Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 5| ESTER ÁRNADÓTTIR + Ester Árnaddtt- ir fæddist 24. ágúst 1923. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 26. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Árbæjar- kirkju 3. nóvember. Þú Drottinn gang minn greiddir, eg geld þér hjartans þökk, þú Drottinn líf mitt leiddir, þig lofar sál mín klökk. Ó Guð fyrir gæsku þína, ég glaður kem úr fór og lít á lífi mína við lán og heilsukjör. Ó kenn mér Guð að geta þá gæsku skilið rétt og vel minn feril feta hvort færð er þung eða létt. En þegar linnir þokum og þrautaskeiðið dvín þá leið þú mig að lokum í ljósið heim til þín. (Matth. Joch.) Þínar dætur, Magnea, Berglind, Ragnheiður og Árney. Það var fyrir nokkrum árum að ég kynntist Ester þegar ég fór að búa með dóttur hennar Ragnheiði. Ester var afskaplega ljúf og góð kona, tók vel á móti öllum, alltaf var kaffi á könnunni og meðlæti, enginn fór þaðan án þess að vera saddur, allir voru henni kærir, það var unun að horfa á það hvað börnin, barna- börnin og langömmu- börnin voru henni kær og hvað hún naut þess að vera með þeim. Það sem var líka sérstakt við Ester hvað hún gat tekið þátt í að gantast með barnabörn- unum sem þá voru unglingar, þau leituðu mikið til ömmu sinnar. Hún var ekki bara amma heldur líka vinur þeirra. Það var erfitt að horfa upp á Ester þegar veikindin fóu að hrjá hana, þessi kona, sem aldrei hlífði sjálfri sér, þurfti allt í einu að hætta að vinna. Þótt hún væri illa farin af sínum sjúkdómi spurði hún alltaf eftir mér, hvernig ég hefði það eftir mín erfiðu veik- indi pg hvort ég næði mér ekki aft- ur. Ég vil kveðja góða konu sem mér þótti alltaf vænt um og var mér góð. Vertu sæl, Ester mín. Ég veit að þér líður vel núna hjá öllum sem þér þótti vænt um en eru farnir. Minningin lifir um góða konu. Óskar Hjaltason. Það var mikil sorg kvöldið sem við fengum þær fréttir að þú værir látin, þú sem áttir svo stóran þátt í lífi okkar. Þú munt alltaf lifa í hjarta okkar og við minnumst allra góðu stundanna sem við áttum með þér. Við vitum að þér líður vel^ núna og því viljum við systurnar kveðja þig með hlýju í hjarta og miklum söknuði. Amma hún var mamma hennar mömmu og mamma er það besta sem ég á, gaman var að gleðja hana ömmu og gleðibros á vanga hennar sjá. I rökkrinu hún sagði mér sögur og svæfði mig er dimma tók af nótt söng hún við mig sálmakvæði fógur sofnaði ég þá sætt og voða rótt. Bless elsku amma. Ester, Kristjana og Klara Lind Guðmundsdætur. Okkur langar til að kveðja þig, langamma. Hjá okkur vakna ótal spurningar. Hvert fórstu? Færðu að borða? Hugsar Guð um þig? Síðast þegar við komum til þín varstu heima, en nú er okkur sagt að þú sért ekki heima, þú sért hjá Guði, og ætlir að sofa þar. Það var svo gott að koma til þín, þú varst svo góð við okkur, söngst fyrir okkur og klappaðir saman lófun- um. Alltaf vissum við hvar kexskápurinn þinn var, og fórum alltaf beint í hann þegar við kom- um. Við vitum nú að Guð passar þig fyrir okkur, elsku langamma. Vaktu minn Jesús vaktu í mér vaka látt mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Þín langömmubörn. ODDUR DAGBJART- UR HANNESSON + Oddur Dagbjart- ur Hannesson fæddist á Akranesi 20. mars 1930. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness 21. sept- ember siðastliðinn. Foreldrar hans voru Arnóra Oddsdóttir, f. 6. september 1909, og Hannes Ólafsson, skipstjóri á Akra- nesi og síðar starfs- maður Sementsverk- smiðju ríkisins, f. 15. ágúst 1907, d. 18. júlí 1986. Systir Odds Dagbjarts er Ester Hann- esdóttir, f. 12. nóvember 1945. Árið 1953 kvæntist Oddur Dagbjartur Rögnu Halldórsdótt- ur frá Ytritungu í Staðarsveit. Foreldrar hennar voru Lára Jó- hannesdóttir, f. 18. september 1904, d. 13. mars 1969, og Hall- dór Ólason, f. 27. maí 1900, d. 20. apríl 1967. Þau eignuðust þrjú börn: a) Hannes, f. 19. jan- úar 1949, og á hann átta börn og sjö barnabörn. b) Aðalheiður Það vakti athygli um land allt sumarið 1951, þegar knattspyrnu- menn frá Akranesi mættu til leiks í íslandsmótinu í knattspyrnu og mættu í fyrsta leik liði íslands- meistara KR. Menn vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar staðan var 5-0 í hálfleik fyrir Skagamenn. KR-ingar bitu frá sér í síðari hálfleik og skoruðu tvö mörk, þannig að lokastaðan var 5-2 fyrir Skagamenn. Þeir fylgdu sigrinum eftir og stóðu í lok móts sem Islandsmeistarar. Þetta var í fyrsta sinn sem lið utan af landi vann þennan eftir- sótta titil. Þetta var upphafið af fyrsta Gulldartímabili Skaga- manna í knattspyrnu. í hópi þess- ara fræknu knattspyrnumanna var Dagbjartur. Hann lék stöðu mið- varðar. Hann var afburðagóður miðvörður og hafði ótrúlega næmt auga fyrir knattspyi’nunni. Var eldfljótur að sjá næsta leik and- Arnóra, f. 10. febr- úar 1954. Maður hennar er Vilhjálm- ur Hendriksson og eiga þau tvo syni. c) Lára Dóra, f. 27. ágúst 1955. Maður hennar er Sigmar Jóhannesson og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. Oddur Dagbjart- ur hóf störf haustið 1947 hjá Þorgeiri Jónssyni netagerð- armanni í Nótastöð- inni á Akranesi og vann þar alla tíð sem netagerð- armaður. Þá var hann kunnur knattspyrnumaður. Hann var í liði Skagamanna sem unnu Is- landsmeistaratitilinn 1951 í fyrsta sinn og hann var einnig liði Skagamanna í 2. flokki 1946 og var það fyrsti sigur þeirra í íslandsmóti. Þá lék hann þrjá landsleiki í knattspyrnu. títför Odds Dagbjarts fór fram frá Akraneskirkju 28. sept- ember. stæðingsins fyrir og var oft búinn að hirða af honum knöttinn áður en honum gafst ráðrúm til athafna. Atvikin höguðu því þannig til, að okkar leiðir lágu ekki lengi saman með Skagaliðinu, en við lékum nokkra leiki saman með Kára. Við vorum að báðir saman í Skagalið- inu 1950 og við lékum báðir okkar fyrsta landsleik gegn Austurríki 1953. Eins og áður er fram komið lék Dagbjartur í stöðu miðvarðar og á þeim árum var það þeirra hlutverk að verjast og því sjaldan í þeirri stöðu að skora mörk. Þó skoraði Dagbjartur eitt mark á íslandsmóti á sínum ferli og það er eitt sérstakasta og umdeildasta mark sem skorað hefur verið á Is- landsmótinu fyrr og síðar. Það var árið 1953 í úrslitaleik milli Skaga- manna og Vals sem fór fram á gamla Melavellinum í roki og rign- ingu. Ég varði mark Vals í þessum leik. Þegar staðan var 2-2 og allt í járnum var knettinum spyrnt frá marki Vals útundir miðju, þar sem Dagbjartur var fyrir og spyrnir honum honum hátt til baka og þegar knötturinn stöðvast er hann í marki Vals. Dómarinn dæmdi mark og annar íslandsmeistara- titill Skagamanna í höfn. Vals- menn mótmæltu harðlega og sögðu knöttinn hafa farið yfir þverslána og í gegnum netið og þaðan í markið. En eins og svo oft áður þýðir ekki að deila við dómar- ann, það er hans úrskurður sem gildir. Menn deildu um lögmæti marksins lengi á eftir og skiptust þar í tvær fylkingar, með og á móti. Enn þann dag í dag eru menn engu nær og gengur þetta sérstæða mark alltaf undir nafninu „gatmarkið". Dagbjartur var í liði 2. flokks Skagamanna, sem færðu Akur- nesingum fyrsta sigurinn á ís- landsmóti 1946. I því liði voru leik- menn sem síðar áttu eftir að gera garðinn frægan, bæði með Skaga- liðinu og landsliðinu. Það var þetta lið, sem ekki hvað síst lagði grunn- inn að því stórveldi sem Skaga- menn hafa verið á sviði knatt- spyrnunnar á undanförnum ára- tugum. Dagbjartur var ekki bara góður knattspyrnumaður. Hann var einn- ig góður handknattleiksmaður og hefði áreiðanlega náð langt í þeirri íþrótt ef tækifæri hefðu gefist. Auk þess var hann snjall bridge- spilari og liðtækur skákmaður. 17 ára gamall fór Dagbjartur að vinna við netagerð og það var hans ævistarf og vann alltaf hjá sama fyrirtækinu. Þar sem annars stað- ar sýndi hann færni í verki enda var hann góðum gáfum gæddur og náði góðum árangri í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Af þeim leikmönnum sem skip- uðu lið Skagamanna 1951 eru nú sjö látnir. Við minnumst þeirra allra með virðingu. Ég kveð Dagbjart og við þessir gömlu knattspyrnumenn, sem lék- um með honum á ýmsum tímum, munum minnast hans sem góðs knattspyrnumanns og félaga og þökkum honum skemmtilegar stundir, utan og innan leikvallar. Við sendum Rögnu, börnum þeirra og fjölskyldum, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Helgi Daníelsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, sonur, bróðir og afi, EÐVALD VILBERG MARELSSON, Bröttukinn 8, Hafnarfirði, lést af slysförum sunnudaginn 5. nóvember. Gréta Húnfjörð Sigurðardóttir, Sigurður Eðvaldsson, Elva Dögg Pedersen, Sigrún Eðvaldsdóttir, Margrét Eðvaldsdóttir, Árni James Collett, Marel Eðvaldsson, Lilja Bergþórsdóttir, Ingibjörg Marelsdóttir, Örn Marelsson, Snorri, Kristófer og Arnar Freyr. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HALLDÓR KJARTANSSON, Hlíðarási 5, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu að morgni laugardagsins 4. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Kristín Vigdís Valdimarsdóttir, Valdimar Páll Halldórsson, Laurie Anne Berg, Bjarni Ingvar Halldórsson, Lóa Björk Óskarsdóttir, Björk Halldórsdóttir, Dögg Halldórsdóttir, Emma Ashley Valdimarsdóttir. t Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, GUNNAR SIGURÐSSON, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 6. nóvember. María Gunnarsdóttir, Sævar Jónsson, Jón Gunnar Sævarsson, Ásmundur Sævarsson, Atli Sævarsson, Jóhanna Sævarsdóttir. t Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, HELGA H. S0RENSEN, Háengi 6, Selfossi, er látin. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn, systkini og aðstandendur hinnar látnu. t Elskuleg móðir mín og amma okkar, BÁRA ÓLAFSDÓTTIR, sem andaðist á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 27. október, hefur verið jarðsett í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Erna Kristjánsdóttir, Kristján S. Guðmundsson og Micki Lew, Ólafur S. Guðmundsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, HRÖNN AÐALSTEINSDÓTTIR, Huldubraut 9, Kópavogi, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 31. októ- ber, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 9. nóvember kl. 13.30. Gunnar R. Bjarnason, Sigurjón Páll Högnason, Halla Sólveig Halldórsdóttir, Jórunn Gunnarsdóttir, Skapti Valsson, Gunnar Snorri Gunnarsson, Nanna Herdís Eiríksdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.