Morgunblaðið - 05.11.2000, Side 26

Morgunblaðið - 05.11.2000, Side 26
26 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Porkell Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Anna Þrúður Þorkelsdóttir formaður Rauða kross íslands takast í hendur eftir undirritun samningsins. Samkomulag um eflingu skyndihjálpar SKRIFAÐ var undir samkomulag milli heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins og Rauða kross Is- lands i vikunni sem hefur það að markmiði að efla skyndihjálpar- kunnáttu almennings. Samkvæmt samkomulaginu hef- ur Rauði krossin forystuhlutverk í skyndihjálparkennslu hér á landi og skuldbindur sig til að bjóða fólki um allt land aðgang að námskeið- um í skyndihjálp. Jafnframt mun félagið gefa út nauðsynlegt fræðslu- og kennsluefni og sjá um menntun leiðbeinenda. Þá felst í samkomuiaginu að heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið og Rauði krossinn gefi sam- eiginlega út viðurkenningu til þeirra einstaklinga og vinnustaða sem sótt hafa skyndihjálpar- námskeið á vegum félagsins. Auk- inheldur að aðilarnir tveir skipi í Skyndihjálparráð sem viðheldur m.a. námskrá í skyndihjálp og hef- ur til umsagnar álitaefni sem ráð- inu berast. Enn dregur úr laxveiði LAXVEIÐI á stöng í íslenskum ám var 15% minni í ár en í fyrra, en 26.700 laxar voru veiddir á stöng á þessu ári skv. bráðabirgðatölum Veiðimálastofnunar.Veiðin er 25% undir meðalveiði áranna 1974-1999. I ám á Austurlandi og Suðurlandi var veiðin nokkru meiri en í fyrra en mest minnkaði veiði frá fyrra ári í ám á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum og Vesturlandi. Þeir laxar sem taka agn en er sleppt aftur eru skráðir sem veiddú' í veiðibækur og því taldir með. Einnig er talin með stangveiði á um 2.300 löxum í Rangánum en hún byggist að mestu leyti á endurheimt- um laxi úr sleppingu gönguseiða. Samkvæmt bráðabirgðatölum var afli í netaveiði um 4.000 laxar og var afl- inn mestur í Ölfúsá/Hvítá og í Þjórsá. Það er mun minni afli en í fyrra eða sem nemur um 2.600 löxum og ekki nema um þriðjungur meðalnetveiði áranna 1974-99. Bráðabirgðatölur benda því til að heildarafli í stang- og netaveiði á Islandi í ár hafi verið 30.700 laxar, sem er um 40% undii' meðalveiði áranna 1974-99. Úr haf- beit endurheimtust 378 laxar en um- svif í þeirri grein eru nú hverfandi. Mest var hafbeitin 1993 þegar um 168.000 laxar endurheimtust. Skipulag á Hrólfsskálamelum Tillögurnar til sýn- is á bókasafninu SÝNING á skipulagstillögum sem bárust í samkeppni um skipulag á Hrólfsskálamelum var opnuð í bóka- safni Seltjamarness í gær. Sýningin stendur til 12. nóvember og er opin virka daga á sama tíma og safnið kl. 12-19. í dag er sýningin opin frá kl. 12-18. Samkeppnin var í tveimur þrepum og bárust átta tillögur í fyrra þrep hennar. Fjórar voru vald- ar til áframhaldandi keppni. í Morg- unblaðinu í gær var greint frá því að tillaga arkitektanna, Guðrúnai' Sig- urðardóttur, Fionu Meierhans, Laurent Bonthonneau og Nicholas Guichet hlaut 1. verðlaun, 1.700.000 kr. og mælti dómnefnd með að hún yrði valin til frekari úrvinnslu. í öði-u sæti var tillaga Arkibúll- unnar ehf. en hana gerðu arkitekt- arnir Heba Hertevig, Hólmfríður Jónsdóttir og Hrefna Björg Þor- steinsdóttir. Verðlaun fyrir 2. sæti vai-1.000.000 kr. Dómnefnd skipti 3. verðlaunum, samtals 800.000 á milli tveggja til- lagna. Önnur er verk Kanon arki- tekta ehf., arkitektanna Halldóru Bragadóttur, Helga B. Thoroddsen, Þórðar Steingrímssonar, Þorkels Magnússonar og Bjargeyjar Guð- mundsdóttur. Hin tillagan sem hlaut 3. verðlaun er unnin af Gesti Ólafs- syni, arkitekt og skipulagsfræðingi og arktektunum Guðjóni Ólafssyni og Hauki A. Viktorssyni. 34 altjón á íbúðarhúsum í Suðurlandsskjálftunum Bótafjárhæð viðlagatrygg- ingar um 430 milljónir króna ALTJÓN varð á 34 íbúðarhúsum á Suðurlandi í jarðskjálftunum 17. og 21. júní sl. samkvæmt upp- lýsingum viðlagatryggingar Is- lands og er talið að enn kunni fá- ein hús að bætast við þar sem skemmdir eru enn áð koma í Ijós. Bótafjárhæðir viðlagatrygginga vegna altjóns á íbúðarhúsunum nemur 429.647.800 kr. Er þar um að ræða samþykktar bótafjárhæð- ir að tveimur tilfellum undan- skildum. Þessar upplýsingar koma fram í svari viðskiptaráðherra við fyrir- spum Margrétar Frímannsdóttur alþingismanns á Alþingi. í svari ráðherra kemur fram að ekki hef- ur enn reynst unnt að tilgreina nákvæmlega fjölda altjóna sem urðu á fjölmörgum útihúsum. „Ljóst er þó að altjón á útihúsum eru á annað hundrað," segir í svarinu. Endurstofnverð húseignanna 591 milljón kr. Skv. yfirliti Viðlagatryggingar varð altjón á 16 íbúðarhúsum í Arnessýslu og 18 íbúðarhúsum í Rangárvallasýslu. Nemur bruna- bótamat þessara eigna samtals rúmum 562 milljónum kr. og end- urstofnverð þeirra skv. upplýsing- um Fasteignamats n"kisins nemur rúmlega 591 milljón kr. Ákvarðaðar bótafjárhæðir vegna altjóns á íbúðarhúsnæði nema samtals tæplega 135 millj. kr. í Árnessýslu og 295 millj. kr. í Rangárvallasýslu. Fram kemur á sundurliðuðu yf- irliti sem birt er með svari viðskiptaráðherra að hæstu bóta- fjárhæðir vegna altjóns á einstök- um íbúðarhúsum nema 18,2 millj. kr. í Árnessýslu og 14,9 millj. kr. í Rangárvallasýslu. Frumvarp um Landsskrá lausafjármuna var fyrst lagt fram á Alþingi árið 1993 Minni þörf með breyttri löggjöf MEÐ breyttri löggjöf er talið að þörf haíi minnkað á landsskráningu lausafjármuna. Þetta. er meðal nið- urstaðna sem sérfræðingar í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu komust að eftir að hafa farið yfir hugmynd um mögulega starfsemi Landsskrár lausafjármuna í Ólafsfirði. Að mati ráðuneytisins myndi slík starfsemi aðeins skapa hálft starf. Hugmyndin kom úr viðskipta- ráðuneytinu eftir að Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðheira hafði kynnt hana á borgarafundi í ÓI- afsfirði í mars á þessu ári. Á fundin- um báru á góma ýmis fjar- vinnsluverkefni sem kæmu til greina í Ólafsfirði og skráning lausafjár- muna var eitt af þeim. I samtali við Morgunblaðið sagði Valgerður að niðurstaða dómsmálaráðuneytsins hefði komið sér á óvart, í viðskipta- ráðuneytinu hefði verið talið að hér gæti verið um allt að tvö störf að ræða. Skráning með þessum hætti hefur ekki verið til á einum stað þar sem lausafé hefur ekki verið skráningar- skylt, að frátöldum bílum, skipum og flugvélum sem eru með skráningar- skyldu. Hins vegar hefur almenningi verið heimilt að skrá annað lausafé hjá viðkomandi sýslumannsembætt- um. Með landsskrá lausafjármuna hef- ur hugmyndin verið sú að búa til miðlægt tölvukerfi þar sem skrán- ingar fyrir allt landið yrðu færðar inn. Fordæmi eru fyrir slíkri skrán- ingu erlendis þar sem skylt er að skrá verðmæta lausafjármuni. Til- gangur slíkrar skráningar er að tryggja aðgang að upplýsingum um hvort veð hvíli á þessum fjármunum. Frá árinu 1993 hafa ýmsar þær aðstæður breyst sem gera landsskrá lausafjármuna ekki eins nauðsyn- lega, samkvæmt upplýsingum úr dómsmálaráðuneytinu, og þörfin því minnkað. Ný lög um lausafjárkaup hafa tekið gildi, sem og lög um samn- ingsveð og nýjar tegundir af samn- ingum, s.s. kaupleigusamninga, þar sem bæði kaupandi og fjármögnuna- raðili eru skráðir sem eigendur. Er þá ekki lengur um venjulegt veð að ræða sem eftir eldri reglum hefði verið talið óskráð og því erfitt fyrir þriðja aðila að nálgast upplýsingar um. Átti fyrst að vera hjá sýslumanni í Reykjavík Áform um sérstaka skráningu lausafjármuna komu fyrst fram á AI- þingi árið 1993 þegar þáverandi dómsmálaráðherra, Þorsteinn Páls- son, lagði fram frumvarp til breyt- inga á þinglýsingarlögum. Frum- varpið náði ekki fram að ganga og var því vísað til allsherjarnefndar sem leitaði umsagna hjá ýmsum aðil- um. Formaður allsherjamefndar þá var Sólveig Pétursdóttir, núverandi dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur ekki verið tekið upp á Alþingi síðan. í frumvarpinu var lagt til að skráningin yrði til staðar hjá emb- ætti sýslumannsins í Reykjavík fyrir öll embætti landsins. Einnig kom fram að haga skuli færslu í skrána þannig að unnt sé að gefa úr henni eignar- og veðbókarvottorð hvar sem veðskjali hefur verið þinglýst. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá lagði Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar á Norðurlandi vestra, fram íyrirspurn á Alþingi í byrjun vikunnar til dóms- málaráðherra um hvað liði hug- myndum um landsskrá lausafjár- muna í Ólafsfirði sem Valgerður Sverrisdóttir hafði kynnt á fundi með Ólafsfirðingum í mars sl. Dóms- málaráðherra upplýsti þá um fyrr- nefnda niðurstöðu starfsmanna , sinna í dómsmálaráðuneytinu að verkefnið myndi aðeins skapa hálfs- dagsstarf fyrir einn starfsmann. Iðntæknistofnun skoðaði málið Valgerður Sverrisdóttir sagði við Morgunblaðið að um það leyti sem fundurinn var haldinn í Ólafsfirði hefði viðskiptaráðuneytið verið með þessa hugmynd til skoðunar og látið Iðntæknistofnun vinna í málinu fag- lega. „Okkar skoðun var sú að það þyrfti lagabreytingu til að þetta gæti orðið að veruleika og skráningin gæ.ti hvort heldur sem væri verið hjá sýslumannsembættinu eða sem sjálfstætt einkafyrirtæki. Við gerð- um okkur samt grein fyrir því að erf- itt yrði að sjá hvað þetta yrði mikil starfsemi og hvað þjónustan yrði mikið notuð,“ sagði Valgerður. Aðspurð hvort áform um lands- skrá lausafjármuna í Ólafsfirði væru endanlega úr sögunni með niður- stöðu dómsmálaráðuneytisins, sagð- ist Valgerður ekki geta svarað því, það væri í verkahring annarra. Ekki náðist í Sólveigu Pétursdóttur dóms- málaráðherra sem nú er stödd í Róm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.