Morgunblaðið - 05.11.2000, Side 23

Morgunblaðið - 05.11.2000, Side 23
h MORGUNB LAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 23 ~ Morgunblaöið/RAX Taj Mahal hofið í grennd borgarinnar Agra er talin ein allra fegursta bygging heims. Á stærstu myndinni eru þau Ólafur Ragnar Grímsson og Dorritt Moussaieff, heit- kona hans, fyrir framan hofió. Venjulega er múgur og margmenni á þessum magn- aða stað, en svæðinu var lokað fyrir öðrum en íslendingunum, meðan þeir skoðuðu staðinn. Mikil öryggisgæsla var á meðan bíialest forsetans fór hjá, hvar sem var; götum borga jafnt sem vegum sveita var lokað á meðan. Safnaðist fólk yfirleitt sam- an í stórum hópum, en undantekningar voru á því, eins og sjá á myndunum hér til hliðar. En fólk virtist oft forvitið og fylgdist gaumgæfilegu með hinum útlendu gest- um. Efst til vinstri er sölumaður, en sú stétt manna er fjölmenn í þessu næst fjöl- mennasta ríki veraldarinnar. Allt milli himins og jarðar er á boðstólum en þessi prúð- búni fulltrúi þeirra seldi glæsilegar dúkkur, einmitt í grennd við Taj Mahal. Á myndlnni hér að ofan er svo ein fjölmargra barnungra betlarastúlkna í Deihi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.