Morgunblaðið - 05.11.2000, Page 14
14 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
„Knattúran" Mark Viduka búinn að reima á sig skotskóna hjá Leeds United
Reuters
Tveggja manna maki? Mark Viduka glímir við leikmenn Everton, Steve Watson og Scot Gemmill.
mmmmmmmmBmmmmammmaMmmmmmmammM
Vinur í vanda
EINN af bestu vinum Marks Viduka leikur
einnig i ensku úrvalsdeildinni, Mark Bosnich
markvörður hjá Manchester United. Þeir eru
ekki aðeins nafnar og samlandar heldur er
Bosnich einnig af króatísku bergi brotinn.
„Ég kynntist Mark Bosnich þegar ég var við
nám í íþróttastofnuninni í Canberra. Hann var
þá á mála hjá Aston Villa og heimsótti okkur
ungmennin annað veifíð. Við bundumst strax
böndum enda stríðið í Króatíu í algleymingi,
þar sem við báðir áttum ættingja. Það var erfíð-
ur tími,“ segir Viduka.
Eftir misjaftia leiki á liðinni leiktíð hefur
Bosnich þurft að verma varamannabekkinn hjá
meisturunum í haust - er ekki lengur í náðinni
hjá Sir Alex Ferguson. Viduka hefur samúð
með vini si'num og dregur enga dul á að hann
kysi fremur að sjá glampa á glottið á honum en
stífbónaðan skaliann á Fabien Barthcz í haust-
sólinni á Old Trafford. „Ég kenni í brjósti um
Mark. Það er erfítt að vera ekki í náðinni. Hann
kvartar hins vegar ekki. Það er ekki hans stíll.
Hann er bjartsýnn að eðlisfari og á ugglaust
eftir að vinna sig út úr þessum vandræðum."
Og getuna vantar ekki, að mati Vidukas.
„Mark er frábær markvörður og hefur staðið
sig með sóma með landsliðinu og Aston Villa.
Hann er mjög fylginn sér - ekki týpan sem
lognast út af við mótlæti. Það mun ekki breyt-
ast.“
Viduka skilur líka vel að Bosnich sé tregur að
yfírgefa Manchester United. „Allir þekkja Unit-
ed. Hvar sem er í heiminum. Meira að segja í
Ástralíu, þar sem þjóðin er heltekin af krikkett
og ruðningi, hafa menn mikinn áhuga á enskri
knattspymu. Einkum Manchester United og
Leeds. Það nennir ekki nokkur maður á ástr-
alska deildarleiki en íjöldinn ailur fylgist með
ensku knattspymunni í sjónvarpi."
Ijóðrænni reisn
ÞAÐ rigndi á réttláta á Valley Parade í Bradford síðastliðinn sunnu-
dag - hundum og köttum, líkt og menn segja þar um slóðir, ef ekki
fleiri ferfætlingum. Eins og Bretar kippi sér upp við það á haustin?
Einum manni var þó órótt, Dave O’Leary, knattspyrnustjóra gest-
anna, Leeds United. Það duldist engum þar sem hann húkti á hlið-
arlínunni, hundvotur með handklæði á höfði. Lái honum hver sem
vill, lið hans var undir og leikar langt komnir. En þegar neyðin er
stærst er hjálpin næst og í því að stigunum var að skola burt reis
ástralski miðherjinn, Mark Viduka, eins og Fönix úr öskunni og koll-
spyrnti knettinum í netið, 1:1. Deginum var borgið.
Það var við hæfí að Viduka
gerðist bjargvætturinn Lauf-
ey á þessum vota forleiksdegi að
vetri. Hann var
OrriPáll keyptur fyrir sex
Ormarssort milljónir sterlings-
skrifar punda frá Celtie í
Glasgow í sumar til
að ríða baggamuninn - breyta
efnilegu liði í gott. Það gerist ef til
vill ekki á einni nóttu en Leeds er
sannarlega ekki iakara lið með
þennan stæðilega Ástrala innan-
borðs.
Viduka hefur heldur ekki í
hyggju að mæna sér í gaupnir í
vetur. „Ég er ekki kominn til
Leeds til að drepa tímann. Við eig-
um verðugt verkefni fyrir höndum
- að vinna enska meistaratitilinn.
Hér dugar ekkert hálfkák. Ég hef
fylgst með liðinu vaxa og dafna
undir stjórn Dave O’Learys og á
síðustu tveimur árum hefur það á
köflum leikið frábæra knatt-
spyrnu. Batnar og batnar. Það
kæmi mér á óvart ef við verðum
ekki besta liðið í úrvalsdeildinni í
vetur.“
Ekki nóg með það. „Ég fékk til-
boð frá nokkrum félögum í sumar,
mörg hver æði girnileg, en Leeds
heillaði mig langmest. Félagið er
svo spennandi að ég hefði ekki
einu sinni hikað þótt tilboð þess
hefði verið lakast. O’Leary var frá-
bær leikmaður og hefur þegar gert
ótrúlega hluti á stuttum knatt-
spyrnustjóraferli. Sigur er hans
eðli og sama má segja um leik-
mennina. Þetta er hópur sigurveg-
ara.“
Maðurinn talar enga tæpi-
tungu.
Pabbinn f hópnum
Og hinn 25 ára gamli framherji
efast ekki um að tíminn sé á bandi
Leeds United. „Leikmennirnir eru
hver öðrum yngri. Sjálfur er ég
vanur að safna saman tuðrum eftir
skotæfingar og ganga í önnur skít-
verk þar sem ég hef iðulega verið
barnið í hópnum. Nú hefur gripið
mig föðurtilfinning.“
Ekki spillir þátttaka Leeds í
Meistaradeildinni heldur fyrir.
„Mig hefur dreymt um að leika í
Meistaradeildinni allar götur frá
því ég kom til Evrópu. Ég sá Ajax
leggja AC Milan í úrslitaleiknum
1995 og það var ógleymanleg upp-
lifun. Það yrði yndislegt að leika
einhvern tíma til úrslita í keppn-
inni.“
Það gerist ef til vill ekki í vor en
hið unga lið Leeds hefur eigi að
síður látið hraustlega til sín taka í
firnasterkum riðli. Og er í góðri
aðstöðu til að komast áfram. Næg-
ir jafntefii í lokaleiknum gegn AC
Milan í Mflanó í næstu viku.
Myndi þá skilja spænska stórveld-
ið Barcelona eftir.
Geta Vidukas er augljós. Hann
er sterklega vaxinn, flinkur og
með gott auga fyrir spili. Og
markið? Það þekkir hann frá stúk-
unni. Gerir mörk með „ljóðrænni
reisn“, líkt og sparkskýrandi nokk-
ur komst að orði. Það er helst að
hraðinn sé hans veika hlið. Viduka
skilur menn ekki eftir í reyk-
mekki.
Stórt skarð var hoggið í raðir
Leeds er Jimmy Floyd Hasselb-
aink stökk frá borði vorið 1999 og
þótt Michael Bridges stæði sig
vonum framar á liðinni leiktíð,
gerði 21 mark, var alltaf ljóst að
Leeds vantaði stálpaða markavél
til að geta velgt stórliðunum undir
uggum. „Mark er maðurinn sem
okkur vantaði," segir Dave O’Le-
ary. „Hann skoraði fullt af mörk-
um í Skotlandi og haldi hann upp-
teknum hætti í úrvalsdeildinni
hefur milljónunum sex verið vitur-
lega varið. Vonandi tekst honum
að leika afrek Michaels Bridges
eftir og skora á þriðja tug marka á
sínum fyrsta vetri.“
O’Leary hikaði heldur ekki við
að afhenda Viduka treyjuna hans
Jimmys - númer níu. „Ég gerði
mér enga grein fyrir því að Leeds
hefði leikið heilt tímabil án níunn-
ar,“ segir Viduka. „í ljósi hefðar-
innar er það sálræn upplyfting
fyrir framherja að klæðast níunni.
Það verður ekki létt verk að feta í
fótspor Jimmys en ég mun gera
mitt besta í baráttunni um gullskó-
inn.“
Trúnaðarvinurinn talar ekki
En hefur hann sett sér tak-
mark? Tuttugu mörk? Þrjátíu?
„Já, það hef ég gert. Hundurinn
minn er þó sá eini sem ég hef
trúað fyrir tölunni."
Spurningunni verður því ekki
svarað nema menn geri Dagfinn
dýralækni út af örkinni - eða þá
Davíð Oddsson!
Vart verður sagt að Viduka hafi
fengið fljúgandi start hjá Leeds.
Hann virkaði þungur og þreklítill í
fyrstu leikjunum og komst ekki á
blað fyrr en í kjöldrættinum á
Besiktas í Meistaradeildinni í end-
aðan september. „Þetta var ein
lengsta markaþurrð sem ég hef
upplifað," segir Viduka, „og mér
létti verulega við fyrsta markið.
Það er alltaf erfiðast að skora
það.“
Og kappinn hefur verið sem úr
fjötrum leystur, gert fimm stykki
síðan.
Raunar hefur Viduka verið mun
sprækari eftir að hann sneri aftur
frá Sydney í síðasta mánuði, þar
sem hann tók þátt í knattspyrnu-
móti Ólympíuleikanna með „Knatt-
úrunum“ svonefndu. Enda þótt sú
för væri ekki til frægðar. „Við töp-
uðum öllum leikjunum þremur.
Eigi að síður tókst mér að hrista
af mér meiðsli sem voru að hrella
mig í haust og koma mér í betri
leikæfingu. Á því hefur Leeds
hagnast. Það er heldur ekki á
hverjum degi að maður fær að
taka þátt í ólympíuleikum í heima-
borg sinni.“
Óhætt er að segja að O’Leary
hafi varpað öndinni léttar þegar
kaupin á Viduka voru í höfn -
langri leit var lokið. „Leit okkar að
framherja var bæði löng og lýj-
andi, þar sem peningar voru hin
miðlæga stærð. Það er mikill léttir
að hafa loksins tryggt sér rétta
manninn á viðunandi verði. Þegar
maður sér ýmsa nafnkunna fram-
heija verðlagða á 12-15 milljónir
punda, fáránlegar upphæðir, er
ekki amalegt að hafa tryggt sér
Mark Viduka fyrir sex.“
Enginn skyldi þó telja hænsn
sín fyrr en í kofa er komið og þótt
samningar tækjust snemma milli
Leeds og Celtic stóð málið í bresk-
um atvinnumálayfirvöldum þar
sem leikmaðurinn kemur frá landi
utan Evrópusambandsins. At-
vinnuleyfl flytjast ekki milli félaga
og af því Viduka hafði ekki leikið
landsleik fyrir Ástralíu í tvö ár var
brugðið á naflaskoðun. Peter
Ridsdale, stjórnarformaður Leeds,
kveðst aldrei hafa lent í öðru eins
og um tíma leit út fyrir að kaupin
gengju til baka. Allt fór þó vel að
lokum.
Af króatísku foreldri
Viduka fæddist 9. október 1975 í
Melbourne í Ástralíu. Hann hóf
feril sinn hjá heimaliðinu, Melb-
ourne Rnights, áður en hann gekk
til liðs við Croatia Zagreb, en
kappinn er einmitt af króatísku
foreldri. Celtic keypti hann síðan á
3,5 milljónir sterlingspunda í des-
ember 1998.
Bið varð á því að miðherjinn
klæddist búningi Celtic, meðal
annars vegna þyngsla í lund, en
þegar Viduka var loks dreginn á
flot gekk hann vasklega fram í
Skotlandi - var valinn leikmaður
ársins á síðustu leiktíð. Gerði þá
27 mörk fyrir Celtic.
En kappanum var ekki til set-
unnar boðið - deildin var of slök.
„Kjarni málsins er sá að Mark
taldi sig ekki geta haldið áfram að
þróa leik sinn hjá Celtic. Honum
leið vel í Skotlandi og þykir vænt
um fólkið þar en deildin er eiiifald-
lega ekki nógu sterk. Kenny
Dalglish fór á sínum tíma frá Celt-
ic til Liverpool og Mark fetar nú í
fótspor hans - í því augnamiði að
eflast sem leikmaður," segir um-
boðsmaður Viduka, Bernie Mand-
ic.
Að áliti umboðsmannsins er
þetta vandi skosku félaganna í
hnotskurn. „Góðir leikmenn vilja
spreyta sig gegn þeim bestu. Fyrir
vikið eru þeir knúnir til að halda
frá Skotlandi. Celtic hefur margt
með sér, ríka hefð og frábæra um-
gjörð, en deildin er svo veik að
Mark sér ekki að félagið eigi
möguleika á að laða til sín leik-
menn í hæsta gæðaflokki. Þess
vegna fór hann.“
O’Leary rennir stoðum undir
þetta. „Fyrst þegar fundum okkar
Marks bar saman sagði ég honum
beint út að mér þætti hann latur á
velli. Hann hló bara að mér og
svaraði því til að hann hefði aðeins
þurft að beita sér 70% í Skotlandi
- og samt gert öll þessi mörk.
Hann bætti þó við að hann hefði
ekkert á móti því að leggja hart að
sér. Hjá Leeds verður honum að
ósk sinni!“