Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Útlánaaukning lánakerfisins til heimilanna 26% fyrstu sjö mánuði ársins Besta ávöxtunin felst í því að greiða upp skuldir VEXTIR hafa verið hækkaðir sjö sinnum hér á landi frá ársbyrjun 1999 og er samanlögð hækkun frá þeim tíma 3,9 prósentustig. Bent er á það í Morgunpunktum-súrefni Kaupþings að stýrivextir hér á landi eru mjög háir í samanburði við helstu viðskiptalönd, en í löndum Evrópusambandsins eru stýrivextir 4,75% og í Bandaríkjunum 6,50% og teljast vextir þar vera mjög háir. Hér á landi eru stýrivextir Seðla- bankans hins vegar komnir í 11,40% eftir hækkun úr 10,60% í síðustu viku og hafa stýrivextimir ekki ver- ið hærri hérlendis síðan 1992. Einkaneysla jókst um 7,2% árið 1999 og áætlað er að hún aukist um 4% í ár. Viðskiptahalli hefur aukist í 28 milljarða króna á fyrstu níu mán- uðum ársins samanborið við 19 milljarða króna halla á sama tíma í fyrra og bendir Kaupþing á að þessi þróun endurspegli að sama skapi lít- inn þjóðhagslegan sparnað. Út- lánsaukning til heimilanna hefur aukist mjög og hefur hluti einka- neyslunnar verið fjármagnaður með útlánum. Á fyrstu sjö mánuðum árs- ins var útlánaaukning lánakerfisins til heimilanna 26%, en allt árið í fyrra var aukningin 20%. í ár gerir Þjóðhagsstofnun ráð fyrir því að einkaneysla aukist um 4% en á næsta ári er áætlað að hún dragist saman og lækki í 2,5%. Á fyrstu níu mánuðum ársins jókst innflutningur neysluvöru um 9,7% en innflutning- ur á fólksbílum dróst saman um 5,6% sem er ein helsta vísbending þess efnis að farið sé að hægja á einkaneyslunni. „Aukin skuldsetning heimilanna skýrist að miklu leyti vegna fast- eignakaupa eins og fasteignamark- aðurinn ber vott um. Einnig hafa aðrar peningalegar eignir heimil- anna aukist. Á árunum 1998 til 1999 hækkuðu framtaldar eignir um hátt í 140 milljarða króna en skuldir juk- ust á sama tíma um 50 milljarða króna þannig að eignastaða heimil- anna hefur batnað talsvert," segir í Morgunpunktum-súrefni. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist um 5-6% að jafnaði frá árinu 1995 og launavísitalan á þessu ári hefur hækkað meira en vísitala neysluverðs. Ekki hefur verið birt launavísitala októbermánaðar en í þeim mánuði jókst verðbólga tals- vert. Kaupþing bendir á að verð- bólguvæntingar hafa aukist þannig að ekki sé útséð að þessi þróun hald- ist, sér í lagi þar sem nú kreppi að skóinn í atvinnulífinu og geta fyrir- tækja til að greiða hærri laun tak- markast. Búast má við hækkun meóalvaxta óverðtryggðra lána í kjölfar hækkunar á stýrivöxtum hafa nokkrir viðskiptabankanna nú þegar hækkað hjá sér útlána- og yf- irdráttarvexti og hafa vextir ekki verið hærri síðan á árunum 1991 og 1992. Með hækkandi verðbólgu hækka verðbætur á húsnæðislánum og öðrum verðtryggðum lánum og vegna væntinga markaðarins um enn hærri verðbólgu hafa afföll hús- bréfa aukist síðustu daga og eru nú í kringum 11% á nýjustu flokkum húsbréfa. Meðalvextir óverðtryggðra lána í október voru 17,1% en búast má við að þeir hækki eftir nýjustu hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum. „íslendingar hafa löngum verið þekktir fyrir lítið aðhald í fjármál- um og ekki ófáir sem eru með tals- verðan yfirdrátt og einn til tvo rað- greiðslusamninga í gangi. Vextir á almennum yfirdráttarlánum ein- staklinga er nú mjög háir og eru á bilinu 19,75- 19,85%. Allir bankarn- ir bjóða reyndar upp á sérkjör á yf- irdráttarreikningum s.s. gulldebet- reikningum og geta þeir verið talsvert lægri, eða allt niður í 14,10%. Vextir á raðgreiðslusamn- ingum eru einnig orðnir mjög háir en þar er miðað við óverðtryggða meðalvexti banka og sparisjóða sem voru í september 17,1%, en eiga ef- laust eftir að hækka í takt við þróun síðustu daga. Þar fyrir utan er inn- heimtukostnaður kr. 125 per greiðslu og þóknun á bilinu 2-4%. Heildarkostnaður ásamt vöxtum við 300.000 kr. raðgreiðslusamning til 36 mánaða getur því numið 95.000 kr.,“ segir í Morgunpunktum-súr- efni. Þar er jafnframt bent á að það taki höfuðstól á 10% vöxtum sjö ár og fjóra mánuði að tvöfaldast, á 17,10% vöxtum taki það fjögur ár og fimm mánuði, á 19,85% vöxtum taki það þrjú ár og tíu mánuði og á 23% vöxtum taki það höfuðstólinn þrjú ár og fjóra mánuði að tvöfaldast. Mikil óvissa ríkir um framtíó efnahagsmála Vísað er til þess að aðstæður á verðbréfamarkaði hafi verið erfiðar hér heima og erlendis frá vormán- uðum. Miklar sveiflur hafi verið á verði hlutabréfa á árinu og frá því í byrjun sumars hafi hlutabréf á inn- lendum markaði lækkað nánast sleitulaust. Ekki sé útlit fyrir neinn viðsnúning, í það minnsta það sem eftir lifir ársins, en ytri aðstæður eins og veiking krónunnar og hátt olíuverð hafi þyngt róðurinn hjá fyr- irtækjum að undanförnu. Aðstæður á skuldabréfamarkaði hafi einnig verið afleitar á árinu í þeim skilningi að viðskiptamagn hefur verið lítið og ávöxtunarkrafa helstu mark- flokka skuldabréfa hækkað frá árs- byrjun þó svo að sveiflur hafi verið miklar innan ársins. „Mikil óvissa ríkir um framtíð efnahagsmála og að sama skapi ríkir óvissa um horfur á verðbréfamark- aði. Þó er óhætt að segja að almennt eru menn ekki bjartsýnir á neinn viðsnúning að ráði á næstunni og því er óhætt að fullyrða að besta ávöxt- unin þessa dagana felist í því að greiða upp skuldir,“ segir í Morgun- punktum-súrefni Kaupþings. Heyrir undir sam- keppnislög „í MÍNUM huga er enginn vafi á því að þetta heyrir undir samkeppnislög- in af því að þetta eru hlutafélög," sagði Páll Hreinsson lagaprófessor þegar leitað var álits hans á því hvort sameining Búnaðarbanka og Lands- banka kynni að falla utan gildissviðs samkeppnislaga þar sem ríkið er meirihlutaeigandi í hvorum tveggja bankanna. „Þar sem þetta eru hluta- félög og sæta einkaréttarlegum leik- reglum og eru í samkeppni á markaði þá er ekki nokkur vafi á að sam- keppnislögin taka til þeirra," sagði Páll og bætti því við að lögin tækju til hvers konar atvinnustarfsemi. Páll benti á að bankamir séu aðeins að hluta til í eigu ríkisins, en , jafnvel þó bankarnir væru að fullu í eigu rík- isins," sagði hann, „þá tel ég að það mundi engu breyta vegna þess að þetta eru félög sem starfa á einka- réttarlegum lagagrundvelli og verða að sæta leikreglum eins og hver önn- ur einkaréttarleg félög að því er sam- keppni varðar." Páll sagði að þó skýrt sé að sam- runinn heyri undir samkeppnislögin sé það önnur og öllu flóknari spuming hvort hann fari í bága við samkeppn- islög. Þetta séu tvær ólíkar spuming- ar sem ekki megi mgla saman. Líklegra að samruninn verði sam- þykktur nú en eftir 6. desember Stefán Geir Þórisson hæstaréttar- lögmaður sagðist í samtali við Morg- unblaðið telja að sameining Búnaðar- banka og Landsbanka heyrði undir samkeppnislögin. Hann sagði að ef menn héldu því fram að svo væri ekki ættu þeir líklega við að litið væri á bankana sem fyrirtækjasamsteypu, en hann teldi hins vegar afar ólíklegt að bankamir yrðu skilgreindir á þann hátt. Stefán bætti því við að breyting á samkeppnislögunum tæki gildi 6. des- ember næstkomandi og sagði að með- al annars yrði skerpt á samruna- ákvæði laganna og þeim heimildum sem Samkeppnisráð hefur til að grípa inn í samruna. Sagðist hann telja lík- legra að sammninn verði samþykktur undir núgildandi lögum heldur en ef beðið hefði verið þar til lagabreyting- in hefur tekið gildi í desember. Níu mánaða uppgjör Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. Um 215 milljóna króna tap á rekstrinum SAMKVÆMT rekstrarreikningi Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. nemur tap félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins 2000 samtals 214,8 milljónum króna en í lok júní síðastliðnum var hins vegar hagn- aður samkvæmt árshlutareikningi 12,1 milljón. Hagnaður á fyrstu níu mánuðum síðasta árs var um 105 milljónir króna. Hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnskostnað er 320 miHjónir eftir fyrstu níu mánuðina í ár samanborið við 213 milljónir á sama tímabili í fyrra og 298 milljón- ir eftir fyrstu 6 mánuði ársins 2000. I tilkynningu frá félaginu segir að ástæður mikiUa sviptinga í rekstri félagsins megi rekja til SÉBÉCARl] Barnavagnar @1 □©Oq Hlíðasmára s. 564 661 ( nES pa 17 3 lægri framlegðar, aukinna fjár- magnsgjalda, lægri fjármunatekna, aukinna vaxtagreiðslna, hækkun langtímaskulda og skuldbindingar vegna skiptasamnings við viðskipta- banka félagsins. Ekki reiknað með miklum breytingum á afkomu Fram kemur í tilkynningunni að framlegð af rekstri skipa sé hlut- fallslega lægri nú en í júníuppgjöri. Þá var framlegðin 18,5% en eftir níu mánuðina mælist hún 13,4%. Megin- breytingin þama á sé vegna hækk- unar á olíukostnaði sem sé 21% hluti tekna eftir níu mánuðina samanbor- ið við 17,8% í júníuppgjöri og 10 - 12% í eðlilegu árferði, eins og segir í tilkynningunni. Framlegð af rekstri vinnsludeilda sé einnig lægri nú en í júníuppgjöri, var 15% en sé nú 13,2%. Fjármagnsgjöld umfram fjár- munatekjur eru samtals 245,2 millj- ónum króna hærri nú en í lok júní. Sé litið til sama tímabils í fyrra er munurinn 486,5 milljónir. Fjár- munatekjur eru um 61,8 milijónum lægri fjárhæð en í fyrra og fjár- magnskostnaður 424,7 milljónum hærri fjárhæð. í tilkynningu félags- ins segir að mismunur fjármuna- tekna skýrist af söluhagnaði hluta- bréfa og verðbreytingafærslu en fjármagnsgjöld skýrist á mun óhag- stæðari gengisþróun langtímalána. Vaxtagreiðslur félagsins hafa jafn- framt aukist. Ennfremur er færð í reikningsskilin skuldbinding vegna skiptasamnings við viðskiptabanka félagsins. Samkvæmt tilkynningu félagsins liggur mismunur fjármagnsliða þessa þijá mánuði því aðallega í hækkun langtímaskulda en verð- bætur og gengismunur sem gjald- færður er í septemberuppgjöri er 100 milljónum hærri en í júníupp- gjöri og auk þess eru vextir lang- tímaskulda 45 milljónum króna hærri. Því til viðbótar er síðan gjald- færsla vegna vaxtaskiptasamninga 93,4 mUljónir króna. Veltufé frá rekstri er um 140 milljónir króna samanborið við 172 milljónir á sama tímabili í fyrra. Veltufé frá rekstri félagsins er um 50 miUjónum króna lægri fjárhæð nú en í 6 mánaða uppgjöri 2000. Samkvæmt tilkynningunni er ekki reiknað með að miklar breyt- ingar verði á afkomu félagsins til loka reikningsársins Marel hf. hyggst stofna 2-3 ný dótturfélög MAREL hf. hyggst stofna 2-3 ný dótturfélög á markaðssvæðum þar sem fyrirtækið hefur hvað mesta vaxtarmöguleika og það fyrsta hef- ur nú þegar verið stofnað í Þýska- landi. Gert er ráð fyrir að heimild til hlutafjáraukningar frá síðasta aðalfundi félagsins verði nýtt á næstu vikum. Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að stefnumörkun fyrir Marel hf. með það að markmiði að skerpa framtíðarsýn fyrirtækisins og í tilkynningu til Verðbréfaþings í gær kemur fram að þeirri vinnu sé nú lokið. Þar segir að framtíðarsýn Marel hf. sé að vera í fararbroddi á alþjóðamarkaði í þróun og mark- aðssetningu hátæknibúnaðar með það að markmiði að auka framleiðni viðskiptavina sinna í matvælaiðn- aði. Áframhaldandi vöxtur Marel hf. mun verða drifinn af innri vexti sem byggist á öflugri markaðs- tengdri vöruþróun og auknu sölu- og markaðsstarfi. Jafnframt mun hann byggjast á ytri vexti með kaupum á fyrirtækjum sem styrkja markaðs- og/eða tæknilega stöðu fyrirtækisins. Áhersla verður áfram lögð á þrjár iðngreinar: Kjöt-, alifugla- og fiskiðnað, en í fyrra var sala í ali- fugla- og kjötiðnaði um 50% af veltu fyrirtækisins. Á næstu 2-3 ár- um er gert ráð fyrir að hún vaxi hraðar en sala í fiskiðnaði og verði um þriðjungur í hverri iðngrein. Markaðssetning í kjötiðnaði verður efld, þar sem sérstök áhersla verð- ur lögð á þróun á ýmsum skurðar- vélum. Boðnar verða nýjar tegund- ir vinnslukerfa og eftirlitshugbún- aðar sem bæta vinnuaðstöðu starfsfólks og auka hráefnisnýtingu og afköst. I tilkynningunni segir að þessi nýju kerfi geri mönnum kleift að rekja uppruna afurða, sem sé mjög mikilvægt, einkum eftir þá reynslu sem menn hafa fengið af sjúkdóm- um í búfénaði. Umtalsverðir mark- aðsmöguleikar eru taldir vera fyrir þessar vinnslulínur þar sem tiltölu- lega fáar nýjungar hafa komið fram við vinnslu á kjöti á síðustu árum. Einnig gera nýjar reglugerðir, m.a. innan Evrópusambandsins, kröfu um rekjanleika vegna heilbrigðis- sjónarmiða. Nú er unnið að upp- setningu á fyrsta vinnslukerfinu af þessari tegund í Þýskalandi og verður það tekið í notkun fyrir miðjan nóvember næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.