Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 25 Jóhannes Páll II páfí um Mannréttindasáttmálann Þáttur í siðferðislegri uppbyggingu eftir stríð sem takast þarf á við hljótum við að vera vongóð um að Evrópumenn muni einkum sýna snilld sína með því að uppgötva á ný mannlega og andlega visku sem er samofin þeirri evrópsku arfleifð sem felur í sér virðingu fyrir manninum og réttind- unum sem byggjast á henni,“ sagði Jóhannes Páll II páfi meðal annars í ræðu sinni. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra heilsar Jóhannesi Páli II páfa er fulltrúar á fundi Evrópuráðslandanna fengu áheyrn í Páfagarði. FULLTRÚAR aðildarríkja Evr- ópuráðsins komu saman á hátíðar- fundi sem haldinn var í Róm á laug- ardag í tilefni af 50 ára afmæli Mannréttindasáttmála Evrópu. Samþykktir voru viðaukar um ákvæði gegn misrétti á grundvelli kyns og þjóðernis. Sólveig Péturs- dóttir dómsmálaráðherra var meðal fulltrúanna og hlýddi hún ásamt öðrum fulltrúum á ræðu sem Jó- hannes Páll II páfi flutti er þeir fengu áheyrn hjá páfa. Páfi sagði að eftir seinni heims- styrjöld hefði Evrópuráðið haft for- göngu um nýja framtíðarsýn og nýja skipan dómsmála, grundvöllurinn hefði verið að virðingin fyrir mann- réttindum hefði meira vægi en full- veldi þjóðríkisins, hún gæti ekki ver- ið sett skör neðar en pólitísk barátta eða verið rutt úr vegi með þjóðar- hagsmuni að yfirvarpi. „Evrópu- ráðið átti með þessu framlagi sinn þátt í að leggja grunn að siðferðis- legri uppbyggingu sem þörf var á eftir skelfingar stríðsins og Mann- réttindasáttmáli Evrópu reyndist vera mikilvægur þáttur í því ferli,“ sagði páfi. Hann sagði að Mannréttindasátt- málinn hefði verið markvisst svar við þeirri áskorun sem Mannrétt- indayfirlýsingin frá 1948 hefði verið. Sáttmálinn hefði verið mikilvægur áfangi í að þroska tilfinningu fyrir því að hver mannvera ætti skilda virðingu og einnig áréttað réttindi og skyldur sem ættu rætur í þeirri tilfinningu. „Það segii- sina sögu að eftir að nýju lýðræðisþjóðirnar í Austur- Evrópu höfðu losnað undan oki framandi hugmyndafræði og alræðis sneru þær sér til Evrópuráðsins sem þær litu á sem sameiningartákn allra þjóða álfunnar, einingar sem er óhugsandi án trúarlegra og sið- ferðislegra gilda sem eru sameigin- legur arfur allra evrópskra þjóða. Löngun þeirra til að eiga aðild að Mannréttindasáttmála Evrópu end- urspeglar viljann til að standa vörð um grundvallaratriði frelsisins sem TILBOÐSDAGAR 01.-10. nóvember SOS Max Bor/brotvél, 1050 W TILBOÐSVERÐ 56.000,- Model 6228DWE 14.4 V Rafhlborvél Aukarafhlaöa / Taska TILBOÐSVERÐ 15.900,- Modsl 9015B Slípirokkur 0 = 125 mm, 1050 W TILBOÐSVERÐ þeim var svo lengi meinað að njóta.“ Páfi sagði fulla ástæðu til að fagna því sem áunnist hefði og nefndi að tekist hefði í flestum aðildarríkjun- um að afnema dauðarefsingu. Hann sagði það von sína að fólk myndi senn fara að líta einnig á fóstureyð- ingar sem jafnmikið óréttlæti. „Þrátt fyrir öll vandamál sem við blasa og margs konar erfið verkefni 14.300,- ÞÓR HF RoykjawiR: Armuta 11 - Akunryri: L6r»b«kfai .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.