Morgunblaðið - 05.11.2000, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
BRIDS
Umsjóii KuómniMlur I'áll
Arnarsun
NÚ ER það vörnin. Þú ert
í austur og þarft að
tryggja það að makker
geri enga vitleysu.
Norður gefur; allir á
hættu
Norður
* AK8
v K85
♦ 107
* AKG95
Austur
4 73
VÁ107
♦ Á62
4 D10643
Vestur Norður Austur Suður
- llauf Pass 1 spaði
Pass 2grönd Pass 31auf*
Pass 3 tíglar *Pass 3spaðar
Pass Pass 4spaðar Pass Pass
Sagnir þarf að skýra.
Norður sýnir 18-19 punkta
með stökki sínu í tvö grönd
og þriggja laufa svar suð-
urs er gervisögn, sem get-
ur þýtt eitt og annað, en
biður makker um að segja
þrjá tígla. Þegar suður
segir næst þrjá spaða er
hann að lýsa yflr fárveik-
um spilum og vilja til að
spila þrjá spaða og ekkert
meira. Þetta er það sem
Bandaríkjamenn kalla
„Wolffs signoff". En norð-
ur tekur ekkert mark á
makker sínum eða Bobby
Wolff og hækkar í geim.
Makker spilar út tígul-
kóng, á slaginn, og fylgir
fast á eftir með drottning-
unni. Taktu við.
Makker er hugsandi
vera. Hann reiknar út að
suður geti ekki átt hjarta-
ásinn og væri því vís með
að skipta yfir í hjarta í
þriðja slag ef hann fær
tækifæri til, því lauílitur-
inn er ógnandi í borði. En
þú veist að laufið gefur
sagnhafa ekkert aukalega
og ættir að taka völdin af
makker með því að yfir-
drepa tíguldrottninguna
og spila trompi. Bíða svo
eftir því að sagnhafi spili
hjartalitnum sjálfur:
Norður
N'orður
4 AK8
v K85
♦ 107
♦ ÁKG95
Vestur Austur
4 G6 4 73
v D962 v Á107
♦ KDG54 ♦ Á62
* 84 4 D10643
Suður
4 D109542
v G43
♦ 952
47
Eins og sést má vestur
undir engum kringum-
stæðum spila hjarta frá
drottningunni, en það er
ekki órökrétt vöm frá
hans bæjardyrum séð. Þú
verður því að hafa vit fyrir
honum.
Q A ÁRA afmæli. Á
ÖU morgun, mánudag-
inn 6. nóvember, verður átt-
ræður Páil Þórir Ólafsson,
Jökulgrunni 17, Reykjavík.
Hann verður að heiman á af-
mælisdaginn.
RÚBÍNBRÚÐKAUP. í dag, sunnudaginn 5. nóvember,
eiga 40 ára hjúskaparafmæli hjónin Norma Haraldsdótt-
ir og Kristmundur Magnússon, Bæjargili 36, Garðabæ.
SK\lv
IJmsjón llelgi íss
Grétarsson
SAMHLIÐA mótinu,
er lauk fyrir skömmu,
sem Khalifman sigraði á
með eftirminnilegum
hætti í Hoogeveen í Hol-
landi, var haldið opið mót
með þátttöku margra
sterkra stórmeistara.
Þeirra á meðal var hinn
sérstaki og snjalli
rússneski stór-
meistari Semen
Dvoirys (2.562) en
hann sigraði á mót-
inu ásamt fyrrver-
andi landa sínum
Vladimir Epishin
en hann teflir undir
fána Þýskalands nú
um stundir. Dvoir-
ys hafði hvítt í
stöðunni gegn hol-
lenska alþjóðlega
meistaranum Erst
Sipke (2.373). 20. Hxe6!
Hxe6 21. Bxd5 Hae8 Bisk-
upinn var friðhelgur sök-
um mátsins á g7. 22. Hel
g6 23. Hxe6 og svartur
gafst upp enda er fátt til
varnar eftir 23. ...Hxe6 24.
De5. Lokastaða mótsins
varð þessi: 1.-2. Vladimir
Epishin og Semen Dvoir-
ys 6>/2 vinningar af 11
mögulegum. 3.-8. Sergei
Tiviakov, John Van der
Wiel, Andrei Kharitonov,
Viktor Mikhalevski, Emst
Sipke og Yge Visser 6 v.
Hvítur á leik.
LJOÐABROT
SKILMALARNIR
Ef þér ei ægir allra djöfla upphlaup að sjá
og hverri tign að velli velt, sem veröldin á,
og höggna sundur hveija stoð, sem himnana ber:
þá skal ég syngja sönginn minn og sitja hjá þér.
Og ef þú hatar herra þann, sem harðfjötrar þig
og kúgar til að elska ekkert annað en sig,
en kaupir hrós af hræddum þrælum, hvar sem hann fer:
þá skal ég líka af heilum huga hata með þér.
Porsteinn Erlingsson.
Arnað heilla
ORÐABÓKIN
Athöfn -jarðarför - útför
Ofangreind orð komu upp
í huga mér þegar ég las í
Mbl. frásögn af útför
tveggja athafnamanna í
Vestmannaeyjum sem fór
fram 14. okt. sl. Þar sagði
frá því, að kór Landa-
kirkju „söng í báðum at-
höfnum.“ Eins var sami
einsöngvari „í báðum at-
höfnum “ Loks var þess
getið, að „báðar athafn-
irnar“ hafi verið mjög
fjölsóttar. Þess skal svo
getið, að no. útför kom
einu sinni fyrir í frásögn-
inni en no. jarðaríor ekki.
Ég hlýt að játa, að ég
hnaut um þetta orðaval
þó að það verði vissulega
ekki talið rangt mál. Hins
vegar hefði ég kosið hér
önnur orð, þ.e. annað-
hvort no. jarðarför eða út-
för enda eru þau áreiðan-
lega bæði miklu algengari
og almennari í þessu sam-
bandi en no. athöfn. En
lítum á nafnorðið athöfn.
Það er skýrt í orðabók-
um sem starf eða iðja,
sbr. athafnamaður en það
orð kom einnig fyrir í frá-
sögninni. Eins merkir það
verknað og er tekið sem
dæmi no. skírnarathöfn
og eins er talað um hátíð-
lega athöfn af einhverju
tilefni. Þá er minningar-
athöfn vel þekkt orð.
Engu að síður var ástæð-
ulaust að nota no. athöfn í
ofangreindum sambönd-
um og ekki sízt þegar fyr-
ir eru í máli okkar miklu
betri orð. Þá hefði mátt
segja sem svo: Kórinn
söng við báðar jarðarfar-
irnar (eða útfarirnar) og
sama gerði einsöngvar-
inn. -J.A.J.
STJÖRNUSPA
cftir Franeés Hrakc
SPORÐDREKI
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert sjálfsöruggur og
metnaðarfullur, en þarft að
læra að verja tilfínningar
þínar betur.
Hrútur
(21. mars -19. apríl) "r*
Það myndi bjarga mörgu, ef
þú gæfír þér tíma til þess að
njóta návistar vina þinna. Mál
munu skýrast og þú standa
miklu sterkari eftir.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Hafðu augun hjá þér; hlutirn-
ir gerast svo hratt að þú get-
ur misst af mörgum tækifær-
um, ef þú ert ekki á tánum og
grípur gæsina, þegar hún
gefst.
Tvíburar
(21.maí-20.júní) AA
Láttu þér ekki nægja að
halda hlutunum í sömu skorð-
um, vertu drífandi og komdu
á breytingum, sem hrista upp
í andrúmsloftinu og bæta af-
köstin.
Krabbi
(21. júní-22. júlí) ^mfö
Það er ástæðulaust að éta allt
upp eftir öðrum, jafnvel þótt
um sé að ræða aðila sem þér
þykir vænt um eða þú berð
virðingu fyrir.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) M
Glaðværðin er gott vopn þeg-
ar öldurnar rísa hátt manna í
millum. Það versta sem gæti
hent þig væri að þú misstir
stjórn á skapi þínu í atgangin-
Meyja -jj
(23. ágúst - 22. sept.) dOSL
Það er sjálfsagður hlutur að
aðstoða aðra ef þig langar til
þess. En veldu þá viðfangs-
efnin af kostgæfni, þannig að
hjálp þín skili sér.
Vog rrx
(23. sept. - 22. okt.)
Hugkvæmni þín er aðdáunar-
verð og mun færa þér margan
sigurinn. Gættu þess bara að
ofmetnast ekki og leyfðu
samstarfsmönnum þínum að
njóta með þér.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það hefur mikið að segja að
samstarfsmenn séu samhent-
ur hópur. Leggðu þitt af
mörkum til þess og þá mun
árangurinn ekki láta bíða eft-
ir sér.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Sinntu þrá þinni eftir einveru
og friði sem mun færa þér
hugarró og gera þig hæfari til
að takast á við verkefni dags-
ins og leysa þau.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) áíÍP
Þú hefur verið nokkuð á báð-
um áttum varðandi ákveðna
hluti í vinnunni, en nú falla öll
vötn til Dýrafjarðar og lausn-
in bíður á næsta leiti.
Vatnsberi , _
(20. jan. -18. febr.) wKl
Þú ert í miðjum umbrotatím-
um og þarft að hafa þig allan
við til þess að koma heill út úr
breytingunum. En þá taka
líka bjartari tímar við.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú þarft að halda vel utan um
sambönd þín við aðra svo að
þau trosni ekki og þú standir
uppi vinalaus fyrr en varir.
Vináttan er tvístefna.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 51
Litaðu tílveruna
^’^fs/ór
Heildsölubirgðir: Isflex s:588 4444
Litaðu tilveruna
^’^yfs/or
Heildsölubirgðir: ísflex s:588 4444
Félag harmonikuunnenda
heldur skemmtifund í Hreyfilshúsinu
kl. 3 í dag.
Meðal þeirra sem koma fram eru Svanur Bjarki
Úlvarsson og Guðbjörg Einarsdóttir ásamt fleirum
úr hæfileikakeppni félagsins. Fétag
Allir eru velkomnir. Takið með ykkur gesti. harmonikuunnenda
PELSAR
PELSAR
Gervipelsarnir sem
beðið hefur verið eftir
pantanir óskast sóttar
Opið milli kl. 13 og 17
Mog
A ^jieea
^m^tískuhú&
Hverfisgötu 52, sími 562 5110
Glœsilegt úrval
afsamkvœmiskjólum
Fataleiga Garðabæjar, sími 565 6680.
Opið virka daga frá kl. 10 til 18, laugardaga kl. 10 til 14.
Ný sending
Allir Jylgihlutir
Nýskr. 6. 1998, 4400cc vél, 4 dyra, sjálfskiptur,
dökkblár, ekinn 26.þ, innfluttur nýr af B&L, 18“
álfelgur, leður, topplúga, loftkæling, sími,
^ Xenon Ijós, 6 diska magasfn, Professional
Bk BMW hljómkerfi, ABS, spólvöm,
IslllÉiK. rafmaun f öllu o.m.fl.
Verð 5.790. þ
Grjóthólsi 1
Simi 575 1230/00
740ÍIII
BMUI