Morgunblaðið - 05.11.2000, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Samanburðarrannsdkn á norrænum þjóðþingum kynnt á ráðstefnu í Stokkhólmi
Starfshættir
svipaðir þrátt
fyrir stærðarmun
Starfshættir Alþingis eru svipaðir og hjá öðrum þjóð-
þingum Norðurlandanna og líklega á íslenska þingið
mjög margt sameiginlegt með þjóðþingum allra þeirra
landa þar sem þingræði er ríkjandi, seg;ja norrænir
stjórnmálafræðingar. Helgi Þorsteinsson sat ráðstefnu
í Stokkhólmi þar sem kynnt var ítarleg og athyglisverð
samanburðarrannsókn á norrænu þjóðþingunum.
Morgunblaðið/Sverrir
Starfshættir Alþingis eru mjög Iíkir starfsháttum annarra þjóðþinga á Norðurlöndum að
því er fram kemur í norrænni samanburðarrannsókn.
ALÞINGI líkist að mörgu leyti öðrum
norrænum þjóðþingum og íslenskir
þingmenn hegða sér á svipaðan hátt
og danskir, sænskir, norskir og
finnskir starfsbræður þeirra. Þetta er þó ekki
merki um að til sé samnorræn þinggerð, heldur
virðist sem ákveðnir starfshættir séu sameigin-
legir með öllum þjóðþingum í löndum þar sem
þingræði er ríkjandi, og að mörgu leyti eru þeir
sameiginlegir öllum þjóðþingum í lýðræðisríkj-
um. Þetta er ein meginniðurstaða norrænnar
rannsóknar á þjóðþingum íslands, Svíþjóðar,
Danmerkur, Noregs og Finnlands. Rannsókn-
arniðurstöðumar hafa verið gefnar út á bók sem
kynnt var á ráðstefnu í þinghúsinu í Stokkhólmi
fyrir skömmu.
Rannsóknin byggist einkum á könnun sem
gerð var á afstöðu og störfum þingmanna á öll-
um þjóðþingunum á árunum 1994-1996. Á ís-
landi var spumingalistinn lagður fyrir alþingis-
menn í maí árið 1996. Jafnframt var til
viðmiðunar gerð könnun á viðhorfum kjósenda
á Islandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku, en ekki
tókst að gera sambærilega athugun í Finnlandi.
Ólafur Þ. Harðarson prófessor tók þátt í rann-
sókninni fyrir í slands hönd, og var hún styrkt af
Rannsóknarráði og Háskóla Islands.
Til viðmiðunar voru tekin breska og bandar-
íska þingið, en það eru þau þjóðþing sem hafa
mest verið rannsökuð. Fljótt verður þó ljóst
þegar litið er á norrænu þingin, og önnur
evrópsk, að hin bandarísku og bresku eru langt
frá því að vera dæmigerð.
Fleira líkt en ólíkt
Eins og fram kom í máli Ólafs Þ. Harðarson-
ar á ráðstefnunni vekur það ekki síst athygli frá
sjónarhóli íslendinga að starfshættir Alþingis
virðast, þrátt fyrir fámenni samfélagsins og
þingsins sjálfs, vera mjög líkir því sem gerist
hjá fjölmennari þjóðum. Fleira er líkt en óiíkt,
eins og Ólafur orðaði það. Þar sem Alþingi sker
sig úr hópi hinna þjóðþinganna er það að jafnaði
af öðram ástæðum en fámenninu. Eini munur-
inn sem fram kom i rannsókninni, sem virðist
vera hægt að rekja til smæðar samfélagsins og
þingsins, varðar ákveðin tengsl innan þingsins
ogvið ráðherra.
Önnur sérstaða íslendinga, sem eru opin
prófkjör fyrir þingkosningar, en þau tíðkast
hvergi annars staðar á Noröðurlöndum, virðist
heldur ekki hafa mikil áhrif á starfshætti þings-
ins. Að sögn Ólafs er að jafnaði litið svo á að
prófkjör í Bandaríkjunum veiki flokkana, og
sagt hefur verið að það sama hljóti að gilda um
ísland. Niðurstöður rannsóknarinnar benda á
hinn bóginn til þess að flokksagi og samstaða sé
síst minni innan íslenskra þingflokka en í Nor-
egi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi.
I rannsókninni var farið vítt og breitt yfir
störf norrænna þingmanna, viðhorf þeirra og
skipulag þingstarfa, og tengsl þingmanna inn-
byrðis, við ríkisstjómir og ýmsa utanaðkom-
andi, eru borin saman. Samanburður er gerður
á stöðu og viðhorfum þingmanna með tilliti til
meðal annars aldurs þeirra, starfsaldurs og
kyns. Norrænum stjómmálaflokkum er einnig
skipt í nokkra hópa og samanburður gerður á
þingmönnum þeirra. Hér gefst aðeins tækifæri
til að geta nokkurra þátta í rannsókninni.
Þingmenn úr efri stéttum
þrátt fyrir jafnréttisáherslu
I norrænni stjómmálaumræðu er mikil
áhersla lögð á jöfnuð, og samkvæmt niður-
stöðum rannsóknarinnar telja þingmenn allra
nomænu þinganna það mikilvægt að þingmenn
komi úr öllum þjóðfélagshópum. Þrátt fyrir það
eru þeir sjálfir, rétt eins og þingmenn annarra
þjóðþinga, að jafnaði úr efri stéttum samfélags-
ins. Þeir em mun betur menntaðir en kjósend-
umir, og hafa í mörgum tilfellum áður gegnt
ýmsum sérfræði- eða skrifstofustörfum.
Hlutfallslega mjög margir koma úr störfum í
opinbera geiranum. Rannsóknin bendir til þess
að þessi munur skipti töluverðu máli, því bak-
grannur þingmanna hefur mikil áhrif á störf
þeirra á þinginu, jafnvel þótt þeir skilgreini sig
ekki endilega sem talsmenn þeirra hópa sem
þeir sjálfir tilheyra.
Aldursdreifing þingmannahópsins og kjós-
enda er mjög ólík. A í slandi er þetta sérstaklega
áberandi. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar-
innar vora 56% þingmanna á Alþingi árið 1995 í
aldurshópnum 45-54 ára, en 44-45% í Svíþjóð,
Noregi og Danmörku. Samsvarandi hlutfall
þessa aldurshóps í kjósendahópnum á íslandi er
18%, en 17-19% á íslandi. Aðeins 3% þing-
manna vora á aldrinum 18-35 ára, en 35% kjós-
enda. í hinum löndunum þremur vora 7-11%
þingmanna úr þessum aldurshópi.
Kynjahlutfallið jaftiast
hjájafnaðarmönnum
Að einu leyti ríkir þó meiri jöfnuður á nor-
rænu þingunum en annars staðar, en það er
varðandi kynjahlutfallið. Á íslandi var fjórðung-
ur þingmanna konur, í Danmörku þriðjungur, í
Noregi 38% og í Svíþjóð 41%.
Kannað var sérstaklega hvemig kynjaskipt-
ingin var í mismunandi flokkum.
Óllum þingflokkum á Norðurlöndum var
skipt í fjóra hópa í þessu skyni, vinstrisósíalista,
jafnaðarmenn, bændaflokka og íhaldsflokka.
Hlutfall kvenna reyndist lægst hjá íhaldsmönn-
um, eða 29%, næstir komu vinstrisósíalistar og
bændaflokkamir með 31%. Kynjahlutfallið var
jafnast hjá jafnaðarmönnum, þar vora 44%
þingmanna konur.
Aldursskiptingin var einnig mismunandi milli
flokkahópanna. Þannig vora til dæmis „aðeins"
38% þingmanna íhaldsmanna úr aldurshópnum
45-54 ára, en tiltölulega margir, eða 38%, vora
eldri en 55 ára. Hjá vinstrisósíalistum reyndist
staða bæði yngsta og elsta aldurshópsins vera
veik. Aðeins 3% þingmanna vora 18-35 ára að
aldri, og aðeins 16% eldri en 55 ára.
Vinstrisósíalistar skára sig einnig úr að því
leyti að hvorki meira né minna en 87% þeirra
höfðu gengið í háskóla, á móti 58% hjá jafnaðar-
mönnum. Þó höfðu 19% þingmanna vinstrisós-
íalista unnið sem verkamenn eða iðnaðarmenn
af einhverju tagi áður en þeir tóku við þing-
mennsku. Hlutfallið var svipað hjá jafnaðar-
mönnum, eða 20%, en aðeins 1% hjá bænda-
flokknum og 2% hjá íhaldsmönnum.
Sérstaklega var fjallað í rannsókninni um
réttindi kvenna og hvaða áhrif mismunandi
samsetning þingmannahópanna hefði á rétt-
indabaráttu þeirra.
Niðurstöðumar benda til þess að afstaðan til
þessa málefnis ráðist bæði af kyni þingmanns
og flokki. Þingmenn vinstri- og miðflokka á
Norðurlöndum hafa að jafnaði nánari tengsl við
kvenréttindasamtök, og þeir era að jafnaði til-
búnir til að ganga lengra í lagasetningu til að
auka áhrif kvenna en hægriflokkar. Niðurstað-
an er sú sama eftir að tillit hefur verið tekið til
mismunandi fjölda kvenna í hægri- og vinstri-
flokkunum. Enn skýrari er þó munurinn á at-
höfnum og afstöðu kvenna og karla til þessa
málefnis, þar sem konumar era mun róttækari
og virkari. Danskir þingmenn skera sig að
nokkra leyti úr í afstöðu til kvenréttindabarátt-
unnar, og virðast vera minna uppteknir af henni
en aðrir og ekki eins jákvæðir í garð lagasetn-
ingar til að auka áhrif kvenna.
fslenskir þingmenn
ánægðir með flokksaga
Rannsóknin bendir til þess að flokksagi, eða
samstaða, sé mikill í nánast öllum norrænum
þingflokkum, jafnt í hægri- og vinstriflokkum,
og bæði í stjómar- og stjómarandstöðuflokk-
um, og er það í samræmi við það sem tíðkast í
öðrum löndum með svipað stjómkerfi. Rann-
sóknin bendir til þess að íslenskir þingmenn séu
jafnvel enn hrifnari af flokksaganum en nor-
rænir starfsbræður þeirra, og hvergi er eins
mikill stuðningur við að auka hann.
Fram kemur einnig að meirihluti íslensku
þingmannanna sem þátt tóku í könnuninni vildi
að gripið yrði til hertra aðgerða til að koma í veg
fyrir að innanflokksumræðum yrði lekið til ut-
anaðkomandi.
Athuganir sýna að norrænir þingmenn hafa
gerst sífellt flokkshollari í atkvæðagreiðslum.
Hugsanleg skýring á þessari þróun er að mati
rannsakendanna sú að vinnuálag á þingunum
hefúr aukist, og þingmenn verða því að treysta
mati flokkssystkina sinna í æ fleiri málum sem
þeir ná ekki að kynna sér nákvæmlega sjálfir.
Þrátt fyrir að þingflokkur greiði atkvæði sem
ein heild hefur hver þingmaður töluvert svig-
rúm og áhrif á Norðurlöndunum. Þessum áhrif-
um verður þó að beita áður en þingflokkurinn
hefur tekið ákvörðun í málinu, því eftir það
verða allir að fylgja flokkslínunni. Þingmenn
geta til dæmis gert töluvert til að þjóna hags-
munum kjördæmis síns. íslensku þingmennim-
ir sem tóku þátt í könnuninni lögðu þó ekki eins
mikla áherslu á það og hinir.
Þingflokkarnir í sterkri stöðu
gagnvart rfkisstjómum
Norrænir þingflokkar hafa að jafnaði sterka
stöðu gagnvart ríkisstjómum landa sinna, og
gagnvart flokksstjóminni. I eldri rannsóknum
var oft gengið út frá því að bandaríska þingið
væri það eina sem gæti staðist framkvæmda-
valdinu snúning. Margt bendir þó til að á Norð-
urlöndunum, og víðar í Evrópu þar sem fjöl-
flokkarkerfí er og samsteypustjórnir era
algengastar, sé staða þingflokkanna sterk
vegna þess að stöðugt þarf að miðla málum og
semja við aðra þingflokka til að fá meirihluta
fyrir tillögum.
Þingflokkamir á íslandi og Finnlandi virðast
þó vera heldur veikari en í Skandinavíu, enda j
eru meirihlutastjómh- algengastar í fyrmefndu í
löndunum tveimur. I Svíþjóð, Noregi og Dan-
mörku era oftast minnihlutastjómir við völd,
sem þurfa aðstoð þingflokka til að semja við
bæði stjómar- og stjómarandstöðuflokka um
einstök mál.
Þingnefndir era sterkar á norrænu þingun-
um, ef Danmörk er undanskilin.
Nefndimar hafa líklega mest áhrif á sænska
þinginu, og þar meta þingmenn það svo að þær
séu valdameiri en flokksstjómimar. Áhrif ein-
stakra þingnefnda era þó mjög mismunandi, og .
þær eru enda misvinsælar meðal þingmanna.
Islenskir þingmenn sem þátt tóku í könnuninni
vora spenntastir fyrir því að sitja í viðskipta- og
efnahagsnefnd, fjárlaganefnd, utanríkismála-
nefnd og sjávarútvegsnefhd. Landbúnaðar-
nefnd var á hinn bóginn langóvinsælust, og þar
á eftir allsherjamefnd og félagsmálanefnd. Lík-
lega er það þó fleira en valdagræðgin ein sem
ræður nefndavali þingmanna.
Þingmenn vinstrisinnaðri
en kjósendur
Norrænir þingmenn reyndust ekki skera sig í
úr hópi starfssystkina sinna í öðram löndum
þegar kannaður var skoðanamunur milli þeirra
og kjósenda. Það hefur sýnt sig í fyrri rann-
sóknum að þingmenn era að jafnaði töluvert
umburðarlyndari, eða frjálslyndari, í skoðunum
en kjósendur. í norrænu samanburðarrann-
sókninni kom til dæmis fram að í öllum löndun-
um var mikill munur á afstöðu þingmanna og
kjósenda til málefna erlendra flóttamanna. Mun
stærra hlutfall kjósenda en þingmanna vildi
draga úr fjölda þeirra. Rannsóknin bendir einn-
ig til þess að kjósendur skilgreini sig að jafnaði
lengra til hægri í stjómmálum en þingmenn, og
er það í samræmi við niðurstöður sams konar
rannsókna í öðram löndum.
Hægriflokkamir á Norðurlöndum eru að
jafnaði meira ósammála kjósendum sínum en
vinstriflokkamir, ef marka má niðurstöður
rannsóknarinnar. Á ráðstefnunni í Stokkhólmi
benti einn þátttakendanna, Sören Holmberg frá
Gautaborgarháskóla, á að á sjöunda áratugn-
um, þegar rannsóknir hófust á skoðanamun
milli stjórnmálamanna og kjósenda í Svíþjóð,
hafi þessu verið öfugt farið. Þá hafi hægriflokk- §1
arnir endurspeglað skoðanir kjósenda sinna, en
vinstriflokkamir hafi reynt að leiða þá inn á nýj-
ar brautir, verið skoðanamyndandi. Á tíunda
áratugnum hafi Vinstriflokkamir færst lengra
inn á miðjuna, en hægriflokkarnir reynt að
benda á nýjar róttækar lausnir.
Þessi munur milli hægri- og vinstriflokka
kom skýrt fram í könnuninni á íslandi, þar sem
rannsóknin sýndi töluverðan skoðanamun milli
Sjálfstæðisflokksins og kjósenda hans, en Al- i
þýðubandalag, Alþýðuflokkur og Framsóknar-
flokkur stóðu kjósendum sínum nær.
íslenskir þingmenn hafa að jafnaði minni al-
þjóðleg tengsl en aðrir norrænir starfsbræður
þeirra, og Islendingamir leggja hlutfallslega
meiri áherslu en hinir á Norðurlöndin í alþjóða-
samstarfinu. Það era að jafnaði þingmenn með
góða tungumálakunnáttu, og þeir sem sitja í
nefndum sem hafa með utanríkismál að gera,
sem hafa mest tengsl við útlönd. Ein undan-
tekning er þó frá þessum reglum, en það er að á
íslenska þinginu virðist tungumálakunnáttan |
engu máli skipta um alþjóðatengsl þingmanna.
Áhyggjur af lýðskrumi
og skammtúnalausnum
I rannsókninni vora könnuð viðhorf þing-
manna til framtíðarinnar og helstu áhyggjuefni
þeirra í þessu sambandi. Eins og gefur að skilja
vora niðurstöðumar nokkuð mótaðar af því sem
var að gerast í hverju landi fyrir sig þegar könn-
unin var gerð, og verður að taka niðurstöðumar
með þessum fyrirvara. Þingmennimir höfðu
mestar áhyggjur af auknu lýðskrumi í stjórn-
málum og áherslu á skammtímalausnir. ís-
lensku þingmennimir vora enn uppteknari af |
þessum vanda en hinir. Þeir vora einnig mjög |
áhyggjufullir vegna minnkandi áhuga kjósenda
á stjómmálum, en þær áhyggjur voru enn mein
á hinum norrænu þjóðþingunum. Þriðja mesta
áhyggjuefni norrænna þingmanna var vaxandi
vantraust almennings á stjómmálamönnum, hið
fjórða mesta vora vaxandi áhrif fjölmiðlamanna,
og í fimmta sæti vora minnkandi áhrif þjóðþing-
anna. íslensku þingmennirnir vora þó að jafnaði
minna uppteknir af þessum málefnum en hinir,
og virtust raunar vera heldur bjartsýnni á fram-
tíðina. Eitt áhyggjuefni var þó ofar í huga Is-
lendinganna en starfsbræðra þeirra: Of valda-
miklir leiðtogar með sterkan persónuleika.