Morgunblaðið - 05.11.2000, Page 34
34 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000
SKOÐUN
MORGUNBLAÐID
ER LJÓSVAKINN
TAKMÖRKUÐ AUÐLIND?
MIKIÐ hefur verið rætt og ritað
um skýrslu auðlindanefndar nú síð-
ustu dagana. Hér verður tjailað um
ljósvakann, nýtingu hans og fullyi-ð-
ingu þess efnis að um sé að ræða
takmarkaða auðlind.
Einnig verður velt upp spurning-
unni um hver á ljósvakann og hvað
gerir suma hluta hans svo eftirsókn-
arverða sem raun ber vitni.
Hver á ljósvakann?
Það er ekki hægt að segja að neinn
eigi ljósvakann frekar en sólskinið
eða rigninguna. Hver sem gerir til-
kall til hans er að hætta sér út á hál-
an ís. Við notum öll ljósvakann ekki
satt? Sólarljósið berst um hann eins
og allt ljós, s.s. bílljós í myrkri. Um
þetta er enginn ágreiningur. Málið
fer hins vegar að vandast þegar
kemur að ákveðnum tíðnisviðum inn-
an ljósvakans.
Ljósvakanum er eins og flestir
vita skipt niður í rásir og bönd sem
eru kölluð ýmsum nöfnum, s.s. lang-
bylgja, stuttbylgja, örbylgja o.s.frv.
Þetta munum við úr eðlisfræðinni.
Margar gerðir bylgjuhreyfinga nota
ljósvakann sem umferðaræð. Mun-
urinn á tíðnisviðunum kemur m.a.
fram í langdrægni. Langbylgjur ber-
ast um langa vegu en örbylgjur haga
sér nánast eins og ljósið og þarfnast
þ.a.l. sjónlínu milli sendistaðar og
móttökustaðar. Þessum fjölmörgu
tíðnisviðum er ætlað að þjóna mis-
munandi starfsemi samkvæmt al-
þjóðlegum reglum.
Þarna er e.t.v komið að kjarna
málsins. Til þess að forðast vandræði
og í raun gera ljósvakann nýtilegan
til fjarskipta þarf að
setja reglur um afnot
eða aðgang að honum.
Það skiptir mjög miklu
máli að allir átti sig á
þessu. Sem dæmi þá
eru sérstök tíðnisvið
ætluð til fjarskipta við
skip og ílugvélar og
enginn mundi vilja
verða þess valdur að
trufla þessi fjarskipti
og með því valda erfið-
leikum eða jafnvel
slysi.
Samkvæmt alþjóða-
reglum eru ákveðin
tíðnisvið ætluð fyrir Hannes
sjónvarp, útvarp, far- Jóhannsson
síma og gervihnatta-
sendingar svo eitthvað sé nefnt.
Þessi tíðnisvið eru sem sagt ætluð til
þess að þjóna almenningi á meðan
öðrum sviðum er ætlað að sinna lok-
uðum fjarskiptum, radíóáhuga-
mönnum, herjum í löndum sem hann
hafa o.s.frv.
Hvað skapar verðmæti
þessara tíðnisviða?
Ef enginn ætti sjónvarpstæki eða
farsíma á Islandi (eða annars staðar)
FrumkvöðlaAUÐUR
Viltu reka
eigið fyrirtæki?
FrumkvöðlaAUÐUR er ítarlegt námskeið ætlað konum
sem nú þegar eru eða hafa hug á að vera þáttakendur í
atvinnusköpun.
Markmið námskeiðsins er að veita konum hvatningu,
stuðning og að auka þá hæfni sem gerir þeim kleift að koma
á fót fyrirtækjum sem geta náð og viðhaldið örum vexti.
Námskeiðið FrumkvöðlaAUÐUR er 110 klst. og
stendur í tæpa 4 mánuði. Kennsla fer fram á
kvöldin 1-2 kvöld í viku og eina helgi auk
heimavinnu.
Næsta námskeið FrumkvöðlaAUÐAR hefst
16. janúar 2001. Umsóknarfrestur er til
Kynningarfundur 14. nóvember
Kynningarfundur um námskeiðið verður haldinn
þriðjudaginn 14. nóvember, kl. 20:00 í Háskólanum
í Reykjavík, Ofanleiti 2. Vinsamlega tilkynnið þátttöku
með tölvupósti audur@ru.is eða í síma 510 6252.
Umsóknareyðublöð munu liggja frammi á fundinum, en einnig er
hægt að fá þau á vefsíðu AUÐAR www.ru.is/audur eða óska eftir
að fá þau send í pósti.
HASKÓUNN ( REYKJAVfK
NÝSKÖPUNARSJÓÐUR íslandsbanki
Delnttes
Tbuche^ 2B#r0attíiIní>it>
væru tíðnisviðin fyrh’ þessa sömu
starfsemi ekki eftirsóknarverð og
þar með verðlaus, eða hvað? Hverjir
eða hvað gerir þessi tíðnisvið eftir-
sóknarverð? Það eru þeir sem
byggja upp dreifinetið
og eyða oft á tíðum
miklu fé í markaðssetn-
ingu á þjónustu sinni
sem nýtir viðkomandi
tíðnisvið.
Svo má ekki gleyma
notendum sem nýta
ljósvakann en með því
að borga fyrir þá þjón-
ustu gera þeir viðkom-
andi tíðnisvið eftirsókn-
arvert og þar með
verðmætt.
Það eru sem sagt
þjónustuveitandinn og
notandi sem mynda
verðmæti viðkomandi
tíðnisviðs. Sé ekki fyrir
hendi nægilegt tíðni-
svið fyrir viðkomandi starfsemi, s.s.
sjónvarp eða farsíma, verður að
beita takmörkunum og þess vegna er
talað um ákveðin tiltekin tíðnisvið
sem takmarkaða auðlind.
Tíðnisvið
Er hörgull á tíðnisviðum hér á
landi fyrir starfsemi eins og farsíma
og sjónvarp?
Það er fróðlegt að sjá hvernig
milljónaþjóðir hafa leyst sín mál þar
sem þær þurfa að glíma við ýmis
mjög flókin tæknileg atriði. Eitt
þeirra felst í því að sendingar um
ljósvakann taka ekki tillit til landa-
mæra.
Þetta þýðir að skipuleggja þarf
stór landsvæði sem eina heild burt-
séð frá landamærum.
Við íslendingar erum landfræði-
lega þannig í sveit settir að við þurf-
um ekki að hafa áhyggjur af því að
trufla nágranna okkar varðandi þau
tíðnisvið sem hér um ræðir. Við er-
um fámenn þjóð í stóru landi sem
auðveldar að öllu jöfnu skipulag ljós-
vakans.
Það hefur verið bent á það að
svokallaðar VHF-rásir á höfuðborg-
arsvæðinu séu uppurnar. Þessi hluti
VHF-sviðsins spannar rásir 5-12 eða
7 rásir samtals. Rásir 6, 10, 12 eru
aðalrásir RÚV, Stöðvar 2 og Sýnar.
Fullyrt er að þessi staðreynd, þ.e. að
ekki séu til lausar VHF-rásir, standi
nýjum aðilum sem vilja á ódýran og
einfaldan hátt ná til sem flestra á
höfuðborgarsvæðinu fyrir þrifum.
Þetta er rétt, á þessu tiltekna tíðni-
sviði vantar rásir sem stendur en það
gæti breyst.
Breytingar með tilkomu
stafrænnar tækni
Hvað sjónvarpssendingar varðar
er í því hliðræna umhverfi sem við nú
búum við málum þannig háttað að
ekki er mögulegt að nýta allt tíðni-
sviðið vegna truílanahættu.
Það er ekki mögulegt að úthluta
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14
Eins og staðan er í dag
stefnir allt í að til verði
tvö háþróuð kapalkerfi á
höfuðborgarsvæðinu,
segir Hannes Jóhanns-
son. Það má líkja þessu
við að verið sé að grafa
önnur Hvalfjarðargöng.
samliggjandi rásum fyrh’ kröftuga
sjónvarpssenda frá sama stað.
Dæmi: Aðalútsendingairásir RUV,
Stöðvar 2 og Sýnar á höfuðborgar-
svæðinu standa á jöfnum tölum 6,10
og 12.
Oddatölurásirnar 5, 7, 9 og 11 eru
ekki nýtilegar.
Þegar Bretar, sem nú hafa tekið í
notkun stafrænt landdreifikerfi,
hönnuðu sitt kerfi var ákveðið að út-
hluta 6 rásum á landsvísu fyrir staf-
ræna þjónustu. Þetta tókst og það
var leyst nær einvörðungu með því
að nota rásir sem ekki var hægt að
nýta fyrir hliðræna þjónustu.
I stafrænu umhverfi er hver rás
gjarnan kölluð „multiplexer" á ensku
sem mætti þýða með margþættur.
Ef notuð væri myndlíking gætum við
líkt stafrænni rás við margþættan
kaðal og hver þáttur í kaðlinum gæti
samsvarað einni hefðbundinni hlið-
rænni rás sem hver um sig gæti flutt
dagskrá einnar sjónvarpsrásar.
Einn „multiplexer“ getur auðveld-
lega innihaldið 5-7 sjónvarpsrásir
auk þess að flytja ýmsar stafrænar
upplýsingar án þess að taka meira
pláss á ljósvakanum en ein hefð-
bundin hliðræn rás tekur í dag.
Þetta þýðir m.ö.o. að á oddatölu-
rásunum fjórum sem nefndar voru
að framan mætti auðveldlega flytja
20-28 mismunandi gerðir af dagskrá.
Sömu aðferð má beita á UHF-tíðni-
sviðinu en þar eru rásirnar mun fleiri
eða 48 sem þýðir að 240-336 mismun-
andi gerðir af sjónvarpsdagskrá
mætti flytja á UHF-sviðinu ef það
væri allt nýtt fyrir stafrænan flutn-
ing. Auk þessa er hægt að koma fyrir
flutningi á annarri stafrænni þjón-
ustu á rásunum, svo sem netþjón-
ustu auk ýmissar gagnvirkrar þjón-
ustu, s.s. gagnvirkra bankaviðskipta,
verslunar o.fl.
Stafrænar útsendingar
Hvenær getum við átt von á að
stafrænar sjónvarpssendingar hefj-
ist á íslandi og þar með að öll vand-
kvæði með rásir heyri sögunni til?
Það er nokkuð áhyggjuefni að ekki
skuli vera til nauðsynlegar reglur
varðandi stafrænar útsendingar hér
á landi. Á meðan löndin í kringum
okkur eru öll að keppast við að
byggja upp stafrænt land- dreifinet
er ekkert að gerast hjá okkur í þeim
efnum. Það tekur tíma að vinna og
setja reglur um stafrænar útsend-
ingar. Engir tveir markaðir eru eins
og hagsmunir eru mismunandi eftir
löndum. Það er því afar hæpið að
taka tilbúinn reglugerðapakka og
ætla honum að þjóna hagsmunum
okkar óbreyttum. Sem dæmi eru
Spánverjar að undirbúa sitt staf-
ræna dreifikerfi án þátttöku ríkis-
fjölmiðlanna á meðan ríkisfjölmiðl-
amir drógu vagninn í Svíþjóð.
Nú kunna ýmsir að spyrja, er
nauðsynlegt að byggja dreifikerfi
fyrir stafræna loftdreifingu?
Em ekki Landssíminn, Lína.Net
og fleiri "öilar að keppast við að
byggja stafrænt dreifikerfi um kapal
og Ijósleiðara?
Flestir sem velta þessum málum
fyrir sér spá því að rétt eins og alltaf
verði áfram til margar leiðir eða að-
ferðir til dreifingar á mismunandi
þjónustu. Þetta hefur saga fjarskipt-
anna kennt okkur. Þráð- og þráð-
lausar lausnir munu takast á i fram-
tíðinni eins og þær hafa gert hingað
til.
Þráðlausar lausnir
Kapallausnir munu aldrei leysa af
hólmi þráðlausar lausnir þó aðþær
geti haft ýmislegt sér til ágætis.
Flest bendir til að sá eiginleiki að
fjarskipti geti verið þráðlaus vegi æ
þyngra. Þetta á við um símafjar-
skipti (talfjarskipti), útvarp, sjón-
varp eða gagnaflutning. Besta dæm-
ið um þetta em vinsældir
GSM-farsímanna. Símtöl færast
stöðugt yfir í að verða þráðlaus. Sum
þeirra landa sem nú eru að undirbúa
stafrænt sjónvarp koma til með að
hanna stafrænu sjónvarpskerfin til
að þau virki mjög vel fyrir færanleg-
an eða beranlegan móttökubúnað
(portable/mobile).
Nú kunna einhverjir að spyrja, er
þörf á að koma upp færanlegu
(portable) sjónvarpskerfi? Er líklegt
að fólk vilji bera sjónvarpstæki með
sér hingað og þangað? Ekki getum
við ekið bíl og horft á sjónvarp á
sama tíma.
Þessu er til að svara að við eigum
fljótlega eftir að sjá sjónvarpstæki
sem minna á fartölvur, eða fartölvur
með innbyggðum stafrænum mót-
takara. Það góða við stafrænar send-
ingar er að þær em lausar við ýmis
vandamál sem við eigum að venjast í
hliðrænum sjónvarpssendingum, s.s.
„draugum" eða endurkasti, snjó-
komu eða suði. Það má segja að ann-
aðhvort náist sendingin og þá er hún
í lagi eða hún náist alls ekki. Það eru
ekki til staðar þessi leiðinlegu mill-
istig þar sem myndin er á kafi í snjó
eða draugum.
Annað atriði sem skiptir verulegu
máli í þessu sambandi er að mjög
víða þarf útiloftnet, þ.e. loftnet á hús-
þak, til móttöku á sjónvarpssending-
um en þannig er því háttað hjá flest-
um sjónvarpsnotendum. Með til-
komu stafrænna sendinga er
auðveldlega hægt að komast af með
inniloftnet. Þessi loftnet em áföst
móttökuranum og em mjög lítil um
sig eða á stærð við penna. Þetta þýð-
ir að fólk getur opnað ferðatölvuna
sína og horft á til dæmis morgun-
sjónvarp í eldhúsinu, baðherberginu,
bílastæðinu eða í bílnum, sé um far-
þega að ræða, án þess að tengjast
neinum utanaðkomandi leiðslum.
Hljómar nokkuð vel ekki satt?
Mynd af móttakara sem þessum
má finna undir eftirfarandi slóð:
http://www.nokia.com/press/
nps_photo_archive/l,10264,multi-
media,00.html.
Kapalkerfín
Eins og staðan er í dag stefnir allt
í að til verði tvö háþróuð kapalkerfi á
höfuðborgarsvæðinu. Það má líkja
þessu við að verið sé að grafa önnur
Hvalfjarðargöng. Er ekki gott að
hafa samkeppni í þessu sem öðm? Ef
til vill má líta þannig á það en út-
koman verður sú að umferðartollur-
inn ura stafræn kapalkerfi framtíð-
arinnar verður væntanlega hár hér á
landi.
Erlendis myndi engum detta í hug
að byggja tvö háþróuð kapalkerfi
sem bæði byggja á ljósleiðaratækni
fyrir sama þéttbýlissvæðið. Kapal-
kerfi em í eðli sínu dýr í uppbygg-
ingu. Rekstrarlíkan þeirra byggir
aðallega á þéttleika byggðar og
fjölda íbúa á flatarmálseiningu.
Reykjavík og aðrir þéttbýlisstaðir á
landinu ná því varla að flokkast sem
þéttbýli á erlendan mælikvarða. Ef
tvö kapalkerfi auk loftdreifikerfis
munu keppa um sjónvarpsdreifingu í
dreifðri byggð er hægt að gefa sér að
þjónustan verður að vera dýr eigi
fjárfestingin að standa undir sér,
nema til komi niðurgreiðsla að hálfu
þjónustuveitandans.
Þetta er áhyggjuefni og rennir
enn frekari stoðum undir það að
nauðsynlegt er að hraða uppbygg-
ingu stafræns loftdreifikerfis sem er
margfalt ódýrara í uppbyggingu en
kapalkerfin sem aftur leiðir til ódýr-
ari flutnings sem sjónvarpsnotendur
munu njóta góðs af.
Höfundur er tæknistjóri Islenska
útvarpsfélagsins hf.