Morgunblaðið - 08.11.2000, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 65
FOLKI FRETTUM
Trúðurinn Barbara fær hlutverk í Lé konungi
Fíflið er næstum
því ekki til
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
„Fíflið finn-
ur fyrir
sorginni í
öllum heim-
inum.“
Halldóra Geirharðsdótt-
ir og vinkona hennar
Barbara leika Fíflið sem
er með stórt hjarta og
fínnur svo mikið til.
Halldóra sagði Hildi
Loftsdóttur satt.
Það gufar bara upp
„Mér finnst spennandi að vera fífl,
sprella en vera samt tengd hjartanu
og finna til. Mér finnst mjög heillandi
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Fíflið í Lé konungi er draumarullan hennar Halldóru.
„MÉR finnst fíflið alveg frábært hlut-
verk. Ég held að þetta sé eitt
skemmtilegasta hlutverk sem ég hef
leikið. Fíflið þarf að vera svo hlust-
andi, ég þarf að finna svo vel fyrir öll-
um. En það þarf líka að ýta áfram og
halda utan um allt. Svona mikil orka
heillar mig rosalega mikið núna. Fíflið
eiginlega ber ábyrgð á öllu, þarf að
vita allt og finna allt. Og er eina mann-
eskjan í verkinu sem raunverulega
veit hvað er að gerast." Svo lýsir Hall-
dóra Geirharðsdóttir leikkona hlut-
verki Fíflsins í Lé Konungi en hún
nýtur dyggrar aðstoðar vinkonu sinn-
ar, trúðsins Barböru, við túlkun þess.
„Og það er rosalega gaman að fá að
nota Barböru trúðinn minn og að fá
loksins alvöru viðurkenningu á
Barböru sem ég er sjálf mjög hrifin af
og álít eitt það verðmætasta sem ég á.
Eg lít á hana algjörlega sem ein-
stakling, ekki sem Dóru. Hún lif-
ir alveg sjálfstæðu lífi og
það er frábært að æfa
Barbara og Ulf-
ur birtast brátt á
fjölum Borgar-
leikhússins.
rullu á móti henni.“
- Þú ert alltaf að breyta röddinni...
„Já, Barbara er með háa og skræka
rödd en þegar hún leikur þá getui-
hún breytt röddinni. Og í Lé konungi
er hún að leika. Þannig að ég leik
konu sem leikur Barböru sem leikur
Fíflið sem leikur margar ólíkar fígúr-
ur.“
Algjört hjarta
- Varstu valin íhluterkið út af
Barböru?
„Þegar Guðjón tók við Ieikhús-
stjórastöðunni spurði
hann mig hvað mig
langaði mest að
gera í leikhús-
inu. Eitt sem ég tók til var að Fíflið í
Lé væri draumarullan mín. Það var
ekkert á döfinni að setja upp Lé strax
en þegar það breyttist skyndilega
bauð hann mér og Barböru hlutverkið
og við urðum rosa glaðar."
- Sástu þá strax Barböru í hlut-
verkinu?
„Nei... jú kannski. Út af þessu að
segja satt. Mér finnst það svo mikil
ákorun úti í lífinu. Hver þorir alla
daga að segja satt og hvenær er sann-
leikurinn sagna bestur? Það er mjög
vanþakklátt að segja satt. Því meira
sem maður gerir af því, þeim mun
óþægilegri er maður og fólk vill mann
ekki í kringum sig. Það er óþægilegt.
Þess vegna búum við okkur til svo
mörg mynstur til að fólk vilji vera
með okkur. Maður gerir margt ósatt
svo maður verði ekki laminn eða hent
á dyr. Það er eilífðaræfing að þora að
segja satt.“
- Segir Barbara alltaf sannleikann ?
„Já. í Lé konungi fær Barbara
texta upp í hendumar en venjulega
spinnur Barbara mjög mikið og líka
út frá þeim texta sem hún annars fær.
Hún útskýi-h' og ég veit aldrei fyi-ir
fram hvað gerist þegar ég leik Bar-
böru. Ég veit aldrei hvað henni finnst
áhugavert í dag. Hún er algjört
hjarta."
við þetta hlutverk hvað fiflið finnur
fyrir öllum heiminum, sorginni í öllum
heiminum. Það sjálft hefur afsalað sér
öllu hefðbundnu lífí, það á ekki fjöl-
skyldu, þetta er eiginlega eins og að
vera nunna. Fókusinn er alltaf á öllum
öðrum en því sjálfu. Það er næstum
því ekki til. Er ekkert sjálft án hinna.
Þegar Lér er orðinn vitstola og Kord-
elía er komin aftur til að hugsa um
hann gufar Fíflið bara upp. Það hefur
engan tilgang lengur. Það bara deyr.“
- Hverfur það bara?
„Já, hjá Shakespeare voru bara
átta leikarar sem léku öll hlutverkin.
Það hefur greinilega verið sami leik-
arinn, sami ungi strákurinn, sem hef-
ur leikið Kordelíu og Fíflið. Þannig að
alltaf þegar Kordelía er inni á sviðinu
þá er ekkert fífl þar. Kordelía kemur
svo aftur í lokin að hugsa um Lé og
þess vegna á Fíflið engan endi í verk-
inu hjá Shakespeare, það bara hverf-
ur. Það er svolítið sorglegt.11
Að leika Lé sjálfan
- Hefurðu tekið þátt í annarri
Shakespeare-sýningu ?
„Ekki síðan ég útskrifaðist. Bekk-
urinn minn lék Hamlet í Leiklistar-
skólanum, Barbara hefur oft leikið
brot úr Hamlet, svo leik ég í Sjeikspír
eins og hann leggur sig í Loftkastal-
anum. Það er viss áskorun að leika
Shakespeare; mikill texti og einræð-
ur, stórar myndir og stórar tilfinning-
ar.“ Það vill svo skemmtilega til að all-
ir þrír leikaramir í Sjeikspír eins og
hann leggur sfgleika í Lé konungi.
„Við erum náttúrulega sérlega stolt
af því og höldum því fram statt og
stöðugt að það sé ekki hægt að setja1
upp Shakespeare á Islandi öðruvísi en
við séum í sýningunni,“ segir Dóra
dijúg með sig.„Þar sem við erum
mestu Shakespeare-sérfræðingar
sem ísland hefur af sér alið. Ég býst
fastlega við að vera boðin fleird hlut-
verk, að vera orðin áskrifandi að
Shakespeare."
- Hvaða hlutverki hefur þú þá
áhugaá?
„Ég myndi nú gjama vilja leika
Lafði Macbeth og hef langað það síð-
an ég var í Leiklistarskólanum,
kannski af því að ég fór með einræðu
hennar í inntökuprófinu. En það er
ekki bara það. Það er einhver kraftur
í henni, ég sá Emilíu-sýninguna héma
og hef séð sjónvarpsútgáfur og mérú*'
ftnnst hún mjög, mjög spennandi
manneskja. Mig langaði alltaf að leika
Lé sjálfan. Kannski leik ég hann en
ekki fyiT en ég verð gömul. Maður
þarf að vera orðinn ansi „djúsí“ til að
leika hann. En svo frétti ég að príma-
donna úr Gautaborgarleikhúsinu setti
upp einleik um Lé konung. - Þá er
búið að gera það. - En það yrði hvort
eð er aldrei eins. Ég má líka leika
Lé... einhvem tímann seinna. Ætli
ég geri það ekld bara?“
EDDIE MURPHY
Rrjúpnaburðarólar • Rjúpnavesti
Byssupokar • Hreinsisett
Áttavitar • Gönguskór
ELLINGSEN
Reykjavík | sími 580 8500
I Grandagarði 2
TILBOÐ...........
........ *v*.
BELKIS 3":Gasskipt,
: 5 Þrengingar, skefti úr hnotu. j
\ verð nú .♦..........♦ .**
........... 48.300
»»»»»»»»»»»»»»*'
Opið alla virka daga frá kl. 8:00- 18:00 og laugardaga frá kl. 10:00-14:00
Næg bílastæði
HUGSAN 3":
/** Undir/yfir, tvíhleypa, einn gikkur, val á milli hlaupa,
5 þrengingar og skefti úr hnotu.
SENATOR P-3":
y'’ Gasskipt, 5 þrengingar, skefti úr Keflar (svart).