hálf öld var liðin
frá því að fyrstu ríkin undirrituðu
Mannréttindasáttmála Evrópu. Á
fundi sem Lamberto Dini, utanríkis-
ráðherra Ítalíu, stjórnaði samþykktu
ráðherramir tvær ályktanir. Annars
vegar ályktun um stofnanir og skipu-
lag til vemdar mannréttindum í
Evrópu og hins vegar samþykkt um
virðingu fyrir mannréttindum sem
lykilatriði stöðugleika og samstöðu.
Að fundinum loknum var haldin
sérstök athöfn þar sem byrjað var að
undin-ita tólfta viðaukann við sátt-
málann en í honum er lagt bann við
að einstaklingum sé mismunað á t.d.
grundvelli kynferðis, litarháttar,
tungumáls, trúarbragða eða stjóm-
málgskoðana. Fulltrúar 25 aðildar-
ríkja Evrópuráðsins undirrituðu við-
aukann í gær, þ. á m. Sólveig Pét-
ursdóttir dómsmálaráðherra.
Á blaðamannafundi sagði Walter
Schwimmer, framkvæmdastjóri
Evrópuráðsins, að mikið hefði áunn-
ist í Róm. Lamberto Dini sagði að
þótt Mannréttindasáttmálinn hefði
skilað miklum árangri mættu þjóðir
Evrópu ekki sofna á verðinum.
Mannréttindi hefðu ekki verið
tryggð að eilífu og því yrði stöðugt að
tryggja að sáttmálinn væri virtur og
ákvæðum hans framfylgt. Barátt-
unni gegn dauðarefsingum væri
þannig ekki endanlega lokið og
ástæða væri til að hafa verulegar
áhyggjur af kynþáttafordómum og
útlendingahatri.
Á vettvangi Evrópuráðsins hefur
nokkuð verið rætt um þau áform
Evrópusambandsins að samþykkja
sérstaka réttindaskrá og ekki laust
við að ýmsir hafi áhyggjur af því að
slíkt gæti dregið úr vægi Mannrétt-
indasáttmálans og jafnvel leitt til
samkeppni á milli hans og Evrópu-
dómstólsins.
Piero Fassino, dómsmálaráðherra
Ítalíu, sagði eitt merkasta framlag
sáttmálans vera að hann hefði mótað
samræmda löggjöf í Evrópu þar sem
byggt væri á sömu grundvallarfor-
sendum. Fassino sagði að réttinda-
skrá Evrópusambandsins tæki mið
af Mannréttindasáttmálanum og
raunar væri hann og sú sameigin-
lega, lagalega menning er hann hefði
getið af sér, forsenda þess að sam-
bandinu hefði tekist að ná saman um
réttindaskrá er yrði hornsteinn að
evrópskri stjómarskrá.
FORSETAEFNI stóru flokkanna í
Bandaríkjunum, þeir A1 Gore og
George Bush, lögðu hart að sér á
lokaspretti kosningabaráttunnar í
gær en kosið verður á þriðjudag.
Kannanir sýna sem fyrr lítinn mun á
fylgi frambjóðendanna en Bush er
þó ívið öflugri.
Bush sakaði demókrata um að
beita óþverrabrögðum en á fimmtu-
dag var því Ijóstrað upp að hann
hefði misst ökuleyfið fyrir 24 árum
er hann var tekinn ölvaður undir
stýri.
Gore neitaði að tjá sig um málið,
sagðist vilja tala um ,,pólitísk stefnu-
mál“ í baráttunni. Oldungadeildar-
þingmaðurinn og demókratinn Tom
Harkin var ekki eins varkár. „Málið
snýst ekki um akstur undir áhrifum
heldur trúverðugleika," sagði hann.
„Hefur hann leynt okkur einhverju
öðru?“ spurði Harkin.
Gore hélt í gær fundi í heimaríki
sínu, Tennessee, en þar sýna kann-
anir að hann stendur höllum fæti.
Bill Clinton forseti ræddi hins vegar
við kjósendur í heimaríki sínu, Ark-
ansas. Bush var á ferðinni í Vestur-
Virgíníu og þar áður í Michigan, ríki
sem er talið geta ráðið úrslitum í
kosningunum. „Við erum nú búin að
koma Clinton forseta aftur til Ark-
ansas og Gore varaforseta á ný til
Tennessee sem bendir til þess að við
séum á réttri braut,“ sagði Bush.
Reuters
A1 Gore, varaforseti og forsetaframbjéðandi bandarískra demókrata,
kyssir eiginkonu sína, Tipper Gore, á kosningafundi í Missouri.
Forsetakjörið í Bandaiíkjimum
Hart baríst á
lokaspretti
Memphis. AP.
Alþjóðlegir eftirlitsmenn fylgjast með þingkosningum í Aserbaídsjan í dag
Stjórnarandstaðan sakar
flokk Alíevs um ofsóknir
Bakú. AFP, AP.
ÞINGKOSNINGAR verða í Aserba-
ídsjan í dag, sunnudag, öðru sinni
eftir að landið varð sjálfstætt 1991
en það var áður sovétlýðveldi. Alls
berjast 13 flokkar og samtök um
þingsætin 124. Stjórnarandstaðan
gagnrýnir harðlega stjórn hins 77
ára gamla Gaidars Alíevs forseta og
menn hans fyrir ofsóknir og ólýð-
ræðisleg vinnubrögð en forsetinn
var leiðtogi kommúnistaflokksins
gamla á sovétskeiðinu.
Gert er ráð fyrir að sonur forset-
ans, hinn 38 ára gamli Ilham Alíev,
verði arftaki föðurins ef hinn síðar-
nefndi félli frá. íbúar landsins, sem
er auðugt af olíu, eru um átta millj-
ónir, flestir múslimar.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
alþingismaður er í hópi þingmanna
frá aðildarríkjum Öryggis: og sam-
vinnustofnunar Evrópu, OSE, sem
tekur þátt í eftirliti með kosningun-
um. Hún sagði þingmennina hafa
hitt leiðtoga nokkurra stjómarand-
stöðuflokka þegar við komuna til
höfuðborgarinnar Bakú á föstudag
og hefðu þeir kvartað mjög undan
ýmsum ólýðræðislegum vinnubrögð-
um stjórnvalda. I gær, laugardag,
hittu fulltrúarnir síðan Alíev forseta
og sagði Ásta Ragnheiður að hann
hefði litið vel út og verið glaður í
bragði. „Hann lagði áherslu á að
kosningamar væm afar mikilvægar
fyrir Asera sem vildu eindregið fá
aðild að Evrópuráðinu. Lýðræðið í
landinu væri ungt og ekki fullkomið,
vafalaust mætti margt finna að-
finnsluvert. En stjórnvöld hefðu
reynt að tryggja að kosningabarátt-
an færi lýðræðislega fram.“
Hún er spurð hvort líklegt sé talið
að svindlað verði í atkvæðatalningu.
„Þetta segja menn að sé stóra
spurningin. Erlendir fulltrúar
frjálsra mannréttindasamtaka segja
að öllum brögðum sé beitt. Þeir
nefna að vissulega séu kjörkassar
lokaðir með lás en lamirnar á köss-
unum séu þannig gerðar að auðvelt
sé að opna kassana með því að
spenna þær upp og þá sé hægt að
bæta atkvæðum í kassana eða fjar-
lægja atkvæði meðan eftirlitsmenn
sjá ekki til,“ sagði Ásta Ragnheiður.
Landbúnaður og
umhverfísmál
, INDLAND
Ifórmeð forseta
ÞRIRSEMVORU
AFOÞEKKTRI
STÆRÐ
Vfsindamenn NASA
Varað við
smástirni
SMÁSTIRNI sem er um 70 metrar í
þvermál gæti lent á jörðunni eftir
30 ár, að sögn vísindamanna hjá
NASA, bandarísku geimvísinda-
stofnuninni. Á fréttavef BBC kemur
fram að líkur á árekstri eru taldar
vera einn á móti 500.
Árið 1908 féll smástirni sem var
um 60 metrar að þvermáli til jarðar
í afskekktu og nær óbyggðu héraði,
Tunguska, í Norður-Rússlandi.
Varð þá sprenging sem talin er hafa
verið 600 sinnum öflugri en kjarn-
orkusprengjan sem eyddi japönsku
borginni Hiroshima árið 1945.
Vísindamenn segja að lendi
smástirnið á borg geti tugir millj-
óna manna farist. Ekki er hægt að
reikna nákvæmlega út braut smá-
stirnisins fyrr en það er komið mun
nær jörðu en samkvæmt síðustu
mælingum er gert ráð fyrir að það
fari fram hjá jörðu í um sex milljón
kílómetra Qarlægð sem er um 15-
föld vegalengdin milli jarðar og
mánans. Rætt hefur verið um að
beita eldflaugum til að granda
smástirnum ef þörf krefji.
MORGUNBLAÐID 5. NÓVEMBER 2000