Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
S
Islensk
myndlist
í London
London. Morgunblaðið.
BANKSIDE Gallery er við ána
Thames í miðbæ London, þar sýnir
nú Karólína Lárusdóttir listmálari
olíuverk, vatnslitamyndir og graf-
íkmyndir.
Mikill fjöldi fólks var viðstaddur
opnun sýningarinnar. Mjög fljót-
lega myndaðist löng biðröð í öðrum
enda salarins og það var ekki þar
sem veitingarnar voru á boðstólum,
heldur var það söluborðið og núna
eru rauðir deplar við flestar mynd-
irnar.
Forseti hins konunglega breska
vatnslitafélags, Francis Bowyer
P.R.W.S., kynnti listakonuna og
bauð siðan Þorsteini Pálssyni sendi-
herra íslands að opna sýninguna. I
ræðu sinni sagði Þorsteinn frá því
að hann væri mikill aðdáandi Karó-
línu og mynda hennar og dáðist sér-
staklega að því hvað ísland og ís-
lensk menning væri rík í
myndunum þrátt fyrir að hún hefði
búið erlendis alla sína starfsævi.
Karólína lærði við Ruskin School
LEIKLIST
Leikdeild Ungmenna-
félagsins íslendings
SAUMASTOFAN
Höfundur: Kjartan Ragnarsson.
Lög og textar: Kjartan Ragnarsson.
Leikstjóri: Valgeir Skagfjörð. Að-
stoðarleikstjórn: Gerður K. Guðna-
dóttir og Hilda Pálmadóttir. Pfanó-
leikur: Valgeir Skagíjörð.
Leikmynd: Valgeir Skagfjörð og
fleiri. Leikmunir og búningar: Rósa
Marinósdóttir og fleiri. Lýsingar-
vinna: Eyjólfur Hjálmsson og Gísli
Sverrisson.
Ljósamaður: Kristján Ingi Péturs-
son. Sviðsstjóri og eltiljós: Kristín
Svanhildur Helgadóttir. Leikendur:
Anna Karlsdóttir, Ástvaldur Bjarki
Þráinsson, Bernharð Arnarson,
Elísabet Axelsdóttir, Hildur
Traustadóttir, Jón Eiríkur
Einarsson, Laufey Bjarnadóttir,
Vildís Bjarnadóttir og Þórunn
Harðardóttir.
LEIKDEILD Ungmennafélags-
ins Islendings frumsýndi Sauma-
stofuna eftir Kjartan Ragnarsson í
félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit
fóstudagskvöldið 3. nóvember.
Saumastofan er 13. verk leikdeild-
ar Umf. Islendings en leikdeildin
hefur starfað frá árinu 1976 og sett
upp leikrit annað hvert ár.
Frumsýningunni var mjög vel tekið
af fullu húsi áhorfenda. Heiðurs-
of Art og Barking College of Art og
hefur haldið sýningar mjög víða í
Reykjavík, London og Kaupmanna-
höfn. Hún hefur einnig hlotið verð-
gestur sýningarinnar var Karl Guð-
mundsson leikari sem lék klæðsker-
ann Kalla með svo eftirminnilegum
hætti í Iðnó fyrir um 25 árum. Að-
spurður sagði Karl að honum hefði
þótt sýningin mjög góð hjá Umf. Is-
lendingi. Valgeir leikstjóri hefði
skorið nokkuð í burtu úr verkinu en
líka bætt ýmsu inn í staðinn sem
hefði komið vel út og komið sér
skemmtilega á óvart. Karl tók lagið
aðeins baksviðs eftir sýninguna og
heyra mátti að hann hafði í engu
gleymt lögum né textum úr Sauma-
stofunni.
Saumastofan er fyrsta leikrit
Kjartans Ragnarssonar og var það
frumflutt hjá Leikfélagi Reykjavík-
ur í Iðnó á kvennaárinu árið 1975.
Auk þess að semja leikritið, samdi
Kjartan einnig öll lögin og söngtext-
ana í verkinu.
Lögin urðu mörg mjög vinsæl og
hafa lifað með þjóðinni æ síðan.
Leikritið gerist á einum degi á
saumastofu þar sem starfsfólkið
ákveður að halda upp á afmæli eins
úr starfshópnum. Partíið er haldið í
vinnutímanum og vinnufélagarnir
syngja og tralla og fara síðan að trúa
kollegum sínum fyrir leyndarmálum
lífs síns.
Jón Eiríkur Einarsson bóndi og
rúningsmaður í Mófellsstaðakoti í
Skorradal leikur Sigga, nýríkan for-
stjóra og eiganda saumastofunnar.
Jón hefur leikið nokkrum sinnum
áður með leikdeild Umf. Islendings
og er því sviðsvanur í Brún í Bæjar-
sveit. Jón hefur skemmtilega kímni-
gáfu og góða söngrödd og nær hann
Iaun fyrir myndlist sína, til að
mynda vann hún árið 1989 Dicks
and Greenbury verðlaunin.
Sýningin stendur til 19. nóvem-
að draga upp trúverðuga mynd af
forstjóranum og vekja kátínu hjá
áhorfendum á hárréttum stöðum.
Ekki er hann síðri er hann bregður
sér í hlutverk útgerðarmannsins í
kaupstaðarferðinni. Sama má segja
um Hildi Traustadóttur, hún fer vel
með hlutverk Siggu gömlu, sem er
afmælisbarnið sem allt snýst um
lengst af. Hildur fær áhorfendur
virkilega til að trúa því að Sigga
gamla sé orðin sjötug og lasburða.
Laufey Bjarnadóttir ráðunautur,
skilar daðurdrósinni Ásu einstak-
lega vel. Sérstaklega er hún trúverð-
ug þegar hún er „dottin í það“ og vill
bara „syngja skátasöngva", milli
þess sem að hún sofnar fram á borð-
ið. Landfræðingurinn og kennarinn
Anna Karlsdóttir leikur „kleppar-
ann“ Gunnu af mikilli innlifun. Hún
túlkar geðsveiflurnar hjá Gunnu vel
og nýtur sín sérstaklega er hún
dansar og syngur af innlifun. Þá á
Þórunn Harðardóttir leikskólakenn-
ari í Andabæ á Hvanneyri mjög
góða spretti sem einstæð móðir með
tvö böm, sérstaklega í samleik við
Jón Eirík Einarsson. Bernharð Am-
arson fer mjög vel með hið vanda-
sama hlutverk Kalla klæðskera.
Bernharð fer rólega af stað en stelur
senunni er hann birtist sem „drag-
drottning" í afmælisveislunni hjá
Siggu gömlu. Aðrir leikarar skiluðu
sínum hlutverkum einnig vel.
Söngurinn var áberandi góður og
jafn hjá leikurunum í þessari upp-
færslu, sérstaklega náði Anna
Karlsdóttir að hræra við áhorfend-
um með angurværum tregasöng í
ber í Bankside Gallery við 48 Hopt-
on Street sem er næsta hús við hið
nýja nýlistasafn Breta, Tate
Modern.
hlutverki Gunnu er hún söng um
litla drenginn sinn. Þó mátti aðeins
greina vott af frumsýningarhnökr-
um í söngnum hjá sumum en slíkt
slípast af fyrir næstu sýningu. Eftir-
tektarvert var hversu vel söngtext-
arnir komust til skila og var þama
enginn „Megasarbragur" á fram-
sögninni. Leikstjórinn leikur sjálfur
undir sönginn á píanó og gerir það
glæsilega leikandi létt. í forleiknum
og öðru hverju inn á milli brá fyrir
létt djassaðri útgáfu af lögunum sem
var mjög viðeigandi og vel gert.
Þá notaði Valgeir píanóið einnig
til að skapa stemmningu og byggja
upp spennu og jafnvel til að mynda
viðeigandi leikhljóð. í lokasöngnum
gat leikstjórinn ekki á sér setið er
hann fékk á sig eltiljósið heldur stóð
upp við píanóið, án þess að hætta að
spila og tók hressilega undir og söng
af krafti oginnlifun.
Sviðsmyndin er einföld og látlaus
en þjónar tilgangi sínum vel. Bún-
ingar em vel gerðir og styðja vel við
persónumar eins og hjá gömlu kon-
unni henni Siggu og dömunni henni
Ásu. Lýsing verksins er markviss og
mjög vel útfærð og með henni næst
oft að auka á réttu stemmninguna.
Næstu sýningar á Saumastofunni
hjá leikdeild Umf. íslendings verða
8., 10., 11. og 12. nóvember. Sauma-
stofan er auðvitað komin á Netið og
þar er hægt að sjá myndir af leikur-
unum og af æfingum á verkinu og
einnig er hægt að panta þar miða á
næstu sýningu.
Theodór Kr. Þórðarson
Innra
barnið
fundið?
KVIKMYNDIR
S a m b f ó i n
oo Regnboginn
THE KID ★ ★
Leiksljórn: Jon Turteltaub. Hand-
rit: Audrey Wells. Aðalhlutverk:
Bruce Willis, Spencer Breslin,
Emily Mortimer, Jean Smart
og Lily Tomlin. The Walt Disney
Company 2000.
FLESTIR sem einhvern áhuga
hafa á sálfræði era sammála Freud í
um það að æskan hafi áhrif á sálarlíf- I
ið og að í sumum tilfellum geti ein-
hver atburður þess tímabils haft af-
gerandi áhrif á persónuleika
viðkomandi. Audrey Wells, höfundur
þessarar ljúfu Disney-grínmyndar,
leikur sér með þessa hugmynd og
lætur hinn fertuga ímyndarráðgjafa
Russ Duritz (Bruce Willis) hitta sig
sjálfan, Rusty, átta ára. Russ, sem
hingað til hefur neitað að horfast í j
augu við sárar æskuminningarnar, t
verður auðvitað að betri manni þeg- f
ar honum loksins tekst það.
Þetta er skemmtileg hugmynd og
margt er vel gert í þessari mynd en
ekki nógu margt samt. Spencer
nokkur Breslin leikur Rusty og
stendur sig mjög vel; þybbinn, sætur
og smámæltur er hann algjör sjarm-
ur og þeir Bruce eiga fínan samleik.
Emily Mortimer virðist vera ein af ,
rísandi stjörnunum með breskan
hreim í Hollywood. Hún leikur hér |
indæla samstarfs- og heitkonu hans |
Russ og skilar því ágætlega. Og sú
skemmtilega leikkona Lily Tomlin
leikur útþvældan ritara með prýði.
Myndin er ágætis skemmtun en
mætti vera bæði meira spennandi og
fyndnari. Russ skilur ekki fyrr en
undir lok myndarinnar að það gæti
verið tilgangur með komu Rustys
inn í líf hans og þangað til eru þeir að
kynnast og ýmislegt misfyndið kem-
ur upp á. Þeir hefðu átt að fatta strax
hver tilgangurinn var og leggja sam-
an af stað í spennandi ævintýri að
redda málunum og taka þannig á
áþreifanlegan hátt á fortíð og fram-
tíð. Á meðan hefðu þeir getað kynnst
með meðfylgjandi skondnum upp-
ákomum (og auðvitað hjartnæm-
um!). í stað þess verður sagan frekar
sundurlaus og hæggeng (og ekki
nógu hjartnæm!). Það era einnig
nokkrir lausir endar í frásögninni og
boðskapurinn eitthvað á reiki. Ef
þetta á að vera dæmisaga um að
finna barnið í sjálfum sér, þá er ekki
nógu vel úr því unnið og spurning
hvort myndin eigi að höfða til barna
eða fullorðinna.
Hildur Loftsdóttir
„Pejsazi" á
Hótel Vík
NÚ STENDUR yfir mynd-
listarsýning Irenu Zvirblis,
„Pejsazi", á Hótel Vík, Síðu-
múla 19.
Irena Zvirblis er fædd og
uppalin í fyrram Júgóslavíu.
Hún kom til Islands sem flótta-
maður í boði íslensku ríkis-
stjómarinnar árið 1997 og bjó
fyrst um sinn á Höfn í Horna-
firði. Hún býr nú og starfar í
Reykjavík. Irena var um árabil
meðlimur í félagi áhugalistmál-
ara í Júgóslavíu. Hún hafði tek-
ið þátt í fimmtán samsýningum
og haldið sjö einkasýningar áð-
ur en hún kom til íslands. Hér á
landi hefur hún haldið sex
einkasýningar á Höfn í Horna-
firði og í Reykjavík.
Sýningin stendur til 5. des-
ember. og er opin alla daga kl.
10-22.
Morgunblaðið/Theódór
Leikstjórinn Valgeir Skagfjörð fagnar baksviðs í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit ásamt leikurum og aðstoðarfólki
eftir frumsýninguna á Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson.
Saumastofan í Brún