Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Yíti til að varast MANNSKEPNAN er því marki brennd að leita sér afþreying- ar og spennu með ýmsu móti. Menn velja sér mismunandi leiðir eftir aldri og áhugasviðum og stundum verður tóm- stundaiðkun manna hættuleg, bæði sjálf- ~um þeim og öðrum. Mörgum þykir hæp- ið að hafna sakleysis- legum leikjum eins og lottóspili, skafmiðum eða leik í spilakössum. Þeir tala um að allir skuli eiga val - og geti þá bara valið að spila ekki, hætta engu - þetta kalla þeir gjarna lýð- ræði, og hins vegar forræðishyggju Stjórnmál Spilafíkn er alvarlegur sjúkdómur, segir Svanhildur Kaaber, og það er ekki for- ræðishyggja að vilja leggja sitt af mörkum til þess að þeir sem sjúk- dómnum eru haldnir geti fengið lækningu. ^að vilja koma í veg fyrir þá skelf- ingu og eyðileggingu einstaklinga og fjölskyldna sem spilafíkn manna veldur. Fíkn - ekki frelsi Því miður eru það nefnilega margir sem ánetjast leikjum af þessu tagi eins og hverri annarri fíkn því fólki er ógerlegt að beita skynseminni og hætta í tíma. Á þessa mannlegu bresti leika þeir sem halda úti spilavélum af ýmsu tagi, reka heila vélasali með sam- tengdum spilakössum og hafa einn- ig haslað sér völl á Netinu þar sem ógæfusamir spilafíklar opna greiðslukort sín fyrir úttektir sem oft eru himinháar og fjarri _ \rreiðslugetu þeirra sem í hlut eiga. Spilavíti eins og þau sem við sjá- um í bíómyndum eru gjarna glæsi- legar hallir þar sem prúðbúið fólk svífur um, sveiflar kampavínsglös- um og skemmtir sér við hæfilega áhættusama leiki, vinnur eða tapar allt eftir því sem hentar efni mynd- arinnar og gengur út í suðrænt sólskin að leik loknum. Spilavíti raunveruleikans eru ekki þannig. Bak við luktar dyr og sverta glugga bæði í Reykjavík og annars staðar á landinu situr fólk sem hættir öllu sínu - og oft annarra - í ofsalegri fíkn sinni til að vinna, vinna meira, vinna það sem áður tapaðist. Það fólk gengur sjaldnast '"'út í bjartan sumardag að leik lokn- um hver sem árstíðin er. Margir hafa fórnað í spilakassana aleigu sinni, fjölskyldu og lífshamingju. Áhugahópur gegn spilaffkn Undanfarna mánuði hefur nokk- ur hópur fólks sem hefur haft áhyggjur af ástandinu rætt hvern- ig bregðast mætti við því. Á fundum hópsins hefur m.a. komið fram að fjölgun spilafíkla hér á landi undanfarin ár tengist augljóslega spilakössum þeim, sem leyfðir hafa verið til fjáröflunar fyrir ýmsa aðila. Þá hefur komið fram að ásókn í spilakassa og myndun spilafíknar fer ekki í manngreinarálit og spyr ekki um stétt eða stöðu. Þó er ljóst að margir sækja í þessa kassa með þá hug- mynd að leiðarljósi að reyna að bæta annars lélega fjár- hagsstöðu sína. Þá má einnig full- yrða að þeir sem hafa þörf fyrir að flýja raunveruleikann af einhverj- um ástæðum sækja ekki síður í fjárhættuspil en vímuefni. Fyrirlestur Arnolds Wexlers Áhugahópur gegn spilafíkn hef- ur nú fengið til liðs við sig banda- rískan fyrirlesara, Arnold Wexler að nafni, og leitað til ýmissa fé- lagasamtaka um fjárhagslegan stuðning til að standa straum af kostnaði vegna heimsóknar hans. Wexler hefur um áratugaskeið fjallað mikið um spilafíkn, haldið fyrirlestra víðs vegar um Banda- ríkin, komið fram við vitnaleiðslur og látið mjög að sér kveða í banda- rískum fjölmiðlum. Fyrirhugað er að Arnold Wexler haldi opinn fyrir- lestur um spilafíkn laugardaginn 11. nóvember nk. kl. 14 á Hótel Sögu. Hann mun í erindi sínu m.a. fjalla um það hvar, hvernig og á hvers konar spilamennsku aigeng- ast er að þeir sem ánetjast spila- fíkn byrji - og hvernig hægt sé að sporna við því. Wexler mun ræða hvaða þjóðfélagslegu afleiðingar hann telur annars vegar vera af lokuðum spilavítum og hins vegar af spilavítum, sem opin eru öllum almenningi. í erindi sínu lýsir hann því hvaða þætti hann telur það vera í fari fólks sem gera suma ein- staklinga að spilafíklum, þegar aðrir virðast geta spilað með pen- inga án þess að festast í neti fíkn- innar og hvort hægt er að fínna einhverja samsvörum með þessum áhættuþáttum og félagslegum lög- um samfélagsins eða aldursdreif- ingu. Að fyrirlestrinum loknum mun Wexler svara spurningum þátttakenda. Fyrirlestur Wexlers er öllum opinn. Erindi hans verður flutt á ensku en útdrætti úr því verður dreift í þýðingu. Alvarlegur sjúkdómur Spilafíkn er alvarlegur sjúkdóm- ur og það er ekki forræðishyggja að vilja leggja sitt af mörkum til þess að þeir sem sjúkdómnum eru haldnir geti fengið lækningu og byggt sér og sínum betri framtíð - lausir við fíknina. Áhugahópur gegn spilafíkn þakkar þeim sem hafa stutt hópinn til þess að fá Arnold Wexler til landsins og hvet- ur alla sem áhuga hafa á að stemma stigu við þessu alvarlega þjóðfélagsmeini til að koma og hlýða á erindi Wexlers. Höfundur er þátttakandi í áhuga- hópigegn spilafikn. Svanhildur Kaaber Ljósmynd/SHÞ Bakið í Grundarstól Þórunnar biskupsdóttur. Jón biskup Arason - 450 ára ártíð Á undanförnum ár- um hafa kaþólskir, ís- lenskir prestar tvíveg- is í prédikunum sínum tekið upp málefni Jóns biskups Arason- ar af Hólum og píslar- vætti hans. Hafa þeir bent mönnum á, að til þess að það verði end- anlega staðfest af heilagri kirkju, þarf að koma um það beiðni og hvatning, frá fólkinu sem málið varðar, það er íslend- ingum og þá fyrst og fremst kaþólskum. Slíkt hefir ekki gerst ennþá, þó svo að öll skilyrði séu fyrir hendi. Aðeins þarf nokkur hópur manna að ríða á vaðið, eins og í flestum öðrum góðum málum. Vegna tilefnisins sem nú gefst, á 450 ára ártíð þeirra Hólafeðga, er upplagt að snúa sér að þessu efni af fullum krafti. Þeir sem tóku þátt í ferð kaþ- ólska safnaðarins til Skálholts fyr- ir 50 árum minnast þess enn. Þessi ferð var farin undir forustu Jó- hannesar Gunnarssonar, titlaðs biskups af Hólum, en þá var Island ekki orðið sjálfstætt biskupsdæmi, og séra Hákonar Loftssonar. Við skulum nú rifja upp að nokkru ástæðurnar fyrir því, að raunhæft er að hefja vinnu að þessu máli. Einnig heimildir þær er benda til þess að full ástæða þess, einmitt núna, er að 2000 ár eru liðin frá Krists burði. Dr. Björn Þorsteinsson, prófess- or og sagnfræðingur (1918-1987), segir meðal annars svo í grein sinni „Jón biskup Arason og siða- skiptin" í Tímariti Máls og menn- ingar árið 1950: „Við illa kristnir og trúlitlir menn 20. aldarinnar megum ekki gleyma því, að Jón Arason var kirkjunnar maður og barðist fyrst og fremst fyrir trú sína“. Enn- fremur segir hann í sömu grein: „En Jón Arason dó á svo eftir- minnilegan hátt, að hann er Is- lendingum ógleymanlegur og stundum eini Islendingurinn, sem getið er í frægum söguritum stór- þjóða." Jón forseti Sigurðsson sagði að íslendingar hefðu „skilið fall Jóns Arasonar og sona hans svo, sem með þeim hefði fallið hinir seinustu íslend- ingar“. Þeir féllu fyrir axarhöggum Jóns Ól- afssonar skv. dómi Kristjáns skrifara. Þórhallur Gutt- ormsson, cand. mag., lýkur svo bók sinni um Jón Arason: „Jón Arason dó píslarvætt- isdauða fyrir trú sína og baráttu. íslending- um hefir hann verið táknmynd þeirrar karlmennsku og ódrepandi trúar á málstaðinn, sem ein flytur fjöll, og þeim, sem vöktu þjóðina síðar meir af álagasvefninum, var hann fagurt fordæmi, sem „meitlaði skap og stældi kjark“.“ Það var föstudaginn 7. nóvember Tímamót Á 450 ára ártíð þeirra Hólafeðga, segir Sigurður H. Þorsteins- son, er upplagt að snúa sér að þessu efni af fullum krafti. á því herrans ári 1550, á sama vikudegi og Drottinn vor var krossfestur, að Jón biskup Arason af Hólum og synir hans bera trú sinni vitni með blóðvætti píslar- vottanna. Gottskálks annáll segir svo frá: „Hoggvin biskup Jon og ij synir hans af Cristian umbodsmanne kongsens j Skalhollti eptir festum omnium sanctorum." Þeir feðgar voru hálshöggnir daginn fyrir átta- dag allra heilagra messu. Prestar sem þegar voru í Skálholti sáu til greftrunar þeirra feðga. Þann legstað bældu þeir ekki lengi. Vatnsfjarðarannáll elsti segir: „Sóttu Norðlenzkir um vorið lík þeirra feðga suður í Skálholt, og liggja þeir á miðju gólfi grafnir (í Hólakirkju), yfir frá capellu. Séra Sigurður, sonur biskups, sat þá á Hólum og réði þar fyrir.“ Samkvæmt þeim heimildum, sem þekktar eru, komu norðan- menn í Skálholt og fengu leyfi biskups til að grafa upp líkin og flytja þau norður. Það var Helga Sigurðardóttir, ráðskona biskups, og Sigurður sonur hans, sem var prestur að Grenjaðarstað, sem sendu nær þrjá tugi manna, að lík- indum í apríl mánuði, til þessarar farar. Ekki voru þeir með öllu ör- uggir um sig í Skálholti. Fóru þeir um kvöldið að Torfastöðum í Bisk- upstungum og gistu þar. Strax daginn eftir héldu þeir að Laugar- vatni og þvoðu líkin og gengu bet- ur frá þeim þar, væntanlega í Vígðulaug. Alls staðar á ferð þeirra var kirkjuklukkum hringt svo lengi sem sást til ferðar þeirra og hópuðust að krankir menn, sem sumir fengu bata. Er til þeirra sást frá Laufskálaholti var klukkum dómkirkjunnar að Hólum hringt stöðugt þar til líkin höfðu verið lögð í kór hennar. f kór þessarar kirkju hafði verið lesið bréf frá Páli páfa III. árið áður að skipan síðasta kaþólska biskupsins á Norðurlöndum, Jóns Arasonar af Hólum. Þar heitir páfi honum vist Himnaríkis ef hann verji ótrauður Kirkju Krists. Láti hann lífið þess vegna sé hann sannur píslarvottur. Þetta voru síðustu afskipti páfa af hinni kaþólsku kirkju á Islandi, fyrir siðbyltingu, en þau höfðu haf- ist um miðja 11. öld við skipulag og fyrirkomulag hinnar kaþólsku kristni, eða kirkju Krists, hér á landi. Þá var heldur engin kristni til nema kaþólsk. Þetta síðasta bréf páfa fyrir siðabyltingu var skrifað undir hring fiskimannsins í Róm hinn 8. mars 1549. Það var því fyrsta páfaleg staðfesting á píslarvætti Jóns Arasonar og ástæða þess, að mynd hans á ís- lenskum frímerkjum fyrir 50 árum var með geislabaug. Sá er teiknaði þau þekkti söguna og forsendurn- ar. Um heimildir þessa huta vísa ég til greina eftir Gunnar F. Guð- mundsson í Merki krossins, bók Guðbrandar Jónssonar, Árbók Landsbókasafns íslands, 1973, þýðingu eftir Magnús Má Lárus- son, Islenskt fornbréfasafn og við- töl við Stefán Jónsson arkitekt á árunum 1949-1950. Allt þetta hlýtur að vekja spurn- inguna um það hversu lengi ís- lenskir píslarvottar skuli liggja óbættir hjá garði. Sigurður H. Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.