Morgunblaðið - 05.11.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 05.11.2000, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Saraeining BGB-Snæfells og Samherja: Skattalegt tap upp a’~ 1,7 milljarðanýtist *+-^°gmund- Nei, nei, ekki þetta góði, skjóðuna, réttið mér skjóðuna strákar. Mat á umhverfisáhrifum nýrrar hafnar á Djúpavogi Fallist á höfn í Gleðivík SKIPULAGSSTOFNUN hefur fallist á fyrirhugaða gerð hafnar í Innri-Gleðivík á Djúpavogi. Telur hún að framkvæmdin hafí jákvæð áhrif á menn og samfélag á Djúpavogi og að hún hafi ekki í för með sér umtalsverð umhverf- isáhrif. Fyrirhugað er að gera nýja höfn í Innri-Gleðivík á Djúpavogi. Hún verður vestan megin víkur- innar, undir svonefndum Háu- klettum. Framkvæmdin skiptist í tvo áfanga. Sá fyrri felst í bygg- ingu 75 metra langs viðlegukants og um 200 metra langrar vegfyll- ingar með strandlengjunni frá fiskimjölsverksmiðjunni. Mark- miðið er að fá höfn á Djúpavogi með betri innsiglingu, meira dýpi, snúningsrými og löndunarrými en er í núverandi höfn og gera stór- um nótaveiðiskipum kleift að landa beint í fiskimjölsverksmiðju. Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki á næsta ári. Skipulagsstofn- un hefur lokið athugun á mati á umhverfisáhrifum hafnargerðar- innar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu stofnunarinnar, og komist að þeirri niðurstöðu að hún muni ekki hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. JmuGEsnne Auklnn sparnaður SUMARDEKK • Frábær í snjó og hálku • Meiri stöðugleiki • Miklu hljóðlátari • Betri aksturseiginleikar • Minni eldsneytiseyðsla • Aukin þægindi og betri ending • Góðalltárið UMBOÐSAÐILI: / grafinu eru bornar saman þrjár gerðir dekkja frá Bridgestone. Nagladekkin hafa vinningin i mikilli hálku, en frammistaða þeirra að öðru leiti er áberandi slök í sambanburði við Blizzak dekkin. B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.ls Fótvernd forðar ýmsum meinum Fæturnir í fyrirrúmi Margrét Jónsdóttir GÆR var sérstakur fótverndardagur og voru fótaaðgerðafræð- ingar með ýmsa fræðslu í tilefni þess. Margrét Jóns- dóttir er formaður Félags íslenskra fótaaðgerðafræð- inga, hún var spurð um tilganginn með því að hafa sérstakan fótvemdardag. „Undanfarinn er sá að al- þjóðasamtök fótaaðgerða- fræðinga stefna að því að halda alþjóðlegan fót- vemdardag á næsta ári í samvinnu við WHO, Heil- brigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna. Félag íslenskra fótaaðgerðafræðinga á að- ild að þessum alþjóðasam- tökum og þau hafa farið þess á leit við aðildarfélög- in víða um heim að gangast fyrir sérstökum fótvemdardegi í landi sínu.“ -Er þetta í fyrsta sinn sem svona dagur erhaldinn? „Já, þetta er í fyrsta sinn á ís- landi. Tilgangnrinn er að vekja al- menning og heilbrigðisstarfsfólk til vitundar um mikilvægi eigin fótaheilbrigðis og hvað fótaað- gerðafræðingar geta gert til þess að laga fótamein og koma í veg fyr- ir þau. Slagorðið er: „Fætumir í fyrirrúmi“.“ - Hver eru algengustu fóta- meinin? „Það eru inngrónar neglur, lík- þorn, sigg, vörtur, sveppir." - Hvernig hagið þið baráttunni gegn þessum kvillum? „Við notum ýmis áhöld og beit- um líka hlífðarmeðferð til að geta unnið varanlega á þessum kvillum. Oft eru tærnar skakkar og þá þarf að steypa silikonstoðhlífar til að rétta úr eða draga úr álagi. Við sérsmíðum stálspengur á inngrón- ar neglur sem eru svipaðai- og spengur sem eru notaðar til að rétta tennur. Við geram innlegg sem era ætluð til að rétta rang- stöður sem hafa valdið miklu álagi þannig að myndast hafa þrálát lík- þom og þannig mætti telja.“ - Er mikil þróun í fótaaðgerða- fræðum? „Já, það er svo, við fylgjumst vel með fyrir tilstilli FIP, sem er skammstöfun á alþjóðasamtökum fótaaðgerðafræðinga. Við fáum hingað til lands sérfræðinga frá þessum samtökum sem halda hér fyrirlestra og námskeið. Á undan- förnum ái-um er búið að bæta mik- ið þekkingu okkar og meðferð á fótameinum sykursjúkra.“ - Eru fætur íslendinga í góðu eða slæmu standi? „Ég hugsa að fætur íslendinga séu almennt í verra standi en þeir álíta sjálfir. Fólk ber ekki næga virðingu fyrir fótunum sínum. Það er eins og fólk haldi að það sé náttúralögmál að hafa auma fætur. Það er beinlínis ótrúlegt hvernig fólk getur leik- ið fætur sínar í viðleitni til þess að lækna kvilla. Islenskir karlmenn era þó að verða meira meðvitaðir um það að þeir eiga líka erindi við fótaaðgerðafræðinga, engu síður en konur. Þær era þó ver leiknar yfirleitt vegna slæms skófatnaðar." - Hverermesti óvinur fótanna? „Támjóir skór og tréklossar hafa reynst skeinuhættir. Það var mikil tíska um tíma að ganga á tréklossum og álitið heilsusamlegt. Svo er ekki, þeir valda óeðlilegri hreyfingu fótarins, algengt er að fólk misstígi sig í þeim og viðurinn í klossunum getur valdið mikilli siggmyndun. Bestu skómir eru ► Margrét Jónsdóttir fæddist á Akranesi 1945. Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1962, námi sem snyrtifræðingur í London 1963, varð fótaaðgerða- fræðingur 1972 og lauk prófi í lyfjatækni 1977. Hún hefur starf- að sem lyfjatæknir og fótaað- gerðafræðingur sl. 22 ár og rek- ur nú eigin fótaaðgerðastofu á Seltjarnarnesi í félagi við dóttur sína. Hún á sæti í stjórn FIP, al- þjóðasamtaka fótaaðgerðafræð- inga. Margrét er gift Guðjóni Margeirssyni framkvæmdastjóra og eiga þau fimm börn. fótlaga skór sem falla eðlilega að fætinum og era með gott tárými." - Hafíð þið verið með fræðsluút- gáfu? „Við höfum gefið út bækling sem heitir: „Fætur og sykursýki,“ í samvinnu við Samtök sykur- sjúkra, einnig höfum við gefið út- bæklingana „Hvað er fótaaðgerð?" og „Fætur bamsins“.“ -Hefur fólk tækifæri til að mennta sig vel í þessum fræðum hér á íslandi? „Eftir að fótaaðgerðafræði var löggilt sem heilbrigðisstétt 1991 lagðist af allt nám í þessum fræð- um hér og nýliðun hefur öll komið erlendis frá. Það hefur nefnd starf- að að því að undirbúa stofnun námsbrautar í fótaaðgerðafræði við Fjölbrautarskólann við Armúla en beðið er eftir ákvörðun mennta- málaráðherra um hvort og hvenær þetta nám geti hafist. Við setjum markið hátt í þessum undirbún- ingi, við viljum að námið verði í takt við þær námskröfur sem best- ar gerast í Evrópu. Við lítum eink- um til Finnlands og Hollands sem fyrirmynda í þessum efnum.“ - Hvað eru margir fótaaðgerðafræðingar starfandi í landinu ? „í félaginu eru 93 fé- lagar en þeir era ekki allir starfandi. Líklega eru um sextíu manns sem starfa við þetta víðs vegar um landið, þó langflestir á höfuðborg- arsvæðinu.“ -Hvað getur fólk gert til að halda góðri fótaheilsu? „Ég álít að eftir tvitugt eigi fólk að fara árlega og láta skoða á sér fæturna hjá fótaaðgerðafræðingi vegna þess að við komum oft auga á ýmislegt sem er að fara úrskeiðis og mætti laga á byrjunarstigi. Þannig mætti koma í veg fyrir ým- is fótamein sem þjá fólk. Sumir era í miklu meiri hættu en aðrir með fætur sína, einkum þeir sem era sykursjúkir. Það má spara mikið fé með því að fylgjast vel með fót- um sykursjúkra, það getur komið í veg fyrir aflimanir síðar meir. Fólk á að fara árlega og láta skoða á sér fæturna hjá fótaaðgerða- fræðingi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.