Morgunblaðið - 08.11.2000, Side 54
>■ 54 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
AFMÆLI
ÓSKAR
ÁGÚSTSSON
Nú er vík milli vina eins
og oft áður. Ekki verður
þó hjá því komist að
senda nokkrar línur og
kveðjur, frá Húsavík,
suður yfir heiðar.
Óskar Agústsson,
fyi-rverandi íþrótta-
kennari, hótelstjóri,
póstmeistari, verslunar-
maður, hagyrðingur og
leiðtogi Héraðssam-
' bands S-Þingeyjar-
sýslu, er áttræður í dag,
8. nóvember.
Já, titlamir eru
margir, á hálfrar aldar
starfsævi, og saga hvers starfssviðs
mikil og margslungin að vöxtum.
Ekki verður sú saga skráð í stuttu af-
mælisrabbi, en að því mætti huga er
nær dregur næsta merkisafmæli
þessa síkvika Sunnlendings er gerðist
svo með búsetu sinni á Laugum, S-
Þing., meiri Þingeyingur en menn þar
um slóðir höfðu áður þekkt.
Afmælisbarnið hafði fljótt metnað
til þess að verða sjálfstæður andlega
og efnalega og til þess að bjarga sér
sjálfur, verða fremur veitandi en
þiggjandi. Vinna gagn, vera virtur og
vera treyst í orði og verki. Hann hefur
notið þess að vaxa með störfum sínum
en það gera þeir einir sem krefjast
mikils af sjálfum sér.
Minningar á ég margar, og allar
góðar, frá því ég dvaldi á Laugum tvö
yndisleg suðurþingeysk sumur við
þjálfunarstörf með æskublóma hér-
aðsins. Þetta voru landsmótsárin
1978 og 1981.
Marga ferðina síðan var komið
heim að Laugum til Óskars, þar sem
dagurinn og nóttin entust varla til að
"minnast góðra daga HSÞ í starfi og
leik, mætra manna og hagyrðinga.
Fara með stökur og kvæði - misjafn-
lega alvarlegan kveðskap - en þai’
varst þú, kæri vinur Óskar, veitandi
sem og i öðru er sneri að heimsóknum
mínum. Gaman og alvara ríkti á þess-
um stundum og ég sakna þeirra.
Seint á sumri 1985 heimsótti ég þig
síðast á Laugum og langar mig að
rifja upp með þér stund er við áttum
einir. - Það var seint á ágústkveldi -
að við stóðum á hlaði Skútustaðaskóla
í Mývatnssveit og horfðum yfir gervi-
gígana út til Mývatns, sáum til Hver-
fjalls og Lúdents. Við áðum sama
kvöld við Kálfastrandarvog og litum
Kálfastrandarstrípa og Höfða og allt
; ■ til Háeyjar sem reis úr vatninu i
gullnum roða kvöldsólarinnar.
Kvöldstund sem aldrei gleymist.
Þetta kvöld var stund milli stríða,
sumarið 1985. Afinælisbamið, sem nú
fyllir áttunda tuginn, hafði boðið und-
irrituðum í ökuferð, frá annasömum
degi, frá hótelrekstri á Laugum, upp í
„Sveit“, síðasta starfsár sitt við skól-
ann, þó svo enn ætti hann eftir fjögur
sumur við hótelrekstur á Laugum. -
Þögnin réð. Þetta haust átti að yfir-
gefa Laugar, flytja suður til Reykja-
víkur. í þögninni réð undirritaður
kvíða samferðamanns. Hann var að
kveðja dýrð sveitarinnar sem hann
hafði unnað og mannlíf sem hann
hafði dáð. Starfslok voru í vændum.
. Arvissir vinir ekki væntanlegir í rann,
sem farfuglamir að Laugum. Ekki
sjá sólina skína yfir Reykjadal og
skyldi eitthvað koma í stað Kinnar-
fjallanna við Skjálfanda bakaðra
rauðgylltri miðnætursól?
Kæri Óskar, við
hjónin sendum þér þær
afmæliskveðjur að þú
megir enn vera þú sjálf-
ur til orðs og æðis og
þökkum þér góða sam-
fylgd undanfarin ár.
Höskuldur Goði.
Árin líða, einnig þessi
dvöl, sem við eigum hér
á okkar ágætu jörð, og
ein er byggð lifandi ver-
um, að við ætlum.
„Við urðum þrítug,
fertug, fimmtug, fjári
hratt fer tíð.“ Um fimmtugt eram við
talin miðaldra og eigum í mörgum til-
vikum uppkomin böm, og, ef vel
gengur, bamaböm. Þá njótum við
starfs og mannvirðinga. Langt þang-
að til okkur er sagt upp störfum ald-
urs vegna. Síðan höldum við áfram
þetta jafnt og þétt. Verðum, ef vel
gengur, áttræð, níi-æð og jafnvel
hundrað ára.
Þegar ég stundaði nám í bama-
skóla og las heilsuíræði Bjama Sæ-
mundssonar var þar sagt, að ellin
hæfist, þegar við mennimir yrðum 65
ára. Eg er á því að þetta hafi verið
rétt þá, en ekki nú. I dag er hálfsjö-
tugt fólk enn í besta formi, lærir á
tölvur og tileinkar sér margs konar
tækni nútímans.
í dag er einn eldri borgari og ágæt-
m- íþróttafrömuður áttatíu ára. Hann
er enn hress á líkama og sál, iðkar
sund í Vesturbæjarlaug flesta daga
og ekur bílnum sínum í umferðaröng-
þveiti höfuðborgarinnar líkt og ungur
væri. Maðurinn er Óskar Ágústsson,
lengi íþróttakennari við Laugaskóla í
Reykjadal. Óskar á Laugum, en það
er hann oft nefndur enn, lauk íþrótta-
kennaraprófi frá íþróttakennara-
skóla Islands á Laugarvatni vorið
1941, aðeins tvítugur að aldri. Námið
tók þá aðeins eitt ár, en góðan undir-
búning hlaut Óskar í Héraðsskólan-
um á Laugarvatni á undan. Eftir
prófið var hann um skeið umferðar-
kennaii í íþróttum víða um land.
Hefði íþróttanámskeið, sem hann hélt
á Bíldudal 1943, ekki verið framlengt
um viku væri hann nú ekki á meðal
okkar.
Skipið Þormóður, sem hann átti að
fara með til Reykjavíkur, fórst með
öllum sem innanborðs vora, 31 að
tölu. Hörmulegt slys. Yfirleitt má
segja, að Óskar hafi verið hinn mesti
gæfumaður í lífinu. Hann naut vin-
sælda sem kennari við fjölmennan
skóla um fjóra áratugi, honum hefur
verið margvíslegur sómi sýndur, sem
of langt yrði að rekja hér. Riddara-
krossi hinnar íslensku fálkaorðu var
hann sæmdur fyrir íþrótta- og félags-
málastörf fyrir fáum áram, og var vel
að því kominn. í viðtali, sem ég átti
við Óskar fyrir tímaritið Heima er
bezt 1998, segir hann gjörla af lífsferli
sínum. Þar sést, hversu vel hann hef-
ur stýrt lífsfleyi sínu. Veldur þar að
sjálfsögðu miklu, að hann er vel
kvæntur, kona hans er Elín Friðriks-
dóttir húsmæðraskólakennari. Börn
þeirra era fjögur, þrír synir og dóttir,
efnisfólk hið mesta.
Ég óska Óskari og fjölskyldu hans
allra heilla á þessum merkisdegi í lífi
hans. Megi hann enn fagna góðu lífs-
gengi.
Auðunn Bragi Sveinsson.
Aðsendar greinar á Netinu
mbl.is
ALL.TAf= €=!TTH\//\LD NÝTT
Tap gegn Englend-
ingum og Frökkum
Morgunblaðið/Áskell Örn Kárason
íslenska karlasveitin að tafli við Frakka í 10. umferð í gær. Lengst til
vinstri er Jón Garðar Viðarsson, þá Jdn Viktor Gunnarsson og við
hlið hans má sjá HelgaÓlafsson.
Morgunblaðið/Áskell Örn Kárason
Ungt og gamalt í bland; ungverska sveitin er ein af þeim sigursti'ang-
legustu í mdtinu. Ungstirnið Leko á fyrsta borði, við hlið hans skák-
drottningin Judit Polgar og svo gamla kempan Lajos Portisch.
SKAK
ÍSLENSKA karlasveitin tapaði í
gær fyrir Frökkum á Ólympíumót-
inu í skák í Tyrklandi 1,5:2,5. Kon-
urnar unnu hins vegar sveit Guat-
emala 2:1. Karlarnir eru með 22,5
vinninga eftir 10 umferðir og eru
rétt fyrir neðan 30. sæti. Konurnar
eru með 12,5 vinninga af 30 mögu-
legum.
I gær tefldi Hannes Hlífar Stef-
ánsson við Bauer á fyrsta borði og
varð jafntefli án mikilla átaka. Á 2.
borði áttust við Nataf og Helgi
Ólafsson. Helgi fórnaði peði í byrj-
un, en náði því aftur eftir svipting-
ar og sömdu skákmennirnir um
jafntefli í hnífjafnri stöðu. Á 3.
borði tefldi Jón Viktor Gunnarsson
við Degrave og þráskákaði Frakk-
inn skömmu eftir tímamörkin í
hörkuskák. Á 4. borði mættust
Hauchard og Jón Garðar Viðarsson
og var Jón Garðar með heldur lak-
ara allan tímann og varð að játa sig
sigraðan skömmu eftir tímamörk-
in.
I keppni kvennanna við Guatem-
ala vann Guðfríður Lilja Grétars-
dóttir skák sína á fyrsta borði, en
Áslaug Kristinsdóttir og Aldís Rún
Lárusdóttir gerðu jafntefli.
Stórskotalið Englendinga
í 9. umferð í opna flokknum á ól-
ympíuskákmótinu í Istanbul á
mánudag tefldi íslenska karlasveit-
in við sveit Englands. Englending-
ar eru nr. 2 á styrkleikalista þátt-
tökuþjóða. Þeir ætluðu sér ekki að
taka neina áhættu gegn okkar
mönnum og stilltu upp öllu stór-
skotaliðinu. Á fyrsta borði var
Michael Adams, stigahæsti skák-
maðurinn hér í Istanbul. Á 2. borði
Nigel Short, ofurstórmeistari, sem
m.a. hefur teflt heimsmeistaraein-
vígi. Á 3. borði skákmeistari Bret-
lands, stórmeistarinn Julian Hodg-
son, á 4. borði Jonathan Speelman,
sem m.a. hefur teflt í áskorenda-
einvígjum.
Hannes Hlífar Stefánsson fékk
fljótt mjög vandasama stöðu og
fann enga leið til að verja hana.
Helgi Ólafsson og Short tefldu
skák, þar sem jafnvægið raskaðist
aldrei að ráði.
Þröstur Þórhallsson fékk fljót-
lega þrönga stöðu og tókst honum
aldrei að skapa sér mótspil.
Jón Viktor Gunnarsson tefldi af
miklum krafti gegn Speelman.
Englendingurinn réð ekki við
sóknartaflmennsku Jóns og mátti
játa sig sigraðan, þegar tímamörk-
unum var náð. Góður sigur hjá Jóni
á einum sterkasta stórmeistara
heims til margra ára.
íslendingar hafa 21 vinning, eftir
9. umferð, en Þjóðverjar töpuðu
sinni fyrstu keppni (reyndar sinni
fyrstu skák!) og varð það til þess,
að Armenar náðu þeim.
Helstu úrslit:
Þýskaland-Úkraína, VA - 2'A;
Rússland-Búlgaría, VA - 2'A; Arm-
enía-Spánn, 3‘A - lA; Ungverja-
land-Frakkland, 3-1; Danmörk-
Kúba, 2Vi - VA; Svíþjóð-Austurríki,
3-1; Noregur-Færeyjar, 3-1.
Staðan:
1.-2. Þýskaland, Armenía, 25 v.
hvor af 36);
3. Úkraína, 24!4 v.;
4. -5. Rússland, Búlgaría, 24. V.
ísland í 25.-29. sæti með 21 v.
Kvennasveit Islands vann lið frá
Jómfrúreyjum, 3-0, og hefur 10'A
v.
Staðan:
1. Kína, 21 v.
2. Georgía, 2OV2 v.
3. -4. Rússland, Holland, 18!/2 v.
Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson
Svart: Jonathan Speelman
Caro-Kann
1. e4 c6 2. Rf3 -
Jón Viktor sneiðir hjá algeng-
asta framhaldinu. Hann er aftur í
þeirri undarlegu stöðu, sem hann
lenti í gegn Sviss, að tefla við
mann, sem hefur skrifað bók um
byrjunina, sem þeir tefla. Oftast er
leikið 2. d4 d5 o.s.frv.
2. - d5 3. Rc3 Bg4 4. h3 Bxf3 5.
Dxf3 Rf6 6. d3 e6 7. Bd2 Rbd7 8.
0-0-0
b5 9. g4 b4 10. Re2 Rc5 11. g5
Rfd7 12. h4 Be7 13. Bh3! a5 14.
Kbl 0-0 15. Dg2! a4!?
Staðan er orðin spennandi og
kapphlaup á milli teflanda um að
verða fyrri til að koma sókninni í
gang. Speelman er að verða nokk-
uð seinn, því að yfir honum vofir
16. h5 og 17. g6, líkt og síðar í
skákinni. Hann fórnar því peði til
að opna b-línuna til sóknar fyrir
sig.
16. Bxb4 Ra6 17. Bc3 Bb4 18. h5
Bxc3 19. Rxc3 Hb8 20. g6 Da5 21.
gxh7 + KI18
Eða 21. - Kxh7 22. Re2 (22.
Hdgl Dxc3) Db5 23. b3 axb3 24.
axb3 dxe4 25. Dxe4+ Kg8 26. H6
með vinningssókn fyrir hvít.
22. Re2 dxe4 23. d4! -
Hvítur kemur í veg fyrir, að
svarta drottningin komist í vörnina
á e5. Ef svartur leikur 23. - Db5
24. b3 axb3 25. axb3 Dxe2 26. Hdgl
Hxb3+ 27. Kcl! Vinnur hvítur.
23. - Rf6 24. Hdgl Rxh5
Svartur hefði getað reynt að
leika 24. - Re8, t.d. 25. Dxe4 Db5
26. b3 axb3 27. axb3 Rb4 28. Rf4,
með hótuninni 29. Bxe6 fxe6 30.
Rg6+ o.s.frv.
25. Bxe6 g6
Á þessum leik byggði Speelman
vörn sína, en hann reiknar skakkt.
Önnur leið er 25. - Db5 26. b3
Dxe2 27. Hxh5 g6 28. Hh4 De2 29.
Dxe4 m.a. með hótuninni 30. De5+
f6 31. Hxg6 fxe5 32. Hg8+ o.s.frv.
26. Bxf7! Hxf7 27. Dxg6 Hg7 28.
Hxh5! Hxg6 29. Hxa5 Hxgl 30.
Rxgl Hf8
Nú er staðan auðunnin fyrir Jón
Viktor, jafnvel gegn þekktum
fræðimanni í endatöflum eins og
Speelman. Liðsmunur er of mikill.
31. Hxa6 Hxf2 32. c4! Hfl+ 33.
Kc2 Hxgl 34. Hxc6 Hg2+ 35. Kc3
a3 36. bxa3 Hxa2 37. He6 e3 38.
Kb3 Hd2 39. Hxe3 Hxd4 40. Hh3
og svartur gafst upp.
Bragi Kristjánsson