Morgunblaðið - 08.11.2000, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Áætlun um aðgerðir á vinnumarkaði og í vinnuumhverfí samþykktar á þingi Norðurlandaráðs
Vinnuafl verði
hreyfanlegra
milli landa
SAMÞYKKT var á þingi Norður-
landaráðs í gær áætlun um sam-
starf á sviði vinnumarkaðar og
vinnuumhverfis árin 2001 til 2004.
Er stefnt að jafnvægi á vinnu-
markaði, sveigjanleika og afnámi
landamærahindrana þannig að fólk
geti flutt sig milli svæða. Þá var
samþykkt að kanna hvernig mætti
nýta upplýsingatæknina meira í
þýðingarstarfi milli tungumála
N orðurlandanna.
Samkeppnishæf Norðurlönd var
yfirskrift umræðunnar um at-
vinnu- og upplýsingamál og var
þar fylgt eftir niðurstöðum þema-
ráðstefnu um vitund og vöxt á
Norðurlöndum. Ove Hygum, at-
vinnumálaráðherra Danmerkur,
fylgdi atvinnumálaáætluninni úr
hlaði og sagði brýnt að Norður-
löndin stuðluðu að sameiginlegum
aðgerðum í símenntun, hreyfan-
leika á vinnuafli milli landa og því
að halda fullorðnum lengur á
vinnumarkaði.
Hann sagði nauðsynlegt að
draga úr því að fólk færi snemma
á eftirlaun eins og verið hefði til-
hneiging til víða á síðustu árum.
Nú væri skortur á vinnuafli og því
mætti gera fóiki kleift að seinka
því að fara á eftirlaun ef það hefði
áhuga og getu til að starfa áfram.
Hann sagði mikla eftirspurn eftir
vinnuafli á flestum Norðurlöndun-
um og reyna yrði að halda jafn-
vægi á vinnumarkaði með því að
hafa stjórn á framboði og eftir-
spurn.
Öryggis verði gætt
Þá sagði atvinnumálaráðherrann
danski áætlunina miðast að því að
bæta vinnuumhverfi og auka
sveigjanleika með því að fyrirtæki
og stofnanir tengdu betur saman
atvinnulíf og einkalíf. Ráðherrann
tók fram að hér væri margt sett
fram sem þyrfti að þróa betur og
vinna úr og nefndi meðal annars
varðandi sveigjanleika og hreyfan-
leika vinnuafls að gætt yrði fyllsta
öryggis.
Kent Olsson frá Svíþjóð gagn-
rýndi nokkuð áætlunina og sagði
þar lítið tilgreint hvernig menn
hugsuðu sér að koma henni í fram-
kvæmd. Lýsti hann eftir nánari til-
lögum um hvernig unnið yrði að
því að draga úr landamærahindr-
unum, hvernig upplýsingatæknin
yrði notuð og spurði sérstaklega
um hvernig heilbrigðisstéttir
kæmu inn í þessa áætlun.
Reinholdh Fururstrand frá Sví-
þjóð sagði mikið hafa verið unnið
að því að draga úr atvinnuleysi hjá
löndum Evrópusambandsins.
Hann kvað Norðurlönd þurfa að
líta til fleiri sjónarmiða í atvinnu-
málum en heima fyrir og skoða
Margt þarf að skoða og kanna milli umræðna á þingfundum.
80% efnis á
Netinu á ensku
hvernig vinnumarkaðurinn í heild
væri að þróast. Taldi hann löndin
geta unnið nánar saman og hreyft
vinnuafl meira milli sín. Sagði
hann vanda Svía hversu fækkað
hefði um mörg störf í iðnaði og
flutningum en fjölgað í þjónustu,
kennslu og opinberum störfum.
Morgunblaðið/Golli
Ýmiss konar upplýsingaefni er að finna á þingi Norðurlandaráðs um
starfsemi ráðsins og löndin sjálf.
í áætluninni um upplýsinga-
tækni kemur fram að um 80% efn-
is á Netinu séu á ensku og jafnvel
þótt íbúar Norðurlandanna séu vel
settir hvað málakunnáttu varði sé
stór hluti þeirra í raun útilokaður
frá þessum upplýsingum. Þessi
hindrun sé ekki rétt frá lýðræðis-
legum eða menningarlegum sjón-
arhóli og því sé brýnt að hvetja til
þróunar á þýðingarhugbúnaði.
Skýrsla „vitringa-
hópsins“ fær já-
kvæðar undirtektir
SKÝRSLU aldamótanefndar, eða vitringahóps-
ins svokallaða, um framtíðs norræns samstarfs
var almennt vel tekið í umræðum á þingi Norð-
urlandaráðs í Háskólabíói í gær. Umræður um
skýrsluna stóðu yfir í níma tvo tíma og var hún
að mörgum talin gott innlegg í þá umræðu sem
nú fer í hönd um þróun samstarfsins innan
Norðurlandaráðs. Margir höfðu þó efasemdir
um ýmislegt sem í skýrslunni mætti finna. Eink-
um virtust margir hafa áhyggjur af því að hug-
myndimar myndu veikja samstarf landanna.
Jón Sigurðsson, bankastjóri Norræna fjár-
festingarbankans, er formaður nefndarinnar
sem lagði fram umrædda skýrslu. I henni er
m.a. lagt til að samstarf Norðurlandanna verði
skipt upp í sveigjanlega samstarfshringi um
mikilvægustu málaflokka hverju sinni. Núver-
andi samstarf á vegum Norðurlandaráðs er hins
vegar þrískipt. Þar er um að ræða Evrópu-
málefni, málefni grannsvæðanna í austri og
Norðurlandamálefni.
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri-
grænna, sem talaði fyrir hönd vinstrisósíalista á
þinginu, sagði m.a. að skýrsluhöfundar hefðu of
jákvæða sýn á alþjóðavæðingu og áhrif hennar á
lýðræðið. Sagði hann að þótt alþjóðavæðingin
hefði vissulega haft í för mér sér jákvæða þætti
til dæmis á sviði tækni og upplýsinga mætti ekki
horfa framhjá neikvæðu áhrifunum. Til dæmis
hefði alþjóðavæðingin fyrir löngu veikt áhrifa-
mátt lýðræðisins til muna og margt, svo sem al-
þjóðahagkerfið, væri nú af þeim sökum fyrir ut-
an áhrifamátt þjóðkjörinna fulltrúa. Lagði
Steingrímur jafnframt áherslu á að engar
ákvarðanir um breytingar á starfsemi ráðsins
yrðu teknar í fljótræði. Koma þyrfti í veg fyrir
að „mistökin frá árinu 1995 yrðu endurtekin" en
þá var síðast gerð breyting á starfsemi ráðsins.
Jákvæð sýn á Norðurlandaráð
Það voru þó ekki allir á því að Norðurlanda-
ráð ætti að fara sér hægt í sakimar þegar breyt-
ingar á starfsemi ráðsins væru annars vegar.
Sænski þingmaðurinn Chris Heister, lagði til að
mynda áherslu á að ráðið brygðist fljótt við hug-
Morgunblaðið/Golli
Jón Sigurðsson, formaður hinnar svoköll-
uðu vitringanefndar, fylgdist með umræð-
unum á þingi Norðurlandaráðs í gær.
myndum vitringahópsins. Sú leið að bregðast
fijótt við hugmyndum nefndarinnar myndi
tryggja að eitthvað yrði gert. Reynslan sýndi
það.
Hún hafði þó áhyggjur af því eins og aðrir að
hugmyndir nefndarinnar sem fram kæmu í
skýrslunni myndu veikja samstarf Norðurland-
anna.
í umræðunum vakti m.a. athygli að allir höfðu
afar jákvæða sýn á samstarf Norðurlandanna.
Vildu flestir jafnvel sterkara og betra samstarf
en nú þegar væri fyrir hendi. Var ítrekað að um-
rædd skýrsla væri gott innlegg í þá umræðu.
Bellona fær umhverfís-
ver ðlaun N orðurlandaráðs
Morgunblaðið/Golli
Siv Friðleifsdóttir, Thomas Nielsen og Frederic Hauge á
fundi þar sem tilkynnt var um að umhverfissamtökin Bellona
fengju náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs.
NÁTTÚRU- og umhverfis-
verðlaun Norðurlandaráðs
verða afhent í dag en þau
fær umhverfisstofnunin
Bellona fyrir starf sitt að
umhverfisvandamálum
norðuríshafsins og við
norðvesturhluta Rússlands.
Verðlaunin nema 350 þús-
und dönskum krónum sem
eru tæplega 3,5 milljónir ís-
lenskra króna.
„Aðgerðir Bellona hafa
verið umhverfishópum í
Rússlandi hvati, hafa beint
sjónum manna að mesta
umverfisvanda svæðisins
og orðið til að koma á sam-
starfi milli Norðurlanda og
nærliggjandi svæða um um-
hverfisvernd," segir meðal
annars í umsögn dómnefndarinnar en í henni
sitja fyrir hönd Islands þau Ólöf Guðný
Valdimarsdóttir og Páll Kr. Pálsson.
Bellona hefur einkum kortlagt geislavirk
svæði í Barentshafi og greindu Norðmennirn-
ir Thomas Nielsen og Frederic Hauge frá
margs konar starfi Bcllona-samtakanna á
fundi er tilkynnt var um verðlaunin í gær.
Meðal annars greindu þcir frá hættu af
geislavirkum efnum á norðurslóðum. Siv
Friðleifsdóttir umhverfisráðherra lýsti fyrir
hönd íslendinga ánægju sinni með að
umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs skyldu
falla Bellona í skaut á fundinum. Hún sagði
Islendinga deila áhuga Bellona á því að vekja
athygli alþjóðasamfélagsins á þeirri hættu
sem stafar af mengun í norðvestur hluta
Rússlands enda ætti megin undirstaða efna-
hags Islendinga, sjávarútvegurinn, allt undir
því að höf á norðurslóðum héldust hrein.
Skrifstofur í fjórum borgum
Bellona-samtökin voru stofnuð árið 1986 og
rekaþau nú skrifstofur í Osló, Skt. Péturs-
borg, Brussel og Washington. Á fyrstu ár-
unum snerust aðgerðir stofnendanna,
Frederic Hauge og Rune Haaland, einkum
um mótmæliyegna mengunar bæði í Noregi
og erlendis. I dag snýst starfið mikið til um
upplýsingasöfnun og upplýsingagjöf og gefur
það úttímarit íþví skyni. Hafa samtökin eink-
um tekjur af áskrift þess og auglýsingum en
veltan er yfir 200 milljónir íslenskra króna.
Þá hafa þau á snærum sínum sérfræðinga á
hinum ýmsu sviðum náttúrufræði, líffræði,
landafræði, lögfræði og kjarneðlisfræði.
Á fundinum fór Siv Friðleifsdóttir yfir
helstu þætti í baráttu Islendinga á alþjóða-
vettvangi fyrir því að koma í veg fyrir meng-
un sjávar vegna geislavirks úrgangs. Hún
beindi sjónum sínum einnig að því starfi sem
unnið er á vegum Norðurskautsráðsins en
hún sagði málefni hafsins ofarlega á dagskrá
þar. Hefur Siv á þeim vettvangi lagt áherslu á
að lokið verði við gerð alþjóðlegs samnings
um bann við og takmörkun á notkun tiltek-
inna þrávirkra lífrænna efna en ákveðið var
að efna til hans á Ríó-ráðstefnunni 1992 að
frumkvæði íslendinga. Undirbúningur samn-
ingsins er nú á lokastigi og verður hann und-
irritaður í Suður-Afríku í byrjun desember.
Kom síðan fram í máli Davíðs Egilssonar og
Helga Jenssonar hjá Hollustuvernd ríkisins,
sem fluttu stutta tölu á eftir ráðherranum, að
mengun vegna geislavirkra efna á hafsvæð-
inu umhverfis Island væri með því minnsta
sem mældist og nýleg rannsókn hefði leitt í
ljós að tnagn ýmissa efna hefði minnkað.