Morgunblaðið - 05.11.2000, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
-4
Fólk; ferðalangur á Indlandi opnar
varla auga án þess að sjá fólk, nema
kannski inni á eigin hótelherbergi.
Milljarður manna býr á Indlandi
og fólki fjölgar ört. Gríðarlegar and-
stæður einkenna landið; þar eru
margir sem vita ekki aura sinna tal
en vel á þriðja hundrað milljónir
manna á hins vegar nánast ekkert,
að sögn. En slíkt er auðvitað afstætt
og viðmið mismunandi. Fólkið þekk-
ir ekkert annað, var gjarnan haft á
orði þegar Morgunblaðið spurði um
ástandið í landinu og aðstæður
hinna fátæku; Indland er bara
svona.
Gífurlegur fjöldi býr á gangstétt-
um borganna, á umferðareyjum eða
annars staðar þar sem rými er til að
leggjast.
Fjöldi götubama gengur um betl-
andi í Delhi og geta þau orðið af-
skaplega ágeng, ef gestirnir spyma
ekki við fótum strax, reka þau burt.
Taki útlendingur upp peningaseðil
og gefí einum er öruggt að hann fær
ekki frið á næstunni. Betlararnir
em fljótir að miða hann út og gefa
ekki eftir fyrr en í fulla hnefana.
Sölumenn em einnig afskaplega
ágengir, og er ekki djúpt í árinni
tekið með því að orða það þannig.
Opinberri heimsókn Ólafs Ragn-
ars Grímssonar, forseta íslands, til
Indlands lauk fyrir helgina. For-
setinn og fylgdarlið hans hélt til í
Delhi og Bombay (Mumbai), auk
þess sem komið var við í hofinu Taj
Mahal í grennd borgarinnar Agra,
þekktasta húsi landsins og einu því
fegursta í heimi.
Ólafur Ragnar, aðstoðarmenn
hans og aðrir í fylgdarliði áttu fundi
með ýmsum ráðamönnum Indlands
en almenningur varð einnig mikið
var við íslensku sendinefndina. Eins
og venja er til, þegar um opinberar
heimsóknir er að ræða, fær bílalest
viðkomandi algjöran forgang þegar
farið er á milli staða. Lögreglumenn
em á hverju strái, stöðva umferð á
öllum gatnamótum og heimamenn
verða að gjöra svo vel að bíða. Og
fólk virtist ekki kippa sér upp við
það. Það hafði nógan tíma.
Umstangið við komu þjóðhöfð-
ingja til Indlands er bersýnilega
mikið; einn starfsmanna indverska
„kerfisins" sagði Morgunblaðinu að
fimmtán þúsund manns hefðu starf-
að við komu forseta íslands til
Delhi, og annað eins í Bombay, þar
með taldir starfsmenn utanríkis-
ráðuneytis og lögreglumenn en þeir
síðamefndu vom á hverju strái hvar
sem komið var.
Gott dæmi um hversu mikil áhrif
koma svo háttsettra gesta hafði á
daglegt líf var að á meðan íslenski
hópurinn skoðaði Taj Mahal hofið
var því lokað fyrir öðram gestum.
Talið var að nokkur þúsund manns
hefðu beðið fyrir utan á meðan, og
athyglisvert var að sjá að um leið og
síðasta farartækið í bílalest for-
setans hvarf á braut tók múgurinn á
rás í átt að þessu stórkostlega
mannvirki.