Morgunblaðið - 05.11.2000, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 31
fyrirtæki í Garðabæ, Stálnau . hl’.,
til þess að geta haldið í nr ina.
Starfsmenn fyrirtækisins . nú
orðnir sjö talsins og eiga tveir þeirra
minnihluta í því á móti 3X-stáli ehf.
Hlutverk Stálnausts átti í upphafí
að vera annað en móðurfyrirtækis-
ins, það átti að þjóna matvælavinnsl-
unni á höfuðborgarsvæðinu, allt frá
útgerð til kjúklingavinnslu. Hefur
fyrirtækið tekið að sér verkefni á
þessu sviði. Hins vegar hefur verið
svo mikið að gera í útflutningi hjá
3X-stáli ehf. að starfsmennirnir í
Garðabæ hafa fengið mörg verkefni
þaðan. Einnig hefur Stálnaust unnið
að uppsetningu tækja frá 3X-stáli á
Norðurlandi. Aftur á móti annast
móðurfélagið alla tæknivinnu og sölu
fyrir Stálnaust.
Stofna fyrirtæki
á Nýfundnalandi
„Við sjáum fyrir okkur vaxandi
möguleika fyrir vörur fyrirtækisins.
Og það eina sem við vitum ér að allt-
af er hægt að gera betur,“ segir Jó-
hann. Vegna uppbyggingarinnar í
Kanada eru ekki eins stór verkefni
framundan þar og verið hefur. Þeir
félagar sjá hins vegar enn ónýtt
tækifæri á markaðnum og hafa
ákveðið að stofna fyrirtæki í St.
Johns á Nýfundnalandi. Tilgangur
þess er að þjóna rækjuiðnaðinum í
Kanada og íslenskum skipum sem
þar landa. Ekki síst er ætlunin að
fyrirtækið fylgi eftir vörum sem 3X-
stál framleiðir og skapa áframhald-
andi farveg fyrir þær inn á þennan
markað. Þá er áhugi á að nýta fyrir-
tækið til að komast inn í krabba-
vinnsluna.
„Við höfum hugsað um þetta lengi.
Viðskiptavinir okkar hafa beðið um
þessa þjónustu og við vitum að þörf-
in er fyrir hendi. Því ákváðum við að
reyna,“ segir Jóhann. Fyrirtækið
tekur til starfa um áramót með
þremur til fjórum starfsmönnum.
Næst er það heitsjávarrækjan
Vinnsla á heitsjávarrækju er um-
fangsmikil en ekki jafn þróuð og
vinnsla kaldsjávarrækju. Hafa eig-
endur 3X-stáls ehf. verið að kanna
möguleika á að komast inn á þann
markað til þess að taka þátt í upp-
byggingunni. Jóhann segir að þeir
séu enn að kynnast markaðnum og
átta sig á nýjum þörfum. Telur hann
að með ákveðinni aðlögun sé unnt að
nýta sömu tækni í vinnslu heitsjáv-
arrækju og kaldsjávar þótt rækjan
sé mun stærri.
3X-stál ehf. á hlut í sölufyrirtæki í
Bandaríkjunum, Atlas Technology
Inc., sem Lárus Guðbjartsson
stjórnar. Annast ATI sölumálin á
Bandaríkjamarkaði og á að sögn Jó-
hanns mikinn þátt í að vörur fyrir-
tækisins hafa náð athygli viðskipta-
vina þar.
Vinnan á þessum nýja markaði er
nú farin að skila sér í vörusölu og
hafa þeir unnið þrjú verkefni fyrh'
rækjuvinnslur í Bandaríkjunum. Öll
tækin sem verið var að smíða þegar
blaðamaður skoðaði verksmiðjuna á
Isafírði voru einmitt fyrir heitsjávar-
rækju. Þessi fyrstu verkefni tengjast
hráefnismeðhöndlun og löndunar-
kerfum. „Við stefnum að því að vera
öflugir þátttakendur á þessum
markaði, meðal annars með þvi að
bjóða heildarlausnir með sama hætti
og í vinnslu á kaldsjávarrækju.“
Allir vegir færir
Fyrirtækið heldur áfram að
stækka. Það var ekki lengi í húsnæði
Skipasmíðastöðvarinnar heldur
keypti eigið húsnæði við Sindragötu.
Starfsemin hefur nú sprengt það ut-
an af sér og eru eigendurnir farnir að
leita fyrir sér um stærra húsnæði.
„Við höfum ekki áform um að sigra
heiminn og viljum vinna að uppbygg-
ingu fyrirtækisins skref íyrir skref,“
segir Jóhann.
Þeir hafa verið að fara í gegnum
nýja stefnumörkun og hafa staðsett
sig í framleiðslu tækja fyrir
skeldýramarkaðinn í heild, það er að
segja rækju, hörpudisk, krabba og
aðrar skyldar tegundir, jafnt hér á
landi sem erlendis. „Þarna liggja
framtíðarmöguleikar okkar. Við höf-
um komist að raun um að við eigum
góða möguleika á erlendum mörkuð-
um. íslenskir kaupendur era mjög
kröfuharðir og fyrst við getum staðið
undir kröfum þeirra þá eru okkur
allir vegir færir,“ segir Jóhann Jón-
asson.
Ameríski draumurinn
til sölu.
Dodge Durango, árgerð 2000, rauður, ekinn 9.500 km,
fjórhjóla sídrif, V8 4,7 lítra, 235 hestafla vél. Einn með öllu!
Grá leðurinnrétting, „orginal“ stigbretti, dráttarbeisli, 32" dekk,
innfluttur nýr í mars 2000. Upplýsingar í síma 894 0525.
Átt þú hlutabréf í Skýrr hf?
Innköllun vegna rafrænnar skráningar hlutabréfa
Mánudaginn 11. desember 2000 verða hlutabréf Skýrr hf. tekin til
rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. Þar af leiðandi
verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma
ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga
um rafræna eignarskráningu verðbréfa og skráningu réttinda yfir þeim hjá
Verðbréfaskráningu íslands hf. Nánar tilgreint verða Oll hlutabréf í Skýrr hf.
tekin til rafrænnar skráningar, en þau eru öll í einum flokki, auðkennd
raðnúmerum 1-4010, og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudagsetningar er
getið á hverju bréfi.
Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja
nokkurn vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá
Skýrr hf., að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hluthafaskrár Skýrr
hf., Ármúla 2, 108 Reykjavík, eða í síma 569 5100. Komi í Ijós við slíka
könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur
á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag.
Ennfremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra
hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda
reikningsstofnun, þ. e. banka, verðbréfafyrirtæki eða sparisjóð sem gert
hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf., fyrir nefndan dag.
Athygli hluthafa er vakin á því að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða
ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er
vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika
hluthafa til að eiga viðskipti með bréf sín í félaginu.
Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reikningsstofnun, sem
gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf., umsjón með
eignarhlut sínum í félaginu. Hluthöfum félagsins verður nánar kynnt þetta
bréfleiðis.
Stjórn Skýrr hf.